Tíminn - 22.12.1966, Side 10

Tíminn - 22.12.1966, Side 10
22 TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. desember 1966 Ræða Einars.. þetta f<Mk. Hér áðu>r fyrr áttu unglingar bér á landi oftast fárra kosta völ um nám og starf. Þá bárust menn gjarnan með straumnum og urðu oftast að taka því fyrsta, sem að höndum bar. Nú er öldin önnur. Nú er heizti vandinn að velja, möguleikarnir eru svo ákafiega margir. Það er auðvitað mjög gott og æskilegt að svona skuli vera ástatt í þjóð- félaginu. En einnig þessi góðu tíð- indi skapa sín vandamál. Það er mjög ungt fólk sem stendur frammi fyrir því að taka þær , örlagaríku ákvarðanir sem í því eru fólgnar að varða lífs- brautina viðkomandi námi og starfi. Þessari mikilvægu spurningu þarf fólk oft að svara á aidrinum 14—16 ára, áður en það hefur raunverulega nokkur tök á því að gera sér grein fyrir því hvað bezt henti í þessu sambandi. Svarið er mikilvægt, ekki aðeins fyrir viðkomandi ungmenni hefur ekkert síður fyrir þjóðfélagið í heild. Við teljum nauðsynlegt að taka þessa fræðslu upp í efstu bekkj- úm skyldunámsins, enda tímamót þá á næ.sta leiti hjá þeim ungl- ingum, sem fræðslunnar eiga að njóta, og að þar verði veittar upplýsingar um helztu starfsgrein ar þjóðfélagsins og hvaða kröfur þær hver um si>g gera til manna, bæði hvað menntiun og ann- að snertir. Um framkvæmd þeirrar starfs- fræðslu, sem fyrir hendi er í dag visa ég til þeirra orða, sem Kristján Benediktsson sagði hér áðan urp það efni. Við teljum að borgin eigi að hafa forgöngu í þessu máli og væntum þess að háttvirtir borg- arfulltrúar geti á það fallizt og sjái sér fært að samiþykkja þessa tillögu. Listaverðlaun. „Borgarsljórn Reykjavíkur ákveður, að veitt skuli árlega ein listaverðlaun, að fjárhæð kr. 150 þúsund, af fé því, sem veitt er | fjárhagsáætlun til listaverkakaupa (tölul. 05-1-04). Verðlaunum þess- um skal úthluta á afmæli Reykja- víkurborgar 18. ágúst ár hvert. Verðlauna má myndlistarmenn, skáld, rithöfunda, tónskáld, söngv ara, hljóðfæraleikara, listdansara, leikara cða hvern þann listamann annan, sem með sköpun listaverks eða listrænni túlkun hefur skarað fram úr á liðnu ári. Borgarstjóri skipar árlega fimm manna nefnd, sem ákveður hver hljóta skuli verðlaunin. Fulltrúar livers stjórnmálaflokks í borgar- stjórn tilnefna sinn manninn hver í nefndina, en borgarstjóri skipar liinn fimmta án tilnefningar. Nefndin kýs sér sjálf formann." Borgarstjórn hefur árlega að undanförnu varið nokkurri fjár- hæð til kaupa á listaverkum og í fjárihagsáætlun nú eru veittar 600 þús. kr. í þessu skyni. Allir borgarfulltníar hafa verið sam- mála þessari viðurkenningu til listamanna þjóðarinnar, og ég 'hygg að ráðstöfun þessa fjár- magns hafi a.m.k. í flestum til- fellum tekizt vel og sum lista- verkiij eins og t.d. Útlagi Einars Jónssonar er sannkölluð borgar- prýði. En okkur hefur komið til hug- ar að borgin gæti varið hluta af þessu fjármagni með nokkuð öðr- um hætti en gert hefur verið til þessa. Við teljum að vitneskjan um það að Reykjavlkurborg muni á hverju ári verðlauna þann lista- mann, sem að dómi þar til kjör- inna níanna skaraði fram úr í einhverri listgrein, gæti orð- ið veruleg hvatning til þess að Eramhald at bis 13 um. Þau fyrirheit hafa farið sömu leið og önnur að gera það sem ekki átti að gera og gera ekki það, sem lofað var. Obeinir skattar hafa að vísu stóríhækkað en bara til viðbótar hinum fyrri, og nýir skattar fundnir upp af talsverðri hug- bvasmni. Samkvæmt þeirri ringuireið, sem hér þefur viðgengizt er auð- viitað alveg sama hvernig að er farið, aðalatriðið er að ná sem mestu, aðferðin er aukaatriði, til gangurinn helgar meðalið. - En með þvi að lögfesta