Tíminn - 05.01.1967, Síða 3

Tíminn - 05.01.1967, Síða 3
FIMMTUDAGUR 5. janúar 1967 TÍIVIINN SKULI GUNNLAUGSSON bóndi og oddvíti^ Bræðratungu í dag er kvaddur að Bræðra- tungukirkju og til moldar borinn einn ágætasti héraðshöfðingi Sunn lendinga, Skúli Gunnlaugsson, bóndi í Bræðratungu, en hann lézt á heimili sínu annan jóladag. Skúli Gunnlaugsson fæddist að Kiðjabergi í Grímsnesi hinn 11. september 1888, og varð því rúm lega 78 ára gamall. Foreldrar hans voru merkishjónin Gunnlaugur Þorsteinsson, bóndi á Kiðjabergi og Soffía Skúladóttir. Gunnlaugur var sonur Þorsteins Jónssonar, sýslumanns Árnesinga og Elísabet- ar Gunnlaugsdóttur, dómkirkju- prests. Soffía, móðir Skúla í Bræðratungu, var dóttir séra Skúla Gíslasonar, prófasts að Breiðabólsstað, og Guðrúnar Sig- ríðar Þorstein^dóttur, prests frá Reykholt.i. Skúli í Bræðratungu átti því til góðra að telja og hlaut gott uppeldi. Skúli ólst upp í föður- garði, Kiðjabergi í Grímsnesi, í hópi 6 systkina. Systirin. Guðrún var elzt, og var iafnan mjög kært með henni og 'Skúla, bræðurnir voru 5. Eru systkini Skúla öll á lífi og mikils metið fólk. Skúli stundaði nám við Flensborgarskól ann í Hafnarf. 1905—19Q7 og bú- fræðinám1 í 2 ár að Hvanneyri og útskrifaðist búfræðingur þaðan. Hann stundaði framhalds-nám við búnaðarskólann Dalum í Dan- mörku og að loknu því námi kom hann heim til íslands og hóf mæl- ingar á jarðabótum' á Suðurlands- undirlendi. Skúli fluttist að Bræðratungu 1924 og starfaði þar fyrst sem ráðsmaður þáverandi eig anda jarðarinnar, Svend Poulsen, ritstjóra Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn. 1 en hóf nokkru síðar eigin búrekstur i\ Bræðra- tungu og bjó þar myndarbúi til dauðadags, hin siðari ár ásamt Sveini, syni sínum. Hefur Bræðra tunga, sem kunnugt er. lengi ver- ið höfðingjasetur. Hirin 12. júní 1926 kvæntist Skúli eftirlifandi konu sinni, Val- gerði Pálsdóttur, Þorsteinssonar, hreppstjóra í Tungu í Fáskrúðs- firði,, hinni mestu mannkostakonu, sem ’verið hefur manni sínum sam taka um að halda uppi gestrisni og höfðingsbrag á höfuðbólinu. Þau eignuðust 3 myndarlega syni, sem eru: Sveinn, bóndi i Bræðratungu, Gunnlaugur, dýralæknir í Laugar ási, og Páll. sem stundar lögfræði- nám við Háskóia fslands Fljótt að námi loknu tóku að hlaðast á Skúla margháttuð trún- aðarstörf. Hann hafði hlotið góða menntun til undirbúnings þeim störfum, sem hann hugðist snúa sér að, og maðurinn var með ein- dæmum góður í viðkynningu og traustvekjandi. Hann var kosinn í sveitarstjórn Biskupstungnahrepps og var oddviti þessarar fjölmennu sveitar í áratugi. Var Skúli jafnan endurkosinn með slíkum einhug og við þær vinsældir sveitunganna að einsdæmi mun vera. Átti Skúli manna mestan þátt í þeim framför um, sem orðið hafa í Árnesþingi, hann var sýslunefndarmaður um langt árabil. Skúli í Bræðratungu átti nokkur síðustu æviár sín sæti í stjórn Kaupfélags Árnesinga og lagði hann þar, sem annars