Alþýðublaðið - 28.06.1983, Side 5
Þriðjudagur 28. júní 1983
5
taldi sér óhætt að láta það í ljós:
í ást á því lýrískasta í skáldskap og
tónlist. í þeim ljóðum, sem hann
sjálfur samdi. Þar var annar Vil-
mundur á ferð en sá, sem hann
vildi, að umheimurinn hefði
hvunndagslega kynni af. Örsjald-
an í umræðum var þó eins og ör-
skotsbrestur kæmi í skelina. Eins
og útihurðin hrykki upp og í gegn
um gættina mætti greina þá Ijóð-
rænu og viðkvæmu sál, sem bjó á
bak við alla virkisveggina. En að-
eins andartak. Svo var hurðinni
snarlega skellt í lás og órofið stóð
harðhnjóskulegt yfirborð virkis-
múranna utan um innri mann Vil-
mundar Gylfasonar.
___***__
Smekkur okkar Vilmundar
Gylfasonar á skáldskap var ekki
sá hinn sami. Á ég því erfitt með
að kveðja hann með tilvitnun í
verk þeirra þjóðskálda, sem hann
mat öðrum fremur. Ein vísa i
kvæði Fornólfs um Björn Guðna-
son i Ögri og Stefán biskup er mér
efst í huga þegar ég kveð Vilmund
og kapítulann um hann í sögu
lands og flökks.
Hún er svona:
„Frá eg hann tæpan meðal-
rnann,
nteiri að vexti fleiri
en svo var eins og sýndist hann
seggjum flestum meiri
hjá annarri allri þjóð.
Bæði af honum gustur geðs
og gerðarþokki stóð“.
Af Vilmundi Gylfsyni stóð
bæði gerðarþokki og gustur geðs.
Skarðið þar sem hann stóð stend-
ur ófyllt. Ég votta eiginkonu hans
og börnum, foreldrum, bræðrum
og öðru skyldfólki samúð mína.
Ég sakna Vilmundar Gylfasonar
og þess tímabils, sem við hann
verður kennt.
Sighvatur Björgvinsson.
Sjaldan hafa mér borist svo
hörmuleg tíðindi og fregnin um
andlát Vilmundar Gylfasonar.
Eins og oft á þeim stundum þegar
manni finnst lítið fara fyrir rétt-
læti dauðans, vakna hinar eilífu
spurningar um tilgang lífsins og
hlutverk mannsins í undarlegum
heimi.
Starfsævi Vilmundar varð ekki
löng en hann kom meiru í verk en
margur á mun lengri ævi. Hann
var eldhugi, sem ekkert fékk
stöðvað þegar stefnan hafði verið
tekin. Slíkir menn fara ekki ávallt
alfaraleiðir og verða umdeildir.
Vilmundur var stór í sniðum.
Það átti ekki einungis við um
pólitísk afskipti hans, heldur öll
mannleg samskipti. Hann var
hjartahlýr maður og lét sér annt
um þá sem ekki gátu staðið upp-
réttir einir og óstuddir. Hann unni
góðri tónlist og góðum bók-
menntum.
Mörgum fannst hann harður og
bardagaglaður. En undir þeim
hjúpi sem hann sveipaði sig í hinni
daglegu baráttu, sló gott hjarta,
sem örlögin höfðu stundum
kramið af ótrúlegu miskunnar-
leysi. Áhrif þess örlagaleiks á líf
ungs manns þekkti enginn.
Ekki veit ég hvort þessi kveöju-
orð hefðu fallið Vilmundir í geð.
Það er líka hreint hismi að reyna
að minnast hans í fáum línum í
sólskini sænska skerjagarðsins.
Til þess var hann of stórbrotinn
persónuleiki, og margbrotinn ein-
staklingur.
Ég verð Vilmundi ávallt þakk-
látur fyrir það góða og einlæga
samstarf sem við áttum og þá vin-
áttu sem hann sýndi mér. Hann
hlýtur að verða öllum ógleyman-
legur sem honum kynntust. í mín-
um huga bærast eingöngu hlýjar
tilfinningar, þegar ég hugsa til
þessa fallna félaga míns.
Og staðreyndin er sú að ég á erf-
itt með að kveðja hann. Til þess er
dauði hans of fjarstæðukenndur.
