Tíminn - 26.02.1967, Qupperneq 1

Tíminn - 26.02.1967, Qupperneq 1
 BLAÐ II E iPfflFffiBrnBnTfffT! BÞG-Reykja\'ík, laugardag. William,, Pulbright, öldunga- deildariþingnraður frá Banda- ríkjunum var svartsýnn á fund- inum með íslenzkum blaða- mönnum á miðvikudag. Hann kvað heimsástandið í hæsta máta alvarlegt. Og margir merk isatburðir urðu reyndar úti í hinum stóra heimi nú í vik- unni. Bandaríkjamenn neyddust til að beina vólbyssum sínum hvor ir gegn öðrum í Vietnam til þess að skjóta niður skæru- liða, sem stokkið höfðu upp á skriðdreka þeirra með faand- sprengjur að vopni. — Flokk- urinn, sem hafði algert bann við slátrun 'heilagra kúa á stefnuskrá sinni lét stól Ind- iru Gandbi, forsætisráðherra Indlands, riða í kosningunum þar. — „Lífstíðarforsetinn“ Sukarnó, „hetja byltingarinnar og faðir landsins" endaði stjórn málalega lífstíð sína með einni undirskrift á „Frelsistorginu', í Djakarta í Indónesíu á mið- vikudag. Á hann nú þá von helzta að mega fljúga 1 faðra sinnar fögru frúar, sem bíður í Tókíó —eftir barni. —Stjórn in í Suður-Afriku boðaði breyt ingu á kynþáttalöggjöf sirmi með þeim ósköpum, að svo getur farið, að þeir sem eitt sinn fengu „svartan“ stimpil verða af sjálfu sér „hvítir“ og ef til vill líka öfugt. — En á öðrum stað í Afríku handsöm- uðu menn hvíta górillu, meira að segja bláeyga. í Bandarikjunum fer hins vegar fækkandi fréttum af á- greiningi milli hvítra manna og svartra. Mætti e.t.v. frekar segja, að þar skiptist menn í hópa eftir því, hvort þeir trúa Warren-skýrslunni um morðið á Kennedy, forseta, eða ekki og afgangurinn af heimin- um skiptir sboðunum sínum líka. Þann 22. nóvember 1963, á sama tíma og John F. Kennedy forseti, ók í opnum bíl um götur Dallas í Texas, sat Jeane Dixon að hádegisverði með öðr um konum í Hotel Mayflower í Washington. Hún borðaði næst um ekki neitt og frú Kaufmann eldri kona, spurði: „Mín kæra frú, hvers vegna borðið þér ekki neitt?“ Jeane svaraði: „Ég er óróleg. Eitthvað hræðilegt kemur fyrir forsetann okkar i dag“. Nokkrum mínútum síðar sagði útvarpið: „Það hefur verið skotið á forsetann". Há- degisgestirnir stirðnuðu. Svo er sagt, að viku áður hafi Jeane Dixon, skyggn eig- inkona fasteignasala í Wasihing ton, farið til vinkonu Kennedy- fjölskyldunnar og beðið þess, að forsetinn væri fenginn of- an af því að fara fyrirhugaða ferð til Dallas: „Hann verður skotinn til bana í þeirri ferð“. Og Kennedy var myrtur. Warren-nefndin var sett á lagg- irnar og niðurlag skýrslunnar hljóðaði: Lee Harvey Oswald myrti forsetann. Hinn opin- beri sannleikur taldist fundinn — en var hann það í raun? Um það faefur verið deilt frá þeirri stundu að prentsvertan þornaði á Warren-skýrslunni. Og síðan hefur mikilli prent- svertu verið eitt í öllum heims- hornum, og enn virðist gátan um ,,-morð aldarinnar" standa opin og kalla á lausn. Á laðgardaginn hé’t Jim Garrison, rikissaksóknari í Lou- isana blaðamannafund í New Orleans. Hann tjáði spenntum blaðamönnum, að hann stjórn- aði á eigin spýtur rannsókn- um á Kennedy-morðinu með þann grun í brjósti, að um samsæri faafi verið að ræða. Blaðamenn fengu að ræða við David Lewis, sem sagður er koma fram sem vitni i sam- bandi við rannsóknina og hann sagði: „Svo mikið má ég segja, að fjórir eða fimrn