Tíminn - 25.02.1967, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 25. febrúar 1967
TÍMINN
s
Otgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvœmdastjóri: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartnn
ÞórarinsSon Cáb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriW
G. Þorsteinsson. FulltrúJ ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang.
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrlfstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræö 7. Af.
greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. lnnanlands. — 1
iausasölu kr. 7.00 elnt. — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Island og Vietnam
Góður gestur dvaldi hér á iandi í tvo daga í þessari
viku. Hér er átt við Fulbright, formann utanríkismála-
nefndar Bandaríkjaþings.
í ágætri ræðu, sem Fulbright flutti í hátíðasal Há-
skólans, vék hann m.a. að skiptum smáþjóða og stór-
þjóða og sagði m.a.:
„Almennt virðist mér, að stórþjóðir ráði heimsmál-
efnum að marki, sem ekki er í réttu hlutfaili við raun-
verulegá stærð þeirra og veidi, meðan smáþjóðimar
hafa óeðlilega lítil áhrif á atburðarásina. Smáþjóðir, sem
eru sér meðvitandi um smæð sína, hafa tilhneigingu
til að vanmeta valdið, sem þær hafa og láta það þannig
af vanrækslu af hendi við stórþjóðirnar, sem í öllum
tilvikum mikla fyrir sér veldi sitt — eða „ábyrgð“ eins
og þær vilja fremur komast að orði — taka við gjöfinni,
eins og þær eigi hana sannarlega skilið. Árangurinn er
óheilbrigð rangfærsla. Stórþjóðirnar með allt sitt stolt,
kröfur, afbrýði, ráða atburðunum jafnvel að meira marki
en nauðsynlegt er — eða ákjósanlegt — meðan smá-
þjóðir, sem sumar hverjar eiga reyndustu, hæfileika-
ríkustu stjórnmálaleiðtoga heims, notfæra sér ekki þau
uppbyggingaráhrif, sem þær gætu haft‘.
í þessu sambandi rifjaðist það m.a. upp. að ísland
er eitt þeirra ríkja, sem ekki hafa látið neitt til sín heyra
um friðartillögur þær, sem U Thant, framkvæmdastjóri
S.Þ. hefur borið fram um friðarsamninga í Vietnam.
Fyrir Alþingi hefur legið tillaga í marga mánuði, þar
sem lýst er stuðningi við tillögur U Thants, en af ein-
hverjum ástæðum hefur hún enn ekki verið tekin til
umræðu. Ríkisstjórnir, eða forsvarsmenn margra ná-
grannaríkja okkar hafa hins vegar lýst stuðningi við
þessar tillögur. Seinast gerði Jens Otto Krag, forsætis-
ráðherra Dana, það í blaðinu Aktuelt í fyrradag, í grein
sem hann nefnir: Det danske Standpunkt. Forhandling
pá grundlag af U Thants tre punkter (Hin danska af-
staða. Viðræður á grundvelli hinna þriggja atriða U
Thants). í greinarlokin farast Krag forsætisráðherra
orð á þessa leið:
„Með mér leynist enginn efi um það_ að U Thant
kom að kjarna í Vietnam-vandamálinu, þegar hann lagði
fram hina þrískiptu tillögu sína fyrir tæpu ári. Við
komumst ekki fram hjá þeirri staðreynd að leiðin til
samningsviðræðna verður ekki greidd, nema með
stöðvun loftárásanna á Norður-Vietnam, né heldur án
gagnkvæms samdráttar hernaðaraðgarða og þátttöku
þjóðfrelsishreyfingarinnar í viðræðunum. Meðan stríðs-
aðilar vilja ekki viðurkenna burðarþol þessarar friðar-
áætlunar, er að mínu áliti lítil von um. að sá friður fáist,
sem Vietnam og heimurinn þarfnast svo brýnt. Slíkt
væri mikill harmleikur“.
