Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 29. mai 1975 nsnm LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hver er vinsælasti is lenzki leikarinn? Stefania Þorvaldsdóttir: bókbind- ari. Bessi Bjarnason. Ég held langmest upp á hann. Páll ólafsson, bóndi: Róbert er vinsælastur. Mér finnst hann lang skemmtilegastur af þeim. Astvaldur Guðmundsson, hár- skeri: Ja, nú veit ég ekki. Og þó. Bessi Bjamason er vinsælastur. Björn Björnsson, bifvélavirki: Róbert Arnfinnsson held ég. Ég hef reyndar ekki séö mjög mikið með honum, en þó nokkuð. Kristinn ólafsson, nemi: Bessi Bjarnason. Ég hef séð hann leika I hinum og þessum leikritum. Gunnar S. Gunnarsson, verka- maöur: Guð minn almáttugur! Bessi Bjarnason held ég. Ég hef séð hann i nokkrum leikritum. Þess vegna er kirkju- sókn orðin svona lítil safnaðanna. Raunar hafa sprottið upp alls konar gervi- trúarflokkar, sem hafa aðeins verið tizkufyrirbrigði og ungt fólk hefur þvi flykkzt i, likt og allir fengu sér þröngar galla- buxur til að tolla i tlzkunni. Ég sagði, að kirkjusókn væri litíl, en hún er samt nokkur. Hvaða fdlk er það þá, er sækir kirkjurnar? Farir þú i kirkju munt þú ekki sjá ungt fólk, ung hjón með barnið sitt, nei, þú munt sjá hóp gamalmenna, sem veit að „brottfarardagur” er i nánd og sér ekkert ráð vænna en að sækja kirkju á „lokasprettin- um”, eftir að hafa vanrækt það nær alla sina ævi. Þegar einn og einn unglingur sést i kirkju, horfir þetta fólk á hann undrun- araugum, sem greinilega spyrja: — Hvað er svo ungur maður að gera I kirkju? Svo sjaldan fer ungt fólk I kirkju. Hvers vegna er kirkjusókn orðin jafn litil og raun ber vitni? Hér hljóta einhverjar ástæður aö liggja að baki. Það er staðreynd, að nú á seinni árum aðallega og raunar alltaf hafa innritazt I Guðfræðideild menn, sem þangað hafa ekki átt neitt erindi. Menn, sem ekki hafa þá sannfæringu eða hugsun, sem nauðsynlegt er að prestar hafi til að bera.Samtná þessirmenn i prestsembætti og sitja þar svo lengi sem þeir vilja en það sem þeir fá áorkað f söfnuðum sinum vill oft verða anzi litið. Prestar flytja predikanir slnar á háfleygu máli, yfir- borðskenndu og skreyttu máli, máli sem þeim er alls ekki tamt að nota i hinu daglega lifi. Þannig uppbyggðar prédikanir ná sjaldnast eyrum áheyrenda, heldur hjálpa til ásamt fleiru við að svæfa þá. Söngurinn i kirkjum vorum er þannig, að ekki er nokkur vegur fyrir kirkjugesti að taka undir enda hef ég ekki ennþá komið i þá kirkju þar sem kirkjugestir hafa tekið undir i söngnum svo einhverju nemi. Fari menn I Filadelfiu heyra þeir söng, sem er lifandi og skemmtilegur og hreinlega hrifur fólk með sér, þannig á söngurinn að vera. Það er alvarlegt, að kirkju- sókn fari minnkandi, en það er þó enn alvarlegra að farið er að lita á helgustu athafnir kirkjunnar sem innantóma skemmtun eða eitthvað ennþá ómerkilegra. Börn eru skirð. Hvað skyldu vera margir, sem ekki láta skira börn sin af gömlum vana, eða vegna þess að aðrir gera það og þvi sé sjálf- sagt að gera slikt hið saman, en gleymi algjörlega að hugsa um tilgang skirnarinnar.Fermingin er raunar orðin hreint hlægileg . Börnin hugsa aðeins um að fá sem mestar gjafir, og svo rifast foreldrarnir um hver hafi átt barnið, sem mest fékk, en að hugsað sé um tilgang ferming- arinnar, það er aukaatriði. Hverjir bera sökina á þvi hvernig komið er fyrir kristin- dómi vorum? Þvi er auðvelt að svara. Þar koma aðeins prestarnir og yfirvald kirkjunnar til greina, ásamt okkur sjálfum. Sagt er að alls konar misferli hafi veriö beitt við prestskosningar, þó sérstak- lega hér I Reykjavik og það liggur I augum uppi, að