menn stóðu á bak við morðið á Kennedy, forseta og búa surn- ir enn í New Orleans. Ée mun ekki fletta ofan af þeiin fyrr en Garrison leyfir“. Og frek- ari upplýsingar heiur Garrison ekki leyft enn. Rannsóknin heldur áfram og enn er Kenne dymorðið komið á foi- síðu heimsblaða. Deilan um birtingu bókarinnar „Death of a President“ hefur hjaðnað i bili, en Stern í Þýakalandi og Vikan á íslandi ky.nna bók- ina lesendum. í Washington hristu menn höfuðið og sögðu: Þe-tta er bara auglýsingabrella hjá saksóknaranum. Menn hafa svo sem áður reynt að vekja á sér athygli með skrifum um Kennedy-morðið. Annars stað- ar settu menn upp svip og sögðu: Já vi-ssi ég ekki — Warren-s'kýrslan er bara prent svertueyðsla. — Og nú er vika liðin. Blöð um allan heim leggja spurninguna fyrir sjáif sig og lesendur sína: Var það samsæri eða ekki? Á miðvikudag skýrðu frétta stofur frá því, að David Ferrie hefði fundiz-t látinn á heimili sínu í New Orleans, en hann var talinn mikilvægasta vitni i sambandi við rannsókn Garri- sons. Og nú vildu margir sleppa spurningarmerkinu og segja: Það var samsæri. Þá rifjuðust upp frásagnir af svip- uðum örlögum fólks sem á ein hvern hátt kom við sögu á og eftir örlagadaginn í Dallas. Hafði enn einn bætzt í hóp „dauðu vitnanna“, fólksins, sem minnst var á í sambandi við Kennedy-morðið og flutt var látið á Parkland-sjúkrahúsið í Dallas eða lézt þar? Kennedy dó á sama sjúkrahúsi, og Jack Ruby, sem drap Oswald (-Ka- in drap Abel-) gaf þar upp öndina, „helsjúkur af krabba- meini“. Á fimmtudag kom s-vo stóra fréttin: David Lewis, fyrrver- andi leynilögreglumaður og síð ast starfsmaður á bílastöð í New Orleans var horfim. Og ekki nóg með það: Kona hans og fjögur börn voru einnig á bak og burt. Er að undra, þótt Garrison brygði í brún og væri eilítið sva-rtsýnn, er hann tal- aði við blaðamenn samdægurs. Síðar um kvöldið gaf Lewis sig fram við lögregluna, en án konu og barna. — Um svipað leyti kom úrskurður líkskoðunar- manna: David Ferrie hafði lát- izt af heilablœðingu. Heilaæð hafði sprungið. En hvað þá am öll pilluglösin, sem fundust i íbúð hans? Niðurstöður á hugs anlegri eitrun sem banameini, verða ekki kunnar fyrr en eft- ir viku. — Þrettánda vitnið í Kennedy-málinu var þagnað. Garrison sagði á blaðamanna- fundinum, að hann hefði ver ið búinn að ákveða að hand- taka Ferrie í næstu viku, þar sem hann taldi sig hafa sannan- ir fyrir því, að Ferrie hyggð- ist koma meintum samsæris- mönnurn undan. Garrison er því varla láandi, þótt h-ann bæði um, að Miguel Torres, sem á að hafa verið nábúi Os- walds, meðan hann var í New Orleans skömmu fyrir morðið, yrði flu-ttur á öruggan stað. Torres afplánar níu ára fang- elsisdóm fyrir innbrot og Garri son segist hafa fengið hann fluttan milli fangelsa, þar sem hann óttaðist um líf fangans. Torres er talinn mikilvægt vitni. Hin þekkta ítalska blaða- kona, Orina Fallaci, fór til Dallas að kynna sér öll a-triði í sambandi við lát næturklúbba eigandans Jack Ruby Hún tal aði við fjölda manna, sem fjöll uðu um mál hans og sömu- leiðis -kannaði hún voveifleg örlög vilnanna, sem „létust" áður en þau kæmu fyrir jarð- neskan rétt. Fallari talaði við Phil Burleson, lögfræðing Ruby sem talaði opinskátt um ótta skjóls-tæðings síns um að verða myrtur: „Ég vissi ekki, hvern- ig dauða Rubys myndi bera að höndum, en ég losnaði aldrsi við þá ti'lfinningu, að eitthvað voðalegt myndi ske. Ég sagði Ruby að vera varkárum. Hann var sannfærður um, að hann yrði myrtur — af því að hann væri Gyðingur. Hann sagði, að líf sitt væri í hættu og það væri aðeins tímaspurning, hve- nær kallið kæmi.