Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 12
12 Vfsir. Fimmtudagur 29. mai 1975 er fyrir löngu komið í Laugordalnum... og þrestirnir ófeimnir við manninn ,,Við erum ekki vanir að setja niður sumarblóm fyrr en um mánaðamót maí/júní. Maður er alltaf vantrúaður á hlýindin. Kannske verður þetta eitthvað í fyrra lagi nú, vegna beygs í mönnum út af atvinnuástandinu". Þetta sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri er við ræddum við hann i fyrradag. Hann sagði að vissulega hefði borgin sparað sér stórfé á að þurfa ekki að slá, en það væri hins vegar verra, að skemmdir i grasflötum væru gifurlegar og trjágróður hefði orðið miklu verr úti en oft áður. Sagði Hafliði að þetta væri með þvi versta, sem hann hefði séð. Hjá borginni er verið að gera beðin klár og losa um mold eftir veturinn. 1 góða veðrinu leggjum við leið okkar i Ræktunarstöð borgarinnar i Laugardal. Þar eru heilu breiðurnar af blómum, stjúpum, ljónsmunnum, morgunfrúm o.fl., sem biða eftir að gleðja borgarbúa með fegurð sinni i sumar. „Við fáum nú ekki vor eins og i fyrra nema tvisvar á öld” segir Steingrimur Benediktsson yfir- verkstjóri um leið og hann sýnir okkur blómin. Hunangsfluga gerist aðgangsfrek við hann og hann slær hana frá sér með við- bjóði. ,,Ég er ekki eins hræddur við neitt og þessar bannsettar flugur. Jú, það er mikið af þresti SUMARIÐ Hann Steingrlmur Benediktsson, yfirverkstjóri hjá Ræktunarstöð- inni I Laugardalnum, hugar vel að stjúpunum, sem ætlaðar eru til fegurðarauka I borginni okkar I sumar. Jú-hú, segir Valgerður ogdæsir. Þaðer gottað vera búin I prófunum, en Lilja litla sýnir okkur hvað hún á fallegar tær. Ljósm. Bj.Bj. Þeir eru ekki beint stórir græðlingarnir sem þau eru að setja niður. En vonandi verða þeir seinna meir að stórum trjám. Þau Halli, Erla og Ellsabet eru að spóka sig með börnin sln-t Laugardalsgarðinum. hérna og þeir eru svo spakir að þeir fylgja skóflufarinu eftir i leit að góðum maðki, en starr- inn er bölvaður vargur og reynir að hrekja þrestina burtu”. Vinnuvél er i fullum gangi að plægja skólagarðinn fyrir krakkana og menn eru i óða önn aö setja niður græðlinga. Sumir hafa fækkað við sig fötum í sól- inni. Haraldur úr menntaskólanum við Tjörnina segir að þetta sé hans fjórða sumar i röð við garðyrkjustörf og Guðbjörg er búin að vera heilt ár, enda er meiningin hjá henni að fara i Garðyrkjuskólann i haust. Lilja Stefánsdóttir, fjögurra barna móðir (yngsta raunar orðið táningur) húsmóðir með meiru, segist hafa byrjað aftur I garðyrkjunni fyrir 9 árum og verið aðeins á sumrin til að byrja með, en væri nú búin að vera samfellt i 3 ár. ,,Ég vil ekki vera i öðru”, segir hún. ,,Ég er enn að biða eftir grænu byltingunni”, segir Valdimar Eliasson garðyrkjumaður og fyrrverandi bóndi ofan úr Borgarfirði. „Þetta er svo sem ágætt starf, mér likar allt vel. Aðalatriðið er að geta gert eitt- hvað” og hann bætir við. „Ann- ars hélt ég þegar ég var i sveit- inni að það væru ferfættu dýrin, sem eyðilegðu mestan gróður- inn, en það eru þá þau tvifættu, sem eru sekust.” í Grasgarðinum er Helga Lilja að aka hjólbörum með dalium út úr einu gróðurhúsinu. „Það er eiginlega langt siðan sumarið kom hérna,” segir hún og við litum i kringum okkur þarna inni og sjáum að hún seg- ir satt. Þúsundir plantna eru I Grasagarðinum. Helga Lilja Björnsdóttir er alltaf að setja fleiri og fleiri út úr gróðurhúsinu. Þúsundir jurtategunda er að finna i Grasagarðinum bæði innlendar og útlendar. Það koma margir að afla sér upplýs- inga og sjá með eigin augum hvað myndi henta bezt i þeirra garði. Það er einmitt nýbúið að opna Grasagarðinn og hann er opinn frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin. Það eru ekki aðeins þeir sem eru að vinna, sem spóka sig i Laugardalnum þessa dagana. Við rekumst á nokkrar mæður með börnin sin og barnapiurnar slappa af og láta krakkana hlaupa berfætta i grasinu. Fyrir svo utan hina sem liggja i sól- baði og eru þegar farnir að fá lit á kroppinn. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.