Tíminn - 22.02.1967, Blaðsíða 13
MIÐVTKCDAGUR 22. febrúar 1967
TBMINN
Á ÞINGPALLI
it Bjöm Pálsson mælti i ncðri deild í gær fyrir frumvarpi því
er hann flytur ásamt Jóni Skaftasyni um afnám launaskatts af út-
gerð minni báta en 150 lestir og launum grciddum fyrir fiskvinnslu-
Flutti Björn langa ræðu, en hér verða aðeins nefnd örfá atriði henn-
ar. Björn sagði, að ríkisstjórnin hefði haft þá stefnu undanfarið að
bæta gjöldum og sköttum á gjöld ofan á útgerðina og nú væru þessir
útgjalda pinklar orðnir svo margir á dróginni, að nær óteljandi væru.
Það gæti ekki talizt heilbrigt að búa þannig að atvinnuvegunum með
löggjöf, að aðalatvinnuvegirnir gætu ekki borið sig án uppbóta frá
ríkissjóði, sem ríkið aflaði með því að hækka skatta á almenningi og
hækkaði vöruverð og það leiddi svo aftur til þess að enn væru hertar
kaupkröfur á atvinnuveginn sem uppbótanna átti að njóta.
★ Það sem líklega hefði þó leikið sjávarútveginn verst væru hinir
háu vextir, setn þessum atvinnuvegi væri gert að greiða. Sagði Björn
að vextirnir af meðalskipi næmi um 250 þús. krónum á ári fyrir út-
gerðina. Nú væri svo komið, að ógerlegt væri að gera út með hagnaði
á þorskveiðjir fyrir aðra útgerðarmenn en þá, sem verkuðu aflann
sjálfir og þá mest í salt. Bjöm taldi upp álögur í fjölda mörgum lið-
um, sem lagðar hefðu verið á útgerðina á undanförnum árum og
sagðist þó sleppa ýmsum gjöldum, sem væra heil halarófa af smá-
pinklum.
ic Það væri sagt í hvert skipti sem nýjuin pinkli væri bætt á út-
gerðina að þetta væri smáræði, sem ekki niunaði um, en allar þessar
álögur næmu sjálfsagt orðið um 20—30% af hlut útgerðarinnar af
aflanum þegar allt væri talið saman. Ef þessum óþarfa álögum væri
létt af útgerðinni þyrfti hún engar uppbætur. Það er ekkert vit í þvi
að hlaða í sífellu álögum á aðalatvinnuveginn og gera ekkert raun-
hæft til að tryggja varanlegan og traustan rekstrargrundvöll fyrir
hann.
it Eftirfarandi fyrirspurnir voru lagðar fram í gær:
it Til ríkisstjórnarinnar út af könnun á hag dagblaðanna frá Einari
Olgeirssyni.
1. Hver hefur orðið árangur þeirrar könnunar á hag og stöðu ís-
lenzku dagblaðanna, sem ríkisstjómin ákvað að láta fram fara fyrir
ári?
2- Hyggst ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir,
að sú þróun, sem víða í Evrópu hefur leitt til sívaxantli blaðadauða og
þar af leiðandi minnkaðs raunverulegs prentfrelsis, gerist einnig hér
á landi?
it Til samgöngumálaráðherra um störf flugvallanefndar, frá Axel
Jónssyni, Sverri Júlíussyni og Matthíasi Á. Mathiesen.
Hvað líður störfum nefndar þeirrar, er ráðherra skipaði á árinu 1965
til að gera tillögur um framtíðarstefnu í flugvallarmálum höfuðborgar-
svæðisins?
MINNING
Framhald af bls. 9.
Austfirðingum mikið forðabúr um
árabil.
Árum saman mældi Jakob hita
sjávar á fiskimiðunum af frábærri
elju og nákvæmni, og notfærði
sér niðurstöðurnar við veiðar, oft
með ótrúlegum árangri. Og með-
an hann reri frá Hornafirði á
vetrum lét hann Jakob son sinn
fylgjast með sjávarhitanum á
Norðfirði frá þvi hann var smá-
patti.
Til eru margar skemptilegar
sögur um það hvernig Jakob fann
fisk með hitamælingum, t.d. 1929,
síðari hluta febrúar, þegar hann
fann heita sjóinn út hjá Díönu-
boða. þar sem rígvænn vertiðar-
þorskur lá vikum saman eða þar
til brældi upp á norð-austan, en
of langt mál yrði að rekja þær
sögur nánar hér.
Jakob leigði um skeið mótorbát-1
inn Unni ásamt Jónasi Andrés-j
syni. Á því tímabili byrjaði hann j
að róa frá Hornafirði, en þar varj
hann formaður í meipa en 20 vertíð
ir. Er það nokkuð til marks um j
hina óvenjulegu aðgæzlu Jakobs
og ótvíræða sjómannshæfileika, j
að aldrei þurfti hann að snúa
frá Ósnum austur á Fjörðu, ogi
hann henti aldrei óhapp í þeirri!
viðsjálu landtöku.
