Alþýðublaðið - 28.06.1983, Side 7

Alþýðublaðið - 28.06.1983, Side 7
Þriðjudagur 28. júní 1983 Kurdar: Hinn sameiginlegi óvinur Um margra ára skeið hafa Kúrd- ar, sem byggja þrjú lönd í Austur- löndum nær, átt í stöðugri sjálf- stæðisbaráttu. Löndin sem þeir byggja eru Tyrkland, írak og íran, en ekkert þessara ríkja viðurkennir í raun Kúrda sem sjálfstæða þjóð, hvað þá að viðurkenndur sé réttur þeirra til eigin menningar og tungu. Þó að þjóðirnar þrjár hafi meira og minna barist á banaspjótum á síð- ustu árum, sérstaklega íranar og Irakar sem átt hafa í langvinnri styrjöld sín á milli, þá hafa þeir þó getað sameinast um að berja á Kúrdum. Þeir líta á Kúrdana sem sameiginlegan fjandmann, en Kúrdar hafa einmitt notað sér þann fjandskap sem ríkir milli þessara þjóða og eflt hina innri baráttu og andstöðuhópa í fjallahéruðum landanna. Þegar stríðið braust út milli írans og íraks var það meðal fyrstu verka íraksstjórnar að fækka í herliði sínu í Kúrdahéruðunum. Hermenn voru sendir suður á bóginn til að berjast við írana. Kúrdar á landa- mærum Tyrklands og íraks hafa snúið bökum saman í baráttunni. Kúrdar í Tyrklandi eru fjölmennir, alls um átta milljónir manna eða um fimmti hluti landsmanna. Tyrknesk yfirvöld viðúrkenna ekki þjóðerni, þeirra tungu eða menn- ingu. Meðan á borgarastríðinu stóð í Tyrklandi fyrir yfirtöku herfor- ingjanna árið 1980, voru Kúrdar mjög framarlega í öllu starfi vinstri skæruliðahópa. Þeim var mörgum tvistrað, en það eru einmitt leifar þessara hópa sem nú eru að eflast að styrk og mannafla. í siðasta mánuði voru þrír tyrk- neskir lögreglumenn drepnir af „stigamönnum“ í Tyrklandi. Kúrd- ar eru aldrei nefndir sínu rétta þjóð- erni og yfirvöld fara um þá orðum eins og „stigamenn“, „glæpamenn“ o.s.frv. Eftir þennan atburð komu yfirvöld í Tyrklandi og írak sér saman um að leggja til atlögu við Kúrda. TVrkneskt herlið átti að fara inn í Kúrdistan, alla leið inn í írak og sækja þangað óeirðaseggi og stigamenn. Til viðbótar við þetta sendu Tyrkir inná svæðið tvær her- deildir, fallhlífahersveit og þyrlu- sveit sem mun slæða fjallahéruðin. Þetta gerðist fyrir aðeins fáum dög- um, en ljóst er að árangur er ekki jafn góður og vænta mátti. Hers- veitir Tyrkja náðu aðeins að komast um tvo kílómetra inn í írak, þó að áætlunin gerði ráð fyrir því að þeir færu um fimm kílómetra. Af opinberri hálfu var sagt að aðeins tveir hafi fallið, einn Tyrki og einn „stigamaður“. Samkvæmt fréttum úr röðum skæruliða Kúrda, er því hins vegar haldið fram, að hundruðir manna hafi verið drepn- ir. Um tvö þúsund Kúrdar voru handteknir og færðir til Tyrklands. Meðan Tyrkir og írakar gera þannig hvorum öðrum vinargreiða, njóta Iranar einnig góðs af herferð- unum í nágrannalöndum á hendur Kúrdum. Kúrdar í íran hafa hrakist undan hersveitum íranshers þétt að Iandamærum TVrklands, þar sem þeim er ekki veitt blíð vinarhót við landamærin. Þúsundum Kúrda hefur verið vísað yfir landamærin aftur til írans og þetta hefur skapað þeim talsverða erfiðleika. Þannig virðast erkiféndur Kúrda leggja allt kapp á að leggja þá að velli, þrátt fyrir að þeir eigi sjálfir í hatrömmum deilum og styrjöldum innbyrðis. Fáir vilja Ieggja Kúrdum lið á alþjóðavettvangi og sá stuðn- ingur, sem þeir hafa fengið þar hef- ur líka ekki alltaf komið þeim að miklu liði. ísraelsstjórn hefur verið þeim hliðholl og utanríkisráðherra ísraels sagði nýlega í Briissel, að tyrkneski herinn hefði á sínum tíma „hernumið" land Kúrda. Og tæp- lega geta Kúrdar vænst mikils af yfirlýsingu ellefu kommúnista- flokkka í Austur-Evrópu, sem