Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 8
3
TÍMIJNN
MHJVIKUDAGUR 28. desember 1966
Sjötugur á
r ■ V‘\
Hermann Jónasson
fyrrverandi forsætisráðherra
Ég bið Tímann fyrir þessa
afmæliskveðju til Hermanns
Jónassonar, sem átti sjötugsaf-
mæli á jóladaginn.
Þetta verða ekki síður þakk-
ir en kveðja, því engum manni
vandalausum á ég meira að
þakka en Hermanni Jónassyni
fyrir langt, mikið og óvenjulegt
samstarf í pólitískri baráttu,
sem svo hefur verið náið og á
allan hátt þannig vaxið, að ég
hefi kallað það pólitískt fóst-
bræðralag í aldarþriðjung.
Óneitanlega er mér minnis-
stætt, að við vorum ungir sett-
ir í mikinn vanda, og að Her-
mann var mér sem eldri bróð-
ir, sem aldrei brást. Ekki höf
um við Hermann Jónasson þó
alltaf verið sammála um allt!
á okkar löngu samleið, sem að|
líkum lætur. En við höfumi
áreiðanlega báðir strengt þess!
heit í hljóði hvor í sínu lagi;
lemma í okkar samstarfi, að
ss skyldum við vandlega gæta!
j f jarlægjast aldrei hvor ann5
an þannig, að.til tjóns yrði sam
eiginlegum átökum fyrír þann
málstað, sem okkur var trúað
fvrir, eða skaðaði þau málefni
landsins, sem við höfum með
höndum haft. Og það hefur ver
ið auðvelt að standa við slík j
heit í sam-starfi við Hermann
Jónasson.
Hermann Jónasson hefur
ekki aðeins verið flokksleiðtogi
áratugum saman — heldurj
þjóða-rleiðtogi í orðsins fyllstul
merkingu og markað djúp sporj
í sögu landsins. Hann stjórnaðij
átökum við kreppuna fyrirj
stríðið og gerði það þannig aðl
vörnin snerist í stórfellda framj
f-arasókn.
Hann stýrði þjóðarskútunni. í
klakklaust hættulegustu ár j
styrjaldarinnar og þeg-ar hætt-
an v-ar mest á mistökum árin
fyrir styrjöldina. Hann átti rík
an þátt i stofnun lýðveldisins
og stórfelldri framfarasókn þjóð
arinnar eftir styrjöldina.
Hermanni Jónassyni er það
meira að þakka en nokkrum
öðrum manni að unnt reyndist
1958 að ná samstöðu, þótt tæpt
stæði, um útfærslu landhelg-
innar í 12 mílur, og er það ein
þýðingarmesta ákvörðun, serr)
tekin hefur verið af 4lenzkum
stjórnvöldum.
Tæpast hygg ég vaskari mann
haf-a háð stjómmálabaráttu á
fslandi en Hermann Jónasson,
enda fékk hann örðug viðfangs
efni. Eins og vaskra manna er
háttur óx Herm-ann við hverja
raun, og bezt lcomu fram kostir
hans þegar á reyndi að maiki,
og ve-rulegur vandi steðjaði að.
Þá var Hermann Jónasson ró-
legur og æðrulaus eins og ekkert
væri um að vera. Fór sér að
engu óðslega, en íhugaði vel
sitt ráð, unz hann hafði ákveð
ið hvað gera skyldi, en fylgdi
því þá fram með þeirri festu
og krafti, sem ekkert virtist fá
stáðist, sem í v-egi var. Þessir
hæfil-eikar Hermanns Jónasson-
ar hafa reynzt íslenzku þjóð-
inni mikils virði síðustu ára-
tugina
Ég færi Hermanni Jónassyni
hjartanlegar árnaðaróskir sjö-
tugum og flyt honum innilegar
þakkir fyrir forustu hans í mál
efnum Framsóknarflokksins og
málum þjóðarinnar allrar.
Eysteinn Jónsson
Hermann 'Jónasson alþingismað
ur og fyrrverandi forsætisráðherra
varð sjötugur síðastliðinn jóla-
dag. Útvarpið þagði um afmælið
að eindreginni ósk hans. En dag-
blaðið Tíminn vill ekki taka til
greina beiðni -hans um að láta að
engu getið þessara timamóta í
söguríkri ævi þessa mikilhæfa
mann-s.
