Tíminn - 04.01.1967, Síða 9

Tíminn - 04.01.1967, Síða 9
MIÐVIKUDAGUK 4. janúar 1967 TÍMINN 50 ÁR FRÁ MYNDUN FYRSTA fSLENZKA RÁDUNEYTISINS Magnússonar tók við völdum í dag eru liðin 50 ár frá því fyrsta íslenzka ráðu- neytið var stofnað. 4. janú- ar 1917 tók ráðuneyti Jóns Magnússonar við völdum. í ráðuneyti Jóns voru 3 ráð herrar, Jón Magnússon, Björn Kristjánsson og Sig- urður Jónsson frá Yztafelli sem varð fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins. Áður hafði ráðherra íslands að- eins verið einn. Jafnframt því að þetta var fyrsta ráðu neytið íslenzka ,er stofnað var fyrir hálfrí öld, var það fyrsta eiginlega samsteypu- stjórnin á íslandi. í tilefni af þessum tíma- mótum birtir Tíminn hér stuttan kafla um myndun þessa fyrsta ráðuneytis úr bók Þórarins Þórarinssonar ritstjóra, um sögu Fram- sóknarflokksins, Sókn og sigrar, sem út kom á 50 ára afmæii Framsóknarflokks- ins, 16. desember. Einnig er birtur kaflinn um Sigurð Jónsson á Yztafelli, fyrsta Framsóknarmanninn í ráð- herrastóli á íslandi. Fyrir þinginu 1916 lá raunar ekki annað verkefni en að mynda ríkisstjórn. Einar Arn- órsson, sem hafði verið ráð- herra síðan snemma á árinu 1915; hafði stuðzt við meiri- hluta Heimastjórnarmanna og Langsummanna. Þenr.an meiri- hluta höfðu Heimastjórnar- menn og Langsummenn misst og var stjórnarsamstarf þeirra því úr sögunni. Skipan þingsins var sú, að ólíklegt var, að sam komulag næðist um einn mann sem ráðherra og ýtti það undir þá hugmynd, að ráðherrum yrði fjölgað í þrjá og síðan mynduð t steypustjórn helztu flokkanna. Margir töldu og fjölgun ráðherra og myndun samsteypustjórnar nauðsyn vegna styrjaldarinnar, en henni fylgdu stöðugt fleiri torleyst vandamál. Eftir að þing kon: saman var flokkaskipun á Alþingi þessi: Heimastjórnarmenn 15, Sjá!f- stæðismenn (Þversummenn) 12, Framsóknarmenn 9 (Jörund ur meðtalinn), og Langsum- menn 4. Þeir Sjálfstæðismenn sem höfðu verið kjörnir sem óháðir eða utanflokka, höfðu nú sameinazt Þversummönnum aðrir en Þorsteinn M. Jónsson. Magnús Guðmundsson, sem hafði verið kosinn sem utan- flokkamaður, taldist orðið til Langsummanna. Strax á áðurnefndum stnfn- fundi Framsóknarilokksins 16. des. var stjórnarmyndunarmál ið tekið til meðferðar Fundar- menn töldu nauðsynlegt vegna heimsstyrjaldarinnar og þeirra vandamála, er af henni leiddu 4. janúar 1917. Sigurður á Yztafelli gerist fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins fyrir þjóðina, að stjórn lands- ins hefði mikinn meirihluta þings og þjóðar að baki sér, svo að hún gæti starfað örugg allt kjörtímabilið. Var sam- þykkt að tilkynna hinum þing- flokkunum þessa ályktun fund- arins. Kaus fundurinn Þor- stein M. Jónsson til að sitja fund með fulltrúum hinna þing flokkanna, er hefði það hlutverk að reyna að koma á þriggja ráð herra samsteypuráðuneyti. Allmikið þóf varð um stjórn armyndunina, einkum milli sinna, næst á eftir Hannesi. Hann var 58 ára gamall og hafði orðið langan embættisferil og "þingferil að baki. Þekking Jóns og reynsla, þrautseigja og hygg indi gerðu hann að góðum for- ustumanni á stríðstimum, þeg- ar mest reið á að halda^í horf inu. Á sama hátt nutu þessir kostir hans sín vel í lokasamn- ingunum við Dani, sem varð hlutverk þessarar stjórnar hans, því að þar reið á að sýna jöfn um