Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 29. niai 1975 Er Lénharður farinn að segja till sín? Þorsteinn Björnsson, sem veriö hefur lausráöinn kiippari hjá sjónvarp in u. hættir þar störfum nú um mánaöamótin. Samningur hans við sjónvarpið rann þá út, en látið hafði verið að þvi liggja, að hann yrði endurnýjaður. Svo varð þó ekki og hefur Þorsteini þvi verið sagt upp störfum frá mánaðamótunum. Það er altalað innan stofnunar- innar, að ástæðan fyrir brott- rekstri Þorsteins sé grein, er hann skrifaöi um sjónvarps- myndina Lénharður fógeti og birtist fyrir skömmu i Þjóðviljan- um. Kom þar fram mjög hörð gagn- rýni á gerð myndarinnar. Starfs- menn sjónvarpsins hafa talað um að cfna til undirskriftarsöfnunar til að mótmæla brottrekstri Þor- steins, en ekki hefur orðið af þvi enn. -JB. Veiðihús brann við Hlíðarvatn Talstöðvarbill, er leið átti fram hjá Herdisarvik, tilkynnti Gufu- nes radiói, að veiðihús við Hliðar- vatn stæði alelda. Kallið barst um klukkan hálf átta i gærmorgun og hafði Gufu- nes þegar samband við lög- regluna i Hafnarfirði. Yfirlögregluþjónn frá Hafnar- firði hélt á staðinn og kom að veiðihúsinu klukkan um niu. Var það þá brunnið lil kaldra kola. Lögreglunni þótti ekki taka þvi að senda slökkvilið á staðinn. Hús það, sem brann, er fjörutiu fermetra nýuppgert veiðihús Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar. 1 húsinu var ekkert rafmagn, en aftur á móti oliukynding, og var talið, að hún hefði átt sök á eldin- um. -JB. „SVART- SÝNIR" — segja atvinnumiðl- unarmenn skólanna „Við getum ekki annað en verið svartsýnir. Þetta er það alvarlegt mál hjá stúdentum. Grundvöllur- inn fvrir þvi að hægt sé aö stunda nánt er sumarvinna. Við höfðum hugsað okkur að liafa atvinnu- miðlunina opna til 20. júni, en stjórn Stúdentaráðs hefur fullan hug á þvi að hafa hana opna i sumár. Við stefnum að þvi að koma öllu þessu fólki i vinnu”. Þetta svar fengum við hjá At- vinnumiðlun stúdenta i morgun. bar eru nú 87 á atvinnuleysis- skrá. 119 höfðu verið á listanum. 16 komust i vinnu á eigin spýtur en atvinnumiðlunin útvegaði hi>n- um 16 vinnu. Stúdentar hafa farið i ýmis störf, nokkrir á sjóinn, 2 eða 3 i byggingavinnu, sölumennsku og fleira. A mánudag kom tilboð frá 5 at- vinnurekendum. Á þriðjudaginn aðeins frá tveimur og i gær einnig frá tveimur aðilum. ,,Þelta gengur upp og ofan. Ekki eins vel og vonazt var til”, var svarið hjá Atvinnumiðlun menntaskólanna. bar voru rúmlega 150á skrá, en 30 hafa komizt 1 vinnu á þremur vikum. Skrásetning á fólki er allt- af að minnka, en þeir kváðust bú- ast við töluverðu atvinnuleysi i sumar. „Vona að ég komi auga ó eins og einn jökul" Karl konugnur ræðir hér við Kristfnu Halldórsdóttur, ritstjóra Vikunnar. (Ljósmynd Sigurgeir Sigurjónsson, ímynd). — sagði hans hótign Svíakóngur í viðtali við ritstjóra Vikunnar „Carl XVI Gustaf er alvarleg- ur og þreytulegur, sólbrúnn i ögn þvældum Ijósgráum jakka- fötum....” Það cr ekki á hverjum degi sem blaðamönnum gefst kostur á að ræða við Sviakonung. Siðan hann tók við embætti hefur að minnsta kosti 60 blaðamönnum verið neitað um áheyrn. En nú fyrir stuttu brá islenzkur blaða- maður sér yfir til Svíþjóðar og nældi sér i 20-30 minútur af tima Carls. Það er Kristin Halldórsdóttir, ritstjóri Vikunnar sem þar með var fyrsti islenzki blaðamaður- inn, sem ræðir við hans hátign. Aðalefni næsta tölublaðs verður einmitt þetta viðtal, og er margt sögulegt i sambandi við það. Það er ekki hlaupið að þvi að hitta slika menn. Kóngur kom Kristinu fyrir sjónir eins og fyrr er frá sagt. „Hann var að koma frá Mónakó, þar sem hann hafði verið að hvila sig”, sagði Kristin þegar við forvitnuðumst svolitið hjá henni. Vélinni seink- aði, svo að það varð nokkur bið. En á meðan var skoðaður gull- sleginn borðbúnaður, sem kóngur hefur i hyggju að taka með sér til Islands og nota þeg- ar hann býður i veizlu hér. Áður en Kristin talaði við kónginn sjálfan, voru henni lagðar lifsreglurnar af blaða- fulltrúa hans. „Hann var m.a. hræddur um að ég færi að spyrja um kvennafar hans”, sagði Kristin. Eftir að hafa þvælzt svolitið um höllina, var Kristinu loks boðið inn á einkaskrifstofu kon- ungs. bar kveikti hann sér i sigarettu „og virtist feginn að fá sér sæti stundarkorn”, segir Kristin. Endá ekki furða, þvi að hann hefur mikið að gera. Strax næsta dag á hann að heimsækja hérað i Sviþjóð. „Þegar ég er ekki á ferðalögum, þá er ég hér”, segir hann Kristinu. Hann hlakkar mikið til að sjá „þetta fallega