Tíminn - 22.02.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.02.1967, Blaðsíða 9
MTDVTKTJDAGTJR 22. febrúar 1967 hans tæki sætið. Hins vegar sxal það tekið fram, að Búnaðarfélag íslands vill fyrir sitt leyti virða þ;i verkaskiptingu, sem er innan búnaðarfélagsskaparins. Hitt er annað mál, að það sem gerðist í þessum málum á sl. ári, er nýr og sérstæður þáttur í búnaðar- sögu vorri og því eðlilegt, að á hann sé minnzt nú, er Búnaðar- þing kemur saman. Það, sem hef- ur gerzt og er að gerast í mark- aðsmálum landbúnaðarvara erlend is, sýnir hve varhugavert það er að þjóta upp til handa og íóta og hefja sterkan áróður fyrir breytingum á landbúnaðarfram- leiðslunni, þótt einihver /öruteg- und falli í verði í bili eða sé iítt ■seljanleg. Slík breyting á fram- leiðslu er allt of dýr. Þeir, sem hafa.horfið að því ráði að farga öllum kúm sínum úr nýbyggðum, dýrum fjósum, hafa skapað sér þá fjárihagslegu byrði, sem erfitt verð ur að rísa undir. Landbúnaðurinn er sá atvinnuvegur, sem þolir ekki snöggar breytingar. Og við verð- um að miða framleiðslugetu okk- ar við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru hverju sinni. Hin við- sjála veðrátta, sem við búum við, hefur frá alda öðli haldið land- búnaðarframleiðslunni niðri af og til, svo oft hefur til vandræða horft. Og þrátt fyrir þá miklu tækni, sem við höfum fengið og aukna þekkingu, stöndum við svo hölíum fæti enn, að ef þessi vetur hefði orðið harður til enda, hefðu bændur goldið mikið afhroð fjár- hagslega vegna heyleysis. Svo fjarri erum við enn að vera full- komlega öruggir um afkomuna, þegar á móti blæs, hvað veðurfar- ið snertir. n. Við setningu Búnaðarþings í fyrra var minnzt á það mál, sem einna o.ftast hefur verið rætt á Búnaðarþingi og samþykktir ver- ið gerðar um, en það er fóður- bætismálið. Það hefur lengi verið vitað, að fóðurbætir hefur verið óhóflega dýr hér á landi og .uikl- um mun dýrari en í nágranna- löndum, bæði á Norðurlöndum og Vestur-Evrópu t.d. Hollandi. Þess var þá getið og reyndar fullyrt, að væri fóðurbætisverzlunin gefin frjáls, myndi verðið lækka um 1500 kr. tonnið og var þessi am- sögn byggð á staðreyndum. Þessu var iila tekið, bæði af hinu náa viðskiptamálaráðuneyti og sumum fóðurbætisinnflytjendum sem reyndu að sanna með útreikning- um. að hér væri um fleipur eitt að ræða. Reynslan hefur þó sýnt og sannað, að hér var ekkart of- sagt, heldur hið gagnstæða, því að fóðurbætisverðið hefur lækk- að. ekki um 1500 kr. eins og þá var talið, héldur allt að kr. 2000 hvert tonn. Þessi verðlækkun er vitanlega afleiðing þess, að fóður- bætisverzlunin var gefin frjals, ag skal það þakkað og virtur sá skiln ingur, sem bak við það liggur. En hér er ekki einungis um hags- munamál bændanna einna að ræða heldur líka þjóðarinnar í heild. Er þetta óneitanlega mik- ið hagsmunamál nú fyrir bænd- ur, þegar heybirgðir eru í minnsta lagi og kemur sér áreiðanlega vel þrátt fyrir, að tíðarfar hefur breytzt svo mjög tii batnaðar nú um sinn, sem raun er á. Það stappar nærri, að raunalegt megi teljast, að