Hermann Jónasson vill eiga
kyrrláta afmælisdaga. Því fékk
hann framgengt, þegar hann varð
sextugur. Hins vegar hefur hann
tekið svo veigamikinn þátt í sköp
un sögu íslands á þessari öld,
að hann verður að virða á betri
veg, þótt við, samfylgdarmenn
hans, telj-um sögunnar vegna, að
óviðeigandi væri að láta sjötugs-
afmæli hans fara hjá, án þess að
draga, í sam-bamdi við það, út úr
stjórnmálabaráttu mistrinu, sem
enn þá er að sjálfsögðu ekki af
rokið, nokkur dæmi um ver-k hans
og bregða upp sönnum myndum
af persónu mannsins sjálfs, en
myndirnar hafa a-uðvitað í hita
baráttunar verið ýmissum drátt-
um dregnar af mótherjum, og þeir
verið iðnastir við myndagerðina
teins og gengur.
Rétt mat á stórbrotnum stjórn-
málamönnum kemur sjaldan frá
-andstæðingum fyrr en þeir menn
-eru falinir frá, — ef það þá kem-
ur.
II.
Hermann Jónasson er fæddur
25. des. 1896 að Syðri-Brekkum
4 utanverðri Blönduhlíð í Skaga-
firði. Hann er af góðu bergi brot- ;
-inn, enda ber hann það með sér.
Foreldrar hans voru hjónin Jón-
as Jónsson bóndi og smiður og
Pálína Björnsdóttir Péturssonar
frá Hofsstöðum, — orðlögð ljós-
móðir.
Hermann stundaði venjuleg
sveitastörf í æs-ku. Hann ólst upp
við kröpp kjör, sem drégu þó ekki
-úr þroska hans, en hertu hann og
renndu honum forsjálni í merg
og bein. Strax í uppvextinum
-skaut -hann djúpt rótum andlega
í jarðveg íslenzkrar bændamenn-
ingar og tileinkaði sér þjóðrækni
hennar og trú á landjð. Þær rætur
hafa aldrei slitnað. Á þeim stend-
ur hann enn, sá gildi meiður.
Hermann var — að sögn —
-bráðþroska og sparaði sig ekki
til keppni. Tóks-t á við hvern,
-sem til fékkst, enda voru aflraun-
-ir, lausatök og glírnur meðal
s-tráka á þeim tímum þjóðarsiður,
sem hafði heilsusamleg áhrif á
skapgerðina.
H-ann kom til náms í gagn-
fræðaskólann á Akureyri haustið
-1914 og útskrifaðist þaðan eftir
þriggja vetra n-ám vorið 1917 með
-loflegum vitnisburði.
f gagnfræðaskólanum kynntist
ég honum fyrst: karlmenns-ku
hans og metnaði, glímumennsku,
skemmtilegri hæfni til fóstbræðra-
lags og drengilegra viðskipta.
Að loknu náminu á Akureyri
fór hann í menntaskólann í
Reykjavík, sat einn vetur í 4.
bekk, en las námsefni 5. og 6.
-bekkjar utan skóla og tók stú-
dentspróf 1920. Því næs-t innrit-
-aðist hann í Hás-kóla íslands og
lauk embættisprófi í lögum 1924.
ra.
Árið 1924 gerðist Hermann
Jónasson fulltrúi bæjarfógetans í
Reykjavík.
Fjórum árum síðar var ern-b-
æt-ti bæjarfógetans skipt i lög-
manns- og lögreglustjóraembætti.
Tók Hermann við lögreglustjóra-
embættinu 1. janúar 1929 eftir að
hafa farið utan og kynnt sér lög-
reglustjórn á Norðurlöndum og í
Þýzkalandi. Gerði hann miklar um
bætur á starfsreglum lögreglunn-
ar. Gegndi lögreglustjóraembætt-
inu til 1934, eða þar til sporin
'lág-u hærra.
f ársbyrjun 1930 var Hermann
kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur
af framboðslista Framsóknar-
manna. Áður hafði hann ekki tek
ið þátt í flokkspólitik. fhaldsflokk
urinn hafði leitað eftir því, að
hann gerðist einn af forvígis-
mönnum hans í bæjarmálunum,
en hann hafði synjað. Ræturnar
sögðu til sín.
Um 'leið og Hermann varð bæj-
arfulltrúi fyrir Framsóknarflokk-
inn var hann orðinn einn af for-
ingjum flokksins. Það gerðist af
sjálfu sér vegna hæfileika manns-'
ins. (
í bæjarstjórninni var -Hermann
í 8 ár og lét þar mikið ti-1 sín
taka.
IV.