svo háan söluskatt eins og hér er nú í gildi, án þess að sveitarfélögin fái nema takmarkaðan hluta af því fé, sem inn kemur á þann hótt til sinna þarfa er verið að skerða tekjumöguleika þeirra og vísa þeim nánast á útsvörin ein, sem þó verður að halda innan skynsamlegra marka, ef gjaldþoli borgaranna á ekki alveg að of- bjóða eins og gert var 1964 og raiunar á hverju ári síðan, þótt þá kastaði tólfunum. Ásælni ríkisvaldsins í þá tekju- stofna, sem sveitarfélögin hafa haft bendir ótvírætt í þá átt að fyillsta ástæða sé til að vera þarna vel á verði. Ég minni t.d. aðeins á það nýjasta í þessu efni, fast- eignagjöldin og rafmagnsverðið, sem var til meðferðis í fyrra. , Með hliðsjón af þessu tel ég fulla ástæðu til þess fyrir Jrorg- arstjórn að reyria þessa leið til að auðvelda samningu fjárhags- áætlunar horgarinnar. Starfsfræðsla. Tillaga okkar um starfsfræðslu er þannig: „Á síðustu árum hefur fjöl- breytni í námi og störfum aukizt mjög hér á landi sem kunnugt er. f sambandi við val á skólum og/ eða námsgreinum þurfa flestir unglingar á aldrinum 14 til 16 ára að ákvarða, að meira eða minna leyti, hvert aðalstarf þeirra eigi að verða. Þetta val er vandasamt, cnda mörgum erfitt úrlausnar, en miklu máli skiptir, bæði fyrir ein- staklinginn sjálfan og þjóðfélag- ið, að það takist vel. Borgarstjómin telur nauðsyn- legt, að starfsfrseðsla verði tekin upp I efstu bekkjum skyldunáms- ins, þar sem nemendum verði veittar hlutlægar upplýsingar um allar helztu starfsgreinar í þjóð- félaginu og hvaða kröfur þær hver um sig gera til einstaklingsins, bæði hvað menntun snerfir svo ogannað. Felur borgarstjómin fræðslu- ráði og fræðslustjóra að hrinda þessu máli í framkvæmd hið allrá fyrsta.“ Við höfum lagt fram tiilögu um nýjan gjaldalið við fjárlagsáætlun ina, þ.e. 04-5-15 til starfsfræðslu. Þetta' e>r Mtit fjárhæð, aðeins 200 þús. krónur og segir auðvitað næsta lítið til að gegna því hlut- verki, sem henni er ætlað, það er okkur vel Ijóst, þótt við höfum viljað byrja smátt og fikra olckur þá heldur áfram síðar, ef borgar- stjóra vildi sinna þessu máli. En kannski einmitt af þvi hve hér er hógværlega af stað farið, feimn islega liggur mér við að segja, höfum við séð ástæðu ,til þess að undirstrika þýðingu þess málefn- is, sem hér er um fjallað, með þvi að flytja um það ofangreinda ályktunartillögu, sem ég mun nú gera örstutta grein fyrir. Eftir því sem fjölbreytni í at- vinnulífi og möguíeikar til sér- menntunar aukast, eins og átt hef ur sér stað í stórum stil hér á landi, vaxa þeir möguleikar, sem ungt fólk hefur til þess að velja sér framtíðaratvinnugreinar, en jafnframt eykst þá vandinn fyrirlleggja sig fram til afreka. Með því mundi að okkar dómi þetta fjármagn hafa heillavænleg áhrif á listalífið og þessi skerfur borg- arinnar, þótt lítill sé gæti orðið þeim, sem til verðlaunanna ynni, nokkur hjálp til enn frekari af- reka. Við sjáum heldur ekki ástæðu til þess að stuðningur borgarinnar við listafólkið þurfi nauðsynlega að vera bundinn, málverkum og höggmyndum ein- um saman, heldur sé gott að fleiri listskapendur og listtúlkend- ur geti átt kost á að spreyta sig á því að vinna tif þessara verð- 'launa. Með því að tengja úthlutun verð launanna afmælisdegi borgarinn- ar væri um leið fengið tækifæri tll þess að minnast þeirra tíma- móta þegar höfuðstaður landsins fékk kaupstaðarréttindi í verðug- an og viðeigandi hátt og án þess að til aukins kostnaðar þynfti að koma. Við teljum rétt að setja sér staka nefnd tiil að skera úr um það, hver verðlaunin eigi að hreppa hverju sinni, slíkt er vissu lega ekki vandailaust verk og til að fyrirbyggja hugsanlega tog- streitu vegna stjórnmálaárekstra þykir rétt