Þannig hefur forsætisráðherra Danmerkur lýst full-
um stuðningi við friðartillögur U Thants. Slíkt hafa for-
ustumenn fjölmargra annarra minni ríkja gert. Þannig
geta smáríkin haft áhrif til góð.s i vandasömum alþjóða-
málum eins og Fulbright bendir á. Deilan um orsök
Vietnam-styrialdarinnar og hver sé upphaflegi árásar-
aðilinn, kemur þessu máli ekki við. Aðalatriðið er að
knýja fram friðarsamninga og samdrátt hernaðarað-
gerða. Þar er það vænlegt til árangurs, að sem allra
flestir styðji tillögu hins hvggna og góðgjarna fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
r
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Tvær stefnur berjast um völdin
í huga Johnsons forseta
Sigrar andi frumbyggjans, sem vill negla skinn veiðidýrsins á vegg sinn?
VHETNAIMSTIHJÍÐŒ) er
fjwða mi'Ma^ stríðið okkar á
þessari öld. f því stríði er nú
komið að þeim tímamótum,
eins og í öllum 'hinum otyrjöld
unum, að taka verður öríaga
ríkar ákvarðanir: Eigum við
að reyna að ná sáttum á grund-
velli þeirra marícmiða, sem við
lýstum í upphafi? Eða eigum
við, þegar sigurþefinn leggur
að vitum okkar, að knýja óvin
inn til að gefast upp og ganga
að fyrirskipuðum friði?
í Kóreustyrj'öldinni kom að
þessum örlagaríku þáttaskilum,
þegar við voru búnir að.hreirtsa
til í Suður-Kóreu og hrinda
árásinni úr norðri með hinni
glæsilegu baráttu MacArthurs
eftir landgönguna við Inohon.
Truman forseti lét þá tala um
fyrir sér þar til að hann skip
aði fyrir um herferð til kín-
<versku landamæranna. Síðan
'sú stórkostlega skyssa var
gerð, hefir ekki reynzt unnt
að koma á fullkomnum friði í
Kóreu.
í síðari heimsstyrjöldinni
gerði Roosevelt sams konar
skyssu, þegar hann skuldbatt
sig til að krefjast skilyrðislausr
ar uppgjafar Þýzkalands. Sömu
skyssu og samskonar stríðsút-
færslu varð Wilson sekur um,
þegar hann krafðist skilyrðis-
lausrar uppgjafar og fyrirskip
aði friðarsáttmála, í stað þess
að semja um frið út frá atrið
unum fjórtán, sem hann hatði
sjálfur sett fram.
UNDANGENGNA tvo sða
þrjá mánuði, eða síðan að alls
herjarupplausnin í Kína varð
lýðum ljós og fram kom til
fulls, hve sundrungin í heims
hluta kommúnista er djúp-
stæð, hefir Johnson forseti
staðið andspænis því að ákveða
hvort hann ætti að standa við
áður gefin loforð um saminn
frið í Vietnam, eða halda
áfram að heyja styrjöldina þar
til Hanoimenn gefást upp. Við
vitum, að forsetinn sér fram á
upphaf samningaumleitana,
ekki einungis vegna margvís-
legs orðróms úr ýmsum áttum,
heldur hefir hann þetta blátt
áfram og beint frá Kosygin for
sætiisráðherra Sovétríkjanna.
Harold Wilson forsætisráð-
herra Breta var nýbúinn að
ræða við Kosygin, þegar hann
gaf yfirlýsingu sína, og Wilson
staðfesti mikilvægi hennar.
Ekki ber að draga í efa, að
Wilson hafi lýst afstöðu John
sons forseta og varið hana af
fullri hollustu.
Hitt vitum við ekki með
vissu, hvort afstaða Bandarikj
anna er enn hin sama og for-
setinn hefir fullyrt hvað eftir
annað. Við vituni ekki, hvort
við stefnum enn að jmsömd
um friði og stjórnmálalausn,
sem viðurkenni sjálfstæði Suð-
ur-Vietnam. Sé betta enn
markmið okkar, þá höfum við
um nokkurt skeið séð hilla und
ir það.
