Tíminn - 25.02.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.02.1967, Blaðsíða 16
47. tbl. — Laugardagur 25. febrúar 1967. — 51. árg. Fjölmenni viö útför Helga Þorsteinssonar Útför Helga Þorsfeinssonar framkvæmdastjóra innfl utningsdeildar SÍS var gerð í gær frá Dómk. aS við- stöddu miklu fjölmenni. Sr. Jakob Jónsson jarðsöng, Páll ísólfsson lék á orgel og Dómkórinn söng, og Einar Vigfússon lék einleik á cello. Úrkirkjubáru kistuna Jakob Frímannsson stjórnarformaður SIS, Harry Fredriksen framkvæmdastjóri, Bjarni V. Magnússon framkvæmdastjóri, Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri. Erlendur Einarsson forstjóri, Hj örtur Hjartar framkvæmdastjóri, Hjalti Pálsson fram kvæmdastjóri og Helgi Bergs framkvæmdastjóri. (Tímamynd GE Framsóknarfélag Skagfirðinga Sviðsmynd úr Marat tekin á æfingu í gær. Firamsóknarfélag Skagfirðinga heldur fund á Sauðárkróki laugar daginn 4. marz n. k. í Framsókn ! arhúsinu vig Suðurgötu og hefst | klukkan 2. e. h. Kosnir verða full | trúar á 16. flokksþing Framsóknar I flokksins. Björn Pálsson og Jón (Tímamynd GE) jKjartansson mæta á fundinum. MARAT SADE FRUM- SÝNT A FIMMTUDAG BT-Reykjavík, föstadag. Þjóðleik'húsið mun hefja sýn- ingar á leikri'tinu Marat/Sade eftir Peter Weiss n.ik. fimmtadag. Er þetta eitt viðamesta og at- hyglisverðasta viðfangsefni Þjóð- leikhússins til þessa, enda eru leikendur 33 auk fimm manna hljómsveitar, og verða þessir 38 menn allir á sviðinu alla sýning- una. Leikstjóri er Kevin Palmer. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, boðaði ti'l blaða- mannafundar í dag, og fengu blaðamenn þar einnig tækifæri til að ræða við Kevin Palmer, leik- stjóra. Þjóðleikhiússtjóri skýrði írá því, að njk. fimmtadag myndu hefjast sýningar á leikritinu Mar- at/Sade eftir Peter Weiiss. fs’ lenzka þýðingu hefur Árni Björns son, cand. mag., gert, og var þýð- ingin hið mesta vandaverk, enda er hluti leikritsins í ljóðum. Höfundur leikritsins, Peter Weiss, er fæddur árið 1916 í Ber- lín, en ólst upp í Þýzkalandi, TékkóslóvaMu og Sviss. Síðustu 25 árin hefur hann verið búsett- ur í Svílþjóð og er hú sænskur ríkisborgari. Á fyrri árum sínum lagði Weiss stund á málaralist, en eftir stríðið sneri hann sér að ritstörfum. Hann samdi á þeim árum nokkra einþáttunga, og fyrst var sýnt eftir hann leikrit árið 1950 í Stokkhólmi. Leikritið Mar- at/Sade var frumflutt í Söhiller- leikhúsinu í V.-iBerln 29. aprál 1964 undir leikstjórn Konrads Swinarski. Weiss er auk ritstarfa sinna þekktur í Svíþjóð fyrir þátt- töku í umræðum um menningar- mál. Guðlaugur Rósinkranz sagði, að hann hefði séð leikrit það, er hér um ræðir, er það var frumsýnt í Berlin og hefði hann orðið fyr- ir mjög sterkum áhrifum af þeirri sýningu. Þjóðleikhússtjóri sagði, að einna frægasta uppfærsla leik- ritsins til þessa væri annars upp- setning Peters Brooks í London, en eftir þeirri uppsetningu hefur verið gerð kvikmynd, sem frum- sýnd verður í London nú í marz. Tónlistin, sem Þjóðleikhúsið not-1 ar við leikritið, er fengin frá uipp I setningu Brooks, og er hún sam-; in af Ridhard Peaslee. Weiss hefur' samið fleiri leikrit nýlega, og má þar nefna Réttarrannsóknina, sem fjallar um Niirniberg-réttarhöldin, oig annað, sem nýlega hefur verið frum-sýnt og fjallar um nýlendu- pólitik Portúgala í Angóla. Þjóðleikhússtjóri tók fram, að leikritið Marat/Sadc væri ekki beinlíni-s sögulegt verk, það fj-ali- aði ekki um frönsku stjórnarbylt- inguna sjálfa, þótt í því kæmu fram ýmsar þe-kktar persónur frá því tímabili í s-ögu Frakklands. Leikritið geri-st á geðveikralhæli, og höfuðpersónurnar eru Jean- Paul Marat, byltingarforingi, og de Sade, greitfi. Verkið er mjög Framhald á bls. 14. KAFFIKLUBBUR Framsóknarfé- lag Reykjavík- ur og FUF kem ur saman í Tjarnarg. 