að allir flokkar, sem fulíltrúa eiga í borgarstjórn taki á sig sinn hluta þessa vanda. Borgarráð hefur fram að þessu ákveðið hvaða listaverk hafa ver- ið keypt sky. þessum lið fjánhags- áætlunar. Ég tel verkefni þess ærið fyrir, þótt þessu sé ekki við bætt, og gerf því tillögu um sér- staka nefnd, en ekki vegna þess að í því felist nokkurt vantraust á borgarráð eða gagnrýni á það, sem gert hefur verið í þessu efni. Samþykkt þessarar tillögu tel ég að geri tvennt í senn: Minnzt sé afmælis Reykjavíkur á virðulegan hátt og hafi örvandi áhrif í borginni. Dvalarheimili fyrfr aldrað fólk. „Borgarstjóra Reykjavíkur ákveður að hefja á næsta ári und- irbúning og framkvæmd við bygg- ingu dvalarheimilis fyrir aldrað fólk. Telur borgarstjórnin, að á næstu áruin þurfi að stórauka að- stoð við nldraða og minnir í því sambandi' á greinargerð og til- lögur, er lagðar voru fram í borg- arstjórn og samþykktar í marz 1965.“ Haustið 1963 skipaði borgar- stjóri nefnd samkvæmt ákvörðun borgarráðs, til að vera borgar- stjórninni til ráðuneytis um mál- efni aldraðra. Var borgarfulltrúi Þórir Kr. Þórðarson prófessor, formaður nefndarinnar. Nefnd þessi mun hafa unnið tals- vert starf og skilað greinargerð til borgarstjórnar, sem allir borg- arfulltrúar hafa vafalaust undir höndum. t þessu skjali, eru margvíslegar upplýsingar um ástand þessara mála hér í borgihni. Þar kemur m.a. fram að á árunum 1950— 1960 fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 29.1%, en á sama tíma fjölg- aði fólki 65 ára og eldra um 52.9%. Velferðamál þessa fólks e>r því mjög vaxandi viðfangsefni, sem hið opinbera verður án efa að gefa meiri gaum en gert hefur verið til þessa. Fram að þessu hefur þessum málum verið sinnt á þann hátt, að í borginni hafa starfað tvö stór heimili fyrir aldrað fólk, þ.e. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þessi heimili hafa bæði verið rek- in með miklum mynda-rbrag styrkt arlaust að mestu að öðru leyti en því að D.A.S. hefur undanfarin ár haft leyfi til happdrættisrekst- urs. Þessi heimili hafa að mestu leyti séð fyrir þörfum Reykvíkinga í þessum efnum. Ljóst er þó, að með örum vexti verkefnisins verð ur það einstaklingum og samtök- um áhugamanna um megn að leysa borgaryfirvöldin undan öll- um skyldum í þessu efni. Því var það álit Velferðarnefndar aldraðra, að nokkrar aðgerðir af hálfu borgaryfirvaldanna þyrftu ihér til að koma. Því er í álits- gerð nefndarinnar lögð sérstök áherzla á byggingu hjúkrunarheim ila, elliheimila, sjúkradeilda fyrir langlegusjúklinga svo og hæla fyr- ir geðtruflað fólk. Niðurstöður og tillögur nefnd- arfnnar vora samhljóða samþykkt ar hér í háttv. borgarstjórn. Þessi ákvörðun borgarstjórnar hefur að nafninu til verfð stað- fest í fjárhagsáætlunum borgar- innar. Þannig voru ætlaðar í áætl- un yfirstandandi árs kr. 250 þús. -til byggingar dvalarheimiMs fyrir aldrað fólk. Þá voru að því er mig minnir, ekki fluttar breytingar- tillögur við þennan >lið, vafalaust á þeirri forsendu að ekki væri óeðlilegt að sMk framkvæmd þyrfti nokkurn aðdraganda og undirbún ing. En nú hefur áætlun næsta árs einnig verið lögð fram og þá kemur 1 ljós að ekki á heldur að byrja framkvæmdiir á næsta ári, þar sem þessi sama fjárhæð er enn ætluð tiíl Iiðarfns, kr. 250 þúsund. Þetta er að dómi okkar Fram sóknarmanna hér í borgarstjóm alllt of s'læleg framkvæmd á yfir- lýstum vilja borgarstjómar og of mikill seinaganguir í þessu mik ilvæga máli. • Við höfum því viljað hressa upp á áhuga borgarstjóra- ar í þessu máli með því að end- urnýja fyrri samþybktir, jafn- framt því sem við höfum lagt til að fjárveiting á liðnum 13-1-07- 002 dvaJarheimili fyrir aldrað fólk verði hækkuð úr fyrrnefnd- um