Alþýðublaðið - 28.06.1983, Side 3
Þriðjudagur 28. júní 1983
3
-RITSTJORNARGREIN ————————————
Vilmundur Gylfason kvaddur
Vilmundur Gylfason alþingismaður og fyrrum
ráðherra er í dag kvaddur hinstu kveðju. Hann var
aðeins 34 ára gamall, þegar kallið kom. Þátttaka
hans í íslenskri pólitík varð þannig ekki langvar-
andi, en engu aö síður skilur hann eftir sig djúp
spor í þjóðfélagi okkar.
,,Ég ætla að vera í þessu stutt, en þá meö reisn,“
voru orð Vilmundar sjálfs, þegar stjórnmálaþátt-
töku hans bar á góma. Þessi orð hafa gengiö eftir.
Vilmundur Gylfason var jafnaðarmaður — ekki
aðeins í orði heldur og á borði. Um það deildi eng-
inn. Á hinn bóginn stóö stundum styrr um Vil-
mund. Sumum þótti framsetningin dálítió harka-
leg, vinnubrögðin glannaleg. Hann orðaði þetta
sjálfur þannig, þegar um var spurt: „Stíllinn er
stundum þungur, en orðin eru ekki eins þung.“ Og
einnig sagði Vilmundur um sama efni: „Ef þið er-
uð að leita að róttækni, sem engan styggir, þá er
hún ekki til, því eðli róttækni er að styggja ein-
hvern. Þetta verða menn að vega og meta. Og
þegar þetta er sagt af fullum krafti, þá eru þetta
þung orð.“
Stíll Vilmundar í pólitískri umræöu var róttækur
og þarmeð umdeildur og kallaði einattfram harka-
leg viðbrögð. En þótt deilur stæðu 'um Vilmund,
hvort sem það var innan Alþýðuflokksins á sínum
tíma, eða annars staðar, þá skildu þær ekki eftir
sig framtíöarsár. Óvild sat aldrei eftir slík skoðana-
skipti. Öllu fremur að slíkar hreinskilnar og stund-
um heitfengnar umræður hreinsuðu andrúmsloft-
ið.
Það er ekkert launungarmál, að margir Alþýðu-
flokksmenn urðu fyrir miklum vonbrigðum, þegar
Vilmundur kaus að ganga úr Alþýðuflokknum og
stofna ný stjórnmálasamtök. Þrátt fyrir það, hélt
Vilmundur góöu sambandi við fjölmarga fyrri
flokksféiaga, þótt vettvangur baráttunnar væri ekki
lengur sameiginlegur. En það breytti þó ekki þeim
sannleik, að eftir sem áður var Vilmundur Gylfa-
son jafnaðarmaður af lífi og sál og grundvallar-
markmiðin voru þau sömu og áður; baráttan fyrir
frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Mörgum Alþýðu-
flokksmanninum þótti því erfitt að líta á Vilmund,
sem pólitískan andstæðing, þrátt fyrir tilkomu
Bandalags Jafnaðarmanna.
Vilmundur Gylfason starfaði nokkur ár sem sum-
arritstjóri við Alþýðubiaðið. Það voru stundum
stormasamir tímar. Hin síðustu misseri og þá eink-
anlega í hita kosningabaráttunnar flugu stundum
hnútur á milli Alþýðublaðsins og Vilmundar. En
ekki voru það föst skot, enda aðeins dægurþras
milli aðila sem í raun stefna að sömu grundvallar-
sjónarmiðum, þótt ágreiningur væri um vinnu-
brögð.
Jafnaöarstefnan hefur misst eldheitan hug-
sjóna- og baráttumann við brotthvarf Vilmundar
Gylfasonar. Það skarð verður vandfyllt.
Vilmundur Gylfason lifði hratt og kom miklu í
verk á skömmum tíma. Það.var hans stíll. Jafnað-
armenn eru fátækari en áöur. En baráttan heldur
áfram. Störf Vilmundar Gylfasonar munu um
langa framtíð vera íslenskum jafnaðarmönnum
hvati til framsóknar réttlætis og'jafnréttis. -
Alþýðublaðið kveður samherja..
