Tíminn - 05.01.1967, Síða 9

Tíminn - 05.01.1967, Síða 9
FBTMTUDAGUR 5. janúar 1967 9 TIMINN ins á árinu / eða alveg ógjörlegt að fá keypt hey, hver hefur nóg með sig. Forðagæzluskýrslur hafa nú að undanförnu stöðugt verið að ber ast til Búnaðarfélags íslands, en enmþá hefur ekki verið unnið úr þeim öllum. Víða er teflt á tæp- asta vað með ásetning. Forða- gæzlumenn og fyrirsvarsmenn sveitarfélaga verða að taka þessi mál föstum tökum nú þegar. ÞeLr þurfa að ganga fram í því að þeir, sem heytæpir eru, og þeir eru því miður margir, tryggi sér kjarn- fóður þegar í stað og byrji að gefa það svo fljótt til heysparnað ar, að ekki komi til að bændur gefi upp heyin áður en vorbatinn kemur. Það má engan henda, sem búfé hefur undir höndum að verða heylaus, og nú þýðir ekki að treysta á það, að einhverjir aðru' komi til bjargar ef illa fer eða hey fáist þá keypt. Það eru eng- in hey til sölu. Því miður mun nú, eins og oft áður, vera mikið til af hrossum í landinu, sem annað hvort hefur ekkert fóður verið æti- að eða þá mjög lítið. Þessi hross eru ekki öll í eigu bænda held- ur eiga kaupstaðarbúar furðu margt af þeim ýmist í hagagöngu hjá kunningjum eða í reiðuleysi. Það væri ekki úr vegi, að bregða nú skjótt við í hrossahéruðunum og athuga, hvort ekki væri ást.æða til að opna sláturhús í nokkra daga og siátra nokkrum af þeim hrossum, sem ekki er fóður fyrir, sérstaklega þá eldri hryssum og ungviði, sem verður fóðurþungt. Nýræktir spruttu lítið í ár, einkum vegna þess hve seint var hségt að vinna landið og því seint sáð. Góð haustbeit fékkst þó víða á nýrækt og nýttist vel einkum sunnan lands og vestan v^gna hagstæðrar haust veðráttu. Grænfóðurræktun var með minnsta móti. Töldu margir til gangslaust, að sá káli eða öðru grænfóðri þá loksins hægt var að vinna jörð á s. 1. vori. Af þessu varð tilfinnanlegur skaði. Þótt sprettutími græn- fóðurs væri stuttur og upp- skera víðast lítil á hektara, þá varð grænfóður samt hin mesta búbót hjá öllum, sem það áttu. í tilraunum á Hesti hafa lömb aldrei bætt eins miklu við sig á grænfóðri frá réttum til vet urnótta eins og í haust eða 3.8 kg. af kjöti á 5 vikum. ís- ienzkir bændur þurfa ár hvert að leggja áherzlu á ræktun grænfóðurs. Það er öruggur sumarauki í flestum árum. Kornakrar voru tæpir 160 ha eða um 'helmingi minni en 1965. Kornuppskera var yfir- leitt fremur rýr. Framleiddar voru um 1000 smál. af grasmjöli á árinu og um 110 smál. af heykögglum. Kartöfl»ruppskera var léleg um !?nd allt, þvi nær engin á Vestur,- Norður- og Austurjandi nema í Eyja- firði, en þar var hún þó mjög iéleg. Einnig var uppskera mjög léleg i Austur-Skaftafellssýslu. Helzt var nokkur uppskera með suðurströnd'nni og mátti telj ast sæmileg á Eyrarbakka og hjá stöku bónda annars stað- -ir á Suðurlandi. Heildar kartöfluuppskeran var ekki nema um 25 þúsund tunnur og ^ar af ekki til sölu nema um 20 þús. tunnur eða um % hluti af því magni, sem var framleitt til sölu 1965. Tvennt olli einkum hiniii lé- legu kartöfluuppskeru. í fyrsta lagi jiarðklakinn og bieytan, sem olli því, að víðast var ekki hægt að setja niður fyrr en um miðjan júní, og jörðin hélt áfram að vera köld svo hægt spratt. í öðru lagi eyðilagði rokið í júlí-óveðrinu kartöflu- grösin á austanverðu landinu, sérstaklega í Austur-Skaftafelú sýslu. Þetta ár hefur því verið vandræða ár fyrir allan þorra bænda, sem hafa ætlað að byggja tekjuöflun sína á kart- öflurækt. Framleiðslan af gulrófum vax mjög lítil og entist varla nema til nóvemberloka. Það.