26 í dag, laugardag, kl. 3 síðd. — Jóhanncs Elías- son bankastjóri talar um sein- asta þing Sam- einuðu þjóð- j anna og svarari fyrirspurnum. ! HEFUR FALSAÐ ÁVÍSANIR FYRIR 50-60 ÞÚS. KRÓNUR KJ—Reykjavík, föstudag. Einn manna þeirra, scm við koin stuldinum á frystiskáp og ísskáp fyrir nokkru, er afkasta- mikill í að gefa út innstæðulaus- ar ávísanir, því nú á tiltölulega VIETNAM-RAÐSTEFNA HALDIN UM HELGINA BT—Reykjavik, föstudag. Almenn ráðste-fna um Vietnam-j málið verður haldin á morgun, laugardag, og sunnudag í Tjarnar- búð, niðri. Ráðstefnan hefst kl. 14 á morgun. Sjö félagssamtök hafa boðað til þessarar ráðstefn-u, og er húnj haldin til að örva umræður um og vekja athygli á því mikla vanda máli, sem hér um ræðir. Thor Vilhjálmsson rithöfundur setur ráðstefnuna kl. 14 á morgun í Tjarnarbúð, en síðan flytja erindi! þeir Magnús T. Ólafsson og Árni; Gunnarsson, en að þeim loknum verða frjálsar umræður. Á sunnudag hefst ráðstefnan að nýju kl. 10, og^ flytja þá erindi Andri fsaksson, Ólafur Einarsson og Tómas Karlsson. Eftir hádegi á sunnudag hefst ráðstefnan kl. 14 og tala þá Stefán Jónsson fréttamaður og Sigurður A. Magnússon. Þá verða frjálsar umræður. Fundarsljórar báöa dagana verða Sighvatur Björgvinsson, Ragnar Stefánsson og Björn Teitsson. Öllum er heimill aðgang ur að ráðstefnunni, en það skal tekið fram, að hún mun ekki sam þykkja neina ályktun. sluttum tíma hefur liann gefið út 48 innstæðulausar ávísanir, þar af var ein fölsuð. Talið er að enn eigi eftir að koma í ljós ávísanir sem maður þessi hefur gefið út án þess að innstæða væri fyrir henni. Saman lögð upphæð þessara ávísana, sem komnar eru í ljós, er á milli 50 og 30 þúsund krónur, en flestar ávísanirnar er að upphæð í krin um eitt þúsund krónur. Þá mun maður þessi hafa barið fyrrverandi eiginkomu sdna til ó- bóta á heimili konunnar, og var konan flutt á sjúkrahús á eftir. Það má segja að maður þessi hafi komið víða við á afbrota- sviðinu, verið viðriðinn innbrot, gefið út innstæðulausar og falskar ávísanir og misþyrmt konu sinni. riarða- og Bessa- laðahreppur Aðalfundur Framsóknarfélags Garða og Bessastaðahrepps verð ur haldinn í dag, laugardag, i fundarsal félagsins, Goðatúni 1 kL 14,00. Auk aðilfundarstarfa verða kjörnir fulltrúar á 14. flokks þing Framsóknarflokksins, sem hefst 14. marz n.k. Jón Skaftason aiþingismaður og. Jóhann Niels- son légfræðingur mæta á fundjn- um. Kjósarsýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu og FUF í Kjósarsýslu verða Iialdnir að Hlégarði fimmtu daginn 2. marz ld. 9. Auk venju- legra aðalfundarstarfa, verða kosn ir fulltrúar á 14. flokksþing Fram sóknarflokksins. Jdn Skaftason og Björn Sveinbjörnsson mæta á fund inum. Stjómimar. Kópavogur Fundur verður í Framsóknarfé- lagi Kópavogs mánudaginn 27. febr. í Neðstutröð 4, fundarefni: 1. kosning fulltrúa á flokksþing Fram sóknarflokksins, 2. önnur mál, á íundinum mæta Jón Skaftason al- þingismaður og Björn Sveinbjörns son hæstaréttarlögmaður. Mætið ve-1 og standvíslega. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.