Eitt kvöld þegar við sátum sam-
an, las Vilmundur fyrir mig ljóð
eftir Matthías Jochumsson, sem
hann mat mikils. Einu þeirra lauk
á þessa leið:
Far vel heim,
heim í drottins dýrðargeim!
Náð og miskunn muntu finna,
meðal dýpstu vina þinna:
Friðarkveðju færðu þeim.
Far vel heim.
Það eru stundum hljómlítil orð
þegar fluttar eru samúðarkveðj-
ur, en ég bið góðan Guð að lina
þjáningu þeirra sem eftir lifa.
Ég harma að geta ekki verið við
útför félaga míns. Þessi fáu
kveðjuorð verða að nægja. Og
hvað getur maður svo sem sagt.
Árni Gunnarsson
í dag verður kvaddur Vilmund-
ur Gylfason alþingismaður. Vil-
mundur var fæddur 7. ágúst 1948.
Foreldrar hans eru Guðrún Vil-
mundardóttir Jónssonar land-
læknis og Gylfi Þ. Gíslason, fyrr-
verandi alþingismaður og ráð-
herra, sonur Þorsteins Gíslason-
ar, ritstjóra og útgefanda. Önnur
börn þeirra hjóna eru Þorsteinn
og Þorvaldur. Vilmundur var
kvæntur Valgerði Bjarnadóttur,
deildarstjóra hagdeildar Flug-
leiða. Foreldrar hennar voru Sig-
ríður Björnsdóttir Jónssonar
skipstjóra og Bjarni Benedikts-
son, alþingismaður og forsætis-
ráðherra, sonur Benedikts Sveins-
sonar alþingismanns. Valgerður
og Vilmundur áttu fimm börn, en
af þeim eru eftirlifandi Guðrún
og Baldur Hrafn.
Að Vilmundi stóðu sterkir
stofnar í menningar og stjórnmál-
um, þannig að áhugi á þjóðmál-
um var meðfæddur og fylgdi hon-
um úr föðurhúsum. Kynni Vil-
mundar og Valgerðar hófust á
unglingsárum þeirra, en að Val-
gerði standa samskonar stofnar
rótgróins þjóðmálaáhuga, því var
hún honum styrk stoð í starfi og
baráttu.
Vilmundur hóf nám við
Menntaskólann í Reykjavík
haustið 1964 og varð fljótlega at-
kvæðamikill í skólalífinu. Hann
var ritstjóri Skólablaðsins einn
vetur og gegndi embætti inspector
scholae veturinn 1967-1968. Stú-
dentsprófi úr máladeild lauk Vil-
mundur vorið 1968 og hélt um
haustið til Englands, þar sem
hann hóf nám í sagnfræði og bók-
menntum við háskólann í Man-
chester. B.A. prófi lauk Vilmund-
ur þaðan árið 1971. Hann hugði á
frekara nám í grein sinni, og byrj-
aði haustið 1971 nám við háskól-
ann í Exeter i Suður-Englandi.
Þaðan lauk hann M.A. prófi árið
1973 og fjallaði ritgerð hans um
þætti í breskri stjórnmálasögu.
Á Englandsárum Vilmundar
mótuðust mjög skoðanir hans á
stjórnmálum, fréttamennsku og
skyldum ritstörfum. Hann taldi
fréttamennsku þarlendra um flest
til fyrirmyndar í þessum efnum
enda ríkti þar hefð gagnrýnna og
upplýsandi fréttaskrifa. I sumar-
leyfum frá sögunáminu, á þessum
árum, vann Vilmundur á frétta-
stofu hljóðvarpsins og átti hlut að
ýmsum nýjungum í starfsemi
hennar.
Þegar Vilmundur kom heim frá
námi árið 1973 gerðist hann kenn-
ari í sagnfræði við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Samhliða kennsl-
unni skrifaði hann mikið í dag-
blöð og starfaði einnig við sjón-
varp, að gerð fréttaskýringa- og
samtalsþátta. Þá fór fljótlega að
kveða við nýjan tón í íslenskri
þjóðmálaumræðu. Þessum ske-
legga talsmanni frjálsrar og
djarfrar fjölmiðlunar líkaði illa
lognmollan og hann hvatti þjóð
sína óspart til dáða.