kr. 250 þús. í 7.1/2 milljón króna og á þann hátt gert kleift að hefja að einhverju marki á næsta ári þær fram'kvæmdir, sem borgarstjórn öll er sammála um að koma þurfi. Um það hvaða tegundir af vist- heimilum sé mest þörf að byggja skal ég ekki láta uppi miklar skoð anir enda brestur mig þekkingu til að ræða það atdði svo nokkru nemi. Ég læt það þó koma fram algjörlega sem mína persónulegu skoðun, að ég tel að forðast beri að gera allar vistarverur aldraðra mjög spítalakenndar. Ég held að heppilegt sé að gera gamla fólk- inu það fært í lengstu lög að halda sínu eigin heimili. IÞRÓTTIR Framh. af bls. 17. Magnússon, hinn kunni markvörð- ur þeirra FH-inga, þegar við hitt- um hann á förnum vegi. Og FH- ingar þurfa sannarlega ekki að sjá eftir því að hafa gert það. Landshappdrætti ÍSÍ er þannig hagað, að ÍSÍ sér að mestu um framkvæmd þess. Happdrættismið um er dreift á miHi íþróttafélaga um allt land, og hlýtur hvert íþróttafélag 50—60% af andvirði seldra miða í sin>n hlut. Br happ- drættið því mikil bútoót fyrir fá- tæk íþróttaféölg og íþróttadeild- VEGURINN Framhald af bls. 19. er talið nauðsynlegt til viðhalds samfélaginu. Hervald, auðvald og einræði heldur þessu uppi á ýmsum stöð- ■um jarðarinnar, hvert á sinn hátt“ Þannig heldur Martínus áfram að vekja til hugsunar, fræða um veginn til lífshamingju eða refil- stigu gæfuleysisins, ef viMzt er af vegi. Ég vildi óska, að hugsandi og menntað fólk kæmi þessari bók fyrir augu sem allra flestra. Og hana á ekki einungis að lesa um jólin heldur eiga hana að leið- sögn hverja stund í daganns þraut. Hún virðist þýdd á gott mál eftir Þorstein Halldórsson og snoturlega útgefin af Leiftri. Ekki kæmi mér á óvart að seinni tímar ættu eftir að telja Maxtínus þennan dularfulla per- sónuleika og hugþekka mamnvin einn helzta hugsuð og speking Dana á þessari öld, hMðstæðan Sören Kierkegárd á sínum tíma. Samtíðin skilur sjaldan sína beztu menn. ÁreMus Níelsson. VER LISTAMANNALAUNUM TIL ÚTGÁFU VERKA SINNA GÞE-Reykjavík, mánudag. Skúli Halldórsson tónskáld hef ur hafið útgáfu á verkum sínum og er fyrsta heftið ag koma út um þessar mundir. Það hefur aðeins eitt lag að geyma, lagið Ferðalok, sem Skúli samdi árið 1953 við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Kem ur þag aðeins út í 100 eintökum. í marzmánuði er annað hefti væntanlegt ,en þar verða öll þau lög, sem Skúli hefur samið við ljóð Jóns Thoroddsen, og síðar SKÁTAJÓL „Skátajól" — jólablað Skáta- blaðsins — eru komin út, 144 blað síður að stærð. í blaðinu er m.a. sagan „Jólanóttin,“ frásögnin „Saga af jólasálmi,“ frásögn og myndir frá Ylfingadeginum, sem var 50 ár.a á þessu ári, kveðja frá skátahöfðingjanum, Jónasi B. Jónssyni, sagan „Nýju fötin skip- stjórans,“ viðtal við Óskar Péturs son, sextugan, frásögn Tryggva Þorsteinssonar um skátastarfið á Akureyri, kynning á Skátabúð- inni, skrftlur og leikir, og margt fleira er í blaðinu. koma lög við ljóð Einars Bene- diktssonar, Theodóru Thoroddsen. og Jónasar Hallgrímssonar og þannig koll af kolli. Er útgáfa söng laganna er lokið. ætlar Skúli að gefa út píanóvenk sin. Á ftmdi með fréttamönnum í dag sagði Skúli, að hann hefði alllengi feog ið listamannalaun og vonaðlst til að fá þau áfram, þessi laun notaði hann til útgáfunnar. Litla heftið Ferðalok er mjög fallegt- Á kápu 1 síðu er teikningin Hafmeyjan eft í ir Mugg, en hún mun prýða önnur | nótnahefti Skúla. Að öðra leyti hefur Sigfús Halldórsson gengið frá kápunni. Heftið er fjölritað hjá Fjölrftunarstofu Daníels Halldórs sonar. En Lithoprent prentaði káp una. HllSBYGGJENDUR SmíSum svefnherbergis oq eldhússinnréttingar SlMI 32-2-52. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.