Tíminn - 06.01.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. janúar 1967
TÍMINN
Enn hlæja menn að brellum skósmiðsins í Berlín, sem
gabbaði prússneska herinn og lagði undir sig Köpernick
vinnu ,og íasta vinnu gat hann
ekki fengið nema hafa vega
bréf. í fangelsunum hafði
ekki verið miklum bókakosti
fyrir að fara. Að b'iblí’ • ni und
anskilinni hafði Voigt aðeins
getað komizt yfir tvo bæklinga
Æfingareglugerð keisaralega
hersins, og Herskipulagið, en
þetta las hann þar til hann
kunni spjaldanna á milli, og
öðlaðist þar með talsverða þekk
ingu í þessum greinum. Lík-
lega hefur hann fengið sína
bráðsnjöllu hugmynd við þenn
an lestur.
Dag nokkurn keypti Voigt not
aðan einkennisbúning lífvarðar
foringja af skransala einum.
Hann fór honum að vísu ekki
vel og var töluvert snjáður, en
það skipti hinn hugdjarfa skó
smið ekki nokkru máli.
klæddi sig í þennan skrúða og
arkaði ákveðinn á svip eftir göt
unni og stöðvaði herdeild
nokkra, sém var á leið heim
til herbúðanna af vakt undir
stjórn undirforingja. Lesandinn
verður að hafa það hugfast, að
þetta var á þeim tímum, er
menn báru takmarkalausa virð-
ingu fyrir öllu því, sem keisar-
ans var eða konungsins, og
væri skipun gefin, var henni
hlýtt án minnstu umhugsun-
ar. Þess vegna datt liðþjálfan-
um ekki í hug, að hreifa við
mótmælum, er lífvarðarforingi
hans keisaralegu hátignar skip
aði deild hans að nema staðar.
Hann gekk hröðum skrefum
til foringjans, tók sér stöðu
þremur skrefum fyrir framan
hann, heilsaði virðulega og
gerði grein fyrir deildinni, og
hvert hún væri að halda.
Nú var að duga eða drepast.
Voigt „foríngi" varg að taka
snialla ákvörðun, og það gerði
hann á augabragði. Hann gaf
deildinni skipun um að halda
01 járnbrautarstöðvarinnar, og
fara með lest til Köpemic, þar
sem mikilvægt verkefni biði
úrlausnar. Liðþjálfinn skund-
aði á sinn stað og deildin hélt
hélt til járnbrautarstöðvarinn-
ar. Þar fórst Voigt eins og sönn
um höfðingja, hann dró fram
nokkra skildinga og bauð her-
mönnunum að snæða á matsölu
stöðvarinnar, meðan beðið var
eftir lestinni.
Er 01 Köpemick kom skip
aði „foringinn" að haldið skyldi
01 ráðhússins, og þangað var
arkag hröðum skrefum. Voigt
setti varðmenn við allar dyr
þessarar virðulegu byggingar,
og gekk inn hægt og hátíðlega.
Fyrsta fórnardýrið var skelk
aður ritari. Hann tuldraði ein-
hver mótmæli, er hann var
gripinn af tveimur vígalegum
hermönnum, en Volgt leit
valdsmannslega á hann og
skipaði honum að tygja sig 01
ferðar, þag ætti að flytja hann
01 varðstöðvanna í hjarta Berl
ínar. Og Voigt stonriaði á-
fram eftir göngunum og her-
menn hans opnuðu fyrir hon-
um allar dyr. Hann lét ekki
staðar numið fyrr en á skrif
stofu borgarstjóra, þar sem
hans háæruverðugheit trónaði
í djúpum hægindastól fyrir
framan geysistórt skrifborð.