Og þrátt fyrir allt, eru gild
ar ástæður til að efast um, að
þetta sé enn markmið ikkar.
J. B. JOHNSON
Hver og einn, sem hlustaði á
forsetann á blaðamannafundin
um 2. febrúar og las ræðuna,
sem Goldberg aðalfulltrúi
flutti við Harward-háskólann
10. febrúar, hafði gilda ástæðu
til að ætla, að hin upphaflegu
markmið forsetans væru enn
í fullu gildi. En þegar búið var
að hlusta á ræðuna, sem Rusk
utanríkisráðherra flutti í Was
hington, daginn eftir, að Kosy
gin sagði sitt orð í London, og
lesa greinar blaðamannanna,
sem sóttu inntolástur sinn til
talsmanna utanríkisráðuneytis
ins og herstjórnarinnar, virt
ust ríkar ástæður til að ætla,
að öfgamennirnir, sem telja
ekkert geta komizt í h'álfkvisti,
við sigur, hafi enn á ný tögl
og hagldir.
VIÐ augum blasir ástæða,
sem gæti hafa fært öfgamönn
unum öll völd á ný. Aflstaflið
í hinum fjarlægari Austurlönd
um hefir óvænt og eindregið
snúist gegn kommúnistum í
Asíu og Indokína. Meðan Rauða
Kina var traust stórveldi hafði
það tök á að bjarga Hanoi-
mönnum frá fullum ósigri. Á
þvi hefir að vísu enginn vafi
leikið, að Bandaríkin gætu
sigrað Norður-Vietnam, en til
iskamms tíma bjó Kína yfir
Iþeim ótæmandi varaforða, sem
ekki var unnt að vinna hug á
án þess að- hieypa af ttað
þriðju heimsstyrjöldinni.
En nú hafa Hanoimenn eng
an ótæmandi varaforða upp á
að hlaupa, síðan að uppþotin í
Kína komust í algleyming. Sov
étríkin geta ekki hrundið banda
rískum herafla í suð-austur As-
íu, þar sem Kína er í milli,
öskureitt og til alls búið.
Hanoimenn enu nu í svip-
aðri aðstöðu og kommúnistar
í Grikklandi voru árið 194S.
Þeir voru í raun og veru ósigr
andi þar til að Tito lenti í
deilunni við Stalín og lokaði
landamærum Jugóslavíu fyr
ir grískum skæruliðum. Þar
höfðu beir ávallt getað endur
nýjað bæði birgðir og baráttu-
þrek, en um leið og þeir
misstu þetta hæli varð skæru
hernaður þeirra í Grikklandi í
raun og veru vonlaus.
ÞESS sjást mjög glöggt
merki í Washington. að hin
einstæða heppni okkar í Asíu
hafi veitt okkur tækifæri og
freisti okkar til að knýja Han-
oimenn til uppgjafar, í stað
friðar án sigurs, sem hefði orð
ið niðurstaðan að öðrum
kosti.
Úrslitábarátta stríðsins fer
nú fram í hugarleynum John-
son' forseta sjálfs. Hann er
margslunginn maður oe að ovi
leyti alger andstaða dusks, sem
er eins mikill einsteinungur
og nokkur maður getur verið.
En í brjósti Johnsons berjast
að minnsta kosti tveir anda'-
Annar er andi friðar og um-
bóta, boðberi batnandi heims.
IHinn er andi frumbyggjans,
'sem vill geta neglt skinn
veiðidýrsins á vegg sinn, vill
ávallt vera mestur, beztur og
fremstur, eða or með öðrum
orðum tignandi sigursældar.inn
ar, sem William James
nefndi tíkargyðjuna.
Það er síðarnefndi andinn,
sem nú freistar Johnsons, og á
úrslitum heirrar glimu veltur
allt of mikið til þess að
ánægjulegt sé að hugleiða
það.