Alþýðublaðið - 28.06.1983, Síða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1983, Síða 4
4 Þriðjudagur 28. júní 1983 Minningarorð Vilmundur Gylfason f. 7.8 48 d. 19.6 83 í dag er Vilmundur Gylfason, alþingismaður, kvaddur hinstu kveðju. Vilmundur var til skamms tíma í forystusveit Alþýð- uflokksins eða þar til hann gekkst fyrir stofnun Bandalags jafnaðar- manna. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, sat í flokksstjórn og um hríð í framkvæmdastjórn, annaðist sumarritstjórn Alþýðublaðsins og gegndi formennsku í stefnu- skrárnefnd 1974-75. í kosningun- um 1978 og 79 var hann kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn og í minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins 1978-80 fór hann með embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og menntamálaráðherra. Vilmundur var óvenju sviprík- ur persónuleiki og stjórnmála- maður. Hann var öðrum hugmynd- aríkari, frjór í hugsun og tilfinn- mganæmur. Oft kveikti hann nýja elda og opnaði gá:tir, setn áður voru luktar, með málfiutn' ingi sín jm og veitti með því nýja innsýn í þjóðfélagsgerðina. Hann vildi fara nýjar leiðir og gerði það. Hugmyndir hans vöktu athygli, hvort sem menn voru þeim sam- mála eða ekki, enda oft umdeild- ar. En Vilmundur fylgdi hug- myndum sínum fast eftir og barð- ist fyrir þeim af atorku og krafti. Á þessari kveðjustund þakkar Alþýðuflokksfólk samveruna og minnist margra góðra stunda. Al- þýðuflokkurir n vottar aðstand- endum öllur.t dýpstu hluttekn- ingu. Ég og fjölskylda mín sendum Valgerði og börnunum, foreldrum og bræðrum innilegar samúðaróskir. Kjartan Jóhannsson Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. (Steinn Steinarr) Vilmundur Gylfason alþingis- maður, formaður Bandalags Jafnaðarmanna lést í Reykjavík 19. júní sl. Leiðir okkar Vilmundar liggja fyrst saman í Vatnsmýrinni, er við sem drengir lékum knattspyrnu, hann í Rimmugý, félagi drengja á Melunum. Ég í Eldingu, félagi drengja úr Bustaðahverfi. Felögin voru svar okkar við því óréttlæti sem hlaust af lögmáli hinnar frjálsu samkeppni, stóru félags- liðanna, sem leiddi til þess að ein- ungis þeir bestu úr mörgum hóp- um komust í úrvalsliðið. Með til- komu okkar eigin félaga gátu nær allir vinirnar i hópunum, hversu misgóðir sem þeir voru, fengið að njóta þess að vera með. Þeir í Rimmugý höfðu útbúið eiginn völl, skipulagt Reykjavíkurmót smá- félagsliða og aflað verðlauna. Andófið gegn miskunarlausu Iög- máli samkeppninnar var ekki rót- tækara en svo að ríkjandi reglur og siðir voru í hávegum hafðir. Andófið miðaði einungis að því að hámarka ánægju og gleði drengjanna í vinahópnum. í slíkum anda starfaði Vil- mundur æ síðar, sem jafnaðar: maður, þingmaður og ráðherra. í fyrstu ómeðvitað og af ánægju. En síðar er leiksvæðið stækkaði og atvikin urðu flóknari varð starfið meðvitað- og vísindalegt og gat á stundum skapað sárs- auka. Foringjahæfileikar Vilmundar voru ótvíræðir og komu strax í ljós á menntaskólaárunum. Hann var af okkur bekkjarsystkinunum árin 1964—1968 valinn til forystu á flestum sviðum, fyrst sem for- maður 3. bekkjarráðs, síðar til að skipa eina helstu „kúlturstöðu" skólans sem ritstjóri skólablaðs- ins og loks æðstu stöðu nemenda sem inspector scholae. Nafn Vil- mundar er órjúfanlega tengt á- nægjulegum minningum mennta- skólaáranna. Menntaskólinn í Reykjavík varð síðar í nær áratug "starfsvettvangur Vilmundar. Naut hann þess ríkulega að starfa innan um æsku landsins og þá ekki síður að umgangast þá vini sem hann eignaðist þar í kennara- stétt. Leiðir okkar liggja að nýju saman í Alþýðuflokknum