Tíminn - 10.12.1966, Page 1

Tíminn - 10.12.1966, Page 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Málið gegn Rankovic fellt niður! NTB—Belgrad, föstudag. Ríkisstjórn Júgóslavíu hef- ur ákveðið aS fella niður saka- málið á hendur fyrrverandi varaforseta Júgóslavíu, Aleks ander Rankovic og hinum svo kölluðu samsærismönnum hans. Á lokuðum fundi í þinginu í dag samþykkti þingið skýrslu stjórnarinnar um misferli, sem orðið hefur í vissum greinum ör- yggisþjónustunnar, en Rankovic var yfirmaður hennar í skýrslunni var tillaga um að sakamálið á hendur Rankovic yrði fellt niður. Rankovic varð að láta af öilum opinberum störfum 1. júlí s.l., sakaður um að hafa látið hlera símtöl ráðherra, óhlýðni og tilburði til að hrifsa völdin í sín- ar hendur. Eftir að skýrt hafði verið frá niðurstöðu þingsins, var upplýst, að Tító forseti hafði einnig fallizt á tillögu stjómarinnar um sakar- uppgjöf. f þinginu kom fram. að þar sem Rankovic og félagar hans hefðu lengi verið í þjónustu rikis ins yrði að sýna þeim mildi, en um leið fordæma misferli þeirra. Bókmennta- verðlaun gagnrýnenda ; ; IGÞ—Rvík, föstudag . Dagblöðin í Reykjavík hafa komiS , sér saman um aS efna til bók- menntaverðlauna eða viðurkenningar ár hvert. Verðlaun þessi verða | veitt í janúar og þá i verða fyrstu verðlaunin væntanlega veitt í jan- 1 úar næstkomandi. Verðlaun þessi, eða viður kenning, verða veitt fyrir bezta skáldverk eða annað verk bókmenntalegs eðlis, og munu bókagagnrýnendur hvers blaðs ákvarða hverju sinni, hvaða verk skal hljóta þessa viðurkenningu. Einn maður frá hverju blaði mun greiða atkvæði í stigurn, og ræður stigafjöldi saman- lagður hvaða bók fær viður kenningu hverju sinni. Bókagagnrýnendur og rit Framhald á bls. 15. íshrafl 16 sjómílur frá Kögri Föstudaginn 9. desem- ber 1966, var ísinn útaf Vest fjörðum kannaður af TF-SIF. Kl. 11.15 var lagt af stað frá Reykjavikurflugvelli og haldið fyrir Jökul og þaðan eft ir 12 mílna fiskveiðimörkunum til Vestfjarða. 16.0 sjóm. NV af Kögri var komið að ís- hrafli sem svaraði til 1/10 til 3/10 ag þéttleika. Þaðan var haldið NA. að stað 67°25‘N 20° 30‘V, þar var snjúið og haldið með ísröndinni SV.-um að stað 65°25‘N 27°40‘V. Á þessari leið var ísinn nákvæmlega staðsett ur og dreginn í meðfylgjandi kort. Frá stag 65°25‘N 27°40 Framhald á bls. 7. LÝSI VEGNA PER ÚVERKFALLSINS SJ-Reykjavík, föstudag. Að undanfömu hefur verð á síldarlýsi farið hækkandi og er nú komið upp í 65 pund per tonn, en fyrir mánuði var verð- ið ekki nema 50 pund per tonn. Þegar reiknað var út verð fyr- ir síldina í sumar var gert ráð fyrir að takast mætti að selja tonnið á 70 pund og 10 shill- inga. Hækkunin stafar af stöðvun veiðanna hjá Norð- mönnum og vegna hins lang- varandi verkfalls hjá sjómönn um í Perú. Ástæða er til að gtteðjast yf- ir því að síldarlýsið skuli nú hækka aftur en það var orðið mjög óeðlilega lágt. í viðtali við Tímann í dag sagði Sveinn Benediktsson, for maður stjórnar SR, að ekki væri eiftir nema 15—20 þúsund tonn af síldarlýsi óseld. Heittd- ar framleiðslan fram til þessa er um 110—115 þúsund tonn. Verðið fór lækkandi í októ- ber og voru seld um 28 þúsund tonn á 50 pund í lok október og í byrjun nóvember. Undir lok nóvember fór verðið hratt uppávið þegar sýnt þótti að verfcfallið í Perú myndi verða langvinnt Þess má geta að SR hefur ekki selt lýsi undir 55 Framhald á bls 7. OVÆNT VEROHÆKKUN A SILDAR- Simon Kapwepwe , Tillögur Breta í Rhodesíumálinu ræddar í Öryggisráðinu KRAFA ZAMBÍU ER AL- G JÖRT VIÐSKIPT AB ANN NTB-New York, Sailsbury og Jó- hannesarborg, föstudag. Zambía karfðist þess í Öryggis- ráðinu í dag, að öll viðskipti við brezku nýlenduna Rhodesíu, sem hefði sagt sig úr lögum við Bret- land, yrðu bönnuð. Samtímis berast þær fréttir frá Jóhannesarborg, að alttir þrír stjórnmálaflokkar S-Afríku legg- ist gegn tillögum Breta um refsi aðgerðir á hendur stjórn Rhodesíu. Sagt var j Sailsbury í dag, að iðnframleiðendur og kaupsýs'.u menn í Rhodesdu legðu stöðugt fastara að ían Smith og stjórn hans að gera enn eina og síðustu tilraun titt að ná samkomulagi við Breta um lausn stjálfstæðisdeil- unnar. Kaupsýslumennirnir ótt- ast áhrif þau. sem refsiaðgerðir myndu hafa á efnahagslíf lands- ins og hafa því farið þess ákveðið á leit við Ian Smith, að hann gerði enn eina tilraun til sam- komulags, en slí'kt skref gæti e.t.v. orðið til þess, að Wilson lrægi til baka beiðni sína til Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um að Rhodesía yrði beitt ströngum efna hagslegum refsiaðgerðum. Hins vegar eru viðskiptafröm- uðir í Rhodesíu ekki á einu máli um það tjón, sem efnahagslegar refsiaðgerðir kynnu að hafa, en á sama tíma, spyr hinn almenni borgari, hvort Rhodesía verði nú ekki endaplega sjálfstætt ríki. Smith hafði hvað eftir annað lýst því yfir, að ef Bretar legðu Hhpde- síu-deiluna fyrir S.Þ. myndi það Framhald á bls. 7. Skýrsla togaranefndar lögð fram: Eru sammála um nauisyn aukinnar veiSiheimildar SJ-Reykjavík, föstudag. f skýrslu togaranefndarinn- ar, sem blaðinu barst í dag, er að finna ýmsar upplýsingar um núverandi hag togaranna, en nú er á döfjnni að leggja fyrir Alþingi hvort opna eigi vciðisvæði fyrir togarana inn- an landhelgi. Nefndin kemst að þeirri nið- urstöðu, að miðað við olíu- kyntan nýsköpunartogara, þá verði i ár haili á rekstri sliks skips milli 5 og 6 milljónir kr. Ekki má gera ráð fyrir að út- gjaldaliði megi lækka svo nokkru nemi, að óbreyttum ástæðum, en nefndin ræðir sér staklega tvo kostnaðarliði, brennsluoliukostnaðmn og liaunakostnaðinn. Verðjöfnun- argjaldið nemur nú kr. 130.00 á lest og ef það væri feilt nið- ur, gætu sparazt um 200 þús. kr. kostnaður á togara að með- altald. Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.