höndum festu og gætni og rasa hvergi um ráð fram. Jón Jón Magnússon Heimastjórnarmanna og Sjálf- stæðismanna, sem ekki gátu komið sér saman um, hvor flokkurínn skyldi hafa forsæt- isráðherrann, ef til samstjórn- ar kæmi. Um skeið horfði svo, að samkomulag myndi ekki nást, og leitaði þá Sjálfstæðis flokkurinn hófanna við Fram sóknarmenn um stuðning til stjórnarmyndunar með einum manni. Því var hafnað af Framsóknarflokknum, en síð ar gefinn kostur á því að veita slíkri stjórn hlutleysi, en slíkt var raunar sama og neitun, þar sem það nægði Sjálfstæðis- mönnum ekki. Afstaða Fram- sóknarflokksins var sú, að hin nýja stjórn yrði að hafa viðtæk an stuð: ing vegna ástæðna, sem áður hafa verið raktar. Þetta sjónarmið sigraði og var svo komið 23. desember, að Heima stjórnarflokkurinn og Sjálf- stæðiisflokkurinn höfðu náð samkomulagi urn samsteypu- stjórn og skyldi ráðherraefni Heimastjórnarmanna skipa for sætið. í framhaldi af þessu var lagt fyrir Alþingi frumvarp um fjölgun ráðherra og gekk bað mótspyrnulítið gegnum þingið. Þessu næst var það verkefni flokkanna að tilnefna ráðherra efni sín. Það varð allsögulegt bæði hjá Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum. Hjá Heimastjórnarmönnum var Jón MagnÚ9son tilnefndur einróma eftir að Hannes Haf- stein gaf ekki kost á sér. Jón Magnússon naut tvímælalaust mests traust flokhsmanna Sigurður Jónsson Magnússon var hins vegar of hæglátur og hlédrægur til að verða mikill flokksforingi eða flokksleiðtogi á breytingatám- um. Þess vegna leystist Heima stjórnarflokkurinn upp undir forustu hans og hann reyndist síðar ekki eins farsæll forsæt isráðherra og hann var <1 stríðs árunum. Það breytir ekki þvi, að sennilega hefur ekki ann- ar maður verið heppilegrí til að vera forsætisráðherra fyrstu samsteypustjórnarinnar en Jón Magnússon, miðað við þær ástæður, sem þá .oru. í Sjálfstæðisflokknum urðu mikil átök um þá Björn Kristj ánsson og Sigurð Eggerz. Svo fór, að Björn varð hlutskarp- ari, en hann skipaði þennan sess ekki lengi. Hann sagði af sér eftir nokkra mánuði og varð Sigurður Eggerz þá ráð- herra. í Framsóknarflokknum stóðu málin þannig, að enginn af þingmönnum flokksins vildi verða ráðherra. Margir höfðu augastað á Sveini Ólafssyni, en hann neitaði harðlega. Athyglin beindist því að utanflokksmönn um og kom í ljós, að gamla flokkaskiptingin átti enn ítök í mönnum. Af hinum 9 þing- mönnum, sem mynduðu '-ling- flokkinn (Jörundur meðtalinn), höfðii fimm veríð þversum (Sv. Ól„ Þ. M. J„ Þorl. J„ Jón J„ Jör. B.), tveir langsum (Ól. Br„ G. Ó.) og tveir Heima- stjórnarmenn (E. Á„ S. J.) Við fyrstu atkvæðatölu í flokknum fékk pverisummaðurinn B^ne- dikt Sveinsson 6 atkv., Langs- ummaðurinn Magnús Guðmunds son 2 og Sigurður Jónsson 1. Þegar Jóni Magnússyni var skýrt frá þessum árslitum, neit aði hann að taka annan mann frá Framsóknarflokknum í rík isstjórnina en yfirlýstan flokks mann. Annað samrýmdist ekki samkomulagi flokkanna. Eftir að hafa fengið þessi svör, kom þingílokkur Framsóknarmanna saman að nýju og var þá sam- komulag um, að tilnefna Sig- urð Jónsson sem ráðherraefni flokksins, og gerði Jón Magnús son enga athugasemd við til- nefningu hans. Ríkisstjórn Jóns Magnússon ar kom til valda 4. jan. 1917. Jón Magnússon varð forsætis- ráðherra, Björn Kristjánsson