Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 29. mal 1975 3 Fargjaldafrumskógurinn: DÝRARA AÐ FLJÚGA HÉÐAN TIL AMERÍKU EN FRÁ LUXEMBORG — flugvallaskatturinn hefur sett strik í reikninginn Yfir sumartimann er 6.500 krónum dýrara að fljúga frá Keflavlk til Chicago og til baka en frá Luxemburg til Chicago og til baka þótt sú leið sé nær þvi helmingi lengri. 1 þessurr. mismun felst 2.500 króna flugvallaskattur, sem greiddur er af þeim er fara frá Islandi en ekki þeim er milli- lenda. Hitt er mismunur á far- gjaldi Flugleiða. Farið Luxem- burg — Chicago fram og aftur kostar 102.600 en Keflavik — Chicago fram og aftur 106.500. 1 fargjaldinu fyrir aðra leið er svipaðan mismun að finna. Flugvallaskatturinn hefur með tilkomu sinni enn aukið á það ósamræmi, sem er á far- gjöldum til og frá Islandi. Þannig er nú ódýrara yfir sumartimann að ferðast frá Luxemburg til New York en frá Reykjavlk til New York. Far- gjaldiö var áður 90.000 krónur fram og aftur, hvort heidur far- ið var frá Reykjavik eða Luxemburg. Nú gerir flugvalla- skatturinn það að verkum að 2.500 krónum dýrara er að fara héðan. Það sem farþegar geta þvi gert er að fara inn á söluskrif- stofuna I Reykjavlk, kaupa far- seðil frá Luxemburg til New York eða Chicago með milli- lendingu i Keflavik, fleygja fyrri hluta miðans og stiga svo upp i vélina hér með seinni hlut- ann. Við þetta sparast i það minnsta 2.500 krónu flugvalla- skatturinn og allt upp i 6.500 krónur i heildina. Flug aðra leiðina á þessum tima frá Kefla- vik til New York er einnig þús- und krónum dýrara ef flug- vallaskatturinn er tekinn inn i dæmið. A öðrum timum ársins hefur flugvallaskatturinn einnig i nokkrum tilfellum valdiðþvi, að Islendingar þurfa að greiða nær þvi jafn mikið til að fara til New York og ibúar meginlandsins. Þannig er farið aðra leiðina til New York að vetri til aðeins þúsund krónum hærra frá Luxemburg. Annars staðar i frumskógi fargjaldanna er bilið þó mun meira. Ástæðan fyrir þessu ósam- ræmi er að mestu leyti sú, að frjáls samkeppni rikir á At- lantshafsflugleiðinni en fargjöld milli íslands og Evrópu eru háð IATA samþykkt. Þess ber þó að geta að Flugleiðir hafa mikið að segja, þegar þessi fargjöld eru ákveðin innan IATA. Gjaldið sem greitt er auka- lega fyrir að lenda i Chicago i stað New York er gleggsta dæmið um ósamræmið, sem Is- lendingar reka sig á i áætlunar- fluginu. Sé flogið frá meginlandi Evrópu kostar það farþegann 6.300 krónur aukalega að lenda i Chicago i stað New York. Fari íslendingur hins vegar til Chicago i stað New York kostar þaðhann 8.200 krónur aukalega og eru þá flugvallaskattar ekki teknir inn f dæmií. Þessar töiur eiga við aðra leiðina en auka- gjaldið fyrir að lenda i Chicago i fram og aftur flugi er 12.600 krónur fyrir Evrópumanninn en 16.500 krónur fyrir tslendinginn. — JB Kaupfélagsmálið hið nýja: — Munum gera okkar athugasemdir við staðhœfingar íbúðarkaupenda, segir lögfrœðingur Kaupfélags Hafnfirðinga „Við höfum að visu ýmislegt við staðhæfingar Ibúðareigenda að athuga, en erum ekki tilbúnir til aðsvara þeim I blaðaviðtali,” svaraði Jón Finnsson, lög- fræðingur Kaupféiags Hafn- firðinga, þegar Vlsir leitaði til hans eftir svörum við athuga- semdurn frá kaupendum Ibúða af Kaupfélaginu og birtust i blaðinud þriðjudaginn. Kaupendur ibúa i þvi 62 ibúða fjölbýlishúsi sem Kaupfélagið byggði við Miðvang 41 I Hafnar- firði, lýstu þar megnri óánægju meö það, að verð ibúðanna skuli hafa hækkað um þriðjung. Munu það vera samtals um 40 milljónir króna, sem Kaupfélagið vill fá i viðbót við áætlað verð. ,,Mér er ekkert um það gefið, að reka mál þetta I dagblöðun- um,” sagði Jón Finnsson, þegar Visir hafði tal af honum. „Athugasemdirnar leiða aðeins til athugasemda”. Hann féllst þó á að gera nokkra grein fyrir af- stöðu Kaupfélagsins skriflega og senda blaðinu innan skamms. Þess má að lokum geta, að vixlar þeir, sem gerðir voru að umtalsefni i frásögn ibúðar- kaupendanna I blaðinu á þriöjudaginn hafa nú verið sendir sýslumanni til innheimtu og er farið að stefna ibúðakaupendun'- um vegna víxilmálsins. -JB- Norski hópurinn I heimsókn I