Tíminn - 06.01.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.01.1967, Blaðsíða 14
 M TÍMINN FÖSTUDAGUR 6. janúar 1967 Síðasti róðurinn Helfregn enn vér heyrum kalda harmur fer um landsins börn, margar hetjur mega gjalda mannslífum, þá brestur vörn. Fóru á „Svan" í fiskiróður frónskir menn með hetjulund. Sægörpunum svellur móður að sækja á miðin hverja stund. Þjóðarinnar þakkir færum þeim er sækja á höfin breið, á lífs og dauða landamærum liggur þeirra æfiskeið. Þessar hetiur aldrei aftur íslandsstrendur fengu að sjá, ógurlegur ægiskraftur yfirtökin hafði þá. Hetjur sem á hafi falla hafa öðlast sannan frið. Blessi Drottinn bátsmenn alla börnin þeirra og skyldulið. Brynjólfur Guðmundsson. Eiginmaður minn on faðir okkar, Ólafur Hallbiörnsson prentari, sem lézt á Akureyri 31. desember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 9, janúar kl. 13,30. Sigríður Sigurðardóttir og börn. Innilegt þakklæti til allra, er auJTsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, Vilhelms Kjartanssonar, Skipholti 43, Þórunn Sigurðardóttir, * Ólafur Magnússon, Friða Valdimarsdóttir, Silvia Ólafsdóttir, Eiginmaður minn, Guðmundur Rögnvaldsson, Fróðasundi 4, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. desember s. I. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 9. kl. 1,30 e. h, Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir mína hönd og annarrá aðstandenda. Kristin Einarsdóttir. januar i .. Jarðarför mannsins míns óg föður, Dr. Hermanns Einarssonar, fiskifræðings, fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík, þriðjudaginn 10. janúar n. k. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað, Alda Snæhólm Einarsson, V Einar Axel Hermannsson, .... illil|i|i| l'lll i II |i'l il >HI >IP| III ■'! HWIIIfc'lll—Wllli i ííSMDMMMl Eiginkona mín Margrét Gísladóttir verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 7. þ. m. kl. 2, kveðjuathöfn verður frá heimili okkar, Brekkubraut 17 kl. 1. Guðjón Ólafsson. Áðalsafnaðarfundur Hallgrímssafnaðar Aðalsafnaðarfundur I-Iallgríms- safnaðar í Reykjavík var hald- inn í Hjallgrímskirkju á Skólavörðu hæð sunnudaginn 11. des. s.l. Pormaður sóknarnefndar Hall- grímssafnaðar og byggingarnefnd- ar Hallgrímiskirkju, Sigtryggur Klemenzson seðlabankastjóri, flutti skýrslu um starfisemi á veg- um safnaðarins og framkvæmdir við byggingu Hallgrímskirkju á liðnu starfsári og Hermann Þor- steinsson gjaldkeri Hallgríms- kirkju gerði grein fyrir ársreikn- ingum safnaðar og kirkjubygging- ar. Af skýrslum, umræðum og ákvörðunum aðailfundarins er þetta helzt: 1) Bygging Hailgrímskirkju hef ur eftir ativikum miðað vel áfram á liðnu ári. Unnið hefur verið við bygginguna bæði inni og úti langt er nú komið innri frágangi á safnaðarheimili í norðurálmu turnsins og hefur nokkur hluti þess húsrýmis þegar verið tekinn í notkun fyrir dagskóla, sem safn- aðarsystirin, ungfrú Unnur Hall- dórsdóttir, hefur fyrir yngri börn í söfnuðinum. Eitt ár er nú lið- ið frá því safnaðarsystirin (diakon issa) var vígð til starfs í Hall- grímssöfnuði 'og hefur hún haft næg'Viðfangsefni og starf hen-nar; þegar gefið góðá ra-un. Ytri upp- bygging kirkjuturnsins er nú' kom inn í 31,5 m hæð og þegar er komið upp nokkuð af vinnupöll- um næstu hæðar í 35,5 m hæð. Sjálfur turninn — upp að turn- spíru — verður 45 metra nár og er nú áætlað að turninn verði fu'll- steyptur á þá hæð um mitt næsta ár, ef fjárhagsástæður leyfa. 