Þetta var mjög mikils metin
persóna, bæði hjá sjálfum sér
og borgurunum. Voigt sló hæl
um saman, heilsaði að her-
mannasið og tilkynnO síðan
mynduglega, að borgarstjórinn
væri tekinn höndum. Borgar-
stjórinn starði þrumu lostinn
á þennan óboðna gest. Hann
hafði svo 01 flekklausa fortíð,
og gat ómögulega skiUð á hvaða
forsendum hermenn hans há-
Ognar vildu handtaka hann. En
staðreyndirnar töluðu sínu
máli. Fyrir framan hann stóð
herforingi, klæddur hinum
auðkennilega einkennisbúningi
lífvarðar, og að baki honum
stóðu tveir vopnaðir hermenn.
Enda þótt hann væri virðulegur
borgarstjóri og hefði mikið
sjálfsálit varð hann þó að við-
urkenna sem fyrsti borgari, að
frammi fyrir fulltrúa hinnar
keisaralegu hátignar mátti
hann sín einskis, og svo gafst
hann upp.
Á leið sinni 01 baka rakst
Voigt á 'lögreglustjóraskrifstof-
urnar- Hann hratt hurðinni upp
og sá þá hvar lögreglustjórinn
sjálfur sat steinsofandi við
skrifborð sitt. Voigt ræskO sig,
en það var ekki fyrr en hann
öskraði hermannakveðju, að
lögreglustjórinn vaknaði. Þeg-
ar hann sá, hversu virðuleg
persóna það var, sem heiðraði
hann með nærveru sinni, rank-
aði hann allsnarlega við sér,
og bað auðmjúklega afsökunar
á að hafa sofið. Voigt þrumaði,
að skattborgararnir greiddu
ekki fyrir það að verðir lag-
anna svæfu á verðinum, og svo
skipaði hann lögreglustjóranum
að hypja sig út á götu og koma
á ró meðal fólksfjöldans, sem
safnazt hafið saman til að horfa
á aðfarirnar. Lögreglustjórinn
rauk af stað eins og píla og her
mennirnir skemmtu sér konung
lega yfir að sjá þennan virðu
lega mann vera rekin út eins
og hund. Þetta var svo sannar
lega foringi, sem vissi hvað
hann söng.
Voigt óx ásmegin við þessa
auðunnu sigra, og skundaði með
lið sitt til skrifstofu bæjargjald
kera, og skipaði starfsliðinu að
gera upp kassann hið skjótasta.
Á þessum bæ var allt í stök-
ustu röð og reglu og tók uþp
gjörið mjög skamman tíma. Ér
því var lokið kvittaði Voigt fyr
ir, en í kassanum voru 4042
mörk og 50 pfennig. En þetta
gekk þó ekki snurðulaust fyrir
sig, því að bæjargjaldkerinn
neitaði að ljúka reikningshald-
inu án samþykkis borgarstjór
ans- Voigt gerði sér lítið fyrir
og sló hann niður með kylfu,
og varð hann þá hinn bljúgasti.
Borj> rstjórinn óskaði eftir að
fá að tala vig eiginkonu sína,
og í þessari ringulreið kom
bæjarráðið til að halda fund.
Voigt hneppti bæjarráðið í
stofufangelsi, og stóð sjálfur
vörð, þar til lögregluvarðstjóri
Eftir aS Köperniek var látinn
laus, var litiS á hann sem nokk-
urskonar þjóðhetju, m. a. fékk
hann tilboS um að koma fram i
hringleikahúsi í Bandarikjunum.
Þessa mynd af sér áritaði hann
og sendi vinum og kunningjum,
er hann var á leið til Bandaríkj-
anna.