ný- lega sendu þeim stuðningsyfirlýs- ingu. Þrátt fyrir að Kúrdar hafi reynt að nýta sér óvinafagnað grannríkj- Kúrdar sem byggja lönd í Tyrklandi, íran og írak hafa ekki verið mikið í heimsfréttunum síðustu mánuði. Segja má að fjöllin séu einu vinir þeirra. Hvorki eiga þeir stuðning í grannríkjunum eða á alþjóðavettvangi. anna á ýmsan hátt, eiga þeir þó enga samfylkingu pólitískra eða hernaðarlegra afla, sem beitt getur sameinuðum krafti gegn óvinun- um. Meðan svo er verður lítil von um árangur af andófi þeirra. Kortið sýnir vel hve aö Kúrdum er þrengt. Að þeim er sótt úr öllum átt- um og voldugir herir nágrannaland- anna sameinast um að halda þeim í skefjum Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir aö ráöa sérfræöing á röntgendeild sjúkra- hússins. (13 1/3 eyktir). Upplýsingar um stööuna veitir Sigurður Ólason yfir- læknir, röntgendeild, sími 96-22100. Umsóknirsendistframkvæmdastjóra, eigi síöaren 1. september 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Akraneskaupstaður Útboð Akraneskaupstaöur óskar eftir tilboöum í aö smíöa innréttingar í hand- og myndmenntahluta Grunda- skóla á Akranesi. Verkiö tekið til smíöi á innréttingum föstum og lausum og uppsetningu á þeim þannig aö þær veröi tilbúnir til notkunar. Útboösgögn liggja frammi á tæknideild Akra- neskaupstaðar, Kirkjubraut 28, Akranesi. Tilboöum skal skilað til Tæknideildar Akraneskaup- staðar eigi síöar en þriöjudaginn 5. júlí kl. 11.00. Tæknideild Akraneskaupstaðar Tökum að okkur hverskonar verkefni ísetningu og umbroti, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bækur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 Tilkynning til símnotenda Ablaðsiðu 458 í símaskrá 1983 hefur misprentast svæðis- númer símstöðvarinnar Vogar Vatnsleysustrandarhreppi. Svæðisnúmerið er 92 ekki 99. Vinsamlegast skrifið inn á blaðsíðu 458 svæðisnúmer 92 í stað 99. Póst og símamálastofnunin. Kennarar athugið Kennara vantar aö Brekkubæjarskóla á Akranesi, 7. og 8. bekk. Kennslugreinar: Raungreinar og tungumál. Umsóknarfresturer til 1. júlí. Upplýsingar veitir yfir- kennari í síma 93-2563 og formaður skólanefndar í sí ma 93-2547. Umsóknir berist til þeirra. Skólanefndin !,ér óskast í bifreiðar og tæki er verða til sýnis á eftirtöldum stöðum dagana 29. júní, 30. júní og 1. júlí 1983. í birgðastöð Vegagerðar ríkisins við Grafarvog Volvo L-485 vörubifreiö árg. 1961 Volvo L-485 vörubifreiö árg. 1961 Volvo F-85 vörubifreið árg. 1966 Scania LS 76 dráttarbifreið árg. 1967 Caterpillar veghefill 12E árg. 1963 ABG vegþjappa 4,6 tonn árg. 1965 Hiab Foco 55A bílkrani Dragskófla Hlutar í Caterpillar D7E jaröýtu árg. 1965 U-tönn. Skekkt tönn. I birgðastöð Vegagerðar ríkisins Borgarnesi B.M. 116 veghefill árg. 1966 í birgðastöð Vegagerðar ríkisins Akureyri A. Barford MGH veghefill árg. 1971 A. Barford MGH veghefill árg. 1971 Dynpac CH32 vegþjappa 3,3 tonn árg. 1961 Frámokstursbúnaöur af Priestman Lion árg. 1967 í birgðastöð Vegagerðar ríkisins Reyðarfirði Bröyt x2 vélskófla árg. 1967 Við bílaverkstæði Fiugmálastjóra Reykjavíkurflugvelli Bedford vörubifreið m. vörugeymi árg. 1942 Bedford dráttarbifreiö árg. 1942 Caterpillar jaröýta m. skóflu árg. 1958 Caterpillar grafa árg. 1958 í tilraunabúi ríkisins Skriðuklaustri Ursus C335 dráttarvél árg. 1978 Tilboðin veröa opnuð á skrifstofu vorri Borgartúni 7, þriðjudaginn 5. júlí 1983 kl. 16.00 aö viðstöddum bjóöendum. Réttur áskilinn aö hafna tilboöum, sem ekki teljast viöunandi. Innkaupastofnun rikisins Borgartuni 7, Rvik.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.