Tíminn - 07.03.1967, Blaðsíða 13
ÞRIÐJXJDAGUR 7. marz 1967
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
13
Arnór GuSbjartsson, slgurvegari
b-flokki.
3. deildar liö sigraöi í
bikarkeppni deildaliöa!
í 1. deild náðí Liverpool aftur forystu með því að sigra Stoke
Ármenningar
sigursælir
Reykjavíkurmótinu í svigi var
fram haldið um helgina og þá
keppt í b og c flokki karla,
drengjaflokki og telpnaflokki. Ár-
menningar urðu sigursælir og
unnu í öllum flokkum. Keppnin
fór fram í Hamragili, en upphaf
lega hafði verið ráðgert, að hún
færi fram við Skíðaskálann í
Hveradölum. Þegar til kom, var
lítffl snjór þar, svo flytja varð
mótið-
Umsjón mótsins var í höndum
Skiðaráðs Reykjavíkur og var Þór
ir Lárusson, formaður ráðsins,
mótsstjóri. Leifur Gíslason, skíða
maður úr KR lagði brautina, sem
var erfið, og þurfti þó nokkra
kunnáttu til að komast hana niður.
Hörðust var keppnin í drengja
flokki milli þeirra Tómasar Jóns
sonar Árm. og Haralds Haraldsson
ar ÍR. f fyrri umferð hlaut Har-
aldur Haraldsson tímann 26,8 sek-
en Tómas 26,9 sek. f síðari um-
ferð fékk Haraldur 26,5 sek., en
Tómas ,keyrði“ af miklum hraða
og öryggi og náði 24,4 sek. Með
því hlaut hann sigur í drengjafl.
Reykjavíkurmótsins.
Hér á eftir fara úrslit í einstök
um flokkum og getið um saman
lagðan tíma
B. fl. karla 41 hlið, 205 m. löng
fallhæð.
Arnór Guðbjartsson Á 85,8
Ágúst Björnsson ÍR 102,8
C. fl. karla 36 hlið 180 m. löng
fallhæð 115 m.
Bergur Einarsson Á. 79,7
Bragi Jónsson Á 81,5
Jóh. Jóhannss. Á 97,4
Drengjafl- hlið 28, 130 m löng og
fallhæð 90 m.
Tómas Jónsson Á 51,8
Haraldur Haraldss. ÍR 53,3
Þórarinn Harðarson ÍR 85,2
Telpnafl.
Áslaug Sigurðard. Á 69,3
Auður Harðardóttir Á 75,1
Jóna Bjarnadóttir Á 94,5
Hundrað þúsund áhorfendur sáu
þriðju deildar liðið Queens Park
Rangers (fyrsta atvinnuliðið, sem
lék hér á íslandi) sigra í bikar-
keppni ensku deildaliðanna á
Wembley-leikvanginum á laugar-
dag, 3-2, í hörku skemmtilegum
leik við WBA úr 1. deild og sigur
vegara í þessari keppni í fyrra.
Þetta er í fyrsta sinn, sem úr-
slitaleikur í þessari keppni er
hóður á Wem'bley, og það leit
sannarlega ekki vel út fyrir QPR
eftir fyrri hálfleikinn. Útherjinn
Clark, sem QPR seldi til WBA
fyrir sex árum, hafði þá tvívegis
skorað fyrir lið sitt, og útlit var
fyrir stórsigur 1. deildar liðsins.
En taflið snérist við í síðari hálf-
leik, og QPR réði þá alveg gangi
leiksins. Fljótlega tókst þeim Morg
an og Marslh að jafna — og átta
mín. fyrir leikslok skoraði Lazar
us sigurmarkið við gífurlegan fögn
uð áhorfenda sem að miklum meiri
hluta héldu með QPR, enda liðið
frá Lundúnum, auk þess sem Bret
ar eru þekktir að halda með þeim
sem þeir álíta „minni máttar.“
Sigurvegarar í þessari keppni
leika fyrir Englands hönd í borg-
arkeppni Evrópu, þó með því
skilyrði, að liðið sé annað hvort í
1. eða 2. deild. QPR leikur í 3.
deild — og er þar langefst — og
ætti því að geta uppfyllt það
skilyrði, þar sem allar líkur eru
á, að liðið verði í 2. deild næsta
keppnistíimabil.
Liverpool náði aftur forustu í
1. deild á Englandi á laugardag
inn með því að sigra Stoke 2-1 á
Anfield Road, en Maneh. Utd. lék
í Lundúnum á föstudagskvöld við
Arsenal og gerði jafntefli 1-1. Á-
horfendur voru 63 þúsund — eða
10 þús fleiri, en á nokkrum leik
hjá Arsenal í vetur. Arsenal skor
aði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik
en Aston jafnaði fyrir United —
!og síðari hálfleikur var líkari
I hnefaleikakeppni en knattspyrnu-
: leik.
Úrslit á laugardag urðu annars
þessi.
