Tíminn - 10.12.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10! d-esember 1966
TfMINN
við Grástreng stríðsins
Guðmundur Daníelsson:
Turninn og teanngurinn.
ísafoldarprentsmiðja.
Ég opnaði þessa nýju skáldsögu
Guðmundar Daníelssonar með
nokkurri forvitni. Hvort tveggja
var, að þess hafa sézt merki á
síðustu bókum hans, að nokkur
breyting væri að verða á stíl hans
og efnistöikum, og í þessari bók
bregður hann fyrir sig fremur fá-
tiðu afbrigði skáldsöguforms.
Líti'lil vafi er á því, að bókin
Sonur minn Sinfjötli er bezta
verk Guðmundar og líklega það,
sem hann hefur lagt mesta alúð
við, og þá lagt mest að sér við
ögun máls og stíls og sýnt bezt,
hvað hann getur, en það ber of
sjaldan við. Honum virðist ekki
lagið að liggja yfir frásögn sinni,
eða hafa yndi af að meitla og
skrifa aftur og aftur sömu bók, áð
ur en hún er gefin út. Frásagnar-
gleði hans er of mi'kil til þess,
ákafi hamhleypunnar of einráður.
í skáldsögunni Húsið, sem ég tel
framarlega í flokki skáldsagna
Guðmundar, leitast hann við að
bregða upp mynd af liðnum um-
brotatímum, ag í þessari nýju
skáldísögu hans er tema hans að
visí’í leyti líkt, en hann lítur
sér nær. Efnisatvik Hússins eru
honum nógu fjarri til þess, að
hann hefur á þeim góð tök og er
hlutlaus gagnvart þeim sjálfur. En
sögusvið, pérsónur og atburðarás
Túrnsins óg teningsins er honum
völd og fer sínar götur, ekki í
þjónustu við lögmál sögunnar.
heldur stigu þess, sem raunveru-
lega hefur gerzt. Og sú tilfinning
sækir sífellt á mig við lestur sög-
unnar, að höfundurinn sé alltaf
í vandræðum að hemja fólk sitt
og halda því innan vébanda sög-
unnar. Persónurnar eiga sér ýms-
ar of miklar fyrirmyndir í lífi
og kynnum höfundar til þess, og
Guðmundur Daníelsson
lífshilaup þeirra er enn of á'hrifa-
sterkt. Þær verða því oft og einatt
eins og jarðbundnar sálir eru sagð
ar í fynstu vist í himnaríki. Þegar
sHkt gerist, þarf að skrifa söguna
aftur og aga sögufólkið betur.
Það er gott og gilt hverjum höf-
undi að taka sér persónur úr
lífinu, eða hafa hliðsjón af
ákveðnu fóúki við persónugerð, en
því meiri gætur verður að hafa
á því, að þetta hirðfólk lúti heimil-
isaga sögunnar og þjóni tilgangi
hennar alveg, og höfundimnn hafi
það á valdi sinu en sé ekki háður
því og missi það ekki hvað eftir
annað inn í smáleg atvik eign
lífssögu þess. Þetta finnst mér
stundum gerast í Turninum og
teningnum, og vafalaust munu
ýmsir telja sig kannast þar við
umhverfi og ýmsar persónur.
Mér virðist það megintilgangur
höfundarins með þessari sögu að
sýna hvernig íslenzku fólki hefur
reitt af í hafróti stríðsins, skipt-
um og návígi við erlendan her, og
bregða jafnframt upp myndum
Skagfirzkrar æviskrár
II. bindi
eru komnar út- Allir Skagfirðingar þurfa að kaupa
og eiga þessa bók. — Skagfirzkar æviskrár er jóla-
bók yðar í ár.
Aðalumboðsmenn:
Björn Daníelsson, Sauðárkróki,
Þormóður Sveinsson, Rauðumýri 12, Akurevri
og Sigurjón Björnsson, sími 18864, Rvík.
Auk þess fæst bókin hjá flestum bókaverzlunum
og víðar.
SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA.
Höfum opnaö nýja
kjötbúð
að Stigahlíð 45—47.
Mikið og gott vöruval. — Næg bílastæði.
Kjötbúð Suðurvers
Stigahlíð 45—47. — Sími 35645.
þess gróðurs í mannlífi og þjóð-
lífi, sem upp af því hefur sprottið.