kom á vettvang og bauð að-
stoð sína. Voigt hegðaði sér
eins og staða hans bauð hon-
um ,lagði hönd sína á öxl varð
stjórans og fullvissaði hann
um traust það, sem hann bæri
til hans. Varðstjórinn ljómaði
eins og sól yfir þessum heiðri,
sem honum var sýndur og sagð
ist fara í einu og öllu eftir skip
unurn „foringjans". Voigt „for
ingi“ skipaði honum nú að ná í
nokkra hestvagna og safna band
ingjunum saman og spurði síð
an, hvort honum væri trúandi
til að annast flutning þeirra
til varðstöðvanna í Be.rlín. Og
varðstjórinn sló saman hælun
um duglega, horfði einlæglega
í augu „foringjans" og sagði
eins hátt og hann gat: — Sjálf
sagt, skautzt síðan út eins og
elding til að framkvæma skip
anir sínar. Borgarstjóranum
hafði vaxið kjarkur í varðhald
inu, og er honum var troðið
upp í hestvagninn, sem átti að
flytja hann til Berlínar spurði
hann Voigt ,ioringja“, hvernig
á þessum handtökum stæði, og
hvort hann hefði skilríki. Og
sem endranær varð Voigt ekki
svarafátt. — Eg held að þetta
sé nægileg skilríki sagði hann
og benti á sína fríðu hermenn.
Og því næst skröltu vagnarnir
af stað til Berlínar meg fang
ana og varðstjórinn stóð vel í
stöðu slnni. Voigt gaf hermönn
unum leyfi tilrið halda heim, en
sjálfur hvarf hann eitthvað
með fjjármuni bæjarins í poka
v.ndir handleggnum. En hann
hafði ekki fundið það, sem hann
hafði verið að sækjast eftir,
nefnilega vegabréf. Öll svikin
komust vitaskuld upp, þegar
fangarnir vom færðir á aðal
varðstöð Berlínar.
Þessi skemmtilega saga
barst út um víða
veröld og vakti hvarvetna mjög
mikla kátínu, og eins og fyrr
er frá sagt er til orð í mörgum
tungumálum, sem á rót sina að
rekja til foringjans frá Köper
nick. En hann naut ekki sigurs
síns lengi. Dag nokkurn stóð
hann við skilti þar sem lýst var
eftir honum, og gerði af þvi
mikið grín. En einmitt í sama
mund var hann gripinn af vörð
um laganna, og enn um skeið
Framhald i bls. 15.
Köpernick foringi velgir borgarstjóranum um uggana-
Fyrir skömmu fluttist aldrað
ur maður inn á elliheimili í
Köpernick, úthverfi Austur-
Berlínar. Hann hafði ekki dval
izt þar lengi, er dagblöð Berlín
ar tóku að birta við hann við
töl og rifja upp skemmtilega
sögu, Köpemick-málið, sem
gerðist fyrir liðlega 60 árum.
Gamli maðurinn heitir Otto
Muller, er 81 árs að aldri og
er sá elni, sem eftlr lifir af her
mönnunum frá Köpemick, er
settu borgina á annan endann
dag einn í /október undir for-
ystu þýzks skósmiðs frá Berlín
og höfðu hinn keisaralega her
að háði og spéi um víða ver-
öld.
Atburðurinn í Köpernick varð
aðhlátursefni manna um allan
heim á sínum tíma, og varð til
þess að hafa að háði og spéi
hinn gifurlega undirlægjuhátt
fyrir hermannabúningi, og orð
ið Köpernickiade hefur síðan
verið tekið inn í mörg tungu
mál og merkir sniðugt svindl,
er dregur dár að borgaralegum
hugsunarhætti. En hvað var
það eiginlega, sem gerðist i
Köpernick 16. október 1906, og
kemur fólki enn þann dag í
dag til að veltast um af hlátri.
Árið 1906 bjó í Berlín skó-
smiður nokkur og flækingur,
Wilhelm Voigt að nafni. Hann
var 57 ára að aldri, en 28 ár
ævi sinnar hafði hann setið í
fangelsum fyrir ýmiss konar
afbrot. Þegar hér var komið
sögu vildi hann gjaman leggja
land undir fót og freista gæf-
unnar í fjarlægum löndum, en
hér var við ramman reip að
draga, því að sem dæmdur mað
ur gat hann ekki fengið vega
bréf, nema hann hefði fasta
Fyrir nokkrum árum var gerð
kvikmynd um Köpernickmálið og
var það hinn vinsæli gamanleik-
ari Heinz Ruhnann, sem fór með
hlutverk foringjans. Hér sést
fiann i gervi sinu.
KAPTEINNINN
PERNICK