á árun- um 1974 og síðar. Starf Vilmund- ar innan Alþýðuflokksins er ekki öllum jafn ljóst og ýmis önnur störf hans, þau störf voru engu að síður slík að ógleymanleg verða. Við vorum nokkrir ungir menn af 68 kynslóðinni s.k. sem með- tókum hugmyndir franskra og þýskra stúdenta frá vorinu 1968 um breytingar á þjóðfélagsgerð- inni. Hugmyndir okkar endur- speglast m.a. í afstöðu til starf- semi og skipulags stjórnmála- flokka. Hvað varðar Alþýðu- flokkinn grundvallast þær í því viðhorfi að jafnaðarstefnan á ís- landi ætti ekki að vera einkaeign fárra í Alþýðuflokknum. Við ákváðum að berjast fyrir breytingum á skipulagi og starfi Alþýðuflokksins þannig að hann breyttist úr lokuðum, miðstýrð- um flokki í opinn, valddreifðan flokk, frá því að þátttaka hins al- menna flokksmanns helgist af því að eiga hlutdeild í ákveðnum frambjóðanda yfir í réttinn til þess að móta stefnuna. Það var Vilmundur sem hafði forystuna á hendi. Fyrst fyrir stefnuskrárnefnd, sem skilaði drögum að núverandi stefnuskrá. Síðar í baráttunni fyrir lögbind- ingu opins prófkjörs og loks sem formaður milliþinganefndar sem lagði til og fékk samþykktar rót- tækar breytingar á skipulagi flokksins. Þessar breytingar hafa ekki enn öðlast almenna viður- kenningu eldri flokksmanna enda forystan lítið haldið þeim á lofti. Það er hins vegar sannfæring mín að þau viðhorf sem endurspeglast í breytingunum eiga á næstu árum eftir að ráða miklu um framgang jafnaðarstefnunnar á íslandi. Raunar sér þess þegar merki á þeirri umræðu sem nú fer fram í Alþýðubandalaginu og varðar skipulagsbreytingar á starfi þess. Það er mest verk Vilmundar að Alþýðuflokkurinn er nú opnasti og valddreifðasti flokkur lands- ins. Vilmundur gekk úr Alþýðu- flokknum og stofnaði Bandalag Jafnaðarmanna þegar h'ann sem fyrsti þingmaður Alþýðuflokks- ins í Reykjavík fann að jafnvel félagar hans í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, Vilmundur var ætíð fulltrúi þess félags á flokksþing- um og taldi sig tala máli þess, gátu ekki sameinast um að veita hon- um forystuhlutverk innan flokks- ins þá er hann sótti það. Vilmundur átti marga félaga, nokkrir þeirra mynda Spörtu fé - lagum stjórn- og þjóðfélagsmál. Það kom oft í hlut Vilmundar að leiða umræður enda skemmtileg- ar- málefnalegar og lausar við lág- kúru. Þá eru og margar góðar minningar okkar Spörtufélaga tengdar ánægjulegum samveru- stundum með þeim hjónum Vimma og Völu. Viimundur var lánsamur er hann gekk að eiga Valgerði Bjarnadóttur, ekki aðeins vegna þess hvé áhugasvið þeirra Iágu saman heldur miklu fremur vegna þess hve traust og vel hún reyndist honum á erfiðum tímum. Við hjónin og félagarnir í Spörtu biðjum um huggun og styrk til handa Valgerði, börnum og ástvinum Vilmundar. Blessuð sé minning hans. Bjarni P. Magnússon Þegar Vilmundur Gylfason alþingismaður er nú til moldar borinn minnumst við reykvískir jafnaðarmenn hans með sorg í hjarta. Við fylgdumst með hon- um á uppvaxtarárum hans og þeg- ar hann tók að ryðja sér til rúms í stjórnmálum landsmanna hreif hann hug og hjörtu allra alþýðu- flokksmanna, sem bundu við hann miklar vonir. í almennu prófkjöri sveif hann auðveldlega inn í 2. sæti A-listans fyrir alþingiskosningarnar 1978, enda þá þegar orðinn mikill áhrifamað- ur á almennum vettvangi og ein- hver áhrifa- og svipmesti forystu- maður Alþýðuflokksins í land- inu. Það er ekki hægt að segja, að Vilmundur hafi í stjórnmálastörf- um sínum farið fram með friði og spekt. Hann veifaði brandi sínum óspart og ýmsir flokksbræður okkar urðu fyrir honum, rétt eins og aðrir. Við lögðum ætíð við hlustir