Tíminn - 15.03.1967, Síða 9

Tíminn - 15.03.1967, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. marz 1967 Útgefandl: PRAMSÚKNARiFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Kitstjórar: pórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Krtstjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fu'lltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang- (ýsingastj.: Steingrtmur Gislason Ritstj.skrifstofur > Bddu- húsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti ) Al. greiðslusimi 12323 Auglýslngasiml 19523 Aðrar skrifstofur, siml 18300 Askriftargjald fcr 105.00 á mán Innanlands. — il lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA n. t. Bráðabirgðaúrræðin Undaixíarna daga hefur Alþingi rætt um frv. ríkis- stjórnarinnar um bráðabirgSaaðgerðir til að koma í veg fyrir stöðvun fiskveiðanna og fiskiðnaðarins. Þær um- ræður hafa leitt í ljós, eins glöggt og verða má, að þar er aðeins tjaldað til einnar nætur. Bæði fulltrúar út- gerðarinnar og fiskiðnaðarins lýsa yfir þvi, að þessar að- gerðir séu alveg ófullnægjandi og færa ótvíræð rö’k máli sínu til stuðnings. Útgerðarmenn og eigendur fisk- vinnslustöðva sætta sig við þessar bráðabirgðaaðgerðir í trausti þess, að raunhæfari og víðtækari ráðstafanir verði gerðar síðar á þessu ári. Um þetta gildir hið sama og hina svonefndu verð- stöðvun. Henni er ekki ætíað að gilda nema fram á haustið. Þá verða þrotnir þeir peningar. sem hægt er að verja til niðurborgana, og sennilega mun fyrr. Forsætisráðherrann hefur játað í umræðum í þinginu, að ætlast sé til að þingið taki þessi mál til nýrrar með- ferðar strax eftir kosningar. Það ber þannig allt að sama brunni. Með hreinum bráðabirgðaráðstöfunum hefur ríkisstjórnin keypt sér frest fram yfir kosningarnar. í skjóli þessara bráðabirgða- ráðstafana á að reyna að leyna þjóðina því, hvernig komið er. í kosningabaráttunni ætla stjórnarflokkamir að halda því fram, að allt sé í stakasta lagi, þjóðin þurfi ekki neitt að óttast, ef þeim verði falið að stiórna áfram. Þjóðin hefur kynnzt slíkum starfsháttum stjórnar- flokkanna áður. Árið 1959 fór stjórn Alþýðuflokksins með völd, studd af Sjálfstæðisflokknum. Hún hélt dýr- tíðinni í skefjum með hreinum bráðabirgðaráðum og síauknum niðurgreiðslum. Fyrir kosningarnar um haustið var þjóðinni sagt, að nú væri búið að stöðva dýrtíðina. Nu væri ekki annað að gera en að kjósa Alþýðuflokk- inn og Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti þjóðarinnar trúði þessu. Fyrsta verk þessara flokka eftir kosningar var að fella gengið miklu meira en þörf var á, afnema dýr- tíðaruppbætur á laun, draga úr íbúðabyggingum og þrengja lífskjörin á margvíslegan hátt. Þessi saga mun endurtaka sig nú, ef stjórnarflokk- arnir halda völdum. Stjórn þeirra er orðin þreytt og uppgefin og kann ekki annað til verka en að endurtaka gömlu misheppnuðu „úrræðin“ Það, sem þarf, er ný stefna, sem miðar að því að létta álögum af framleiðsl- unni, skapa viðunanleg lánskior og gera henni á þann hátt mögulegt að tryggja almenningi bætt lífskjör. Slíkt getur ekki orðið, nema þjóðin skipti bæði um stjóm og stefnu í næstu þingkosningum. List, sem laðar Ánægjulegt er til þess að vita, hve sýningin á mál- verkum Þórarins B. Þorlákssonar í Listasafni ríkisins, hefur verið vel sótt. Fregnir nerma að sýningargestir séu orðnir um sex þúsund, og er nú ákveðið að sýningin verði opin fram yfir páska. Þórarinn B. Þorláksson er meira en frumherjinn í íslenzkri inálaralist. Hann var í senn snjal! og lærður listamaður. Af því að þetta tvennt fór saman, er hann okkur svo mikilvægur. Að skoða verk hans er áhrifarík kennslustund. ekki aðeins verðandi listmálurum, heldur þeim, sem vilja þjálfa sig til þess að njóta góðrar málara- listar. