Alþýðublaðið - 10.05.1984, Page 4

Alþýðublaðið - 10.05.1984, Page 4
4 Fimmtudagur 10. maí 1984 Erlendur Einarsson forstjóri um landbúnaðarmálin: Vandi annarra þjóða síst minni en okkar Árió 1982 var þess minnst, að eitt hundrað ár voru lið- in frá því að fyrsta kaupfélagið var stofnað á íslandi. Það gerðu þingeyskir bændur og reyndu þannig að tryggja afkomu sína í baráttu við erlenda kúgun og arð- rán. I ár eru hundrað og fjörutíu ár síðan vefararnir í Rochdale, lítilli borg nálægt Manchester í Englandi, stofnuðu fyrsta kaupfélagið til að fá vandaða vöru á sanngjörnu verði. Þannig reis ensk alþýða meðal annars gegn hörmungum iðnbyltingarinnar og skefjalausri kúgun bresku yfirstéttarinnar. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þessir atburð- ir gerðust og samvinnuhreyfingin orðin sterkt afl meðal hinna germönsku þjóða, í Rússlandi og víðar. í tilefni af þessu tókum við forstjóra Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, Erlend Einarsson, tali og spurðum hann fyrst á hvern hátt samvinnuhreyfingin á íslandi væri trú uppruna sínum — að bæta hag alþýðu manna: Jafnari lífskjör fólks Nýjasta dæmið um stöðuga viðleitni samvinnuhreyfingarinn- ar til að bæta hag alþýðu manna er Mikligarður, stærsta verslun Iandsins. Það hefur tekist að gera stjórátak í smásöludreifingu á höfðuðborgarsvæðinu, en markaðshlutdeild okkar á því hef- ur undanfarin ár verið minni en efni stóðu til og ekki sambærileg við það sem gerist hjá samvinnu- mönnum í nágrannalöndum okk- ar. Það fer ekki á milli mála, að eftir að Mikligarður var opnaður hefur verðlag lækkað vegna auk- innar samkeppni — almenningi til góðs á erfiðum tímum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, því að allt okkar starf beinist að því að bæta hag þjóðar- heildarinnar, og þá sérstaklega félagsmanna okkar, sem eru rúm- lega 45 þúsund talsins eða um fimmtungur þjóðarinnar. Til þess varð hreyfingin til upprunalega, og hún byggir enn á sama grunni, þótt tímarnir hafi breyst. Sam- vinnuhugsjónin er enn og verður alltaf í fullu gildi. Hins vegar þarf sífellt að aðlaga hana nýjum tíma, þótt margar hugmyndir braut- ryðjendanna um samvinnustarf standi óhaggaðar, þrátt fyrir algjöra byltingu í lifnaðarháttum, byltingu úr fátæku og að ýmsu leyti frumstæðu bændaþjóðfélagi í velmegunar og neysluþjóðfélag. En það er hins vegar ljóst, að margar hugsjónir brautryðjend- anna um brættan efnahag, hafa orðið að raunveruleika, m.a. fyrir tilstilli samvinnuhreyfingarinnar. Já, samvinnuhreyfingin er virk- ur þátttakandi í hinu íslenska vel- ferðarríki, og við samvinnumenn hikum ekki við að halda því fram, að hennar þáttur hafi stuðlað að jafnari lífskjörum fólksins í land- inu. Margþætt þjónusta við kaupfélögin. Sambandið er stærsta fyrirtæki landsmanna. Er ekki erfitt í slík- um stórrekstri að gæta hagsmuna félagsmanna? Er það ekki almennt viðskipta- lögmál, að stórfyrirtæki gæti eigin hagsmuna og rekstrarþátta fyrst og fremst? Það má vel vera, að það sé al- mennt viðskiptalögmál, að stór- fyrirtæki gæti eigin hagsmuna fyrst og fremst. En þá hlýtur að vera átt við fyrirtæki einkafram- taksins, sem hafa auðsöfnun fyrir eigendur sína að meginmarkmiði. Sambandið er hins vegar rekið í allt öðrum tilgangi. Kaupfélög landsins, sem eru 43 að tölu, eiga og reka Sambandið og hafa að sjálfsögðu eðli og tilgang sam- vinnufélaga að leiðarljósi. Þau eru opin almenningi og hver félagsmaður fer með eitt atkvæði án tillits til eigna eða viðskipta í félaginu. Tekjuafgangi er úthlut- að til félagsmanna í hlutfalli við gerð viðskipti en ekki í hlutfalli við eignaraðild. Ástæðan fyrir þvf, að Sam- bandið er svo stórt fyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða er fyrst og fremst sú, að þjónusta þess við kaupfélögin er mjög margþætt og umfangsmikil. Það er ekkert vafamál, að starf- semi kaupfélaganna og Sam- bandsins hefur jákvæð áhrif á verðlag í landinu vegna þess hvernig samvinnustarfið er upp- byggt. í því sambandi vil ég benda á, að kaupfélögin hafa fengið af- slátt og endurgreiddan tekju- afgang frá Sambandinu af vöru- kaupum sínum, og þessi afsláttur hjálpar þeim að endurgreiða eða veita afslátt til félagsmanna sinna. Samvinnumenn í öllum flokkum. Kaupfélögin hafa mikilla hags- muna að gæta úti á iandsbyggð- inni, sem þurfa ekki að fara sam- an við þjóðarhag á hverjum tíma. Beitir Sambandið sér pólitískt til að tryggja hagsmuni kaupfélag- anna? Segja má, að starf samvinnu- hreyfingarinnar sé í eðli sínu póli- tískt, en Sambanið hefur engin