Tíminn - 07.03.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.03.1967, Blaðsíða 16
'9 <* 55. tbl. — Þriðjudagur 7. marz 1967. — 51. árg. Mannbjörg varð er Bjarmi II. strandaði OÓ—Reykjavík, mánudag. Vélbáturinn Bjarmi II EA-110 f rá Dalvík, strandaði um miðnættið í nótt austan við Stokkseyri. — Biörgunarsveitir frá Eyrarbakka og Stokkseyri og bændur í ná- grenni við strandstaðinn björguðu áhöfninni, 12 mönnum, og voru þeir allir konmir í land kl. 6 í morgun. Báturinn stendur enn í brimgarðinum um 200 metra frá landi og er óvíst hvort tekst að ná honum út, en afturlestin er full af sjó. Athugað verður í 4ag hvort mögulegt er að bjarga skip- inu. Bjarmi II er 262 rúmlestir að stærð, byggður úr stáli í Noregi fram- sóknar- vistin Næsta Framsóknarvist verður að Hótel Sögu fimmtudaginn 9. marz, og hefst kl. 20,30. 1 Að lokinni vist- j inni flytur And- § rés Kristjánsson ritstjóri, ávarp. Síðan verður stiginn dans, og [ leikur liljómsveit : Ragnars Biarna- 1 sonar fyrir dans- inum. Glæsileg verðlaun verða veitt að vanda. — Vissara er fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma, þar sem búast má við miklu fjöl- menni. Aðgöngumiða má panta í símum 15564 og 16066. — Stjórn- andi vistarinnar verður Markús Stefánsson. 1963 og lengdur í fyrra. Eigandi er útgerðarfélagið Röðull h.f. á Dalvík. Bjarmi II var að koma frá Hafn Pramhald a bls. 15 Fórst í húsbruna KJ-Reykjavík, mánudag. Fimmtíu og fimm ára gamall mað ur lézt I húsbruna í Reykjavik aðfaranótt sunnudagsins. Var maðurinn einn í húsinu, en ná- granni gerði aðvart um eldinn, og var allt varalið slökkviliðsins kall að út. Gunnar Sigurðsson varaslökkvi- liðsstjóri tjáði Tímanum í dag að tilkynnt hefði verið um eld að Efstasundi 31 klukkan 02.24 aðfaranótt sunnudagsins, og skömmu síðar þegar siökkviliðið var farið af stað kom önnur til kynning um að logaði upo úr nús inu, og var þá sjúkrabíll sendur á staðinn og varaliðið kallað út. Er á staðinn kom logaði ui uig an þaki hússins, húsið fullt at reyk, og talið að maður væri þarna inni. Fannst maðurinn fljót lega upp í risi i fremra herbergi, og mun hann þá þegar hafa verið látinn, en hann var strax fluttur á Slysavarðstofuna þar sem hann var úrskurðaður látinn. Eldurinn var allur í innra herberginu í ris inu, og rétt innan við dyr herb.erg isins fannst rafmagnsofn með glóðarkeflum á gólfinu. Var gólf- ið brunnið undan ofninum og eins gafl á legubekk. Eldurinn virðist hafa farið eftir spónum undir gólfinu og þannig upp í súðina SV-megin, en þar var eldurinn mestur og inn á milli þilja, Varð að rjúfa þakið og gera gat á Framnato s ols 15 Pélag Framsóknar- kvenna Félag Framsóknarkvenna heldur fund í dag, þriðjudag, kl. 8.30 í télagsheimilinu að Tiarnar- gö»u 26. Fundarefni; 1. Dr. Krisij- án Eldjárn, b.ióðminjavörður Fiyt ur ennd? um Þjóðminjasafn Is- lands 2 Kosnij fulltrúar r flokksþing Framsóknarflokksins. 