í kennslustörfum sínum var
Vilmundur einkar farsæll og vel
liðinn bæði af nemendum og
samkennurum sínum. í skólastof-
unni var hann hinn áhugasami
hrífandi mælskumaður og á
kennarastofunni hinn skemmti-
legi orðheppni félagi.
Á þessum árum hóf Vilmundur
að marki afskipti sín af stjórn-
niálum. Hann var í framboði fyrir
Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum
fyrir kosningarnar 1974, og tók
mjög virkan þátt í starfsemi
flokksins. Hann gegndi þar ýms-
um trúnaðarstörfum og var sum-
arritstjóri Alþýðublaðsins í mörg
ár.
Við kosningarnar 1978 var Vil-
mundur í framboði í Reykjavík og
átti stóran hlut í hinum eftir-
minnilega sigri flokksins. Þá var
Vilmundur kjörinn fyrst á þing.
Hann náði aftur kjöri í desember
1979 og í apríl síðastliðnum var
hann kjörinn þingmaður Banda-
lags Jafnaðarmanna í Reykjavík.
Frá október 1979 til febrúar 1980
.var hann dóms-, kirkju- og
menntamálaráðherra í minni-
hlutastjórn Alþýðuflokksins.
Á þingi var Vilmundur ötull og
fylginn sér. Hann var afkastamik-
ill, undirbjó mál sín vel og flutti
skörulega. Af þingmálum hans
má glöggt sjá áhuga hans á efl-
ingu lýðræðislegra stjórnarhátta,
bæði innan þings og utan.
Eins og komið hefur fram voru
ritstörf Vilmundi mjög hugleikin.
Auk skrifa sinna fyrir dagblöð og
tímarit sá hann um gerð útvarps-
þátta um listir og menningarmál.
Hann var hvatamaður að útgáfu
Helgarpóstsins og setti sjálfur á
fót og ritstýrði vikublaðinu Nýju
landi, sumarið 1981. Tvær ljóða-
bækur komu út eftir hann, Mynd-
ir og ljóðbrot árið 1970, og Ljóð
árið 1980.
Á síðasta haustþingi, í nóvemb-
er, tilkynnti Vilmundur úrsögn
sína úr þingflokki Alþýðuflokks-
ins og væntanlega stofnun nýrrar
stjórnmálahreyfingar, Bandalags
Jafnaðarmanna. Bandalag Jafn-
aðarmanna var formlega stofnað
15. janúar á þessu ári, og Vil-
mundur kjörinn formaður mið-
stjórnar. Bandalagið bauð fram í
öllum kjördæmum við alþingis-
kosningarnar 23. apríl og hlaut
fjóra þingmenn kjörna.
Margs er að minnast frá liðnum
vetri, en uppúr stendur eldmóður
manns, sem var engum líkur. Af-
kastageta Vilmundar í starfi, yfir-
sýn yfir íslensk stjórnmál fyrr og
nú, hæfileiki hans til framsetning-
ar, allt þetta hreif fólk til starfs og
hugsunar. Árangurinn er þegar
kominn í ljós í því að umræða um
grundvallaratriði lýðræðisins er
endurvakin, og hugtök eins og
frelsi og valddreifing hafa öðlast
merkingu á ný. Óeigingirni Vil-
mundar og virðing fyrir leikregl-
um lýðræðisins, áminningar hans
um, að stjórnmálasigrar væru
ekki tilefni til að hreykja sér hátt,
né ósigrar tilefni til víls, eru hluti
af áhrifum, sem aldrei gleymast.
Félagar og vinir úr Bandalagi
Jafnaðarmanna kveðja Vilmund
með sárum söknuði og þakklæti.
Við vottum Valgerði og börnun-
um, foreldrum hans og bræðrum,
samúð okkar og hluttekningu.
Samstarfsmenn í
Bandalagi Jafnaðarmanna
Náinn samverkamaður og vin-
ur er fallinn. Storminum lokið,
lognið komið að nýju. í huga all-
flestra íslendinga mun kyndill
frelsis og jafnréttis og þó fyrst og
fremst kyndill heiðarleikans, sem
Vilmundur hélt á lofti, verða leið-
arljós á komandi tímum, hvar svo
sem menn eru í flokkum. Árin
voru fá, en ævin var þó kannski
ekki svo mjög stutt. Margir hafa
orðið gamlir að árum, en þó ekki
látið eftir sig brot af ævistarfi Vil-
mundar. Hann kom eins og eld-
hnöttur inn í íslensk stjórnmál,
ungur maður fullur af áhuga um
að gera mannlífið betra og feg-
urra. Hann hreif með sér unga og
aldna, sannfæringakrafturinn og
áhuginn létu engan ósnortinn.