En það er þó fólkið, áhrif um-
brotanna á það, sem höfund skipt-
ir öllu máli, og er svo jafnan í
skáldskap Guðmundar. Gagnvart
þessu verki er hann ætíð heiðar-
legur og hlutlægur og lætur sjald-
an andúð eða samúð skekkja
myndina. Þetta verður enn mesti
kostur sögu hans. Aðalpersónurn-
ar, einkum Ármann Grimsen, full-
trúi athafnamannsins á umbrota-
tímum, og kona hans, eru harla
Ólíkar persónur með gerólíkt mat
á verðmætum Hfsins. Samleikur
þeirra í sögunni er harla athygl-
isverður, og einnig gegna þau vel
sínu hlutverki Jón ísland og Lilja
Pönn og verða mjög táknræn um
vandræðasamskipti hersins og
landsmanna. En flestar aðrar
persónur lifa meira og minna i
i einhverjum afkáraheimi og þjóna
ýmissi ónóttúru, en vel má vera,
að tiigangur höfundarim, sé ein-
ímitt að láía þær lýsingar vera
j eins konar undirspil eða undir-
! strikun rótleysisins, gerjunarmo-
! ar, sem birtist í ýmissi spillingu.
|En þetta drepur allt saman sög-
unni mjög á dreif, enda virðist
óþarflega mörgu fólki fram teflt,
og það leikur of lausum hala,
stundum of háð lifandi fyrirmynd-
um.
Síðari hluti sögunnar er frá-
sögn Gyðu Grímsen af sögufólk-
inu. Það sj'álft verður fjarrænna
lesandanum, og hann getur skoð-
að það í nýju ljósi, fylgzt með
afdrifum þessara kunningja og
fengið af því fregnir, hvernig
þeim reiðir af. og hvað upp af
því sprettur, sem sáð var í megin-
sögunni. Þetta form er á ýmsan
hátt forvitnilegt en krefst meiri
hnitmiðunar og stjórnar en fram
kemur í þessari bók.
Sagan Turninn og teningurinn
er vel rituð bók og sögusvið henn
ar og viðfang tímabært skáldsögu-
efni en harla örðugt viðskiptis
vegna nálægðarinnar. Form sög-
unnar er nýstárlegt, en bygging
hennar allt of lausleg. Sögufólk-
ið margleitur og breyzkur söfn-
uður, og óþarflega margt af kitl-
andi en ósögulegum og fánýtum
lífsatvikum til tínt. En safamikið
er það líf, sem lifað er á bökk-
um Grástrengs, þar sem athafna-
maðurinn byggir Hlaðbæ og Ár-
mannshöfn. Og svo geta menn
skemmt sér við að endurþekkja
persónur og atburði. En vafasanit
er að bókin verði talin til beztu
skáldverka Guðmundar Daníels-
sonar.
ísafoldarprensmiðja hefur
sent frá sér í annarri útgáfu skáld
söguna Eld eftir Guðmund Daní-
elsson, og er hún fjórða bindi i
samstæðu ritsafni Guðmundar. Eld
ur kom út 1941 hjá Þorsteini M.
Jónssyni á Akureyri. Hún gerist
á afmörkuðu smásviði. í litlu sam
félagi, einangruðu og sveltu, ag
fjallar um átök og leik mannlegra
ástríðna i þröngum hring fólks,
sem er bundið og dæmt til að búa
saman í litlum stað. Þessi saga
er vafalaust meðal betri skáld-
verka Guðmundar, heilsteyptari
en margar aðrar og vel rituð, fág-
uð og þróttmikil. Með henni telst
Guðmundur orðinn þroskaður og
mótaður s'káldsagnahöfundur, og
þar sjásf greinilegast þeir höfunda
kostir, sem Guðmundi hefur ver-
ið mest hald að á síðari árum.
Annars eru bækur Guðmundar nú
orðnar hartnær þrjátíu.
AK-
OG
„Akkorö" bænda
Það er alkunna, að undan-
farna áratugi hefur verið lagt
mest kapp á það að auka land
búnaðarframleiðsluna. Allar
aðgerðir hins opinbera hafa
stefnt að þessu, þótt mismiklar
og mishagstæðar frá sjónar-
miði bænda hafi þær oft á
tíðum verið.
Bændur hafa heldur ekki leg
ið á liði sinu og framleiðslan
hefur stöðugt vaxið, þrátt fyrú
stöðugt færri hendur, sem að
henni vinna. Á tímabiUnu frá
1930—1965 hefur framleiffslu
verðmætið á milli fjór og fimm
faldazt, eða vaxið úr 438 milljón
um krónum í 2.039 milljónir,
reiknað á verðlagi ársins 1965
Á sama tíma hefur fólkinu
fækkað við landbúnaðarstörf
meira en um þriðjung eða reikn
að í vinnuárum úr 17300 árið
1930 í 10200 árið 1965.