staðar, mörgum gógum málum lið. Skúli í Bræðratungu var vel menntaður búfræðingur og góður bóndi. Hann hafði þvi góðan skiln ing á íslenzkum landbúnaði og þörfum hans- -Skúla var jafnan vel ljós þýðing þess, að jslenzkir bænd ur gætu framleitt í landinu góðar landbúnaðarafurðir, og honum var eins Vel ljóst mikilvægi þess. að unnt væri að koma afurðunum | sem allra beztum á borð neytend- 1 anna, og því var hann áhugasamur um starfsemi sölufélaga bændanna sérstaklega Mjólkurbús Flóamanna j og Sláturfélags Suðurlands,. Það var skoðun Skúla, að slík framleið endafélög bæri bændum að efla sem mest til hagsbóta íslenzkum | landbúnaði, og að neytendum yrði með starfsemi slíkra fyrirtækja bezt séð fyrir hollum og góðum matvælum. Skúli tók því snemma virkan þátt í starfsemi Sláturfélags Suðurlands. Sveitungar hans kusu hann deildarstjóra félagsdeildar Sláturfél. í Biskupstungnahreppi 1 skömmu eftir að hann hóf búskap. 1 Biskupstungurnar eru sem kunn- ugt er. ein mesta landbúnaðarsveit ! á íslandi, og er landbúnaðarfram leiðsla þar og í Hrunamannahreppi einna mest einstakra hreppsfélaga í landinu. Deildarstjórastarf Skúla ! fyrir Sláturfélagið varð því þegar í upphafi umfangsmikið og eril- samt, en því verkefni sem öðrum hefur Skúli lokið með sérstakri prýði. Síðan árið 1950 hefur Skúli verið endurskoðandi Sláturfélags Suðurland/. Vegna þeirra starfa hefur hariif dvalizt i Reykjavik hálfs mánaðar tjma tvisvar á ári og iagt fram af alúð og samvizku- semi mikla vinnu í því trúnaðar- starfi. Að eðhsfari var Skúli hlédræg- ur maður en hann var mjög greind ur, manna skemmtilegastur og fyndinn. Hann kunni feikn af sög um og sagði oft svo skemmtilega frá, að unun var á að hlýða. Sam-' ferðamennirnir munu lengi geyma minninguna um þennan mæta heið ursmann. Vinir og samstarfsmenn Skúla Gunnlaugssonar í Bræðratungu votta frú Valgerði og fjölskyldunni dýpstu samúð. Jón H. Bergs. Stórt skarð er höggvið í rað- ir Tungnamanna1 við fráfall Skúla Ounnlaugssonar, bónda og odd- vita í Bræðratungu, en hann and aðist að heimili sínu á annan jóladag eftir nokkurra mánaða baráttu við mein, sem nú bjak- ar einna mest mannkyn nllt og vísindin hafa ekki enn yfirunnið. . Skúli Gunnlaugsson fæddist að jKiðjabergi í Grímsnesi 11. setií. i 1888. Foreldrar hans voru, Gunn- , laugur bóndi og hreppstjóri Þor- | steinsson, kanselíráð sýslumanna j á Kiðjabergi, Jónssonar Johnsen umboðsmanns á Stóra-Ármóti. og Soffía Skúladóttir, prófasts á Breiðabólstað, Gíslasonar. Þetta eru þjóðkunnar ættir, og þar er að finna fjölfróða sagnaritara, þjóðskáld, stórbrotna embættis- menn og héraðsihöfðingja. Skúli Gunnlaugsson ólst upp hjá foreldrun sínum, ásam' bræðr um og systur. Kiðjabergsheimilið var rómað fyrii rausn og prýði um Suðurland og langt úr fyrir takmörk þess. Eins og jafnan hef- ur verið um höfðingjasetur, var þar oft gestkvæmt, bæði úr sveit inni sjálfri og héraði og þangað lögðu einnig