Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 1966 TÍMINN 4. Landhelgistnálið. Henmann Jónasson mun fyrst- ur manna hafa komið fram með tillögu á flokksþingi Framsóknar- manna um að sagt væri upp samn ingi þeim, er Dariir gerðu við Breta 1901, um íslenzka landhelgi. Flutti !hann síðan, ásamt Skúla Guðmundssyni, tillögu á Alþingi um uppsögn samningsins og var hún samþykkt. Þetta var nauðsyn legt byrjunarskref til þess að Is- lendingar gætu stækkað landhelg ina. Árið 1958 var það svo ríkis- stjórn Hermanns, sem gerði þá mik ilsverðu framkvæmd að færa land helgina út í 12 mílur. Þurfti hann þá sem stjórnarformaður að beita bæði lagni og myndugleik, svo vel tækist, þar sem hann hafði við aðra hlið sér kommúnista, sem ósárt var þó illindi risu við Breta og aðrar vestrænar þjóðir, og við hina hliðina Alþýðuflokksmenn- ina trega til að gera nokkuð, sem Bretar væru líklegir til að ýfast við. Þessi andstæðu öfl þurfti að leiða og laða til sameiginlegrar ákvörðunar og sameiginlegs átaks um framkvæmd útfærslunnar. Framkvæmdin var djörf, en gerð með gætni og hófsemd eftir því, sem unnt var. Brezkir togarar voru sífellt elt- ir uppi, ef þeir komu inn fyrir 12 mílna mörkin og teknir af ís- lenzku varðskipuinum, skærist her- skip ekki í leikinn, en þá var hörf að undan til þess að ekki kæmi til mannvíga. Hins vegar greitt fyrir brezku sjómönnunum, ef þeir þurftu á sjúkrahúsvist eða læknisihjálp að halda. Bretar fengu enga rökstudda ástæðu til að hefja gegn íslendingum áróður, er þeim kæmi að haldi á aiþjóða- vettvangi. Meðan Hermann Jón- asson fór með völdin náðu þeir á engan hátt þeim tökum, sem þeir voru alltaf að leita eftir. Þannig tókst að láta okkar litlu þjóð þreyta stórveldið að kalla mátti til uppgjafar. 5. Vinstri stjórnin. Hermann Jónasson beitti sér fyrir myndun Vinstri stjórnarinn ar 1956. Var sú stjórnarmyndun grundvölluð á þeirri skoðun, að í þannig uppbyggðu þjóðfélagi, sem nú væri komið til sögunnar á ís- landi, yrðu efnahagsmálin naum- ast viðráðanleg nema með sam- komulagi milli ríkisstjórnarinnar og félagslega þroskaðra launa- og framleiðslustétta. Svo fór að viðsemjendur Vinstri stjórnarinnar skyldu ekki sinn vitjunartíma. Áttuðu sig ekki á þeim nýju skyldum, sem fylgdu þeim mikilvæga nýja rétti, sem þeim var veittur af þessari ríkis- stjórn. Aliþýðusambandið neitaði fyrir hönd launastéttanna um lít- ilsháttar umlíðun á kauphækkun meðan leitað væri samkomulags um úrræði til að hamla gegn dýr- tíðarvexti. Um leið og neitun Alþýðusam- bandsins kom fram var starfs- grundvöllur Vinstri stjórnarinnar | brostinn, og Hermann Jónassonj baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt, i svo sem reglur lýðræðis- og þing- ræðis ætlast til. Hinn gamalþjálf- aði glímukappi taldi skylt að hlýða hefðbundnum reglum á þessj um leikvangi sem öðrum, þótt. óskráðar séu sem lög. Ríkisstjórnin, sem við tók varð nauðug viljug í verki að viður- kenna rétta þá ályktun Her- manns Jónassonar — og Fram-1 sóknarflokksins — að ríkisvaldið verður að hafa samkomulag við stéttasamtökin um ýmissa — ann ars óviðráðanlega — þætti efna- hagsmála. Og launastéttirnar urðu reynsl- unni ríkari. Þær sáu eftir á, að fulltrúar þeirra höfðu hagað sér óviturlega gagnvart Vinstri stjórn inni. Núverandi ríkisstjórn hefur óverðskuldað notið þessa í miklu meiri biðlund af þeirra hálfu, en Vinstri stjórnin þurfti á að halda, eða datt í hug að mælast til. Vafalaust er, að sagan mun telja að Vimstri stjóm Hermanns Jónassonar hafi gefið launastétt- unum nýtt tækifæri til eðlilegra áhrifa, sem þær að vísu notuðu þá ekki réttilega, en lærðu af. Og með því að leggja sjálfá sig að veði fyrir stefnu sína