Alþýðublaðið - 10.05.1984, Qupperneq 6
6
Vandi annarra þjóða
síst minni en okkar
Framhald af bls. 4
að tekið sinn þátt í greiðslu á
óskiptum kostnaði Sambandsins.
Ástæður fyrir þessum lágu um-
boðslaunum eru, að Sambandið
er þjónustustofnun við bændur,
en þeir hafa löngum verið öflugir
stuðningsmenn samvinnustarfs-
ins.
Ótrúleg grunnhyggni
Hefur Sambandið stuðlað að
uppbyggingu markaða erlendis
fyrir íslenskar afurðir, t.d. kjöt,
með markaðskönnun, auglýs-
ingaherferð o.sv.frv.?
Sambandið hefur sinnt því
hlutverki að selja það kjöt, sem
þörf hefur verið talin á að flytja
úr landi ár hvert og því hefur að
öllu jöfnu tekist að halda hærra
verði á íslenska lambakjötinu en
lambakjöti frá öðrum löndum.
Venjulega eru það kaupendur
okkar, sem standa að auglýsing-
um á þeirra eigin markaði, þar
sem það þykir eiga við, en þó hef-
ur þeim í nokkrum tilvikum verið
veitt aðstoð í þessum efnum.
Markaðskönnun á smásölustigi
hefur ekki verið gerð á okkar veg-
um, enda seljum við eingöngu á
heildsölugrunni til innflytjenda,
en tökum ekki þátt í smásöluversl-
un á neinum markaði. Auk þess er
magn okkar svo lítið brot af þvi
sem selt er á þessum mörkuðum,
að víðtæk könnun mundi verða of
kostnaðarsöm fyrir okkur. Ann-
ars er rétt að vekja athygli á því, að
nálægt 'A af kindakjötsfram-
leiðslunni í landinu er í höndum
annarra aðilja en kaupfélaganna
og Sambandsins. Þessir aðilar
eiga að sjálfsögðu kost á að flytja
kjöt á erlenda markaði og þá
sýna, hvort unnt sé að ná betri
söiuverðum en Sambandið nær.
Hafa sláturhús kaupfélaganna
hagnast á því að geyma kjöt frek-
ar en að selja það?
í flestum héruðum hafa slátur-
leyfishafar einhverja fyrsti-
geymslu samhliða sláturhúsi sínu,
yfirleitt nægjanlega fyrir árs-
neyslu viðkomandi héraðs. Þar
sem svo háttar til að geymslurými
er umfram þarfir héraðsins er
fyrstirýmið notað til að geyma
það kjöt, sem annað hvort er sett
á markað á höfuðborgarsvæðinu
eða erlendis. Til að sinna álaginu
þegar það er mest eru auk þess
leigðar margar geymslur hjá fyrir-
tækjum, sem öðru jöfnu eru ekki
tengd Iandbúnaðarframleiðslu.
Þessar geymslur eru í felstum til-
vikum í nágrenni Reykjavíkur til
þess að kjötið sé sem nærtækast
fyrir markaðinn og þær eru hafð-
ar eins stutt í leigu og kostur er á
til að spara geymslukostnað.
Þetta fyrirkomulag gerir það
tvennt að verkum að tryggja
skjóta afgreiðslu þegar til þarf að
taka og einnig að nýta sem best þá
fjárfestingu, sem lagt hefur verið
í af hálfu sláturhúsa við uppbygg-
ingu á frystigeymslum. Enda þótt
það sé að sjálfsögðu hagkvæmt
fyrir sláturleyfishafa að nýta
geymslu sína sem lengst, þá er
óhagræðið af því að selja seint
enn meira og þarf því ekki að ótt-
ast annað en að vilji sláturleyfis-
hafa til að selja sé ótvíræður.
Það hefur aldrei komið fyrir,
að útflutningur hafi ekki geta átt
sér stað eða sala á innanlands-
markaði hafi átt í erfiðleikum,
vegna þess að sláturhús hafi ekki
viljað láta af hendi afurðir í því
skyni að fullnýta frystigeymslur
sína.
Allar aðdróttanir í þessa átt
lýsa alveg ótrúlegri grunnhyggni.
Alþjóðlegt vandamál
Landbúnaðarmálin í heild eru
mjög til umræðu þessa dagana.
Hvað viltu að lokum segja um þau
almennt?
Já, það er rétt, og ekki að
ástæðulausu, því að erfiðleikar
landbúnaðarins eru miklir um
þessar mundir. Ofan á þau vanda-
mál sem fyrir voru hefur hvert
harðærið á fætur öðru dunið yfir.
í slíku árferði hefur orðið fellir
hér á árum áður. Það hefur komið
í hlut kaupfélaganna að hlaupa
undir bagga með bændum, ef
þess hefur verið nokkur kostur. Á
síðasta ári þurfti víða að gefa
fóðurbæti fram á mitt sumar, og
þá urðu margir bændur að reiða
sig á kaupfélagið, svo að takast
mætti að halda Iífi í búpeningi
þeirra.