Það hafa menn fyrir satt að
Jakob yrði fyrstur manna til að
veiða loðnu til beitar. Þórhallur
sálugi Danielsson hafði það eftir
honum, að loðnan væri sá gull-
peningur sem framtíð Hornafiarð-
ar Dyggðist á. Þykir það hafa
gengið eftir.
Á þessum árum stóð saltfisk-
verkun með blóma um Austfirði.
Sólþurrkaði þorskurinn þótti frá-,
bær gæðavara úr höndum þeirra,
er bezt kunnu til þeirra verka. Jak
Ob byrjaði snemma að selja nokkuð
af sínum saltfiski beint til Kaup-
mannahafnar, en þá voru ferðir
allgóðar milli Austfjarða og ná-
lægra landa. Mun þessi verzlun
oft hafa gefið góða raun. Og
efnið í bát sinn, Auðbjörgu, fékk
Jakob í gegnum þessi viðskipti.
Auðbjörg var byggð heima á
Strönd veturinn 1935, inni í húsi.
Yfirsmiður var Sigurður Þorleifs
son. Hann gerði í fyrstu módel af
bátnum og breytti þvi þar til
Jakob var ánægður með lögun
þess, en við smíðina var einnig
höfð nokkur hliðsjón af færeysk-
um báti er stóð þar uppi. Jakob
færði út bandateikningar og hafði
auðvitað aldrei unnið það verk
áður né síðar.
Auðbjörg hefur reynzt hin
mesta happafleyta og þótt ágætur
sjóbátur. Jakob hélt henni út frá
Hornafirði margar vertíðir, fyrst
undir eigin formennsku, þar til
Ásmundur sonur hans tók við.
Um árabil hafa þeir svo unnið að
síldarmerkingum á bátnum. Og
það er ekki fyrr en árið 1964 að
Jakob fer frá borði fyrir fullt og
allt Sjómannsárin hans voru þá
orðin harla mörg og samstarf
þeirra feðga, Jakobs og Ásmund-
ar, og samvera á sjónum eigi
skömm.
Þegar Jakob kom austur að
loknu námi í stýrimannaskólanum
hafði hann réttindi til að kenna
skipstjórnarmönnum á hinum
minni fiskiskipum. Hann aflaði
sér og réttinda til að leiðrétta
kompása og hafði það starf með
höndum áratugum saman. Sigurð
ur Jónsson. oft kenndur við
Dr'fu og mjög kunnur formaður
eystra, var fyrsti nemandi Jakobs
! en tölu þeirra, er nutu kennslu
! hans vita menn ekki, en þeir
urðu margir.
Síðustu æfiárin dvaldist Jakob
í Reykjavík á vetrum á heimili
sonar síns og alnafna, en var
jafnan eystra á su-mrum.
Jakob á Strönd var óvenjulegur
maður. Honum var sú list lagin
að einbeita orku huga og handar
að hverju því starfi er hann
hafði með höndum. Athyglisgáfan
var skörp og hann leitaðist við
að grandskoða hvað eina af hinni
ströngustu nákvæmni og hagnýta
niðurstöðurnar í starfinu. Sam-
hliða var hann draumspakur og
oft berdreyminn og hikaði ekki
við að fara eftir þeim bending-
um er hann fékk þannig. Draum
arnir voru honum veruleiki. —
Furðuleg er sagan um það, þegar
faðir hans birtist honum í draumi
og varaði við bilun tiltekins vél-
arhluta. Jakob keypti þennan
hlut og hafði meðferðis í næsta
róður og bjargaðist fyrir það úr
bráðum háska. Trú hans á æðri
handleiðslu var sterk og studd
persónulegri reynslu.
Svo mjög sem Jakob Jakobsson
lagði sig fram við atvinnurekst-
ur sinn og öflun lífsbjargar á sjón
um með þeim árangri, að hann
þurfti aldrei að leita eftir skulda-'
skilum eða neinu slíku, voru hugð
arefnin vitanlega fleiri. Hann var
óbvikull félagi í ýmsum samtök-
um heimabyggðar. Kunnugir
vissu að hann hafði mikinn áhuga
á landsmálum allt fríi yngri ár-
um, þótt ógjarnan flíkaði hann
skoðunum sínum í þeim efnum.
Hann studdi að menntun barna
sinna eftir því sem föng voru á,
var hinn hlýi og góði heimilis-
faðir, liðtækur innanhúss þegar
á reyndi í erfiðum veikindum
Sólveigar.