Blaðið sendir eiginkonu Vilmundar, Valgerði
Bjarnadóttur, börnum þeirra, og ættingjum öðrum
innilegustu samúðarkveðjur.
- GÁS
Fjórar sýningar
#
a
Kjarvalsstöðum
Prestastefnan:
Lýsir stuðningi við baráttu
Amnesty gegn pólitískum morðum
„Prestastefna íslands, á Lúth-
ersári 1983, minnir á hve margir
meðbræðra okkar líða fyrir skoð-
anakúgun og samviskufjötra. Því
vekur hún athygli á baráttu Mar-
teins Lúthers fyrir samviskufrelsi,
— rétti mannsins til frjálsra skoð-
anaskipta og lýsandi dæmi hans
sjálfs í þeim efnum.“ Svo segir í
ályktun prestastefnu um
mannréttindamál.
„Þessvegna lýsir prestastefnan
1983 yfir eindregnum stuðningi við
baráttu Amnesty International
gegn pólitískum morðum og kúgun
stjórnvalda, hvar sem þau gerast í
heiminum. Prestastefnan hvetur ís-
lensk stjórnvöld til þess að styðja
baráttuna fyrir samviskufrelsi á al-
þjóðavettvangiý segir enn fremur í
ályktuninni.
Ríkisstjórnir um allan heim stunda
bæði pyntingar og manndráp á
þegnum sínum. Alþekkt er fyrirlitn-
ing yfirvalda í Suður og Mið-Ameríku
á mannréttindum. Myndin er af
kennaranum Rafael Ntonío Carías,
sem pyntaður var af öryggissveitar-
mönnum í El Salvador á sinum tíma.
Hann komst undan og hefur boriö
vitni um hroðalegar pyntingar gegn
föngum í landinu. En fáir eru jafn
heppnir og hann. Fæstir lifa með-
ferðina af....
Kjarval á Þingvöllum nefnist
sýningin sem opnuð var á Kjarvals-
stöðum síðustu helgi. Þar getur að
lita 44 olíumálverk og vatnslita-
myndir eftir Jóhannes S. Kjarval,
sem hann málaði á Þingvöllum,
aðallega á árunum 1929-1962.
Flestar myndanna eru í einkaeign,
og hafa margar þeirra ekki sést
opinberlega fyrr.
Kjarval tók að venja komur sínar
til Þingvalla 1930 og eru mörg af
ljúfustu og fegurstu verkum hans
einmitt frá alþingishátíðarsumrinu.
En Þingvellir er staður sem Kjarval
kom alltaf aftur og aftur á, og er
fróðlegt að rekja þær breytingar
sem urðu á málverkum hans á þess-
um nærri 40 ára tímabili.
Sýningin er opin daglega kl.
14-22 í sumar. Aðgangur er ókeypis,
en sýningarskrá er seld á kr. 20;
í vestursal Kjarvalsstaða er sýn-
ing Listmálarafélagsins, þar sýna 17
listmálarar verk sín.
í vesturforsal er sýningin NÝ
GRAFÍK, það er sýning fimm
grafíklistamanna, sem luku námi
við Myndlista- og handíðaskóla
íslands nú í vor.
Og í austurforsal sýnir Richard
Valtingojer grafíska bók, Samald-
in, ljóð eftir ellefu skáld með mynd-
um eftir Richard. Hann hefur flutt
grafík-pressu inn á sýningu sína á
Kjarvalsstöðum og þrykkir þar fyr-
ir gesti.
Þrjár síðasta nefndu sýningarnar
verða á Kjarvalsstöðum til 10. júlí.
SKALHOLTSSKOLI
Hringdu i sima
91-15015
og fáðu upplýsingar
um skólann.
ALMENNT KJARNANAM
Umsóknarfrestur
um skólavist
er til 10. júlí.
FJOLMIÐLABRAUT
LEIÐTOGABRAUT
MYNDMENNTABRAUT