nú óttast menn aukna framleiðslu ef vel viðrar í vor og sumar og vegna hins lága fóður- bætisverðs. Hvort þetta gefur þeirri hugmynd byr í seglin, sem á orði var haft í fyrra, að leggja á fóðurbætisskatt skal ekkert full- yrt, um. En að sjálfsögðu á slík skattlagning að vera til að hamla a móti aukinni fóðurbætisgjöf og til að halda framleiðslunni í skefj- Gestir á Búnaðarþingi hlýða á ræðu formanns. um, en mjög er þó vafasamt, að sá árangur náist, sem ætlað er. Og augljóst er það, að slík skatt- lagning myndi koma harðast nið- ur á harðbýlustu héruðum lands- ins, nema einhverjar undantekn- ingar komi til greina, vegna þeirra héraða, þegar illa árar. III. Um það leyti', sem jólafri Al- þingismanna hófst í vetur, var stjórn Búnaðarfélags fslands sent frá Alþingi frumvarp til laga um lax- og silungsveiði. Stjórnin fól búnaðarmálastjóra og formanni að athuga frumvarpið. Leiddi sú athugun í ljós, að það er mjög neikvætt í garð bænda. Virðist að því stefnt að draga yfirráð þess- ara dýrmætu hlunninda úr hönd- um bænda yfir í hendur sport- og peningamanna þéttbýlisins. Við þessu verður að sjá. Bændur mega ekki láta hlunnfara sig á þessu sviði eða öðrum. Stjórnin ákvað því að vísa þessu máli til Bún- aðarþings og væntir þess, að þing- ið taki þetta mál engum vettlinga tökum. Takmarkið á að vera, að allar ár landsins frá sjó til fjalla fyllist af laxi. Til þess að svo verði, má ekki veiða laxinn i net eða fyrirstöður við árósa. Sterk og skynsamleg laxveiðilöggjöf er skilyrði fyrir því, að laxinn, þessi dýrmæti fiskur, fylli allar ár landsins. Að undanförnu hafa for- svarsmenn Búnaðarfélags íslands rætt á fundum sínum, óformlega þó og án allra ályktana enn sem komið er, þá miklu framtíðar- möguleika, sem virðast vera fyrir hendi á ræktun og eldi fiska (sil- ungs) í vötnum og tjörnum. Land vort er víða svo að segja þakið af vötnum, stórum og smáum. Öll þessi vötn og tjarnir þyrfti að fylla af fiski. Þar sem slík að- staða er ekki frá náttúrnr.nar hendi, er auðvelt með nútíma- tækni að búa til lón eða tjarnir út frá lækjum, stóruip og smáum. Á öll grunn vötn og tjarnir má bera tilbúinn áburð eins og við berum á túnin okkar, til þess að auka gróffurinn og Mfsskilyrðin fyrir fiskinn. Jafnframt myndi svo fiskurinn fóðraður eins og hvert annað. búfé, og ætti ekki að vera meiri vandi að gefa fiski fóður en kindum fóðurbæti. Hér er úm stórmái að ræða, sem vert er að gefa gaum, nýja búgrein, sem myndi geta veitt fjölda bænda um allt land auknar tek.iur og öryggi. Fjölbreytni í búskap er nauðsynleg. Einhæfingarstefnan í landbúnaðarframleiðslu er var- hugaverð, en hefur fengið nokk- urn byr í seglin, einkum meðal yngri bænda á síðustu árum. Sú stefna virðist mörgum gefa von um að geta komið við meiri hag- ræðingu í daglegum búrekstri og minni vinnu af hendi bóndans, og er það sjónarmið ekki óeðliiegt. En reynslan hefur sannað, að pað, að hafa hæfilega fjölbreytni í framleiðslunni, veitir meira fjár- hagslegt öryggi í búskapnum. Þessu laxveiðilagafrumvarpi mun verða visað til