þegar hann talaði og oftsinnis náði hann sínu fram, ýmist strax eða fljótlega. Enginn vafi er á því, að á hans stutta stjórnmálaferli hafði hann mjög mikil áhrif og margt er gjörbreytt frá því sem var áður en hann hóf stjórnmálaafskipti sín. Og líklegt er, að margar þær bréytingar muni verða varanlegar. Vilmundur starfaði fyrst og fremst innan Alþýðuflokksins í Reykjavík og var þar óþreytandi við að benda okkur á það, sem hann taldi að betur mætti fara. Samkomulagið var ekki alltaf upp á það bezta, einkum máttu sumir góðir flokksmenn binda oft um skeinur fyrst framan af. Þegar frá leið slípuðust menn þó meira sam- an og undir lokin held ég að allir hafi verið sáttir. É'g veit ekki til þess, að hann hafi átt sér neina óvildarmenn í Reykjavíkur- flokknum um það er lauk og ekki fékk ég betur séð en hann um- gengist alla jafnt. Persónulega samdi okkur tveimur ætíð vel og aldrei féll minnsta styggðaryrði okkur í milli. Fyrir það er ég þakklátur nú. Þegar Vilmundur hvarf úr Alþýðuflokknum á liðnum vetri setti mikla hryggð að okkur alþýðuflokksmönnum. Okkur var mjög mikil eftirsjá að honum og fannst, sem seint yrði skaðinn bættur. Það var sem mönnum féllust hendur og deyfðin tæki við. Sem betur fór hresstist þó lið- ið og þegar upp var staðið gátum við huggað okkur við að hafa unnið varnarsigur. En Vilmundur var okkur eftir sem áður nákom- inn, enda hafði tekist svo giftu- samlega til við brottför hans, að henni fylgdi hvorki heift né sár- indi, á hvorugan bóginn, þótt vonbrigði okkar væru djúp og mikil. Svo vel hefur því miður sjaldnast tekizt til í sögu Alþýðu- fíokksins þegar rismiklir stjórn- málaforingjar hafa yfirgefið hann. Ekki veit ég hvað aðrir hafa hugsað, en ég ól með mér von um, að sá tími kæmi, fyrr en varði, að við gætum á nýjan leik unnið saman innan Álþýðuflokksins. En örlögin hafa nú tekið í þá tauma. Við alþýðuflokksmenn í Reykjavík kveðjum nú með sorg í hjarta kæran félaga, vin og for - ingja, sem við bundum svo miklar vonir við. Minningin um hann og verk hans mun geymast með okkur um langa tíð og seint gleymast. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu hans: Valgerði og börnunum, Gylfa, Guðrúnu og bræðrum hans sem og öðrum vandamönnum. Frammi fyrir svo mikilli sorg getur maður ekkert annað en beðið um styrk og bless- un þeim til handa. Sigurður E. Guðmundsson. Atburðaríkum kapítula í ís- lenzkri stjórnmálasögu er lokið. Hann fjallar ekki um flækjur fjöldahreyfinga heldur um áhrif og athafnir einnar sögupersónu. Slíkt er sjaldgæft í pólitík. Við, sem vorum þátttakendur í hraðri viðburðarrás þessa skamma tímabils, lítum nú margir til baka með undrun og eftirsjá. Gat þetta allt virkilega hafa gerzt? Hversu margt viljum við ekki hafa getað sagt eða gert öðruvísi en við sögðum og gerðum? En því verður ekki breytt. Ekkert bætt. Ekkert endursamið. Höfundurinn skráir ekki meira. Kapítulanum er lokið. * * Fyrir langa löngu var mér sagt ævintýrið um töfraflautuna. Hún var þeirrar náttúru, að sérhver, sem heyrði tóna hennar, gleymdi samstundis öllu öðru og gekk á vit þess, sem lék. Skósmiðurinn yfirgaf leist sinn, barnið gullin sín, bóndakonan strokk sinn og sláttumaðurinn orf sitt og ljá til þess að fylgja flautu- leikaranum. Hvaða lag hann lék eða hvort hann lék vel eða illa kunni sagan ekki frá að greina. Hann lék á töfraflautuna. Vilmundur Gylfason var slíkur flautuleikari. Hann átti töfra- flautuna. Og hún dró fólkið til sín: skósmiðinn og barnið, bóndakonuna og sláttumanninn og alla hina. Suma fúsa. Aðra nauðuga. Suma hrifna. Aðra hneykslaða. En hún dró þá alla og allir komu