Alþýðublaðið - 18.02.1982, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 18.02.1982, Qupperneq 3
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 JtlTSTJÓRNARGREIN. VATN Á MYLLU KÖLSKA I þeim áköfu umræðum sem fram hafa farið næstliðin misseri i V-Evrópu um samskipti risaveldanna og ágrein- ingsefni Bandarlkjastjórnar og ýmissa rikisstjórna V-Evrópu, gerist það ekki oft að spurt sé, hver séu helztu markmið sovézkrar utanrikisstefnu. 1 okkar heimshluta eru þau tvimælalaust aö reka fleyg milli V-Evrópu og Bandarikjanna: Að lama V-Evrópu sem virkan bandamann Bandarikjanna i viðleitni þeirra til að stemma stigu við hernaðarvltþenslu sovézka ný- lenduveldisins.Takizt Sovétmönnum aö ná þessu megin- markmiði sinu, væri þaö ólýsanlega mikill sigur sovézkr- ar utanrikisstefnu. Fyrstu áratugina eftir strið var V-Evrópa ófær um að annast eigin varnir. Aratugum saman létu Evrópumenn sér lynda að þiggja öryggi sitt undir „kjarnavopnaregn- hlif” Bnadarikjamanna. Þar er hins vegar ekki lengur skjóls að leita, þar sem Sovétmenn eru fyrir löngu orðnir jafnokar Bandarikjanna á sviði langdrægra kjarnavopna. Af þvi leiðir að Evrópumenn geta ekki lengur treyst þvi að Bandarlkjaforseti aftri Sovétmönnum frá þvl að láta tii skarar skriða gegn Evrópu, meö hótun um allsherjar kjarnorkustyrjöld. Það strið vinnur enginn. Eftir lægju bæði risaveldin i rústum. Hvorki Sovétmenn né Evrópu- menn trúa þvi lengur á hina bandarisku „kjarnavopna- regnhlif”. Bandarikin eru risaveldi. Þau geta staöiö á eigin fótum og tryggt öryggi sitt gagnvart Sovétrikjunum, án Evrópu. En Evrópa ein sér er varnarlaus frammi fyrir hernaðar- yfirburðum Sovétrikjanna, án Bandarikjanna. An banda- lags við Bandarikin yrði V-Evrópa fljótiega „finlandiser- uð”. Hún yrði einfaldlega sovézkt áhrifasvæði, eins og A-Evrópa er nú. Þ etta er afleiðing þess að Evrópumenn hafa hingað til ekki viljað færa þær fórnir, sem þarf til aö standa á eigin fótum, íheimi sem er „grár fyrir járnum”. Allt frá 1960 hefur V-Evrópa haft ráö á þvi sem til þarf: Efni, tækni og mannafla. En hina pólitisku forystu i V-Evrópu hefur skort pólitiskan vilja og siðferðisþrek til að lifa sjálfstæðu lifi. Hún hefur átt náöuga daga undir verndarvæng Bandaríkjamanna, sem i tvigang hafa bjargað Evrópu frá hruni. Siðferðilegur gikkfeháttur ýmissa evrópskra pólitik- usa i garö Bandarikjamanna af þessu tilefni kemur þvi úr hörðustu átt. Vilji V-Evrópa nú standa á eigin fótum sem einhvers konar þriðja afl, án þess að gefast upp og lenda inni á sov- ézku áhrifasvæði, verða Evrópumenn aö vera reiðubúnir aö leggja á sig þann kostnað, sem af hlýzt. 1 þvi felst m.a. aö stórauka útgjöld sin til varnarmála, taka upp viðtæka herskyldu og byggja upp varnarviðbúnaö meö venjuleg- um vopnum, sem dugar til að halda aftur af Sovétmönn- um. Þangað til þetta hefur gerzt hafa evrópskir stjórn- málaforingjar ekki efni á að afþakka varnarsamstarf við Bandarikin. Þaðan af siður hafa þeir efni á siöferðilegri vandlætingu út af ógn bandariskra kjarnavopna, sem þeir hafa sjálfir beöiö um, til þess aðtryggja eigið öryggi. Sovétrikin eru fasistiskt alræðisriki og hernaðarstór- veldi, sem stefnir kerfisbundiö að heimsyfirráöum. Innri veikleikar þessa„ herveldis, pólitiskt, hugmyndalega og efnahagslega, eru gifurlegir og fara vaxandi. Kerfiö þolir ekki þjóöfélagslegar umbætur og er haldið saman á einni saman valdbeitingunni. Hiö sovézka þróunarlikan fyrir þjóðir þriðja heimsins hcfur gersamlega brugöizt, alls staðar þar sem þaö hefur veriö reynt: A Kubu, i Suö-aust- ur Asíu og i Afríku.