3. Felagsmál. — Athygli skal vak- in a því, að erindi di. Kristjáns Eldjárn hefst kl. 8,45. — Stjómin. Framsóknarfélag Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjfávíkur1 heldur fund í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg miðvikudaginn 8. marz og hefst hann klukkan 8,30. Einar Ágústsson og Kristján Thorlacius ræða um kosningarnar og kosningaundirbúninginn. Kjörn ir verða fulltrúar á flokksþing Framsóknarflokksins. — Stjórnin. Einar Kristján Elmo Nielsen um hlutdeild Páls Jónassonar í ,,faktúrumálinu”: HAFÐIMILLIGÖNGU UM VIÐSKIPTI SAMKVÆM T FÖLSUÐUM FAKTÚRUM Aðils, Kaupmannahöfn, mánud. P. Eicli, stórkaupmaður, viður kenndi við réttarhöld í faktúru inálinu svonefnda í dag, að liann og Elmo Nielsen hefðu orðið sam mála um að gefa út falsaðar fakt úrur til þess að láta bókhald Niel | sens ganga upp. Þá hefur og komið fram, að I Nbrdqvist, forstjóri, sem er ann að aðalvitni | ið falsaðar | Nielsen. j Nordqvist I 'hann muni málsins, pantanir hefur útbú- til Elmo hefur tilkynnt, að ekki koma til yfir- heyrslu í málinu í Kaupmanna- höfn, af ótta við skuldunauta sína. Hann dvelst nú í Kanda. Einka ritari Nordqvist hefur borið fyrir rétti, að Nordqvist hafi beðið hana að útbúa alls tíu pantanir á nöfn bandaftskra fyrirtækja, stílaðar á Elmo Nielsen, fyrir alls 297 þús- und danskar krónur. P. Eidh dróst þannig inn í þetta mál, að við uppgjör eftir brunann kom í ljós, að hann var talinn skulda Hovedstadens Möblefabrik 104 þúsundir danskra króna, en hann hefur lýst því yfir, að hann hafi aldrei pantað, keypt eða mmmmmmmmmmmmmmmm^mmm^ ÞEIR FORUST MEÐ FREYJU Fjórir menn fórust með véibátnum Freyju frá Súða vík sem sökk í mynni ísa- fjarðardjúps, miðvikudag- ínn I. marz. Þeir voru allir frá Súðavík. Skipstjóri var Birgir Benjamínsson, 38 ára. Hann var kvæntur og átti þrjú stjúpbörn, son og fósturdóttur. Aðrir sem fór. ust með Freyju voru: Jón Lúðvík Guðmundsson, stýri maður, 17 ára, stjúpsonur Birgis skipstjóra. Hann læt ur eftir sig unnustu. Páll Halldórsson, 2. vélstjóri, 50 ára. ókvæntur og barnlaus, Jón Hafþór Þórðarson, 21 árs, lætur eftir sig unn- ustu og tvö börn. fengið þær vörur, sem skrifaðar eru á hans nafn í bókhaldi Hov edstadens Möbelfabrik. .4 sama hátt er Elmo Nielsen sakaður um að hafa gefið út falsaðar faktúr ur að.upphæð kr. 94.800.00, dansk ar, á íslenzkt fyrirtæki, sem síð- ar kom í Ijós, að ekki var til þeim tíma. Að því er Elmo Nieisen segir, hafði Páll Jónassoi haf* þarna milligöngu, og hafi hani, viðurkennt að hafa gefið út, fals aða pöntun. Réttarhöldum verður frarn haldið á miðvikudag og verður þá ákæran um íkveikju tekin fyrir. Ákærandi og verjandi búast við að þurfa hvor einn dag til að flytja ræður sínar í bessu um- fangsmikla máli. Fundir SUF og FUF í Birgir Benjamínsson Jón Hafþór ÞórSarson Jón Lúðvík GuSmundsson Páll Halldórsson Borgarnesi ogAkranesi Samband ungra Framsóknar- manna gengst fyrir almennum fundum um helgina í samvinnu við Félag ungra Framsóknarmanna í Mýrasýslu og FUF á Akranesi. Fyrri fundurinn verður haldinn laugardaginn 11. marz á Hótel Borgarnesi og hefst hann kl. 2 e-h. Síðari fundurinn verður haldinn í Framsóknarlnísinu á Akranesi og hefst hann kl. 4 s.d. — Á fund- unum verður rætt um ný viðhorf í íslenzkum stjórnmálum og munu menn úr stjórn SUF flytja fram- söguerindi ásamt heimamönnum. Síðan verða almcnnar umræður og einnig verður svarað spurning- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.