2) Útgáfa á Passíusálmum Hali- gríms Péturssonar í enskri þýð- ingu. í tilefni þess að á þessu ári — 1966 — eru 300 ár liðin frá því Passíusálmar Hallgrímis Péturs sonar voru fyrst prentaðir (að Hólum 1666) hefur Hallgrímssöfn uður nú gefið út Passíusálma sr. Hallgríms í enskri þýðingu Arth- ur Oharles Gook (er lézt í Eng- landi 1959). Handrit ensku sálm- anna gaf ekkja þýðandans, frú Kristín Gook, Hallgrímssöfnuði á s.l.árL Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson — sem ritar formála í bókina um sr. Hallgrím og Passíu- sálma hans — hefur í yfir-stand- andi, opinberu heimsókn sinni í Englandi sérstaklega kynnt þessa Passíusálmaútgáfu í kirkjum og háskólum og víðar, en biskupinn hafði meðferðis nokkur eintök af þessari nýju Passiusálmaútgáfu í þeim tilgangi. — Sæmundur G. Jóhannesson forstöðumaður Sjón- arhæðarsafnaðar á Akureyri — og starfsmaður A. Gook um langt skeið — ritar einnig í bókinaj stutta grein um þýðandann. Með útgáfu þissari vill Hall- grímssöfnuður fyrir sit-t íeyti stiuðla að þvi að enn fleiri en hingað til fái notað þessa andlega fjársjóðar sem Passíusálmar sr. Hallgrims hafa 'ð geyma, fjársjóð ar er svo vel hefur dugað ísl. þjóð sem vegarnesti bæði í blíðu og stríðu í 300 ár. Þessi Passíu-sálmaútgáfa er þeg- ar fáanleg hjá kirkjuverði Hall- grímskirkju og mun koma í bóka- verzlanir næstu d. ga 3) Hallgrímssafn í Hallgríms- kirkju. — Á fundi Hallgrímssafn aðar 1965 kom fra-m hugmynd um stofn-un Hallsnmssafns, er fe-ngi rúm í einu af turnherbersium Hailgrímskirkju. í safn þetta yrði útvegað með tímanum allt, sem varðaði minningu sr. HaLlgríms Péturssonar, — allar útgáf-ur — ísl. og erl. — af ritverkum sr. Hallgríms, — allar útgáfur — ísl. — um sr. Halilgrím og verk ha-ns, — m-unir — myndir, listaverk o.fl. — er varða minning-u H.P. og, sem sérstök deild í þessu safni — allur fróðleik-ur, er varðar bygg- in-gu Hallgrímskirkju á Skólavörðu hæð, allt frá því hugmyndin um þá kirkju kom fynst fram hjá Þór- halli Bjarnasyni biskupi á 300 ára fæðingarafmæli sr. Hallgríms árið 1914. Þar sem hugmyndin um stofn- un þessa safns hafði fengið mjög góðar unditektir, bæði á aðalfund- in-um í fyrra og við frekari um- ræður síðan, þá var á fundinum nú borin upp og samþykkt í einu .hljóði svofelld tillaga: „Aðalsafnaðarfundur Hallgrím-s kirkju haldinn 11. des. 1966 ákveð ur að koma á fót minni-ngarsafni um Hallgrím Pétursson í Ha-11- grímskirkju og felur sóknarnefnd að hefjast nú þegar handa um framkvæmd málsins." Hinu nýja Hallgrímssafni bárust strax á aðalfundinum Jyrstu gjaf- irnar: Passíusálmarnir, ljós- prentuð útgáfa eiginhandarrits Hallgrí-ms, prentuð í Lithoorent 1946, Passíusálmarnir og Sálma- safn sr. H.P., útg. Bókagerðin Lilja 1947 og 1948, And-vari (Sum- ar 1964) með yfirlitsgrein Gils Guðmundssonar um allar, 65 ísl. útg. Passí-usálmanna. Til Ilallgrímssafnsins mu-nu einni-g ganga fyrir bókagjafir til H-allgríimskirkju, m.a. ,Andlegir sáimar og kvæði“ Hallgríms Pét- urssonar frá 1834, prentað í Við- eyjarklaustri 1834, en bók þessi var á sínum tíma gefin kirkjunni af ein-um afkomenda sr. HalLgríms sem býr í sókninni. í Ilallgrímssafni í Hallgríms- kirkju verður nú strax og í fram- tíðinni með þakklæti tekið á móti öllum gjöf-um, er varða minning-u sr. Hallgríms Pétuns-sonar, bæði bók-um og öðrurn munum. 