og segja af sér, þegar grundvöllurinn brast þá sýndi sú ríkisstjórn — og for maður hennar sérstaklega — þá háttvísi gagnvart stjórnskipun landsins, að höfð skyldi til fyrir- myndar af íslenzkum ríkisstjórn- um — og hennar krafizt. VL íþróttir hafa verið Bermanni Jónassyni mjög kærar, enda stund aði hann ýmsar íþróttir kappsam- lega framan af ævi — og sumar fram undir þetta. Hann var af- renndur að afli og hafði keppni- skap mikið og þolgott. Lagði alúð við að skilja og læra, hvernig bezt væri hægt að neyta sín í hverri iþrótt. Hann varð glímu- kóngur íslands 1921, svo sem kunnugt er. Þegar Hermann Jónasson var tekinn við yfirstjórn landsmál- anna, leið ekki á löngu þangað til að hann skipaði nefnd til að semja frumvarp til allsherjar- íþróttalaga og um skyldu þjóð- félagsins til stuðnings við íþrótt- ir. Vann með nefndinni í tómstund um sjálfur. Þannig urðu íþróttalög in til, sem Alþingi setti 1940. Þeir, sem fyrir íþróttamálum hafa staðið síðan, vita hvílíkt hald- reipi þeim hefur þessi lagasetn- ing orðið, enda hafa þeir við nokkur tækifæri minnzt Her- manns Jónassonar virðulega með þakklæti fyrir hana. Um íþróttamanniinn Hermann Jónasson gæti ég skrifað langt mál og ítarlegt, vegna allnáinnar kynningar okkar á þeim sviðum, en neita mér um það að þessu sinni. Hermann Jónasson hefir margs konar störfum gegnt um dagana í almannaþágu öðrum en ég hefi þegar nefnt. Hann var lögfræðilegur ráðu- nautur Búnaðarhanka íslands frá 1942—1960 og hefur átt sæti í ráði bankans síðan 1943. Hann hefir verið í Þingvalla- nefnd síðan 1946 Fór í sendinefnd á allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna 1948. Var í mannréttindanefnd Evrópuráðsins 1954-1957. Full- trúi íslands í Evrópuráði frá stofn un þess. Varla þarf fram að taka að hann er vel til þess fallinn að mæta fyrir land sitt meðal er- lendra þjóða. Þjóðrækni hans, studd af þrekmennskunni og eðlis gróinni umhyggju fyrir mannrétt indum, heldur vöku sinni hver sem í hlut á. Hann var þingmaður Stranda- manna frá 1934, og eftir að kjör- dæmabreytingin gekk í gildi 1959 hefir hann setið á þingi fyrir Vestf j arðakj ördæmi. Formaður Framsókharflokksins var hann samfleytt frá 1944 til 1962, að hann neitaði nð taka endurkjöri. Ástæðan til þess að hann neitaði var sú, að hann vildi að stjórnmálafóstbróðir sinn Eysteinn Jónsson, yrði formaður flokksins, áður en lengra væri liðið á ævi þessa dugmikla, snjall gáfaða og árvakra stjórnmála- manns. Lýsir þetta vel drengskap Hermanns. Hæstaréttarlögmaður hefir Her mann Jónasson verið síðan 1945. VII. Hermann Jónasson er mikil- hæfur ræðumaður. Hann semur vei ræður sínar og ritgerðir. Lyft- ir löngum máli sínu með skáld- legri viðmiðun samhliða máls- færslurökum. Hann ey ljóðlesinn og hagmælt ur sjálfur, ef hann vill það við hafa. Ágætlega minnugur á bók- menntaleg snjallyrði í bundnu máli og óbundnu og kann sæg af skemmtilegum og táknrænum sögum um menn og atburði. Aramótaávörp hans sem for- sætisráðherra voru jafnan prýði- lega samin, — og árslokagreinar hans sem flokksformanns minnis verðar. Ennþá — eftir fjölda ára — tala menn um „Heiðna- berg íhaldsins“, sem hann brá upp sem likingarmynd í einni árslokagreininni. Það bjarg f er síðan í hugum fólks einn af hömrum virkileikans.