Það er auðvitað alltaf erfitt
að geta sér til um annarra hug.
En af raunar örlitlum kynnum
af Jakob Jakobssyni öldnum, sann
færðist ég um það að þar færi
gæfusamur maður. Tengslin við
börnin og annað sifjalið voru ná-
in og traust. Án slysa eða óhappa
sigldi hann fleyi í höfn úr hverri
för, og varð þess auðið að bjarga
öðrum.
Nú hefur pilturinn, sem um
síðustu aldamót gekk suður heiði
og fáum árum síðar hélt austur
á Fjörðu á vit örlaga sinna, runn
ið sitt skeið á enda og lokið
merkum áfanga á þroskabraut.
— Jakob Jakobsson lézt af slys-
förum í Reykjavík hinn 14. þessa
mánaðar.
Kista hans verður flutt austur
heim siðar í dag. Á morgun
kveðja Norðfirðingar Jakob á
Strönd hinztu kveðju.
Ég votta bömum hans og öðr-
um ástvinum innijlega samúð. j
St. í Reykjavík 21. febr. 1967
Vilhjálmur Hjálmarsson.
HESTAR OG MENN
Framhald af bls. 8
um reynslu þeirra Roða og
Kára, það er of vandasamt
fyrir mig, en nú vit/a allir hesta
menn að Skuggi er án nokkurs
vafa áhrifamesti kynbótahestur,
sem til hefir verið síðan ráðu-
nautar í hrossarækt hófu störf
fyrir 47 árum. Á þessum þrem
hestum, sem hér voru nefndir í
sambandi við Þjórsármótið kom
aðeins Skuggi á Landbúnaðar-
sýninguna í Reykjavík 1947, eöa
aðeins fjórum árum síðar. Þá
var hann orðinn eign Borgfirð
inga. Árnesingar höfðu selt
hann eftir mikla notkun. Á
þessari sýningu bar mest á
Skugga og Kópi Júlíusar í Hítar
nesi. Skuggi hlaut heiðursverð-
launin þó og oft síðar. Aðdá
Osta og smjörsalan s.f.
endur Kóps og eigandi hans
voru mjög óglaðir eftir að úr-
slit voru kunn. Á þessari sýn-
ingu var Gunnar Bjarnason
ekki, en ekki er ósennilegt, að
hann hafi þá loksins verið bú-
inn að gefa tóninn um þá skoð
un að nú skyldi snúa sér að
reiðhestagerðinni eingöngu, en
dóminn yfir Skugga kváðu
þeir upP H. J. Hólmjárn og
Runólfur Sveinsson, mér er
horfið úr minni hver sá þriðji
var. Um árangurinn vita nú all-
ir, mun hann vera óvenjulegur,
en þó umrieildur mjög, jafnvel
svo að sumum mönnum brá al-
varlega kæmust þeir að því,
að geldingar þeirra væru af
Skugga-kyni. Þessi hross eru
flest sterk og fjölhæf, stórlynd
en þæg og þarfnast mikill'ar
brúkunnar og eru þá furðanlega
auðtaminn. Enn þá erum við
illa settir að því leyti einkum,
hvað þeir menn, sem ætla verð
ur að hafi vit á hrossarækt eru
ósammála- Aldrei munu h'afa
orðið óvægari ádeilur á dómara
og ráðunaut en eftir landsmótið
s. 1. sumar. Vonandi eru þessar
tilfinningadeilur að kveða sitt
síðasha vers. Ætla má að ekkí
verði langt að bíða þess að vax-
andi ræktun verði hafin yfir
deilur. Eg hefi áður minnst á
merkustu framkvsemdir í
hrossarækt á síðasta ári. Eg
vona og vænti að enn meiri
sókn verði á þessu ári, svo sem
stofnun afkvæmarannsóknar-
stöðvar og að ráðið verði að
tvístra ekki hrossabúinu á
Kirkjubæ.i Sjáum nú til hvað
rætist af þessum frómu óskum.
Bjarni Bjarnason*
Auglýsið í ÍIIVIANSJIV1
SVEFNBEKKIR
Verð kr. 1,975.—
með sængurdúk
(kr. 2.300 m. ákl.)
Verð kr. 3.700___
(sængurgeymsla)
Verð kr. 5.500__
(útdreginn)
Engin verzlunarálagning.
Sendum gegn póstkröfu.
(áklæðissýnishorn send ef
óskað er)
Svefnbekkjaiðjan
Laufásvegi 4, Reykjavík.
Sími 13492.
Nýjung í ostagerd
frá.
Mjólkurbúi Flóamanna
Selfossi
FYRST UM'SINN VERÐUR OSTUR ÞESSI
AÐEINS SELDUR í OSTÁ-OG SMJÖRBÚÐINNI
SNORRABRAUT 54
i