Tíminn - 06.01.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 6. janúar 1967
Á fimmta hundrað var
við minningarathöfnina
GS—Isaíirði, fimmtudag.
Mtaningarathöfn um mennina
sex, sem fórust með Svani RE
fór fram í dag í Kapellunni í
Hitífsdal. Var hún ákafiega há-
tíðleg, og stafalogn á Djúpið.
Á fimmta hundrað manns úr
nærliggjandi byggðarlögum var
viðstatt. Athöfnin hófst kk 2
með þvi að Ragnar H. Ragnar
lék Largo eftir Handel, en síð
an söng Sunnukórinn Hærra,
minn guð til þín. Sr. Sigurður
Kristjánsson sóknarprestur las
ritningargrein og Sunnukórinn
söng Þín náðin drottinn nóg
er mér. Þá las sr. Þorbergur
Kristjánsson prestur í Bolung
arvík ritningargrein og Sunmu
kórinn söng sálminn Hvað
bindur vom hug. Sr. Jón Ólafs
son fyrrverandi sóknarprestur
í Holti las ritninggrgrein, og
Karlakór ísafjarðar söng sálm
inn Þú Kristur ástvin alls sem
lifir.
Sóknanpresturinn flutti að
svo búnu minningarræðu, og
á eftir söng karlakórinn Víst
ertiu Jesú kóngur klár, og þá
flut'ti sóknarpresturinn æviat
riði hinria látnu og einnig sam-
úðarkiveðjur frá ýmsum aðil-
um, m. a. sjávarútvegsmálaráð
heíra. Að lokum söng karlakór
inn Fögur er foldin,
Ásgeir Kristján Karlsson
skipstjóri var fæddur 29. okt.
,1941, kvæntur Jóhönnu Jóa-
kimsdóttur og áttu þau tvö
ung börn. Einar Jóhannes Lár
usson stýrimaður var fæddur
9. jú'lí 1942, ikona hans er
Finney Finnbogadóttir og áttu
þau tvö börn. Friðrik Maríus
son var fæddur 28. júlí, 1919
kona hans er Ingibjörg Hjartar
dóttir og áttu þau fimm börn.
Jóp Hálfdán Helgason var fædd
ur 10. nóv. 1947, ókvæntur. Jó-
el Einarsson var fæddur 29.
okt. 1917 óbvæntur. Hermann
Lúthersson fæddur 20. júlí
1941, unnusta/ hans er Guð-
rún Karlsdóttir, systir Áis-
geirs skipstjóra. Einar og Ás-
geir voru systrasynir.
Hríngormur í mönn-
um og dýrum nyrðri
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Náutgripir á nokkrum bæjum í1
tveim hreppum í Eyjafirði hafa
fengið húðsjúkdóm þann, sem nefn
ist hringormur. Er þetta sveppa-
sjúkdómur. sem leggst á nautgripi |
og einnig á menn. Munu tveir karl
menn og ein kona hafa fengið veik 1
Happdrætti Fram-
sóknarflokksins
í Kópavogi
Framsóknarfélögin í KópavO'gi
vilja vinsamlegast minna á Happ
irætti Framsóknarflokksins. Þau
hafa tekið að sér dreifingu og inn
rieimtu í Kópavogskaupstað.
Vinsamle^ast komið og gerið skil
að Neðstutröð 4 Kópavogi. Opið
frá kl. 5—10 hvern dag. Simi
11590.
Framsóknarfélögin-
ina, sem álitin er hafa borizt hing-
að með dönskum fjósamanni.
Sjúkdómurinn er mjög næmur
og smitast einkum við beina snert
ingu. Getur hann auðveldlega bor-
izt með ýmsum hlutum. svo sem
vinnufatnaði.
Erfitt er að útrýma sj /'cdómin-
um, sem er mjög langlífur. Til eru
lyf við hringorminum, en mjög
seinlegt er að lækna kýr til fulls.
Sjúkdómur þessi mun áður hafa
verið óþekktur hér, en er algeng
ur í-sumum nágrannalöndum okk-
ar.
TVILEMBD ÆR
JA—Hólmavík, fimmtudag.
Þegar Jón Sigurðsson, bóndi í
Stóra-Fjarðarhomi kom út í fjár-
hús sín í morgun, mættu honum
tvö nýborin lömb. Móðirin 'er níu
vetra ær, sem alltaf hefur verið
tvílembd, þar til í fyrra, að hún
var geld. Lömbin, sem nú komu í
heiminn, voru tveir hvítir hrútar,
fullburða og hinir vænlegustu.
Ásgelr Karlsson
Einar Jóhannes Lárusson
Jón Hálfdan Helgason
Jóel Einarsson
Friðrik Maríusson
Hermann Lúthersson
VILL HANOI-STJÓRNIN NÚ
SAMNINGA VIÐRÆÐUR?
NTB-París og Washington,
fimmtudag.
Jákvæðasta afstaða Norður-Viet
nam til þessa, varðandi friðarvið
ræður um Vietnam kom fram í
dag. Sérlegur sendifulltrúi Hanoi
stjómar í París, Mai van Bo sagði
í boði fyrir erlénda sendifulltrúa
að stjórn N-Vietnam myndi taka
sérhverja orðsendingu og tillögu
Bandarík j astj órnar til gaumgæfi
legrar atíhugunar, ef Bandaríkja
menn fyrst hættu algerlega öll
um loftárásum á Norður-Vietnam.
