Tíminn - 25.02.1967, Blaðsíða 12
I
12
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 25. febrúar 1967
Gunnlaugur á vítateig.
A vítateig
í þættinum „Á vítateig" i
blaðinu á morgun, birtum við
bréf frá fyrirliða íslenzka lands
liðsins í handknattleik, Gunn-
laugi Hjálmarssyni, þar sem
hann gerir ýmsar athugasemd-
ir við málflutning Hallsteins
Hinrikssonar' og Péturs Bjama-
sonar um isL landsliðið. Gerir
Gunnlaugur m.a. fyrirspurn til
Hallsteins í 10 liðum.
Enn um félaga-
skipti Guðmundar
Bréf til Íbróttasíðunnar og fleira
Badmintonmót
hjá KR í dag
Badminton-deild KR gengst fyr-
ir innanfélagsmóti í dag í KR-
húsinu og hefst það kluíkkan 3.
Keppt verður í einliða- og tví-
■liðaleik og einnig verður tvennd-
arkeppni. Badminton-fólk KR er
ihvatt til að f jölmenna.
Félagaskipti Guðmundar Gísla-
sonar hafa vakið athygli og sýn-
ist sitt hverjum inn þau. ÍR-ingar
eru að vonum Ieiðir yfir því að
missa Guðmund úr sínum röðum,
og hefur nú íþróttasíðunni bor-
izt bréf frá ÍR-ingi, sem verður
birt hér á eftir. En til þess að
sjónarmið beggja megi koma fram
náði íþróttasíðan tali af Guðmundi
og skýrði hann í viðtali sitt sjón-
armið. Að þessum tveimur þátt-
um loknum, lætur undirritaður
sitt álit í ljós. Byrjum þá á bréfi
ÍR-ings:
Bréf til íþróttasíðunnar
„Reykjavík 22. febr. 1967.
Það þykir vissulega tíðindum
sæta, er menn skipta skyndilega
um flokka eða félög. Það þótti
því í fréttanæmara lagi er það
spurðist í dag, að Guðmundur
Gíslason hinn þjóðkunni sundgarp
ur hefði axlað skinn sín og horfið
úr sínu fyrrverandi félagi ÍR, þar
sem hann hefur verið félagsmaður
á annan áratug eða frá unga aldri
og látið sig „reka“ yfir í Ármann.
En all't hefur sínar ástæður, og
þetta gerir Guðmundur eingöngu
fyrir sitt gamla félag og er það
sannarlega ekki fyrsta fórnin, sem
! hann færir á altari þess. Sam-
1 kvæmt því, sem dagblaðið Vísir
hefur eftir Guðmundi í dag, er
starfið nánast dautt (þ.e. sund-
starfið) í ÍR og til þess að reyna
að hreyfa við forráðamönnum fé-
lagsins (ÍR) þá tekur Guðmundur
upp þetta snjalla ráð, fer leiðar
sinnar!1 Yfirgefur skútuna, sem
hann mun sjálfur meira og minna
hafa haft stjórn á undanfarin ár.
Þetta er hvort tveggja í senn,
röksamlega hugsað og íþrótta-
mannsleg viðbrögð við vandanum.
Fyrrverandi féíagi.*’
Viðtal við Guðmund.
„Það hefur verið gert allt of
mikið veður út af þessum félaga-
skiptum mínum“, sagði Guðmund
ur Gíslason, sundkappi, þe^ar við
hittum hann að máli. „Eg var
margsinnis búinn að benda for-
ráðamönnum ÍR á, að meðan ég
væri sjáifur keppandi, þá ætti ég
erfitt með að sjá um rekstur
sunddeildarinnar. Ég hef átt sæti
í stjórn deildarinnar, en aldrei
verið kosinn löglega í hana, því
að aðalfundur hjá deildinni hef-
ur ekki verið haldinn í mörg ár.“
Og Guðmundur hélt áfram: „Ég
hef oft hugsað um félagaskipti,
fyrst 1957, en alltaf lifað í von-
inni um að ástandið myndi lag-
ast. Vitaskuld þykir mér leiðin-
legt, að svona skyldi fara, en ég
átti ekki annars úrkosta. Og ég
vil taka sérstaklega fram, að eng-
inn í Ármann hvatti mig til fé-
Iagaskipta, þess vegna hefði ég
alveg eins getað farið yfir í ann-
að féiag en Ármann. Um þá stað-
hæfingu, að ég hafi tekið fleiri
sundmenn úr deildinni yfir í Ár-
mann, þá vil ég aðeins segja það,
að þeir voru farnir á undan mér,
ég fór síðastur."
Að lokum.
Eftir upplýsingum, sem íþrótta-
síðan hefur aflað sér, þá munu
nokkrir af forustumönnum ÍR
hafa haft áhuga á að efla starfið
innan sunddeildarinnar, en þær
Aðalfundur Fram
Aðalfundur Knattspyrnufélags-
ins Fram verður haldinn í félags-
heimilinu í dag og hefst klukkan
2 stundvíslega. Eru Framarar hvatt
ir til að fjölmenna og mæta stund-
víslega.
Stjórnin.