af- skipti af stjórnmálum, ef átt er við það. Það eru engin tengsl milli sambandsins og neins stjórn- málaflokks önnur en hugsjóna- tengsl. Hins vegar er það vitað mál, að þeir flokkar sem aðhyllast félagshyggju eru hlynntir sam- vinnuhreyfingunni, sérstaklega Framsóknarflokkurinn. Hann hefur haft samvinnustefnu á stefnuskrá sinni frá því að hann var stofnaður, og mjög margir Framsóknarmenn eru því sam- vinnumenn. Annars eru samvinnumenn úr öllum flokkum, meira að segja Sjálfstæðisflokknum. I því sam- bandi dettur mér í hug Kaupfélag Borgfirðinga, sem nýlega varð áttatíu ára. Það var lán þess fé- lags, að tveir atkvæðamiklir menn, annar Framsóknarmaður en hinn Sjálfstæðismaður, stóðu jafnan hlið við hlið í kaupfélags- málum. Þetta voru þeir Jón Hannesson í Deildartungu og Davíð Þorsteinsson á Arnbjargar- læk, báðir stórbændur og skör- ungar í héraði. Áf níu stjórnarmönnum Sam- bandsins eru sjö úr Framsóknar- flokknum, einn úr Alþýðuflokkn- um og einn úr Alþýðubandalag- inu og auk þess tveir fulltrúar starfsmanna. Annars eru stjórn- mál ekki rædd í stjórn Sambands- ins. Þar fara aðeins fram málefna- legar umræður um hag fyrir- tækisins og samvinnuhreyfinguna almennt. Á hinn bóginn er það kannski ekki óeðlilegt, að margir Fram- sóknarmenn sitji í stjórn Sam- bandsins á sama hátt og megin- þorri manna í stjórn Verslunar- ráðs íslands eru Sjálfstæðismenn og að í stjóm Alþýðusambands íslands sitja að mestu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins. Þetta á sér líka að nokkru leyti sögulegar forsendur. Rætur ís- lenskrar samvinnuhreyfingar standa í sveitum landsins en ekki þéttbýli, eins og sums staða i ná- grannalöndum okkar. í Finnlandi eru til dæmis tvö samvinnusam- bönd, og hafa bændur tögl og hagldir í öðru þeirra, en verka- lýðshreyfingin í hinu. Það er skoðun mín, að þeir sem hafa áhuga á samvinnumálum og sýna það í verki eigi kost á að komast til áhrifa í kaupfélögun- um og Sambandinu án tillits til stjórnmálaskoðana. Lág umboðslaun á búvörum. Er rétt að reikna söluþóknun á brúttóverð útflutts dilkakjöts, þ.e. skilaverð að viðbættum útflutn- ingsuppbótum, en ekki eins og venjulegur útflutningur fær, þ.c. söluþóknun á það verð, sem'hann nær sjálfur á erlendum mörkuð- um? Báðar þessar aðferðir hafa sína kosti og sína galla og koma fylli- lega til greina að okkar dómi. Þetta mál hefur nokkrum sinnum verið til athugunar og síðast árið 1965. Þá var það eindregin krafa þess ráðherra, sem hafði með málið að gera, Ingólfs Jónssonar á Hellu, að halda óbreyttu fyrir- komulagi á þessari gjaldtöku á sölukostnaði kjötútflutnings. En þar að auki lét hann færa sölulaun á útflutningi mjólkurvöru til sam- ræmis við þetta, en einmitt í mjólkurvörum hafði hitt fyrir- komulagið verið viðhaft. Sambandið annast sölu búvara fyrir ákveðin umboðslaun, sem eru yfirleitt 2%. í sambandi við þetta ber að gæta þess, að í verð- bólgunni hafa orðið verðhækkan- ir á helstu búvörum fjórum sinn- um á ári samkvæmt reglum um að bændur eigi að fá hliðstæð laun og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Útkoman úr þessu dæmi er sú, að í stað þess að reikna 2% umboðs- Iaun á sölu kindakjöts á hverjum tíma, hefur verið ákveðið að leggja haustverðið til grundvallar. Þetta þýðir að raunveruleg um- boðslaun vegna kjötsölunnar hafa oft reynst nokkru lægri en 2%. Umboðslaunin notar Sam- bandið síðan til þess að greiða ýmsan kostnað og þjónustu. Hér má nefna kostnað við sölu innan- lands og útflutnings, kostnað við verðjöfnun, umsjón afurðalána fyrir sambandsfélögin, auglýsing- ar, innheimtu söluandvirðis og skil á því til kaupfélaganna, hag- ræðingarþjónustu og námskeiða- hald fyrir félögin og fleira mætti telja. Til samanburðar við umboðs- launin, sem Sambandið tekur af búvörum, mætti minna á, að við- skiptabankarnir fá svipaða prósentu eða 1.5% vaxtaviðbót af endurseldum afurðalánum út á landbúnaðarafurðir að viðbætt- um 0,2% eftirlitsgjaldi og síðan ákveðinni fjárhæð af hverjum lánssamningi. Svo kemur ríkið og tekur 0.3% stimpilgjald. — Það má því segja, að bank- arnir og ríkið fái hærri greiðslur í prósentum talið fyrir örlítið um- stang við afurðalán, — en Sam- bandið fyrir sölu, innheimtu og margvíslega þjónustu eins og að ofan greinir. Ég vil fullyrða, að hvergi er hægt að finna lægri umboðslaun, enda hefur Búvörudeild ekki get- Framhald á bls. 6 Erlendur Einarsson við skrifborð sitt. „Allt okkar starf beinist að því að bœta hag þjóðarheildarinnar“ Ljósm.: G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.