Þaö eina sem þeir hafa upp á að bjóða valdastéttum þriðja heimsins er^ hernaðaraöstoð og vopnavald. Þess vegna einbeita Sovétmenn kröftum sin- um að hernaðarlega mikilvægum svæðum og veikum áhrifasvæðum. Þeir reyna nú að gera V-Evrópu að sliku „veiku áhrifasvæði”. Og hefur orðið of mikið ágengt. Gegn þessari sovézku herstjórnarlist eiga hin vestrænu lýðræðisriki ekki nema eitt svar: t samskiptum austurs og vesturs ber lýöræöisrikjunum aö efla órofa samstööu sina um sameiginlega varnarhagsmuni innan Atlantshafs- bandalagsins. Ef það samstarf rofnar biða y-Evrópu ör- lög hinnar sovézku nýlendu. Það væri þá ekki I fyrsta sinn i sögunni, sem Aþena og siömenningin lúta i lægra haldi fyrir Spörtu og hernaöarofbeldinu, vegna innri siöferði- legrar hnignunar. Það er hins vegar I samskiptum noröurs og suðurs þar sem viglinan er dregin milli afla lýöræðis og friösamlegra umbóta og alræöis og hernaðarofbeldis. 1 þeim punkti er utanrikispólitik Reaganstjórnarinnar i grundvallaratrið- um röng, skammsýn og siölaus. I þeim heimshluta eiga lýöræðisrikin hvarvetna að styðja við bakið á þeim öflum, sem boða gagngerar þjóðfélagsumbætur eftir féiðsamleg- um og lýðræðislegum lelðum. Þessum öflum hefur vaxiö mjög fiskur um hrygg i hinum ýmsu löndum Mið- og Suð- ur-Amerfku á undanförnum árum. Þar er leitun á nokkr- um þjóðarleiötoga sem trúir lengur á hina sevézku fyfir- mynd. I þessum heimshluta er stefna Reagan stjórnarinnar vatn á myllu kölska. Fátt er mikilvægara þessa stundina hinu vestræna bandalagi en að koma vitinu fyrir Washing- ton — áðuren verra hlýzt af. ' —-JBH Sigurður Þ. Guðjónsson j I v FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Tónleikar i Austurbæjarbiói 6. febrúar Paul Zukovsku fiöla og Margaret Singer pianó. Efnisskrá: Aron Copland: Sónata Stravinsky Duo coneertante. Morton Feldman: Spring of chosroos Johm Cage: Sex melódiur Ravel: Sónata f. fiölu og píanó. Paul Zukovsky fiðluleikari og Margaret Singer pianóleikari héldu tónleika i Austurbæjarbiói laugardaginn 6 febrúar. Þau léku verk frá þessari skegg- og skálmöld eftir Coplane Stravinsky, Morton Feldman , John Cage og Ravel. Fyrst léku þau einhverja þá bestu fiðlusón- ötu sem til er eftir ameriskt tón- skáld. Það er sónata eftir Aron Copland. Hún er lipurt verk og hlýlegt. Næst kom Duo Concert- ante eftir Stravinsky en siðast fyrir hlé Spring of Chosroes eftir Morton Feldman . Það verk er á mörkum þess að heyrast og er eins og i engum tima. En það gripur athygli áheyrandans ótrúlega sterkt. Reyndar er sama hvað Zukofsky leikur áheyrendur standa alltaf á önd- inni. Og nú var i fylgd með honum pianóleikari sem gaf honum ekkert eftir. Leikur þeirra var eiginlega hátt hafin yfir gagnrýni. Siöari hluta þessarar efniskrár gat ég þvi miður ekki heyrt þvi ég þurfti að vera kominn á aðra tónieika hinum megin i bænum svo að segja undireins og þessum lauk og ég er billaus maður. Ég man ekki eftir eins miklu tónleika- haldi og þessar siðustu vikur. Enginn getur sótt nema brot af þessu öllu svo nógu er úr að velja. Það er ágætt. Eina skoð- un sem ég hef á tónlist er sú að vond músik séu alltaf betri en engin músik. Sigurður Þór Guöjónsson Why Worry 2 að félagsvist var i fyrsta sinn haldinþann 24. janúar s.l., og tókst vel, þrátt fyrir að þátt- taka hefði mátt vera betri. Vinningar voru hrærivél og teinagrill. Nánari upplýsingar um félagsstarfið veita Hafsteinn Jóhannesson, formaður Starfsmannafélagsins, og Valdimar ólafsson i bókhalds- deild, varaformaður. Látinn starfsmaður Þann 4. janúar s.l. lést Þór Skaftason yfirvélstjóri. Þór hefur starfað hjá Eimskip frá 27/9 1945 á hinum ýmsu skipum félagsins, siðast á STUÐLAFOSSI. F10KKSSTARF Aöalfundur Alþýðufiokks Seltjarnarness verður haldinn sunnudaginn 21. febrúarkl. 2e.h. aöFomuströnd 8. ALþýöuflokksfélag Seyðisfjarðar auglýsir hér með eftir frambjóðendum til prófkjörs um skipan ■ 5 efstu saéta á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar I mai' n.k. Framboð þurfa að berast fyrir 26. febrtær til Ara Boga- sonar, formanns kjörstjórnar, Ingva Svavarssonar og Sigurðar Hjartar Sigurðssonar. Framboðin þurfa að fylgja meðmæli 7 flokksbundinna alþýðuflokksmanna og þar tilgreint ihvaöa sæti viðkomandi býður sig fram. Kjörstjórn. NIPPON ELECTRIC C0.,LTD. - T0KY0 JAPAN ®r nmé Q0V tfaw (<$uadra Potential (<000»), nð»ð nvUfll 3VRI o3R1V| 1*1' mitl WoCJHnuH. PRISMA VERÐ STAÐGREITT 1 0.750 10.200

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.