Afurðasölu SÍS. A myndinni má þekkja Agnar Guðnason, ráðunaut og Jónas Jónsson, ritstj. Freys. Ljósm.B.G. íslenzku bœndurnir tóku þeim norsku vel VEGAAÆTLUN NÆSTA ARS: A MALBIKI FRA REYKJAVIK AUSTUR AÐ ÞJÓRSÁ — Suðurlandsvegur á að vera malbikaður að Skeiðavegamótum fyrir haustið — ftamkvœmdir að hefjast við Garðskagaveg „Það er allt útlit fyrir að okkur takist að malbika Suðurlandsveginn frá Selfossi að Skeiðavegamótum fyrir september, eins og áætlunin gerði ráð fyrir,” sagði Sigfús örn Sigfússon, yfirverk- fræðingur Vegagerðarinnar i viðtali við VIsi I morgun. „Nú þegar er búið að malbika tvo af þeim 14 km, sem þessi áfangi er,” hélt Sigfús áfram. „Það var unnið i allan vetur að undirbyggingu vegarins og ræsagerð og þvi verki hefur miðað vel.” „Sökum þess, að nýi vegur- inn er að mestu byggður ofan á þann gamla, þarf á köflum að hleypa umferð yfir nýja hlutan,” sagði Sigfús. „Þar af leiðandi neyðumst við til að malbika veginn jafnóðum og undirbyggingu og ræsagerð er lokið I stað þess að malbika allan veginn i einum áfanga siðar.” Hvað tekur svo við? „Fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir frekari framkvæmd- um við Suðurlandsveginn á þessu ári,”svaraði Sigfús. „Á vegáætlun næsta árs er hins vegar malbikun Suðurlands- vegar frá Skeiðavegamótum upp aö Þjórsá, sem er um þriggja kilómetra vega- lengd.” Garðskagavegur i næsta mánuði „Þá má geta þess, sagði Sigfús, „að i næsta mánuði er ráðgert að hefjast handa við Garðskagaveg. En til þeirra framkvæmda voru ætlaðar 40 milljónir á fjárhagsáætlun þessa árs. Fyrir þá fjár- upphæð á að vera hægt að komast hálfa leiðina og hinn hlutinn kemur væntanlega á næsta ári.” Vegarspottinn. sem leggja skal frá Garði til Keflavikur er fimm til sex kilómetrar. Gerir Sigfús ráð fyrir að þeim áfanga, sem ljúka skal á þessu ári, verði náð fyrir haustið. -Þ.IM. Fimmtiu og fjórir gestir frá Noregi hafa verið i heimsókn hér á islandi undanfarna daga. Þeir eru ailir tengdir norskum landbúnaði á einhvern hátt, annaðhvort bændur eða sér- fræðingar I hinum ýmsu grein- um, sem landbúnaðinum tilheyra. Þeir hafa ferðazt um landið og skoðað sig um og heimsótt m.a. Bændaskólann á Hvanneyri, garðyrkjuskólann i Hvera- gerði og svo ýmsa bændur. 1 gær skoðuðu þeir Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi. Norðmennirnir eru einstak- lega ánægðir með móttökurnar. Þeim fannst mikilsvert að fá tækifæri til að kynnast þeim stofnunum, sem þeir hafa heimsótt og fara héðan stórum fróðari um islenzkan landbúnað en þeir komu. Þó var greinilegt, að það hafði hrifið þá mest, að á ferð sinni um landið var þeim skipt i hópa og svo farið með þá heim á bóndabæi, þar sem húsráðendur tóku á móti þeim eins og lang- þráðum gestum. Þar fengu þeir að skoða allt, sem þeir vildu tilheyrandi búinu og settust svo að borðum með fjölskyldunum. „Þetta er vinarbragð og kurt- eisi, sem áreiðanlega á hvergi sinn lika.” Ekki gafst mikill timi til samanburðar á norskum og is- l.enzkum landbúnaði en þó kom fram, að umræður um niður- greiðslu á landbúnaðarafurðum hafa farið mjög i taugarnar á norskum bændum, eins og sjálf- sagt islenzkum starfsbræðrum þeirra, þar sem þeir telja, að til- gangurinn með þeim sé yfirleitt freklega rangtúlkaður. Þeir bentu á, að niður- greiðslurnar væru að langmestu ieyti til neytenda, þ.e. niður- greiðslurnar væru notaðar til að lækka verðið til að gera neytendum kleift að kaupa þær. Auðvitað kæmi þetta bændum til góða, en þeir væru ekki einir um að hagnast, þvert á móti nytu þess allir þeir, sem neyttu afurðanna. Það kom einnig fram, að mikil skoðanabreyting hefur orðið meðal almennings eftir að heimurinn hefur þurft að ganga i gegnum ýmsa erfiðleika efna- hagslega, svo sem vegna oliu- kreppunnar. Þá hafi mönnum orðið ijóst, hversu mikils virði það væri að rekinn væri land- búnaður, sem gæti staðið fyrir sinu og séð landinu fyrir nauðsynjum. Norðmenn flytja þó inn nokkuð af islenzku lambakjöti. Þar i landi eru 1.200.000 fjár, og á siðasta ári voru það um 1100 lestir, sem þeir fengu héðan. -ÓT DEILT ER UM 40 MILLJÓNIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.