land” segir hann um Island. Hingað hefur hann aldrei komið áður. „En ég vona, að ég komi auga á eins og einn jökul”, sagði hann. Og vonandi rætist sú ósk hans á dögunum 10. til 13. júni, en áð- ur ættu tslendingar að geta fræðst nánar um hann i viðtali Kristinar. — EA. Air Viking býður samgönguyfirvöldum nýja flugþjónustu: Kaupmannahöfn ó fjórð- ungi núgildandi verðs Flugfélagið Air Viking hefur formlega sótt um leyfi til að fljúga áætlunarflug á lágum al- menningsfargjöldum milli Keflavíkur og Kaupmanna- hafnar. Beðið er um leyfi til aö fljúga eina til tvær ferðir i viku, i tilraunaskyni, I 2 ár. Far- gjöldin eru mismunandi eftir þvi á hvaða árstima er flogið og eru lægst kr. 12.800 en hæst kr 18.800 fyrir ferð fram og til baka. i dag kostar ferð fram og til baka rúmar 52.000 krónur, með Flugleiðum hf. Rekstrar- grundvöllur fyrir hendi Með umsókninni, sem Air Viking sendi samgönguráðu- neytinu, fylgir sundurliðað yfir- lit fyrir áætlaðan rekstrar- kostnað Boeing 707-720 þotna félagsins á þessari flugleið, til að sýna fram á, að eðlilegur rekstrargrundvöllur sé fyrir þessari beiðni. Erlendis fer það vlða I vöxt, að leyfa áætlunarflug á lágum fargjöldum, með vissum tak- mörkunum. Annars vegar er það sem kallað er „shuttle service” og er þá mest hægt að bóka með tveggja' daga fyrir- vara. Hins vegar er „advance booking charter” sem útleggja mætti sem fyrirfram bókað leiguflug, en i þær ferðir er ekki hægt að bóka með minna en 10 daga fyrirvara. Brýnt hags- munamól f umsókn Air Vlking til ráðu- neytisins segir meðal annars: „Eins og hinu háa ráðuneyti er kunnugt, er almenningi I flest- um löndum gefinn kostur á að hagnýta sér framfarir flug- tækninnar í lágum fargjöldum milli landa. Engum er þetta brýnna hagsmunamál en þjóð- um þeim, sem eylönd byggja. Hvergi er það alvarlegra áfall fyrir almenningshag að sam- göngur I lofti þróist þannig, að þær verði i einokunaihöndum eins einkafyrirtækis.” í umsókninni er bent á að flestar þjóðir, einnig þær sem eigi ríkisrekin flugfélög, gæti hagsmuna almennings i þessu efni, með þvl að leyfa viðtækt leiguflug með frjálsri verðlagningu. Bent er á að dönsk og brezk stjórnvöld hafi árum saman leyft umfangsmikið og dýrt leiguflug á einni þýðingarmestu flugleið sinni, milli Kaupmannahafnar og London. Síðan segir, að „þeim sé .ekki kunnugtum nein stjórnvöld sem vilja taka upp sem stefnu I flug- málum, að velta rekstrarvanda flugfélaga yfir á herðar al- mennings, með kröfum um há fargjöld* Tilraunir í tvö ór Þá eru I umsókninni út- skýrðar þær tvær aöferðir sem einkum eru notaðar ódýrtu áætlunarflugi og síðan segir: „Þar sem við teljum að tlma- bært sé að taka upp slíka þjónustu hér á landi, förum við þess hér með á leit við hið háa ráðuneyti, að mega fljúga I tilraunaskyni I 2 ár, áætlunar- flug á lágum almenningsfar- gjöldum, milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar, einu sinni til tvisvar I viku, allan ársins hring. Við bendum á, að þessi lága ferðatiðni getur ekki haft nein teljandi áhrif á afkomu þess flugs sem fyrir er á leiðinni, þar sem ferðatlðni þar er 6-14 ferðir I viku.” 1 umsókn sinni telur Air Viking að leyfi til flugferða af þessu tagi séu tvímælalaust mikið hagsmunafólk fyrir al- menning og telur fullvist að fólk muni fúst til að greiða nokkurn aukaskatt af þessum ódýru far- gjöldum, sem stjórnvöld gætu sett I sjóð og notað til að styrkja aðstöðu flugs I landinu, eða styrkja flugrekstur sem stendur höllum fæti. Ætlum ekki að tapa á þessu Félagið bendir á að Flugleiðir hf fljúgi nú til sólarlanda undir kostnaðarverði. Þessar leiðir séu aðal viðskiptaleiðir Air Viking á islenzkum viðskipta markaði og sé af þeim sökum lika nauðsynlegt fyrir félagið að hasla sér völl á öðrum flugleið- um, ef það eigi ekki að þurfa að hrekjast úr landi með alla sina starfsemi. Vísir bar þessa frétt undir Guðna Þórðarson, forstjóra, og staðfesti hann að hún væri rétt. Hann sagði, að miðað við vega- lengd væru þau sambærileg við það, sem útlendingum er nú boðið milli New York og Luxemborgar. — Eru þetta þá raunhæf far- gjöld, getið þiðhagnaztá þessu? — Ég get fullvissað þig um, að við reiknum ekki út fargjöld með það það fyrir augum að tapa á þeim. — Og heldur þú að leyfið verði veitt? — Ég er ekki I neinum vafa um að á þessum timum dýrtíðar munu stjórnvöld taka þvi fegins hendi að geta boðið almenningi I landinu upp á þá kjarabót sem felst I svona tilboði. -óT- — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.