— Bandaríkjastjórn fór þess á
leit við Hanoi-stjórnina í dag, að
hún staðfesti þessi ummæli sendr
fulltrúans, segir AFP-fréttastofan.
Mai van Bo sagði, að loftárásir
"*> aradaríkj amanna á n - - vjet
-n hefði á engan há' •' r úr
■ arki og siðferðisstyi., .„...úns
og ekki heldur lamað* efnahag
landsins eða veikt stjórnina í
Hanoi. Ef Bandarikjamenn hættu
loftárásum um ailla framtíð á
Norðuf-Vietniam án skilyrða og
stjórnin í Washington færi síð
an fram á viðræður við Hanoi-
stjórnina, myndi sérhver tillaga
iBandaríkjastjórnar í þeim efnum
verða tekin til ítarlegrar yfirveg
unar, sagði van Bo.
Van Bo skoraði á Bandaríkja
stjórn að samþykkja fjögurra liða
áætlun Hanoi-stjórnarinnar um
lausn Vietnam-málsins, en lét
þess ekki getið, hvort samþykkt
áætlúnarinnar væri fyrirfram skil
yrði fyrir friðarvlðræðum. Áður
hafði mönnum skilizt, að sú væri
skoðun Hanoi-stjórnarínnar. Hins
vegar ráða menn af ummælum
forsætisráðlherra Norður-Vietnam/
t I'
Piham Dong Lot, í viðtali viðí
fréttarítara The New York Time-s!
í Hanoi í gær, að stjórnin þar '.
hafi nú fallið frá þessu skiiyrði. ‘
í þessu samhengi vekja ummæli|
Parísarfulltrúans enn meiri at-i
hygli.
Van Bo vísaði á bug fyrri til->
lögum Bandarikjamanna, Breta og
U Thant, framkvæmdastjóra S.
Þ. um friðsamlega lausn Vietnam
deilunnar og lýsti yfir þeirri skoð
un Hanoi-stjórnarinnar, að Banda
ríkjamenn yrðu að viðurkenna
Vietcong-frelsishreyfinguna í Suð
ur-Vietnam sem eina löglega máls
vara fólksins í þeim landshluta.
Friðarviðræður gæbu aðeins far
ið fram með aðild Vietcong.
Blaðaful'ltrúi Hvíta hússins, Bill
Moyers sagði í dag, að Bandaríkja
Framhaiö a bis. 15.
FB—Reykjavík, fimmtudag.
Handbók byggingamanna 1967,
2. árgangur, er komin út. Útgefand
inn er Samband byggingamanna í
■Reykjavik. í formála segir ritnefnd
in, að handbókin komi nú út öðru
sinni, og eftir viðtökum bókarinnar
í fyrra að dæma virðist full þörf
fyrir slíka handbók. Efni bókarinn
ar hefur verið mikið aukið og end
urbætt, og notendum bókarinnar
til hægðarauka er yfirlit yfir það
efni, sem var í árbók 1966, en ekki
er í nýju bókinni, sett inn í efnis-
yfirlitið nú.
Af efni bókarinnar má nefna
kort yfir Fossvogshverfi. Árbæj-
arhverfi, Breiðholtshverfi og hið
fyrirhugaða Breiðholt. Upplýsing-
ar eru um banka og sparisjóði, á-
vísananotkun, leiðbeiningar um
skattaframtöl. Byggingarsamþykkt
Reykjavíkur, breytingar á ensku
máli í metra, listi er yfir félög og
félagasambönd, flóðtöflur og alls
kyns formúlur eru í bókinni, lög
ýmiss-a félaga og lög um iðn-
fræðslu, orlof og fleira og fleira.
Mikið er af faglegu efni í bókinni
sem snertir hin ýmsu félög innan
Sambands byggingamanna, og að
lokum er að sjálfsögðu dagatal,
þar sem gert er ráð fyrir, að menn
skrifi vinnustundir sínar. Bókin er
um 130 bls. fyrir utan almanakið.
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Um áramótin fékk bóndinn Aino
Aaltonen óvænta fjölgun í fjósi
sjnu. Ein kýr hans bar nefnilega
fimm kálfum, og eru þeir allir hin
ir hraustustu. Voru þeir 9—16.5
kíló að þyngd.
Aaltonen býr í Riihimæki í Finn
landi.. Kýr þessi er fjögurra ára.
Ó, Sietta er indælt
stríð.
Leikritið fræga, Ó, þetta er in-
dælt stríð, hefur nú verið sýnt 26
sinnum í Þjóðleikhúsinu. Sýning
ar hafa nú legið niðri um nokkurn
tíma vegna jóla-anna, en þær hefj
ast aftur n.k, laugardag þann 7.
þ.m.
Eins og kunnugt er hefur þessi
sýning Þjóðleikhússjns hlotið frá-
bæra dóma og einkanlega ágæt
leikstjórn Kevins Palmer, sem er
mjög blæbrigðarík og hnitmiðuð.
Nú eru aðeins eftir fáar sýningar
á þessum leik hjá Þjóðleikhúsinu.
Myndin er af Helgu Valtýsdóttur
í hlutverki sínu í leiknum .