1. deild
Aston Villa—Tottenham 3-3
Blackpool—Nottm. Por. 1-1
Ohelsea—Fulham 0-0
Leicester—Everton 2-2
Maneh. City—Burnley 1-0
Southampton—Leeds 0-2
Sunderland—Newcastle 3-0
2. deild
Blackburn—Birmingham 1-0
Framhald á bls. 12.
Rvíkurmótið
í badminton
Reykjavíkurmótið i badmin-
ton fer fram í Valshúsinu 18. og
19. marz. Þátttöku ber að til-
kynna til Kristjáns Benjamins-
sonar í síðasta lagi fyrir 14. þ.m.
í síma 24368.
Birgir Jakobsson undr körfunni. Til vinstri er Einar Bollason, sem skora'ði
flest stig fyrir Reykjavík.
Óvænt úr-
slit í 1.
deild kvenna
Alf — Reykjavík. Mjög
óvænt úrslit urðu f leikjum
1. deildar kvenna í hand-,
knattleLk, sem háðir voru á
sunnud. Fram gerði jafn-
tefli við Rjvíkur- og íslands-
meistara Vals 7:7, í jöfn-
um leik, og er þetta í fyrsta
skipti í langan tíma sem Val
ur tapar stigi. Fram-stúlkurn
ar með Geirrúnu Theódórs-
dóttur í broddi fylkingar,
náðu í byrjun 3-0 forskoti,
en í hálfleik var staðan 4-3
Fram í vil. f síðari hálfleik
jöfnuðu Valsstúlkurnar og
komust tvívegis yfir, en
leiknum lauk 7-7, eins og
fyrr segir. Má segja, að það
hafi verig sanngjörn úrslit
eftir gangi leiksins. Sóknar
leikur Vals var slakur og
vantaði allan hreyfanleika.
Skoraði Valur aðeins 2
mörk úr langskotum e®
3 úr skyndiupphlaupum og
2 af línu. Sigrún skoraði
4 mörk, Erla 2 og Ragnheið
ur 1. Hjá Fram var Geirrún
virkust og skoraði 4 mörk.
Svandís skoraði 2 og Hall-
dóra 1.
Helzti keppinautur Vals
um fslandsmeistara.titilinn,
Framhald á bls. 12
J
Varnarliðsmenn séttu sig und-
ir iokin en tókst ekki að jafna
Alf.-Reykjavík. — Rcykjavíkur-
liðið í körfuknattleik sigraði úr-
valslið varnarliðsmanna af Kefla-
víkurflugvelli 54:51 í leik sem
háður var á sunnudaginn. Allan
tímann var Reykjavífeur-IiðiJ
sterkari aðilinn og hafði forustu.
Staðan í hálfleik var 31:21, en
undir lokin sóttu varnarliðsmenn
sig og tókst að minnka bilið nið
ur í 3 stig, 52:49. Þá hafði Helgi
Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hald
ið Einari Bollasyni, Agnari Frið
rikssyni og Gunnarj Gunnarssyni,
út af og gefið yngri leikmönnuni
tækifæri til að reyna sig.
Þetta kom ekki að sok og urðu
lokatölur 54:51. í rauninni þurfti
Reykjavíkur-liðið ekki að leggja
mikið á sig til að vinna. Lið
Frambald á bls. 12.
Erm einu sinni er ísland sett
i riðil með austantjalds-landi
íslenka unglingalandsfiðið í knattspyrnu í riðli með Pólverjum og Svíum
Alf-Reykjavík. — Samkvæmt
upplýsingum, sem íþróttasíðan
fékk hjá Björgvini Schram, for-
manni Knattspyrnusambands ís-
lands, mun ísland taka þátt í
Norðurlandamóti unglinga, sem
háð verður í Finnlandi í júli n.k.
Er þetta í þriðja sinn, sem ís-
land tckur þátt í keppninni, og
jafnframt er þetta i þriðja sinn,
sem ísland er sctt j riðil með
austantjalds-landi í keppninni.
Sá háttur hefur verið hafður á,
að Norðurlöndunum 5, þ.e. Dan
mörku, Svíiþjóð, Noregi, Finn-
landi og íslandi, hefur verið skipt
í tvo riðla, og til þess að fylla
upp í annan riðilinn hefur einu
austantjalds-landi jafnan verið
boðin þátttaka. í fyrsta skipti
var Rússum boðin þátttaka og
lenti ísland þá í riðli með þeim
og Dönum. í annað skipti var
'Pólverjum boðin þátttaka og lenti
ísland í riðli með þeim og Svíum.
Og í þriðja skipti, þ.e. í keppn
inni, sem fram á að fara í ár,
] er ísland enn setl í riðil með
;austantjalds-landi. Pólverjar sig‘
urvegarar j síðustu keppni, verða
aftur með nú, og er ísland í riSIi
með þeim og Svíum.
Björgvin Sdhram sagði, að KSÍ
hefði gert athugasemd út af bessu
enda ekki einleikið, að ísland
lendi alltaf í riðli með sterkustu
Iþjóðunum. Fyrir bragðið hefur
Island ekki enn leikið gegn Finn
um og Norðmönnum í keppninni.
tr&OatiSr--