þeir í humáttina á eftir flautuleikaranum eins og í ævin- týrinu. Var alltaf jafnvel leikið? Voru tónarnir alltaf jafn hreinir? Var aldrei blásin feilnóta. Hver er dómbær um það? Hvaða máli skiptir það? Við eigum mikið af góðum músiköntum, sem alltaf spila kórrétt. Um þá gerast ekki ævintýri. Til þess að svo verði þurfa menn að eiga töfraflautu og kunna að leika á hana. Það kunni Vilmundur Gylfason. Hann var töframaður og hafði slík áhrif á umhverfi sitt. Vilmundur Gylfason vissi um þennan mátt sinn. En hve mikill var hann? Hvar voru takmörkin? Hve máttug var töfraflautan hans ein og án nokkurs undirleiks ef aðeins nógu vel væri leikið? Á það varð að reyna. Vilmundur Gylfason vann sig- ur — enn einn. Undirbúningslítið fann hann svo til einn og óstuddur jafn mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og mætustu forystu- menn stærstu almannasamtaka í landinu höfðu áður fundið saman eftir vandaðan undirbúning og með skipulagðan hóp nafn- kunnra einstaklinga sem kór á bak við sig. En svipað hafði áður gerst- og hverju hafði það breytt? Var sigurinn enginn sigur? Sat kannski allt við það sama? Hafði engu verið breytt? Var kannski engu hægt að breyta? Til hvers þá að sólunda aftur allri sinni hug- kvæmni, allri sinni sannfæringu, öllu sínu þreki? Flautuleikurinn er nú þagnað- ur. Við, sem heyrðum hann, nem- um hann aldrei aftur. Töfraflaut- an er týnd og þótt hún finnist aft- ur er enginn, sem kann á hana. En við Iifðum ævintýri. Ævin- týrið um töfraflautuna og mann- inn, sem kunni að leika á hana. Við eigum síðar oft eftir að vera spurð: „Hvaða lag lék hann“? „Lék hann vel“? „Blés hann aldrei falskt"? Hverju eigum við að svara? Við vitum það ekki. Þetta voru töfrar. Þetta var töframaður. __t__•£_. Vilmundi Gylfasyni kynntist ég fyrst þegar hann kom heim frá námi. Síðar urðum við samherjar. Fyrst í framboði á Vestfjörðum 1974. Svo í þingflokki Alþýðu- flokksins frá 1978. Við fáa hefi ég átt meiri samvinnu en hann. í Al- þýðuflokknum vorum við bæði mikið sammála og mikið ósam- mála. Þar kynntist ég Vilmundi bæði sem eindregnum samherja og ákveðnum andstæðingi- og í hvorugu hlutverkinu var neitt ver- ið að skafa utan af hlutunum. Þegar hann fór úr Alþýðuflokkn- um glataði ég samherja en eignað- ist ekki andstæðing. Samskipti okkar og samræður urðu ekki minni við brottför hans úr flokkn- um þótt yrðu með öðrum hætti en áður var. Samt þekkti ég Vilmund Gylfa- son ekki vel. Hann sagðist varast að bindast vináttuböndum í gegn um pólitík. Stjórnmál væru of miskunnarlaus til þess að vinátta og pólitík gætu farið saman nema í hófi. Sinna vina leitaði hann annars staðar en í gegn um stjórn- málin. Svo er um fleiri. Engu að síður fór ekki hjá því að svo löng og náin samvinna sem okkar gæfi mér nokkra sýn undir það ytra byrði, sem Vilmundur Gylfason sýndi heiminum. Hann gat verið svarakaldur, stóryrtur og hlífðarlaus og á skapið lagði hann ekki hömlur heldur leyfði því að geysa eins og verkast vildi. Sagði það, sem hann hugsaði. Slíkur maður hlaut að vera í senn kaldlyndur og ókífinn, eða hvað? Sjálfur myndi hann vart bregða sér við olnbogaskot og illmæli? En því var ekki þannig varið. Þótt svo virtist sízt vera var Vilmundur Gylfason auðsærður og tók mjög nærri sér ef einhver stakk hann ó- notaorði þótt hann svaraði kalt og hryssingslega. Hið harðhnjósku- lega yfirbragð, kaldlyndið og hryssingshátturinn var sú skel, sem hann hafði hlaðið sér til varn- ar. Innra fyrir bjó ljóðrænt og viðkvæmt hugarfar en það var að- eins á vissum sviðum, sem hann

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.