Guðmundur Gíslason ásamt sínum gamla þjálfara í IR, Jónasi Halldórssyni.
tilraunir farið út um þúfur, þar
sem ákveðnum hugmyndum var
ekki fylgt eftir.
Féíagaskipti, eins og nú hafa
átt sér stað, eru alltaf leiðinleg,
en svo virðist, sem Guðmundur
hafi haft ærna ástæðu fyrir þeim.
Framhaid á bls. 13.
Sundþjálf-
ari hjá ÍR
Sunddeild ÍR hefur ráðið Ólaf
Guðmundsson sem þjálfara deild
arinnar. Byrjar Ólafur n.k. mánu-
dagskvöld í Sundhöll Reykjavíkur.
Nýir félagar eru. velkomnir.
ÍR.
Handbolti
um helgina
íslandsmótinu í handknattleik
verður haldið áfram um helgina
og m.a. leiknir nokkrir leikir í
2. deild karla. f kvöld verður leik-
ið í Laugardalshöllinni og fara þá
þessir leikir fram: 2. deiid karla,
Keflavík-Þróttur og ÍR-Akureyri.
í 2. fl. karla leika Valur-Haukar.
Fyrsti leikur hefsi ki. 20.15 Mótið
heldur áfram á sunnudaginu
á sama stað kl. 14. Þá leika: 2.
deild karla: Keflavík-Akureyri, KR
-Þróttur. f 1. deild kvenna leika
KR-Víkingur og í 2. fl. karla
Fram-ÍR.
Körfubolti á Sunnudaginn
íslandsmeistaramótinu í körfu-
knattleik verður haldið áfram
sunnudaginn 26. febr. Leiknir
verða tveir leikir í 1. deild. Leik-
irnir eru:
ÍKF-ÍR og ÍS-KR.
Leikirnir verða háðir í Laugar-
dalshölldnni og hefist keppnin kl.
20.15.
Staðan í 1. deild er nú þessi:
KR 3 3 0 0 244-137 6
ÍR 3 3 0 0 180-132 6
ÍKF 4 2 0 2 216-245 4
KFR 4 2 0 2 272-296 4
Á 4 1 0 3 182-205 2
ÍS 4 0 0 4 215-294 0
f heimsókn til yngsta ungmennafélagsins
Ungmennafélagið Víkverji,
er yngsta ungmennafélagið á
íandinu og eina ungmennafé-
Iagið í Reykjavík. Fyrir nokkr-
um dögum brugðum við okkur
á glímuæfingu hjá Víkverjum.
Og þannig hittist á, að þá
háðu Vikverjar sína 3ju bik-
arglímu. Margt var um mann-
inn í fþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar, þar sem glírnau
var háð undir stjórn Kjartans
Bergmanns. Við hittum að máli
formann Víkverja, Valdimar
Óskarsson, og báðum hann að
segja okkur frá starfsemi fé-
lagsins.
„Ungmennafélagið Víkverji,
var stofnað í Reykjavík á ár-
inu 1964. Félagið hefur mörg
málefni á stefnuskrá sinni og
vinnur á sama grundvelli og
önnur ungmennafélög í land-
inu. Með stofnun þessa félags
var tilgangurinn sá, að gefa
fólki hér í höfuðborginni kost
á að starfa innan vébanda ung-
mennafélagshreyfingarinnar,
en einnig hafa félagsmenn
annarra ungmennafélaga rétt
til að sækja fundi og taka þátt
Keppendur í bikarglímu Víkverja ásamt Valdimar Óskarssyni, formanni félagsins, t. v. og Kjartani Berg-
mann, þjálfara, t. h. (Tímamynd Róbert)
í starfsemi okkar, m.a. ?r ung ég geta þess, að margir eidri — Hvert er helzta verkefni
mennafélögum heimil þáttaka ungmennafélagar hafa stutt félagsins?
í glímuæfingum félagsins. Vil starfsemi félagsins frá upphafi.11 — Eitt af megin viðfangs-
efnum þess hefur verið glimu-
kennsla og þátttaka í glímu-
mótum. Hafa æfingarnar ver-
ið mjög vel sóttar, og frá
byrjun hefur verið lögð á-
herzla á fallega og drengilega
glímu. Kjartan Bergmann hefur
verið kennari félagsins frá upp
hafi, en núna annast kennsl-
una ásamt Kjartani, Skúli Þor-
leifsson.
— Þið hafið auðvitað áhuga
á að auka starfsemina, þegar
fram í sækir? ,
— Já, einkum höfum við á-
huga á að auka hið félags-
lega starf. En við búum við
erfiðar aðstæður, oyrjunar.örð-
ugleika skulum við kalla það.
Fjárhagurinn er slæmur og við
eigum ekki eigið húsnæði, þar
sem við gætum haldið fundi.
Glímuæfingarnar eru aaidnar i
íþróttahúsi Jóns Þorstemssonar
en við höfum leigt húsnæði
fyrir fundi okkar annars stað-
ar.
— Hvernig hefur starfsem-
La gengið þessi fyrstu 2—3 ár?
— Vel, ekki get ég sagt ann
Framhaid á bls. 13.