En vegna aukins verzlunar
búskapar er talið, að búskapur
inn sjálfur hafi ekki staðið
undir allri þessari verðmætis
aukningu ,og sé það dregið fra,
sem stafar frá öðrum atvinnu
vegum, svo sem við kaup á fóð
urbæti, tilbúnum áburði, vélum
og byggingarefni, og er það
áætlað 40% áf framleiðsluverð
mætinu 1965, er samt eftir
aukning, sem svarar til 500%
eða fimmföldun vegna aukinna
afkasta vinnuaflsins.
Ef litið er á yfirlit yfir fjár
munamyndun í landbúnaðinum
og fjáröflun til hennar á árun
um 1958—64 sést, að bændur
hafa alltaf aflað mesta hluta
fjármunanna sem fóru til upp
byggingarinnar sjálfir, það er
annað hvort með eigin fjár
framlögum og vinnu eða með
skuldasöfnun við aðra aðila en
lánasjóði landbúnaðarins- En
minnihlutinn hefur komið sem
beint framlag frá ríkinu og lán
til lengri tíma úr sjóðum Bún
aðarbankans og hefur sá hluti
farig mninkandi á þessu tíma-
bili.
Fjáröflunarleiðir landbúnaðarins tii fjármyndunar í %.
1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Ríkisframlag 19.4 18.4 16.0 15.0 11.8 14.0 18-2
Lán úr sjóðum Bún.b. 25.6 24.9 26.9 19.3 19.1 21.2 17-7
Samtals: 45.0 43.3 42.9 34.3 30.9 35.2 35.9
Aukn. skulda við aðra
aðila 12.2 16.8 6.5 6.5 24.9 20.7 15.9
Eigin v. og fjárframl. 42.8 39.9 50-6 59.2 44.2 44.1 48.2
Samtals: 55.0 56.7 57.1 65.7 69.1 64.8 64.1
AIls: 100.0 100.0 100.0 100.0 100-0 100.0 100.0
Heildarfjármunamyndun
reiknað á verðlagi hvers
árs í millj. króna 171.8 182.3 200.4 230.0 289-0 346.0 439.5
Hér er um að ræða fjármuna
myndun í þágu atvinnuvegarins
það er ræktun og girðingar,
útihús, vélar og önnur tæki en
íbúðarhús ekki með talin.
Þegar tekið er tillit til þess,
að landbúnaður er atvinnuveg
ur, þar sem fjárfesting tekur
fremur langan tima og skilar
seint arði, en er oft varanleg,
þannig að á henni má byggja
um alla framtíð. En á hinn bóg
inn er oft á tíðum erfitt að
breyta þeim verðmætum í hand
bæra peninga sem í henni eru
bundin, ef menn þurfa að
hverfa frá búum sínum ein-
hverra orsaka vegna, þá hlýtur
það að vekja undrun hversu
hlutur bænda sjálfra er stór,
hvað þeir eru fúsir jafnvel
fram á gamals aldur að binda
allt sitt fé i bótum á jörðum
sínum, þó að þeir viti fuli vel,
að sjálfir munu þeir ekki
njóta arðsins, og oft óvíst um
hvort svo verður um eftirkom
' endur’ þeirra. Það er því ekki
nokkur vafi á því að bændur
eru sparsamasta stétt þjóðfélags
ins í þeim skilningi, að þeir
verja minnstu af aflafé sinu til
eigin eyðslu, en mestu til að
byggja upp fyrir framtíðina.
Ástæðurnar fyrir þessu eru
margar, og meðal annarra sú,
að bændur reka sitt eigið fyrir
tæki á eigín ábyrgð og að
mestu með eigin vinnuafli Hag
ur bóndans og búsins er einn
og ainn sami Bændur le’ka
ekki þann leik að setja fyrir-
tækið á hausinn, en hverfa
sjálfir frá allri ábyrgð og
skjóta svo upp kollinum sem
nýir endurfæddir (og flekklaus
ir) í öðrum „bransa".
Önnur er sú, að bændur hafa
lengi verið í akkorði hjá þjóð
félaginu, svo haganlega frá
gengnu, ag þeim mun meira
sem þeim hefur tekizt að auka
afköstin, því meir er akkorðs
greiðslan lækkuð. Þegar bænd
um hefur tekizt að auka afurð
irnar með því að stækka búin
og ængja vinnudaginn, hefur
það við næstu ákvörðun á verð
lagsgrundvelli verið notað til
að lækka afurðaverðið.
Þetta er svipað og ef stöðugt
"æri fyigzt meg þvi hjá hinum
svokölluðu uppmæ'ingastéttum
nvaða ?fköstum þeir raunveru
lega gætu náð og ’reiðsla.i fyr
ir hverja mælieiiiingu þá stöð
ugt lækki b er i ijós kæmt að
Framhald 4 bls. 15.