leið sína ýmsir af fyrirmönnum þjóðarinnar, og setti það óneitanlega svip -inn á staðinn. Gunnlaugur hreppstjóri var hinn hógværi , höfðingi, skemmtinn i viðræðum og ljúf- mennii hið mesta. Ilúsfreyjan, Soffía Skúladóttir var höfðings- kona, fyrirmannleg fríðleikskona og- stjórnaði hinu stóra he'mili af rausn og ráðdeild. Börn þeirra Kiðjabergshjónanna, ' Gunnlaugs og Soffíu fengu i sinn hlut góðar ættarerfðir, og heim- ilisbragurinn á Kiðjabergi. sem var rammíslenzkur og fyrirmann- legur, setti visáulega svip sinn á s'rstkinahópinn. Þannig foru i bernsku- og æskustöðvar Skúla jg er mikils um vert, þegar saman fer kynstórar og góðar ættir og golt uppeldi. j Ekki veit ég með >iissu hvermg á þvi stóð, að Skúli gekk ekki menntaveginn svo góðum gáfum, ! sem hann var gæddur, elzti son- urinn á efnuðu fyrirmannaheim- ili, bar nafn afa síns prófastsjn? á Breiðabólstað og virtist h ifa öll skilyrði til að ganga þá lífs- leið. En þessu mun hann hafa sjálfur ráðið og foreldrarnir iógu vitrir til þess að láta unga mann- inn sjálfráðan um val á lífsstarfi. Að sjálfsögðu var Skúli ákveðinn í að afla sér almennrar mennriin- ar. Hann fór 16 ára gamall í Flenzborgarskólann, en hann var á þessum tímum helzta athvarf námfúsra æskumanna og komu frá honum margir framtakssamir menn, sem hafa skilið eftir sig mörg heilladrjúg spor í íslenzku þjóðlífi. Var Flenzborgarskólinn hér sunnanlands hliðstæður Möðru ! vallaskólanum norðanlands. Skúli • kom í Flenzborg sama haust og j séra Magnús Helgason kom þang- j að kennari i fyrsta sinn. Mun |þeim Kiðjabergshjónum hafa þótt j gott, að hinn virðulegi vinur | þeirra gæfi hinum unga syni j þeirra gætur. Það mun hafa verið létt verk. Skúli stundaði nám í tvo vetur í Flenzborg, en haustið 1907 fór hann til Hvanneyrar til eins vetrar náms í bændaskólanum þar en það haust byrjaði Halldór Vil- hjálmsson skólastjórn. Að Hvann eyrardvöiinni lokinni ter hann haustið 1908 til Danmerkur og stundar nám í Dalum búnaðar- skóla á Fjóni iíklega í tvo vetur, en notaði vor og sumar til verk- legá náms á dönskum herrágarði, eins og dönsk stórbýli voru kii’l- uð á þeim árum. Hann kemur svo heim vorið 1910 og réðst þá starfsmaður Búnaðarsambahds Suðurlands, aðallega að vorinu til og fram eftir sumri og var aðal- starfið umferðaplægingar, til- raunareitir. i grasrækt og mæling jarðabóta. En nú var í mörgu að snúast. Unga fólkið var upptendr I að af leiftrandi áhuga fyrir ung- menafélagsstarfinu og eitt af mörgum áhugamálum ungmenna- félaganna voru íþróttirnar. '.'il þess að ná árangri þótti sjáíf- sagt að stofna íþróttasamband Eftir mikinn undirbúning Ht íþróttasambandið Skarphéðinn stofnað haustið 1910, og Skúli kos- inn í fyrstu stjórn þess, en um sumarið 9. júlí var fyrsta íþrótta- mót hins væntanlega sambands haldið að Þjórsártúní. Á því íþróttamóti var Skúli Gunnlaugs- son einn af átján kappglimu- mönnum. Hann hdfði alla ævi lif- andi áhuga