4) Vísindaleg heildarútgáfa á verkum Hallgríms Péturssonar. í sambandi við fyrrgreinda bóka afhendingu á fundinum til Hall- grímssaf.nsins vakti gefandinn at hygli á svohljóðandi formálsorð- um Sigurbjarnar Einarssonar, nú- verandi biskups, er hann ritar í Sálmasafn Hallgríms Péturssonar í Lilju-útgáfunni 1948: . . . Mikil nauðsyn væri að efna til nýrrar hei’.^arútgáf-u á verkum Hallgríms, er byggð væri á vand- legri könnun .. .“ Ennfremur benti gefandi á eftir farandi í ritgerð um Hallgrím í Almanaki Hins ísl. þjóðvinafélags 1914 eftir Jón Þorkelsson: „En árið 1914 (en þá voru lið- i-n 3Cu ár frá fæðingu sr. Hall- gríms) þyrfti að verða stofnað að a'lsherjarráði til tæmandi útgáfu af riturn hans öllum, bæði rímum hans og öðru, því slík útj'áfa er enn ekki til . . .“ Og ennfremur í grein er einn aðdáenda Hallgríms ritar í eitt Reykjavíkurblaðanna 15. marz 1964, er minnst var 350 ára fæð- ingarafmælis Hallgríms: „Það er furðuleg staðrey-nd að enn hafa skáldverk Hallgrims Pét- urssonar ekki veríð gefin út á við- hlítandi fræiV'egan hátt.“ Hann minnti einnig á þá upp- ha-fleg-u köllun, sem Hallgríms- söfnuður í Reykjavík hef-ur þegið: „að hafa forgön-gu um að rækja minningu mesta og ástsælasta kenniföður íslendinga og ávaxta arf-leifð hans.“ Hvað söfnuðurinn hefur verig og er m.a. að gera með þvi að rei-sa Hallgrímskirkj-u á Skólavörðuhæð en hei'ldarútgáfa á verk-um Hall- gríms á ekki og má ekki gleym- ast. Hallgrímssöfnuður ber með h-eppilegum -hætti — og í sam- vinnu við rétta aðila — að stuðla að þeirrí útgáfu, sem yrði tilbúin — t.d. árið 1974. í tilefni þessa urðu allmiklar umræður á aðalfundinum, sem 1-auk með því að fram var borin og samiþykkt samlhljóða svofelld tillaga: „Aðalsafnaðarfund-ur Hallgríms safnað-ar felur sókniarnefndinni að athuga möguleika á vísinda- legri útgáfu á ritu-m Hallgríms Péturssonar og vill í því sam- bandi benda á samvinnu við Hand ritastofnun1 íslands." 5) Kvenfélag Hallgrímskir-kju, lagði nú á þessu árí — j þriðja sinn — fram 250 þús. kr. ti'l kirkjuhygging-arinnar og færði sóknarnefndarformaður konun-um þakkir fyrir þeirra myndarlpga stuðning. 6) Bræðrafélag Hallgrims- kirkju var stofnað í nóv. s.l. og ein-s og kvenfél-a-g kirkjunnar, er það opið öllum vinum Hallgríms- kirkj-u bæði innan og utan Hall- gjrímssafnaðar. 7) Líknarsjóður HaUgríms- kirkju hefir aukizt svo á síðustu árum að hann getur n-ú betur far- ið að gegna líknanhlutiverki sín-u í söfnuðinum, en prestar Hall- igrímissafnaðar og safnaðarsystir- in gera tillögu til sjóðsstjórnar- innar um úthlutun úr honum. 8) Kór Hallgrímskirkjunnar í Reykjavík — sem minntist 25 ára afmælis síns með tónleik-um í Hallgrímskirkju og víðar á s. 1. vori — var þakkáð á fundin-um fyrir gott starf í þágu Hall-gríms- kirkju og sa-fnaðar á liðnum tíma. Stjórnandi kórsins hefir frá upp- hafi verið Páll Halldórsson orga-n- leikari Hallgrím-skirkju og formsð ur kónsins er nú Gunnar Jóhann- esson, póstfulltrúi. Aðalfundurinn fagnaði góðum gangi við kirkjubygg-inguna og nýju, viðbóta-r húsrými, sem söfn- uð-urinn fær nú til umróða á þess- um vetri fyrir starfsemi sí-na. Jafnframt var heitið á alla vini Hallgrímiskirkj-u að veita áfram- halda-ndi, öflugan stuðning í sam- bandi við byggingu kirkjunnar, til þess ef verða mætti að hún yrði ful'lbyggð árið 1974 — fyrir 300. ártíð Passíusálmaiskáldsins og þjóð hátíðina það ár í tiilefni ellefu- hundruð ára afmæli íslandsbyggð- ar. Reykjavík 12. des. 1966. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.