slikt dregur úr trausti þvi, sem al- menningur ber til þessara manna. Þetta sýnir aðeins að þeir, sem fara með yfirstjóm kirkjumála, hafa ekki þann þroska, sem þeim er nauðsyn- legur til að gegna embættum sinum með sóma. Tillaga hefur verið lögð fram á alþingi þess efnis, að alþingis- menn skuli ekki gegna fleiri embættum en þingmanns- embættinu. Það hefði verið nær að leggja fram tillögu þess efnis, að prestar skuli aðeins gegna sinu prestsembætti en ekki stunda kennslustörf og önnur störf samhliða prests- embættinu. Það er eðlilegt, að prestamir annist kristnifræði- kennslu i skólum, en að þeir gegni fullu kennarastarfi eins og þeir gera oft, er fyrir neðan allar hellur. Ef þessir menn myndu gegna prestsembættinu eins og þeir eiga að gera, þá hefðu þeir ekki tima til að vera i öðrum störfum samhliða. Það er nefnilega það, að þessir menn leggja ekki þá rækt við embætti sin, sem þeim ber skylda til, og fá laun samkvæmt. Þetta myndi ekki lfðast hverjum sem væri. Rétt er að taka það fram, að til eru prestar, sem gegna sinu starfi fullkomlega og láta sér nægja eitt starf. Það er vonandi, að kirkjunnar menn og almenningur allur vakni af þyrnirósarsvefni sin- um og eitthvað verði gert til að koma i veg fyrir, að prestar verði i framtiðinni einu áheyrendur að ræðum sinum. Það eru til menn innan presta- stéttarinnar, sem skilja, að hör þarf að gera breytingar og við verðum bara að vona, að þessir menn finni, að nú er vitjunar- timi þeirra kominn.” Lesandi skrifar: „Hinn lútersk evangeliska kirkja er þjóðkirkja okkar Is- lendinga. Innan hennar er yfir 90% þjóðarinnar. Tekjur kirkjunnar eru aðallega skattar, sem lagðir eru á al- menning og er þetta allstór upphæð, þegar saman er talið. Betra væri og eðlilegra að kirkjan fengi rekstrarfé sitt i gegnum frjáls framlög frá al- menningi meir en nú er. Trúaráhuginn hefur verið mismikill hjá þjóðinni allt frá þvi árið 1000 er kristin kirkja var hér lögleidd. Það geta lik- lega allir verið sammála um, að allmörg seinustu ár hefur hann minnkað mjög, sem sést bezt á þvi, að kirkjusókn er nánast engin, ef tekið er tillit til stærðar VINNUMARKAÐI KLUKKUR SEM MÁ TREYSTA?! „Verkakona I vingaröinum” skrifar: „Úr þvi þeir voru að koma upp þessu kirkjubákni á Skóla- vöröuholtinu, væri þá ekki hægt að hafa klukkurnar i turninum réttar? Hvað eftir annað gerist það að maður fær sting i hjartastað, þegar klukkurnar segja manni ósatt til um raunveruleg- an tima. Það er ekkert gaman að mæta of seint i „vingarðinn”. Klukkurnar virðast ýmist vera of seinar, of fljótar, — eða hreinlega stopp. Geta nú ekki hinir ágætu stjórnendur Hall- grfmskirkju séð um að klukk- umar verði svo réttar að þeim megi treysta?” Rannveig Axelsdóttir símar: „Sonur minn og annar strákur til, báðir skólastrákar, höfðu góðar vonir um að geta hitt félaga sinn norður i landi og unnið saman við Kröfluvirkjun i sumar. Svo góðar voru vonirn- ar, að þeir höfnuðu ágætu skips- plássi. Núna hringdu þeir norður, og félagi þeirra hafði slæmar frétt- ir að færa, — enga Sunnanmenn takk! Þetta voru fyrirskipanir þeirra, sem standa fyrir bygg- ingaframkvæmdum þarna nyrðra. Nú vil ég spyrja: Er nokkur ástæða til að endurvekja svona hreppapólitik I okkar litla og fá- menna landi? A kannski að senda heim þá norðanmenn, sem starfa i Reykjavik til að rýma fyrir atvinnulausum Reykvikingum ? Mér finnst að svona lands- hlutarembingur ætti ekki að lið- ast. Unglingarnir ættu að fá að fara á milli landshluta óáreittir og fá að vinna þar og hafa sömu réttindi og hverjir aðrir.” LANDSHLUTA- REMBINGUR Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.