á íþróttum, las alla tíð íþróttafréttir dagblaðanna af gaumgæfn; og áhuga á árangri unga fólksins í iþróttum. Skúlj starfaði hjá Búnaðasam- bandi Suðurlands þangað til Nýju jarðræktarlögin gengu í gildi 1923, mældi jarðabætur síðast það ár. Árið 1924 gerast merk þáttaskil í lífi Skúla Gunnlaugssonar, þá gerist hann bóndi í Bræðratungu. Tildrögin að bví má rekja til Kon ungskomunnar 1907. í þeirri för var Svend Poulsen, lögfræðingur, fréttaritari Berlings og fengu oeir Danirnir áhuga fyrir, vórbu-ikap á íslenzku íöfuðbóli. Nokkrum ár um seinna stofnaði Svend Poul- sen hlutafélag og keypti Bræðra- tunguna ásamt fimm hjáieigum. 1916 kemur Poulsen til ísiands ti' að skoða höfuðbólið og! var þá Skúli ráðinn fylgdarmaður hans. í þessari 5 daga ferð varð þeim vel til vina danska ritsqúr- anum og Skúla, sem entist með- an báðir lifðu. Árið 1922 oauð Poulsen Skúla til nokkurra man- aða dvalar í Danmörku, til að kynnast dönskum landbúnaði, en til þess lágu þau drög, að 1921, er Kristján X. kom til íslands, var Pouisen fréttaritari Berlings í annað sinn en Skúli var ^einnig í fylgdarliði konungs af íslands hálfu og samdist þá svo á milli þeirra, að Skúli tæki Bræðratung- una og fær. að búa þar, sem varð eins og áður er getið 1924. Síðan hefur Skúli búið þar óslitið til ævilqka í 42 ár með mesta sóma, búið par á íslenzka vísu, ert ekki danska, eins og Poulsen, hinn danski ritstjóri Berlings hefur sennilega hugsað sér. Var Poul- sen lítilsháttar með i búskapn- um fyrrtu 7 árin, en hætti þá þegar dórbúskapsdraumar hans voru að engu orðnir, seldi har.n íslenzka ríkinu Bræðratungunu-f- una alla 1936. Þannig endaði þetta íslenzk-dansika búskaparævintýn. Siðustu árin hefur Sveinn sonur Skúla haft ábúð a hálfri jörðinni og búið að nokkru leyti félagsbúi með föður sínum. Þegar Skúli kom i Bræðratungu varð hann vitaplega að segja skil- ið við þau trúnaðarstörf, sem ta.ll- ið höfðu í hlut hans i æskusveit hans Grímsnesi. Þar var hann meðal mnars i hreppsnefnd og þótti mjög fátítt, að ungur hú- laus maður væri kosinn j hrepps- nefnd. Þá var hann ungur kos- inn í stjórn búnaðarfélags hrepps ins, gekkst fyrir stofnun búfjár- ræktarfélaga bæði í nautgripa- rækt og hrossarækt og var sóður liðsmaður ungmennafélaginu. Má vera, , að hann hafi hait fleiri störf með höndum þótt mér sé það ekki kunnugt. Þótt ég telji, ,ið Tungnamenn taki jafnan vel á móti aðkomu- mönnum, fór það svo að fyrstu árin voru Skúla ekki falin trún- aðarstörf. Það myndaðist því eins konar félagsleg eyða í lífi hans og mun honum hafa þótt all- tómlegt og var ekki að undra, slikur félagshyggjumaður, sem hann var. En þetta átti eftir að breytast. Árið j.928 er merkisár í lífi hans, að því leyti, að þá er hann, með nokkurra vikna og mánaða millibili kosinn í hverja trúnaðarstöðuna eftir aðra. Fyrst um vorið er hann kosinn í hrepps nefnd og gegndi því starfi þangað til á síðastliðnu vori, að hann baðst undan