— Mörgum, sem ekki hafa kynnst Hermanni Jónassyni persónulega, virðist hann tilsýndar allþungbúinn og ekki alþýðlegur. Hann kastar ekki kveðjum langar leiðir umhverfis I sig, — veifar ekki hatti sínum á i gatnamótum, — er gjarnan hugsi j á göngu sinni. Hinsvegar vita kunnugir, að hann er glaður maður, og mjög alþýðlegur í þess orðs beztu merk ingu, jafnréttismaður að lífs- skoðun, lítur eiginlega ekki upp til neins manns og heldur ekki niður á neinn. Er nærgætinn og kveðjuhlýr við alla, sem nálgast hann og fara með friði. Hafinn yfir tiltektasemi og orðsýki, — mjög hégómalaus. Mannvirðingar nar, sem hann hefir hlotið í ríkum mæli, hafa síður en svo stigið honum tO höfuðs. Á honum má skilja, að reynslan hafi kennt hon um, að þó gaman geti verið að klífa tinda og stanza þar uppi stundarkorn, þá sé eftirsóknar- verðara að eiga heima og dveljast langdvölum í gróðursæld og skjóli hlíða og dala. Sannleiksperluna finnur hinn fundvísi víðar en á sorgarhafs- botni. ' VIII. Skógrækt hefir verið eitt af i áhugamálum Hermanns Jónas-1 sonar og hann lagt í hana mikið fé og tómstundavinnu með góð- um árangri, fyrst I Fossvogi og síðan að Kletti í Borgarfirði. Nýlega sagði Týninn frá skóg- rækt Hermanns og birti fallegar myndir af sumarheimili hans að Kletti, þar sem hann sjálfur, kona hans og dóttursonur þeirra sjást inni í stofu og úti í skógi, sem umlykur bústaðinn. Kona Hermanns er Vigdís Stein grímsdóttir trésmíðameistara Guð mundssonar í Reykjavik. Þau 'gift ust 30. maí 1925. Frú Vigdís er vel menntuð kona höfðingi mikill en yfirlætislaus. Húsmóðir er hún svo af ber, — listvirk og hefir alla hluti í röð og reglu, án þess að á þvi beri. að hún eigi nokkurn tima ann- ríkt. Gestaboðum manns síns sem forsætisráðherra stýrði hún af svo miklum myndarskap og kunn áttu að frægt er. Hún vakir yfir velferð manns síns og heimili þeirra í smáu og stóru, — virðist aldrei gleyma neinu, sem fyrir i liggur að gera, og les daglega allt, sem þarf til að vita, hvað efst er á baugi, og maður hennar og samstarfsmenn hans, þurfa við að fást hverju sinni á stjórnmála- sviðinu. Þegar Hermanni Jónassyni eru þökkuð störf hans í þágu þjóðar innar, er sannarlega skylt að þakka frú Vigdísi Steingrims dóttur líka. Börn þeirra hjóna eru tvö: Pálína, — gift Sveinbirni Dag- finnssyni, hæstaréttarlögmanni, deildarstjóra í stjórnarráðinu. Steingrímur, — verkfræðingur, framkvæmdarstjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins. Kvæntur Eddu Guð mundsdóttur Á sextugsafmæli Hermanns Jónassoníír var hann ávarpaður í símskeytiskveðju með þessari vísu: Sveimhugi jafnan á sóldögum blíðum, sæll undir vorloftsins kór. Leiðsögumaður í moldviðris- hríðum manndóms- og átaka-stór. Ég tel honum þarna rétt lýst. Hann er lífsyndismaður, — en jafnframt tilþrifamikill í harðræð- um. þegar þörf krefur og mest á reynir. Stórátöbum hlýtur nú að fækka hjá Hermanni Jónassyni eins og öðrum, þegar þeir verða að halda inn á áttunda áratuginn. En gerðra átaka er þó gott að geta minnst, og finna að þökkum fyrir þau andar frá manni og mold. Og þá hlýtur einnig að vera gaman fyrir sveimhuga og lífsynd- ismann að njóta sóldaga í ilmi eigin skóga. Ég óska Hermanni Jónassyni og fjölskyldu hans á þessum tíma- mótum í ævi hans, til hamingju með liðnu árin og komandi sól- daga. Kari Kristjánsson. Hermann Jónasson var for- sætisráðherra fslands á tíma- bilinu 1934-42 eða nál. 8 ár og þar með lengur samfleytt en nokkur annar hefur verið til þessia. Hann var ráðherra landbúnaðar- raforkum.- kirkju.- og vegamála á árunum 1950—53. Hann var for sætisráðherra öðru sinni á árun- um 1956—58. Hann var formað- ur Framsóknarflokksins í 19 ár af þeim 50 árum, sem liðin eru af æfi flokksins.' Hann er búinn að vera alþingismaður í þrjá ára- tugi og 2% ári betur og hefur átt sæti á 39 þingum. í vitund samtíðarmanna er hann eiim af svipmestu sonum þjóðarinnar, þeirra, sem uppi hafa verið á 20. öld. Hann hóf göngu sína út á ,jnenntaveginn,“ frá einum hinna sex þúsund íslenzku bóndabæja Framhald á blt. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.