Eftir kosningarnar 1978 stofn-
uðum við félagsskap sem við köll-
uðum Hádegisklúbbinn þar sem
kom saman 30—50 manns einu
sinni í mánuði í rúm 3 ár, og var
Vilmundur ritari félagsskaparins
alian tímann. Á þessum fundum
var talað opinskátt um menn og
málefni og ekki voru menn alltaf
sammála. Eg held að þessir fundir
hafi verið Vilmundi mikils virði,
enda sagði hann stundum,
„Hvernig fara þeir þingmenn að,
sem hafa ekki svona bakhjarl,
fólkið sem .segir sína meiningu
úmbúðalaust? En við sem tókum
þátt í þessum fundum höfðum
ekki minna gagn af þeim en hann.
En Vilmundur vildi ekki bara
tala eða hlusta hann vildi koma
hlutunum í framkvæmd en hann
sagði réttilega: „Hvað get ég gert?
Ég er ekki framkvæmdarvald, ég
er hluti af löggjafarvaldinu, og
þegar flokkar og einstaklingar
gefa mikil fyrirheit og lítið verður
úr efndum verða vonbrigðin mik-
il. Ég vil reyna að uppfylla fyrir-
heitin“. Hans líf fór í að reyna að
uppfylla fyrirheitin.
Fyrir hönd þessa fólks, sem tók
þátt í þessum fundum, vil ég færa
innilegar þakkir og kveðjur til
Vilmundar og persónulega vil ég
og fjölskylda mín þakka honum
fyrir sérstaka vináttu a' hverju sem
á hefur gengið.
Valgerði og börnum þeirra svo
og foreldrum og bræðrum send-
um við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jóhannes Guðmundsson
í dag, er við kveðjum hinsta
sinni Vilmund Gylfason, alþingis-
mann, minnast ungir jafnaðar-
menn í Reykjavík með söknuði
fyrrum félaga síns og samherja.
Vilmundur var um mörg undan-
farin ár einn ötulasti og virkasti
félagi í FUJ. Þeir eru ekki margir
fundirnir á vegum félagsins þar
sem Vilmundur var ekki mættur.
Ávallt gátum við sótt til hans góð
ráð og aldrei færðist hann undan
þeim verkefnum, sem honum
voru falin.
Vilmundur var okkur fyrir-
mynd í mörgu. Ekki síst mátum
við hann fyrir að heyja baráttu
sína af drengskap og einbeitni og
hversu reiðubúinn hann var að
mæta andsvörum þeirra, sem ekki
fóru sömu brautir. Vilmundur
Gylfason og aðrir ungir jafnaðar-
menn áttu því nær alltaf samleið í
baráttunni fyrir betra og fegurra
mannlifi þeim til handa, sem
minna máttu sín í þjóðfélaginu.
Það var engin lognmolla í
kringum Vilmund, er hann fyrir
áratug síðan hóf af krafti baráttu
sína við staðnað kerfi stjórnmál-
anna. Enda hreif hann hugi mörg
þúsund manna með krafti sínum
og sannfærandi framsetningu.
Það er sannfæring okkar, að
eigi síst vegna baráttu Vilmundar
hefur álit almennings á stjórn-
málamönnum og stjórnmálabar-
áttu breyst verulega á síðustu ár-
um.
Vilmundur Gylfason verður
ungum jafnaðarmönnum áfram
fyrirmynd í heiðarlegri baráttu
fyrir þeim málefnum, er við trú-
um á. Við munum ætíð minnast
hans með þakklæti fyrir að fá að
njóta samfylgdar hans og sam-
starfs.
Ungir jafnaðarmenn í Reykja-
vík harma góðan dreng og senda
Valgerði og börnunum, foreldrum
og öðrum skyldmennum dýpstu
samúðarkveðjur.
Kristinn H. Grétarsson,
formaður FUJ í Reykjavík
Framhald. á nœstu síðu