búfjárræktarnefnd- ar og skal það vera bending í þá átt, að framvegis, áður en lengri tímar líða, verði vatnafiskar eins konar búfénaður bænda. Eins og menn muna, minnist búnað.wmala stjóri á þetta mál í yfirlitserindi sínu um landbúnaðinn á sl. ári. Er þar um sterkan foryatumann að ræða í þessu máli sem öðrum. í þessu sambandi er rétt að gera þess, og að nokkru leyti að gefnu tilefni, að þegar rætt er um af- stöðu stjórnar Búnaðarfélags ís- lands til hinna ýmsu máia, sem hún fjallar um, þá er þar um að ræða sameiginlega afstöðu stjórnarinnar og búnaðanmála- stjóra, nema annars sé getið. Tímamyndir GE. IV. Við setningu Búnaðarþings 1965 minntist ég lítils háttar á eyði jarðarvandamálið, en þá höfðu á undanförnum árum tveir hrepp ar lagzt algjörlega í auðn og ör lagaríkar eyður komið allvíða ann ars staðar í landsbyggðina. Áður en slíkt gerist, hefur áreiðanlega sorfið fast að þessu fólki, sem neyðist til að yfirgefa ættarbyggð- ir og eigpir sínar, sem er afrakst- ur erfiðis langrar ævi. Ég lagði til, að ríkið, kæmi til móts við þetta fólk, sem lífsaðstaðan hefði leikið svo illa, með því að kaupa þessar jarðir fyrir sanngjarnt matsverð, með þeim takmörkun- um, sem nauðsynlegt væri að setja. Sjálfsagt verður ekki kom- ið í veg fyrir, að eitthvað af jörð- um fari í eyði, fyrst um sinn. En þessar jarðiir mega ekki fara 1 braskara hendur. Sveitarxélögin eiga forkaupsrétt en iru ijárvana og sums staðar ekki nógur áhugi og skilningur að hamla á móti braskinu. íslendingum er í blóð borið að vilja eignast land. í þessu falli ganga íipeningamenn- irnir á lagið. Ríkið ætti að kaupa allar jarðir, sem fara í eyði og geyma þær til seinni tíma. Land- ÞTamnalö i ois 15 MINNING Jakob Jakobsson, skipstjórí Nú eru nærri sex tugir ára síð- an sjómaður nokkur, liðlega tví- tugur að aldri gerði för sína héð- an úr Reykjavík austur á firði og allt til Norðfjarðar, einn í þeim hópi er þá leitaði austur til vinnu vor hvert. Kringumstæður hans voru þó að nokkru sérstæðar, för in farin að læknisráði, vegna las- leika í fótum, og skyldi njóta hvíldar við róðrana um sumarið — á þóftunni. Ráðleggingar læknisins reynd- ust vel. Og „hvíldardvölin" í hinu austfirska sjóþorpi snerist í starfs dag, svo langan og annasaman, að það var fyrst eftir fjörutíu og fjögur ár að tóm gafst til að I rifja upp gömul kynni í höfuð- staðnum. Og þá þvi aðeins að vettvangur starfs hans náði bá orðið vitt með ströndum fram. j Hinn ungi sjómaður var Jakob Jakobsson, síðar skipstjóri og út-j gerðarmaður í Neskaupstað, Jakob á Strönd. Hann var fæddur á Illugastöð- um á Vatnsnesi f Húnaþingi, á aðfangadag jóla 1887, sonur Jakobs Bjarnasonar bónda þar.j og konu hans, 4uðbjargar Jóns- dóttur. — Jakob Bjarnason fórst á Húnaflóa . stórviðri á réttar-j daginn þetta haust. Þau hjónin höfðu búið góðu búi á niugastöðum. Jakob ræktað ágætt æðarvarp á jörðinni og sótt sjóinn af harðfengi. Börn þeirra urðu fjögur. Auðbjörg bjó áfram á Illuga- stöðum. Hún giftist öðru sinni og eignaðist eitt barn með síðari manni sínum. Jakob ólst upp á