Hermann Jónasson ba-uð sig í
fyrsta sinn fram við alþingiskosn-
ingar 1934. Fór hann í framboð
í Strandasýslu á móti hinum glæsi
lega og vinsæla höfðingsmanni
Tryggva Þórhallssyni, sem hafði
um skeið verið þingmaður Stranda
manna, og við síðustu kosningar
sjálfkjörinn. Vegna ágreinings
hafði hann nú sagt sig úr Fram-
sóknarflokknum, en bauð sig fram
fyrir Bændaflokkinn, sem var ný-
sbofnaður.
Vann Hermann fræga-n sigur í
þeim kosningum, — og hefur ætíð
síðan átt miklu fylgi að fagna
norður þar.
Jafnframt því að keppa í
Strandasýslu í kosningunum 1934,
skoraði Hermann Jónasson á
Magnús Guðmúndsson dómsmála-
ráðherra að mæta sér á þrem
kappræðufundum á tilteknum stöð
um í Skagafjarðarsýslu, en þar
yar dómsmálaráðherrann í kjöri.
f bókinni Sókn og sigrar eftir
Þórarin Þórarinssont segir orð-
rétt: „Það var álit margra á eft-
ir, að þessir fundir hafi orðið þess
valdandi, að Framsóknarmenn
unnu annað þingsætið í Skaga-
firði, en á því valt þingmeirihlut-
inn næsta kjörtímabil."
Áður en Alþingi kom saman
eftir þessar kosningar, varð Her-
man-n Jónasson forsætisráðherra i
samstjórn Framsóknarflokksins
og Alþýðuflokksins. Hefur hvorki
fyrr né síðar jafn ungur maður
orðið forsætisráðherra á íslandi.
Hann var ekki nema 37 ára og
'hafði það tekið hann aðeins fjög-
ur ár, eftir að hann fór að starfa
í stjórnmálum, að • klifa þennan
tind.
Meðráðherrar Hermanns Jónas-
fconár í ríkisstjórninni voru: Ey-
stelnn Jónsson, sem var fj'ár-
ög viðskiptamálaráðherra, þá að-
-eins 27 ára, og Haraldur Guð-
m-undsson, er var sjávarú-tvegs-
mála-, félagsmála- og kennslu-
málaráðherra. Hermann fór með
dómsmál, landbúnaðarmál og vega
mál.
Hlutskipti þessarar stjómar var
erfi-tt. Heimskreppa, aflaleysi og
markaðsihrun þjarmaði að þjóð-
inni. Hinsvegar tókst þó stjórn-
inni myndarlega að verja þjóðar-
skútuna áföllum, og furðulegum
álföngum var n-áð fram á leið.
Stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar nefndu hana: Stjóm hinna
vinnandi stétta. Og hún bar það
na-fn með rentu.
Stjórnin beitti sér fyrir setn-
ing-u margvíslegrar löggj-afar, sem
mikil framsýni var í og reynst
hefur upphaf stórkostlegra um-
-bóta. Má sem dæmi nefna: Af-
urðasöluiögin (sem ég kem nán-
ar að síðar). Lög um nýbýli og_
samvinnubyggðir. Alþýðutrygg- J
ingalögin. Lög um fiskimálanefnd
útflutning á fiski, hagnýtingu
markaða o.fl. Lög um síldarút-
vegsnefnd o.s.frv.
Fjármál ríkisins voru tekin
mjög föstum tökum. — Þegar litið
er til baka dylst ekki að gæfa
fylgdi störfum þessarar stjómar,
sem Hermann Jónasson myndaði
1934 undir þeim erfiðu -kringum-
stæðum, er á voru.
Hermann Jónasson var forsæt-
isráðherra samfellt til 1942, en í
þrem ríkisstjórnum. Fyrst í þeirri
stjórn, sem að framan getur,
fjögra ára skeið, siðan eitt ár
með flokksbræðrum sínum ein-
göngu, og loks þrjú ár í sam-
steypustjóm Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Sjájfstæðisflokks.
í ráðuneyti Steingríms Steiin-
þórssonar 1950—1953 var hann
landbúnaðarráðherra.
Forsætisráðherra í hinni svo-
nefndu Vin-stri stjórn 1956—1958.
-Alls hefur hann gegnt ráðherra-
störfum í 14 ár, — verið forsæt-
isráðherra þar af 11 ár.
I V.
Það, sem ég tel að hafi mest
einkennt Hermann Jónasson í ráð
’herra-störfum og yfirleitt í stjórn-
málum, er kjarkur og djöitfung,
samfara þeirri gætni í athöfnum
á örlagastundum og hófsemi, er
-aðeins sönn karlmennska getur
haft ráð á. Samningalagni, jafn-
vægisgóð dómgreind, réttskyn og
hugboðsgáfa hafa einkennt hann,
þegar mest hefur legið við, — og
svo áhlaupadugnaður.