Ég verð að segja það í fullri
hreinskilni, að umræða fjölmiðla
um landbúnaðarmál að undan-
förnu hefur vakið furðu mína.
Það er engu líkara en menn haldi,
að landbúnaðarvandinn sé ein-
angrað fyrirbæri hér á íslandi —
og bændum og samvinnumönn-
um er kennt um.
Sannleikurinn er sá, að í flest-
um löndum Vestur-Évrópu og
Norður-Ameríku hefur verið um
offramleiðslu á landbúnaðar-
afurðum að ræða undanfarin ár,
birgðir hafa safnast upp og reynt
hefur verið að selja þær á erlend-
um mörkuðum á stórlega niður-
greiddu verði.
Hvað veldur offramleiðslunni,
spyrja menn eðlilega, og svarið er
einfalt: Að verulegu leyti aukin
tækni og hagræðing, nýjar að-
ferðir í ræktun og kynbætur.
Sennilega er vandinn hvergi
stærri en í löndum Efnahags-
bandalags Evrópu, en það hefur
verið eitt af markmiðum þess að
samræma stefnuna í landbúnað-
armálum. Settir hafa verið tollar
og kvótar á aðfluttar landbún-
aðarvörur, en auk þess hefur
Efnahagsbandalagið tekið upp
mikla fjárstyrki til landbúnaðar-
ins, sem fólgnir eru i því að
tryggja bændum ákveðið verð
fyrir afurðirnar, sem er miklu
hærra en heimsmarkaðsverðið.
Gert er ráð fyrir, að Efnahags-
bandalagið verði að verja 16 millj-
örðum dollara til landbúnaðar-
styrkja á þessu ári. Þetta er þó
aðeinsbrot afþeim styrkjum, sem
landbúnaðurinn fær, því að öll
þátttökuríkin veita margvíslega
styrki til landbúnaðarins í lönd-
um sínum.
Þessi stefna Efnahagsband-
lagsins byggist á því, að bændum
beri að tryggja sviðað afkomu og
öðrum hliðstæðum stéttum og
sporna verði gegn óeðlilegum
fólksflótta úr sveitum. En þrátt
fyrir þessar aðgerðir heldur
bændum áfram að fækka eða um
hvorki meira né minna en þriðj-
ung í löndum Efnahagsbanda-
lagsins síðasta áratug.
Bandaríkjamenn hafa gagn-
rýnt styrkjastefnu Efnahags-
bandalagsins, en ástandið hjá
þeim sjálfum er síst betra. Síðasta
ár var 22 milljörðum dollara varið
í styrki til landbúnaðarins úr
ríkissjóði Bandaríkjanna og þar
við bættust styrkir frá hinum ein-
stöku fylkjum. í skýrslu, sem
Chemical Bank í New York hefur
gefið út og sagt var frá í blaðinu
The Economist nýlega, er talið að
samtals hafi bandarískir bændur
fengið um 60 milljarða dollara í
styrki á síðastliðnu ári.
Lengst eru Japanir taldir ganga
í þessari styrkjastarfsemi, en þeir
veita bændum verðtryggingu, sem
tryggir þeim til jafnaðar 45%
hærra verð en heimsmarkaðsverð.
Á þessu má sjá, að vandi ann-
arra þjóða er síst minni en okkar.
Það er von mín, að umræðan um
vanda landbúnaðarins hér á landi
verði eftirleiðis málefnalegri og
skynsamlegri og leiði til þess, að
unnt reynist að bæta erfiða stöðu
bænda — án þess að grípa til ör-
þrifaráða, sem hafa í för með sér
stórfellda byggðaröskun og
ófyrirsjáanlegar hörmungar.
Samvinnumenn munu gera sitt
ítrasta til að finna farsæla lausn á
þessu vandamáli, og í þeim til-
gangi verða landbúnaðarmálin til
dæmis aðalumræðuefni næsta
aðalfundar Sambandsins, sem
haldinn verður dagana 13. og 14.
júní næstkomandi.
PermaGlass
bílabón
Glansandí
brynvörn
PEBmik
GLASS
ONE STEP
POLYMER SEALANT
Perma Glass er ný tegund af bílabóni,
ólík þeim sem fyrireru á markaðinum.
í fyrsta lagi bindst Perma Glass lakk-
efnum og myndar harða húð sem ver
viðkvæmt bíllakkið gegn tjöru, salti,
ryði og öðrum skaðvöldum. í öðru lagi
myndar Perma Glass góða gljááferð
sem endist margfalt lengur en eldri
gerðir bílabóns.
Reyndu Perma Glass Polymer Sea-
lant á bílinn þinn næst þegar þú
bónar.
STÖÐVARIMAR
— G.T.K.