Illugastöðum. Hefur hann sagt svo frá að ein- hverjar fyrstu bernskuminningar sínar séu frá sjávarhitamæling- um er Hrólfur gerði bróðir hans. en hann varð sfðar kunnur skip- stjómarmaður á fsafirði; og frá þriggja daga stórhríð vetur einn, kaffenntum bænum og hafþökum af ís þegar upp birti. Hitamæling amar voru gerðar i þeim til-j gangi að fylgjast með ferðum haf íssins. Engan þarf að undra þó slíkt umhverfi hafi nokkur áhrif á barns hugann og þar með mótun hins fullþroska manns. Haustið eftir ferminguna var svo haldið út í heiminn. Fjórtán vetra drengur. grannur og lágur í lofti fylgdist með vermönnum yfir Holtavörðuheiði. suður. BTam undan unglingsárin, sjómennska á skútum með lengri og skemmii dvöi höfuðstaðnum. Andúð hins unga pilts á slarki þeirra eldri, samfara sterkum áhrifum frá sr. Friðriki Friðiks- syni og starfsemi KFUM mótuðu viðhorí hans til óhófs og sterkTa drvkkja Jakob á Strönd var í kveðinn bindindismaður allr> æfi. Haustið 1906 innritaðist Jakob í stýrimannaskólann l Reykjavík Það var hans fyrsta og um leið seinasta skólaganga og varð sögu leg. Próflaus með öllu fékk hann upptöku i 1. bekk. Eftir hátíðir var hann fluttur milli bekkja ásamt félögum sínum. Allir luku þeir burtfararprófi með hæstu einkunnum sem gefnar voru það vor. Jakob var svo á sjó næstu sum ur. En uip haustið fór hann til Noregs, ásamt félaga sínum af stýrimannaskólanum á skútu er Thor Jensen átti. Unnu þeir við það um veturinn að setja vél íj hana og var henni siglt upp um vorið. Næsta ár var hann háseti á strandferðaskipinu Austra. Þá er það sem hann tekui að kenna lasleika í fótum, og Guðmundur Hannesson ráðleggur „hvíld“ við sjóróðra á Austfjörðum. Fyrsta sumarið sitt á Norð-' firði reri Jakob með þeim Ás- mundi og Halldóri i Vindheimi, en Ásmundur varð síðar tengda- faðir hans. Hugnæm er sagan um það, hvemig Jakob dreymdi konu- efni sitt áður en hann lagði i för þessa. og þegar hann lánaði henni sjúkri dúnsængina sína góðu af Vatnsnesinu, áður en þau höfðu sést. Sólveig Ásmundsdóttir var fædd 24. júlí 1893 $ Karlsstöð- um Vöðlavík, en þar bjuggu foreldrar hennar áður en þau fluttu að Vindheimi. Eru þær ættir fjölmennar á Norðfirði. Þaui Sólveig giftust haustið 1911. — Einn dreng misstu þau ungan. Önnur börn þeirra em: Þórunn, frú, f. 7/1 1913; Ásmundur, skip- stjóri, f. 25/12. 1914; Auðbjörg, frú, f. 2/10. 1917 og Jakob, fiski fræðingur, f. 28/6. 1931. — Sól- veig andaðist vorið 1959. Hér verður ekki rakin til neinn- ar hlítar starfssaga Jakobs J'akobs sonar . Norðfirði, en aðeins drep- ið á örfá atriði. Strax eftir fyrsta sumarið réðist hann á mótorbát- ana. tyrst sem mótoristi og svo sem formaður. Á þeim ámm vom Austfjarða bátarnir sannarlega engin stór- skip. En það er á Gauta gamla, þá eign Stefáns Stefánssonar, sem Jakob fann Kistuna. Hann sagði svo frá að Færeyingarnir hefðu komið sér á sporið. En hér hefur að sjálfsögðii einnig og ekki síður notið siglingakunnáttu bans og glöggskyggni. Kistan reyndist Framhald á hls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.