fjármálaráðherra og Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra. Verzlunarmálin féllu undir Sig urð, en þau voru stærsta við- fangsefni ríkisstjórnarinnar vegna styrjaldarínnar,' eins og síðar verður vikið að. Sigurður á Yztafelli. Það var mikið í fang færzt af 64 ára gömlum bónda að setjast á ráðherrabekk 1917. Margir voru enn haldnir þeim fordómum, að þar ættu ekki aðrir heima en sprenglærðir embættismenn. Um skeið var það líka til umræðu meðal hóps talsverðra áhrifamanna í höfuð staðnum að gera aðsúg að rík isstjórninni i því augnamiði að hrekja^ Sigurð úr ráðherraemb- ætti. í augum þeirra bættu tengslin við samvinnuhreyfing una heldur ekki fyrir Sigurði. Tvennt mun hafa ráðið mestu um, að ekki varð úr þessum áformum. Annað var það, að •9veinn Bjömsson nedtaði að leiga nokkra aðild að þeim, eins og fram kemur í ævisögu hans. Hitt var það, og sennilega hef ur það veirð áhrifameira, að samtök verkamanna vom reiðu búin til að veita Sigurði stuðn- ing. Mun þar ekki sízt hafa gætt áhrifa Jónasar Jónssonar. Þorsteinn M. Jónsson hefur lýst Sigurði Jónssyni á þessa leið: „Sigurður Jónsson á Yzta- felli var fæddur á Litlu-Strönd við Mývatn 27. jan. 1852. Ekki var hann skólagenginn, en hann var samt vel menntaður, fjöllesinn og minnugur. Hann hafði verið bráðþroska, sem sézt á því, að hann hafði gerzt bústjóri fóstru sinnar að Yzta felli í Köldukinn um ferming- araldur og var það þar til hann gerðist sjálfur bóndi í Yzta- felli árið 1889. Meðan hann var ráðsmaður fóstru sinnar, hélt hann um skeið unglinga- iskóla. Hann mun hafa verið góð ur kennari, þvi að hann sagði vel fná og var jafnan glaður og reifur. Hann hafði ferðazt vlða um land á árunum 1911— 1S og flutt fyrirlestr* um sam vinnumál, og ritstjóri TímaHts samvinnufélaganha hafði hann þá verið frá 1907—1916. Sig- urður var vel máli farinn og lét lítt á sér hrína, þótt deilt væri á hann, en svaraði iafnan með prúðmannlegum málflutningi án allra persónulegra ádeilna Sigurður var framgjarn maður. en samvinnuþýður, höfðingleg ur og hið mesta prúðmenni í framkomu . . . Sigurður hafði að ýmslu leyti mjög ólíka aðstöðu og ráð- herrar þeir, er áður höfðu ver ið í ráðherrastól hér á landi og þeir ráðherrar, er með hon- um sátu í landsstjórninni. Þeir vonu kunnugir öllum refilstig um stjórnmálanna, en hann ekki. En bæði var það, að Sig- urður var greindur maður og kjarkmikill, enda drengilega studdur af flokksbræðrum sín- um á þingi og af utanþings manni, sem þá þegar var orð inn einn slyngasti stjórnmála- maður þjóðarinnar. Maðiu þessi var Jónas Jónsson frá Hríflu. Hann hafði manna mest unnið að þvi að koma Sigurði á þing og nú var hann á verði fyrir Sigurð og lagði honum holl ráð.“ Það var Sigurði mikill styrk ur, að góð samvinna var milli hans og Jóns Magnússonar, Sigurður fór með það ráðuneyti, sem vandasamast var á þessum tíma og varð oft fyrir mikilli gagnrýni, þótt ósanngjörn væri. Jón stóð drengilega við hlið Sigurðar í þessum deilum og voru það þó oft samherjar Jóns, er fastast sóttu að Sig- urði. Nánar verður vikið síð ar að ráðherrastörfum Sigurð- ar. Benedikt Sveinsson — var útnefndur fyrsta ráðherra efni Framsóknarflokksins, en Jón Magnússon vildl ekkl fallast i útnefnlngu hans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.