Stjórnmálaferill hans rúmast
ekki í einni blaðagrein, en væri
'bókarefni.
Hér skulu nefnd fimm dæmi
af mörgum, sem ég tel að sýni
glögglega forustuhæfileika Her-
manns, giftu í stjórnarstörfum og
framsýni:
1. Afurðasölulögin 1934.
Eitt af allra fyrstu verkum Her-
manns sem forsætisráðherra var
að gefa út báðabirgðalög um sölu
á aðalbúvörum bænda og standa
■fyrir framkvæmd þeirra laga. Lög-
gjöf þessi bjargaði bændastétt-
iinni úr neyðarástandi og varð
grundvöllur framtíðar fyrirkomu-
lags í þessum mikilsverðu efna-
hagsmálum. En löggjöfin mætti
hatrammri andstöðu sterikra
þjóðfélagsafla fyrstu árin. Hinum
unga ráðherra tókst frækilega að
mæta þeirri andstöðu og standa
fyrir málefnum bændanna. Fáir
munu nú vilja minnast fjandskap-
ar síns við þessar þjóðþrifaaðgerð
ir.
2. Þjóðverjum neitað um flugvellL
Hinn ip. marz 1939 kom nefnd
rnanna frá Þýzkalandi til þess að
fá sakleysislegt leyfi handa þýzka
flugfélaginu Lufthansa til flug-
vallagerðar hérlendis og flugs að
og frá landinu með farþega og
póst.
Hermann Jónasson beitti sér
fyrir því, að synjað var um þetta
lejri og hefur líklega sjaldan eða
-aldrei verið tekin hér á landi ör-
lagaríkari ákvörðun fyrir þjóðina
og af slyngari fyrirhyggj-u og
sj’álfstæði. Um þennan atburð seg-
ir dr. Björn Þórðarson í bók sinni:
Alþingi og frelsisbaráttan:
„Þessi neitun íslenzku ríkis-
stjórnarinnar um flugréttindi hér
á landi Þjóðverjum til handa,
þótti mikil tíðindi, hvar sem hún
spurðist, og þó mest vestan hafs.
Var frá þessu skýrt ræki'lega í
útvarpi og blöðum. Svo vildi til,
að í sömu vikunni og sendimenn-
irnir þýzku voru gerðir út hingað
til lands, höfðu Þjóðverjar inn-
limað Tékkóslóvakíu að fullu, kúg
að Lithauen til að láta af hendi
Memelhérað og Rúmena til verzl-
unarsamninga. Ósk Þjóðverja um
flugstöðvar hér varð nú kunn öll-
um heimi og talin vera liður í
áformi þeirra um heimsyfirráð.
Jafnframt skildist mönnum til
hlítar, að flugstöðvar stórveldis
hér á landi væru mikiisverðar fyr-
ir eftirlit með skipaferðum um
Norður-Atlantshaf og hentugur
áfangastaður í flugferðum milli
Evrópu og Norður-Ameríku."
3. Skilnaður við Dani.
Eftir að Þjóðverjar hernámu
Danmörku reis áhugaalda meðal
íslendinga um að ^kilja við Dani
að fullu þegar í stað. Sumir lands-
menn voru aftur á móti þeirrar
skoðunar, að ekki ætti að skilja
við Dani fyrr en hægt væri að
ræða við þá að lokinni styrjöld-
inni. Ritaði þá Hermann Jónas-
son (sem var forsætisráðherra)
grein í dagblaðið Tímann og
færði rök að því, að skilnaður
þegar í stað væri ekki fær leið.
Óhyggilegt væri einnig að bíða
með skilnaðinn eftir styrjaldarlok
um. Rétta aðferðin væri að haga
skdlnaðinum svo sem hægt væri
í samræmj við ákvæði Sambands-
laganna. Ákveða strax að skilnað-
urinn yrði 1944, en þó fyrr, ef
styrjöldin endaði áður.
Þetta var siðan í höfuðatriðum
lagt til grundvallar með samkomu
lagi milli allra flokka á Alþingi
etftir að Hermann og Ólafur Thors
höfðu gengið í að sætta flokkana
um málið. ’Kemur þetta fram í
ævisögu Stefáns Jóh. Stefánssonar
og áðurnefndri bók dr. Björns
Þórðarsonar.