endurkosningu og <ir oddviti í 20 ár. Seinna um vorið var hann kosinn í sýslunefnd sos inn í stjórn Búnaðarfélags B’.ss- upstungna og nautgriparæktarfé- lagsins, sem hann var lengi tor- maður fyrir og um haustið kos- inn deildarstjóri í Biskupstungna deild Siáturfélags Suðurlands og var hann einnig endurskoðandi þess síðan 1950. Hann var deild- arstjóri Kaupfélags Árnesinga frá stofnun þess, lengi í varastjórn og í stjórn þess síðustu 6 ár æv- innar. Þá átti hann sæti í skóla- nefnd héraðskólans á Laugarva'.ni um allmargra ára skeið. Sem oddviti hafði hann yfir- umsjón með öllum meiri háttar framkvæmdum í sveitinni, þótt ýmsir aðrir menn sæju um dagi leg störf við þessar framkvæmdir, svo sem réttabyggingu, barna- skóla, félagsheimili og ýmsar smærri byggingar. Öll hin margháttuðu störf sín leysti Skúli af höndum með hinni mestu prýði og einstakri trú- mennsku og alúð. Er vandfund- inn jafningi hans í ósérhlífni og samvizkusemi. Honum var félags- hyggja í blóð borin og hafði hinn fyllsta skilning á því, að menningarmál sveitanna og reynd ar megin þorra þjóðarinnar, verð ur að leysa á félagslegum grund- velli. Skitli Gunnlaugsson var víð- sýnn hugsjónamaður, þótt aann hefði ekki hávaðasamar orðræð- ur um slíkt. Er enn rgetið eins þáttar í lífi hans frá æskuárum. Á þeim árum var Gestur á Hæli mjög umsvifamikill rnaður, sem færðist. mikið í fang, var umtal- aður og umdeildur eins og allir hugsjóna- og athafnamenn, sem sjá gegn um holt og hæðir fram- tíðarinncr. Þeir Gestur og Skúli voru miklir vinir og félagar og var Gestur nokkru éldri. Skúli hreifst af djörfung hans, fram- sýni og athafnasemi. Hann verzl- aði með láð og lög, eins og aðrir með smávægilegan varning. — Á þessum írum fór mikil og sterk alda um Suðurland, og sjálfsagt víðar, að kaupa upp vatnsorku. Útlend auðfélög buðu bændum gull fyrir fossa og flúðir. Þetta þótti Gesti allillt >g vildi koma í veg fyrir, að vatnsaflið ísle.izka yrði eign útlendra auðhringa. Þeir félagar Gestur og Skúli brugðu ■hart við og stofnuðu fossaíéla:. hlutafélagið Sleionir. Gerðust margir merkisbændur i Arnes- þingi hluthafar 1 þessu félagi, að- allega beir, sem bjugsu meðfram Hvítá, I því sú á var áðalkeppi- kefli félagsins. Heimsstyrjöldin fvrri breytti mörgu og Gestur dó 1918, og langt fjárhagslegt erfið- leikatímabil með heimskreppu- og íslenzka kreppu, sem gekk af mörgum hugsjónum dauðum. Útlendu fossafélögin lögðust fram á lappir sínar og seldu is- lenzka ríkinu öll sín vatnsrétt- indi i Þjóvsá fyrir 6—7 herbergja íbúðarverð nú á dögum. Þann kaupsamning gerði Hei-man>' Jón asson í raorkumálaráðherratíð sinni. Það var því ekki að undra þótt þetta litla jslenzka fossafélag yrði að leggja upp laupana. En gaman var að ævintýrinu, hug sjónunum og kjarkinum. Gestur á Hæli átti frumkvæði og fram- ‘kvæmd að stjórnmálasamtökunum „Óháðir bændur," sem buðu iram Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.