Tíminn - 22.12.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 22.12.1966, Qupperneq 1
ÍÉAÐUR MYRTUR Alf—Reykjavík, miðvikudag. Um sjö-leytið í kvöld varð sá atburður, að maður var skotinn til bana í húsi hér í Reykjavík. Eftir því, sem blað ið vissi bezt í kvöld var hér um að ræða sjómann um þrí- tugt. Banamaður hans var fær eyskur og lét hann lífið fyrir ergin hendi er hann hafði svipt hinn Hfi. Rannsókn málsins var á frumstigi í kvöld, og erfitt að afla sér upplýsinga um að- draganda þessa voðaverks. Þó veit blaðið ekki betur en báð- ir mennirnir hafi verið undir áhrifum áfengis. Morðið var framið á heimili konu Færey- ingsins en þau munu hafa ver- ið að skilja, eða skilin. Báðir mennirnir létust sam- stundis og eina vitnið að þess- um atburði mun hafa verið kona Færeyingsins. Mun hún hafa fengið taugaáfall við at- burðinn, en ekki veit blaðið, hvort hún var undir læknis- hendi. Rannsókn málsins hófst í kvöld eftir því, sem föng voru á, en mun vera komin það stutt á veg ennþá, að ekki ligg ur ljóst fyrir hvaða ástæður voru valdar að þessum hryggi- lega atburðL 10 milljónir falsaðra punda teknar: Áttu að fara til Rhodesíu NTB—Frankfurt miðvikudag. verið gert að lýðveldi. Til- Vestur-þýzka lögreglan gerði kynnti vestur-þýzka lögreglan, í dag upptæk um 10 milljón að óeinkennisklæddir lögreglu- sterlingspund í nýprentuðum menn hefðu gert fúlguna upp-. seðlum, sem eftir öllu að tæka rétt í þann mund, er dæma átti að n«ta í Rhodesíu flytja átti seðlana um borð í eftir að ríkið hefði formlega Framhald á bls. 11. Deilan um bókina „Dauði forseta": ÍiiiM Ritþjófar hyggjast dreifa umdeildum köflum í flugpósti HOPE OG SPELLMAN Það er í mörg horn.að líta síð ustu dagana fyrir jól. Mönnum finnst margt fara úr skorðum hér á landi aðfangadagana en ekki eru allar þjóðir á sama báti í þeiim efnum. Til að mynda láta Bandaríkjamenn ekki setja sig út af laginu í þessum efnum fremur en öðr- um. Þótt margir nýtir menn séu uppteknir við að sprengja bombur í Nevada og vega mann og annan í Vietnam, eru nógir til að senda út af örkinni og boða mönnum jólin Og leikar ar eru ekki síður brúklegir með geistlegum en stjórnmálamönn um þar vestra. Þótt margir væru kjörnir voru að vísu fáir útvaldir, en valið var að lokum ekki af verri endanum. Spell- man kardínáli erkibiskup í New York og Bob Hope lögðu land undir fót og fara nú víða. Hans heilagleiki Francis Spell man sést hér í hópi lúðrasveit ar 8. fótgönguliðssveitar Banda ríkjahers í herbúðunum í Mann heim í V-Þýzkalandi, sem, var fyrsti áfangastaður hans í skipu iagðri hnattferð. Hope mun vera í Vietnam þessa dagana NTB—New York, miðvikudag „Ritþjófar" hafa í hyggju að birta þá umdeildu þætti bókarinnar „Dauði forseta", sem útgefendur bókarinnar í Bandaríkjunum hafa ákveðið að sleppa úr útgáfum sínum, að því er bandaríska blaðið The World Journal Tribune skrifar í dag. Blaðið fullyrðir, að a.m.k. eitt eintak af upphaflegu handriti Williams Manchesters um morðið á Kennedy forseta hafi fallið i hendur umræddra ritþjófa. og hafi þeir sent það til Formósu til prentunar þar. Fyrr í dag tilkynnti lögfræðing- ur Jacqueline Kennedy að ný til- raun hafi verið gerð til þess að ná samkomulagi í deilunni milli frú Kennedy og tímaritsins Look, sem ætlar að birta kafla úr bók- inni. Blaðið skrifaði, að þjófarnir hefðu í hyggju að prenta hina um deildu þætti bókarinnar á 15 þunn ar arkir, sem hægt væri að senda í pósti til Bandaríkjanna sem Ivenjulegt bréf. Verðið eigi að vera fimm dollarar, eða tæpar 220 krón ur íslenzkar. Hungurdauði vofir nú yfir 2D000 hreindýrum IMTB—Gællivare, miðvikudag. Hungurdauði vofir nú yfir öllum hreindýrasfofni Gælli- varehéraðs í Svíþjóð, um 25 þúsund dýrum. Snjólagið á þessum slóðum er um 1 mefril dýramosann. Ekki bætir úr og 10 sentimetrar að dýpt og skák, að stöSugt snjóar. yfir sverðinum klakaskán sem kemur í veg fyrir, að dýrin 1 dag var haldin sannköllu neyð 9 | ' 1 . | arraðstefna yfirvaldanna til um- geti kroppað niður á hrein-|rægu um hugsanlegar ráðstafanir í þessu sambandi. Segir í fréttum að alveg á næstunni muni dýrin fara að falla í hrönnum. Gamlir menn muna ekki annað eins neyðarástand síðan veturinn Framhald á bls. 11. SVARTI DAUÐIA INDLANDI NTB—Nýju Delhi, miðviku- dag Svarti dauði er kominn upp í Indlandi. Þau válegu tíðindi hafa leitt til gffur- lega umfangsmikilla varúðar ráðstafana indverskra yfir- valda. Vi'tað er um 8 manns sem látizt hafa af völdum pestarinnar. Sérfræðingar i meðferð sjúkdómsins voru þegar sendir til Chijgan-hér aðs nálægt Simla upp undir Himalaja-fjöllum þar sem staðaryfirvöld höfðu þegar gert bráðabirgðaráðstafanir til að einangra drepsóttina. Fréttin um að átta manns hafi þegar látizt er ekki stag fest og sagði talsmaður heil brigðisstjórnarinnar í Nýju Delhi að þeim hefði ekki ver ið tilkynnt um nema eitt dauðsfall og þrjá sýkta menn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem pestin herjar á Indlandi. Á árUnum milli 1900 og 1920 er áætlað, að um 10 milljónir Infverja hafi látizt af völdum drep- sóttarinnar. Síðan hvarf sjúkdómurinn nær alveg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.