“ Þegar Earl Warren, formað- ur Warren-nefndarinnar yfir- heyrði hann grét Ruby og hrópaði: „Yðar hátign, ég get ekki talað. Hér er ég i hættu. Farið með mig til Washington, hér er ég hræddur." Fallaci talaði við Mark Lane, lögfræðing móður Oswalds g hann sagði við hana rétt fyrir dauða Rubys: „Ruby er í faættu og það ekki fyrst, þá er hann kemur úr fangelsinu.“ Mark Framhald á 22. síðu. DAVID FERRIE Hann var flugmaSur og rak lítiS flugfélag. Hann hafSI komiS fram á blaSamannafundi meS Garrison og sagf: 'Fjórir eSa fimm menn stóðu á bak viS forsetamorðiS. — Garrison ætlaði aS handtaka hann. Ferrie fannst látinn í íbúS sinni. 16. vitniS var látlS. NANCY J. MOONEY Hún var nektardansmær f nætur- klúbb Rubys og útvegaSi manni þeim, er skaut á vitni í máli Oswalds, fjarvistarsönnun. Hún hengdi sig i klefa sínum. LíkiS var flutt í Parkland-sjúkrahúsiS. BENEVIDES Hann var skotinn. Var kúlan ætl- uS bróSur hans, Domingo? Ben- arides hafði séS morðingja lög- regluþjónsins, Tippit, og fullyrti: ÞaS var ekki Oswald. Edward Ben arides var fluttur helsærSur á Parkland-sjúkrahúsiS. Þar lézt hann. TOM HOWARD Hann var fyrsti lögfræSingur Rubys. Daginn, sem skjólstæSing- ur hans skaut Oswald, fór hann til íbúSar Rubys. Einhver hafSi veriS þar á undan honum og leit aS í öllum hirzlum. Howard var hjartveikur. Honum hrakaSi. Hann var fluttur í Parkland- sjúkrahúsiS. Hann lézt þar. WILLIAM WHALEY Hann veitti Oswald fjarvistarsönn un, þar eS hann fullyrti: Þegar Kennedy var skotinn sat Oswald í leigubifreiS minnl. — Þremur árum síSar var ekiS á bifreiS Whaleys. Hann var flut+ur stór- slasaSur á Parkland-sjúkrahúsiS. Þar lézt hann. EARLINE ROBERTS Hún var húsmóSir Oswalds og sagði: Þegar Tippit var skotinn, sá ég Oswald á vagnstöS, víSs- fjarrl þeim staS, er verknaSurinn var framinn á. — Eftir þrotlaus- ar yfirheyrslur fékk hún hjarta- lost. Hún var flutt á Parkland- sjúkrahúsið. Þar lézt hún. "'§4>' JACK RUBY Hann skaut Oswald fyrir augum varSmanna. Hann var dæmdur til dauSa i Dallas. MáliS var tekiS upp og ný réttarhöld áttu aS fara fram. Hann talaSi í sífeilu um, aS sótzt væri eftir lífi sínu. Hann fékk skyndilega krabbamein. -Hann var fluttur í Parkland- sjúkrahúsið'. Þar lézt hann. JIM KOETHE Hann var blaSamaSur og fór meS Whaley eltt sinn til ibúSar Rubys. Tveim árum síSar var hann drepinn. MorSinginn fannst aldrei. LikiS var flutt í Parkland- sjúkrahúsiS. FRANK MARTIN Hann var lögregluforingi í Dall- as og hélt þvi fram, aS Kennedy hefSi orSiS fórnarlamb samsæris. Skömmu síðar veiktist hann af krabbameini. Hann var fluttur i Parkland-sjúkrahúsiS. Hann lézt þar. LEE BOWERS 'Hann var brautarvörSur í Dallas og hafSi sagt: Oswald var ekkl einn aS verki. Eg sá aS skotiS reið af framan viS bilalest for- setans. Tveimur og hálfu árl síS- ar lenti Bowers í bílslysi. Hann var fluttur f Parkland-sjúkrahús- iS. Hann lézt þar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.