^er litt afsakanlegt, að bændur skuli ekki rækta meira af gulrófum, því að þær eru ekki mjög dýr- ar í framleiðslu og ávallt ágæt ar til skepnufóðurs, ef fram- leitt er meira en selst til mann eldis. S. 1. vor munu margir hafa talið of seint að sá rófum eftir miðjan júní, en það hefði þó verið illskárra en sá kart- öflum eftir þann tíma, því róf- ur geta oft vaxið fram eftir hausti, en kartöflur ekki. Sölufélag garðyrkjumanna seldi grænmeti á árjnu 1966 fyrir um 21 milljón króna, sem er 3,3 milljón krónum meiri sala en 1965. Af vissum tegund um grænmetis var framleitt á árinu sem hér segir: Tölurnar eru að nokkru leyti áætlaðar: > Tómatar Gúnkur Hvítkál Blómkál Gulrætur 1966 260 smál 423 þús. 190 smál. 66 þús. 100 smál. stk. stk. 1965 313 srnál. 416 þús. stk. 260 smál. 77 þús. stk. 130 smál. ' Nokkurt magn af öðrum teg- undum grænmetis var ræktað til sölu. Má þar nefna grænkál rauðkál, salat, steinselju, hreðk ur, blaðlauka, næpur, piparv toppkál o? spergilkál. Búfjáreign og franv leiðsla búfjárafurða. Tala búf jár sett á vetur haust ið 1965 og það er í raun og veru tala búfjár í ársbyrjun 1966, var samkvæmt niðurstöð- um forðagæzluskýrslna: Naut gripir 59.542, þar af kýr 42. 216, sauðfé 846.705, þar af 698. 638 ær, hross 34.013, geitur 158, svín 3023, hænsni 93.822 og endur og gæsir 1250. Naut- gripum hafði aðeins fækkað frá árinu áður eða um 0.3% þó hafði kúm aðeins fjölgað eða um 1,8%. Sauðfé hafði fjölgað um 84.778 kindur eða 11.1% og var framtalið sauð- fé fleira 1966 en nokkru sinni áður. Hrossum fjölgaði um 3286 stykki eða 10,7%. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins var innvegin mjólk til mjolk ursamlaga fyrstu 11 mánuði áts ins 1966 95.835.787 kg eða 4.05% minna magn en á sama tímabili árið 1965. Samkvæmt upplýsdngum frá Framileiðsluráði Iandbúnaðar- ins var slátrað í sláturhúsum haustið 1966 837.573 kindum, þar af 767.177 dilkar og 70. 396 fulíorðið fé. Var nú slátrað 65.068 kindum fleira en haust ið 1965. Þetta eru að vísu bráðabirgðaniðurstöður, sem kunna að breytast lítils háltar, er öll kurl koma til grafar. Á árunum 1961 og 1962 var slátr að svipuðum fjölda dilka og nú, en venjulega mun færra. Heildarmagn kindakjöts, sem barst til sláturhúsanna er sam kvæmt bráðabirgðayfirliti fram leiðsluráðs 11.845 smálestir, sem er aðeins 483 smálestum meira en 1965, eða 4,3% aukning. Er það lítil framleiðsluaukning, þegár haft er í huga, að nú var slátrað 8,4% fleiri kindum en 1965, end ar féð nú mun rýr ara en 1965. Meðalfallþungi dilka á land- inu í heild var nú aðeins 13.59 kg og er það 0.68 kg. minni meðalfallþungi en 1965. Víðast hvar á landinu voru dilkar nú rýrari en 1965. Mestur munur var á Borgarnessvæðiniu, 1,2 kg. Á Suðurlandi lögðu dilkar sig með 1.0 kg léttara meðal- falli, en í fyrra. Á suðaustur- horni landsins, á Djúpavogi og í Höfn í Hornafirði voru dilk ar nú vænni, en 1965. Nam sá munur 0.84 kg á Höfn í Horna- firði. -Iiklu fleira var xlátrað af nautgripum s. 1. haust eh í fyrra. Allt bendir til, að naut- gripir séu nú nokkru færri en á sama tíma í fyrra. Veldur þar mestu, hve fóðurbirgðir voru litlar í haust, og einnig að bændur gera sér Ijóst, að hag kvæmara er fyrir þjóðarheild- ina að framleiða meira af sauð fjárafurðum en nautgripaaf- urðum til útflutnings. Sauð- fjárslátrunin s. I. haust sýnir, að aukningin frá fyrra ári svarar nokkurn veginn til fjár fjölgunarinnar, sem varð á árinu 1965. Má þvj gera ráð fyrir, að féð á fóðrum nú sé svipað að tölu og í fyrra eða um 840,—850 þsúund. Framkvæmdir og f járfesting. Ekki liggja enn fyrir endan legar skýrslur um framkvæmd ir bænda á árinu 1966. Þær vora miklar, en þó minni i sumum greinuni en 1965, t. d. hefur framræsla og jarðrækt- arframkvæmdir yfirleitt orðið eitthvað minni en 1965, aðal- lega vegna þess, hve seint var hægt að ’ yrja á slíkum fram kvæmdu.u s. I. vor. Fyrir liggja ehdanlegar tölur um framkvæmdir, gerðar á ár inu 1965, er njóta framlags sam kvæmt jarðræktarlögum. Nokkr ir helztu liðirnir voru: Framhald * 6. síðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.