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Samþykkir De Gaulle nú aðild Breta að Efnahagsbandalaginu? Úrslit þingkosninganna eru líkleg til að stuSla að því Mendes France aö kjósa ÚRSLITIN í síðari umferð þingkosuinganna í Frakklandi urðu talsvert á aðra leið en spáð hafði verið. Spádómarnir hljóðuðu yfirléitt á þann veg, að Gaullistar myndu halda vel meiriihlutanum eða fá frá 255 —280 þingsæti, en þingsæti eru alls 483. Niðurstaðan varð sú, að þeir fá 244 eða 245 þing- sæti eða 10 færri en þeim hafði verið spáð minnst og um 40 færri en þeir höfðu fyrir kosn- mgarnar. Þessi tæpi meirihluti beirra nægir til þess, að þeir geta myndað meirihlutastjórn á þingi, en hins vegar þurfa þeir helzt á meiri yíuðningi að halda til þess að geta komið fram málum. Líklegt þykir, að beir leiti beins eða óbeins stuðnings miðflokks Lecanuets, sem beið mikinn ósigur í kosn- ingunum. Reyndist hér sem oft- ar erfitt fyrir miðflokk að haida stöðu sinni, þegar tvær aðalfylkingar berjast, Gaullist- ar voru öðrum mogin og bandal. vinstri flokkanna hinum meg- »n. Fyrir kosningarnar hafði Lecanuet lýst yfir því, að hann myndi styðja Gaullista, ef þeir þyrftu á að halda á þingi. Ekki ■ít olíklegt, að Gaullistar þiggi bað boð, þar sem bersýnilega skiptir miklu fyrir þá í fram- tíðinni, að ná samfloti við mið- flokkinn. Litlar líkur eru til pess, að Gaullistar haldi velli í næstu kosningum, nema þeim takist að ná einhverri sam- vinnu við miðflokkinn. ÞAÐ KOM nokkuð á óvart, að vinstri flokkarnir fengu hag stæðari úrslit en búist hafði verið við. Sigur sinn eiga þeir vafalaust fyrst og fremst pvi að þakka, að mikil óánægja er með stjórn de Gaulles á sviði innanlandsroála. Bæði bændur og launþegar eru óánægðir með kjör sín, enda hefur stjórn de Gaulle verið íhaldssöm í kjara- málum. Vinstri flokkarnir og bó einkum kommúnistar deildu 'yrst og fremst á de Gaulle tyrir stjórn innanlandsmálanna. en héldu utanríkismálum lítt tram. Um sinn lýstu komm- únistar stuðningi við utanríkis- stefnu de Gaulle, eins og t. d. v.arðandi afstöðu hans til NATO og viðleitni hans til að bæta sambúðina við Austur-Evrópu. Sumir telja, að afstaða de IGaulle í þessum málum hafi verið óbeinn stuðningur við fcommúnista, þar sem hún hafi iregið úr einangrun þeirra varð andi utanríkismálin. Aðrir halda því fram, að það sé þess- ari afstöðu de Gaulle að þakka, ið ósigur Gaullista varð ekki .niklu meiri i kosningunum. EFTIR kosningarnar er nú nest um það rætt, hvort úrslit þeirra muni hafa einhver áhrif á stefnu de Gaulles. Líklegt oykir, að de Gaulle muni sjálf- ’ir halda því fram, að þau muni sngu breyta um stefnu hans. FullvíSt þykir líka, að hann felii þau stuðning við afstöðu hans til NATO og Bandaríkj- anna. Hins vegar þykir ekki ósennilegt, að þau geti breytt einhverju um afstöðu hans til aðildar Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Andstaða hans gegn aðild Breta var t.d. harðlega fordæmd af miðflokkn um, sem Gaullistar þurfa nú helzt að eiga vingott við. — Méndes-France, sem náði kosn ingu og de Gaulle er talinn meta mest af andstæðingum sínum, fordæmdi líka þessa af- stöðu hans. „Evrópa er ekki Evrópa, án Bretlands" sagði Mendes-France í kosningaræð- ■im sínum. Hins vegar lýsti Mendes-France sig í stórum dráttum sammála de Gaulle varðandi afstöðuna til NATO jg Bandarikjanna. Sá orðrómur barst út í sáð- asti. viku, að Frakkar gætu hugsað sér að veita Bret- landi aðild að Efnahagsbanda- laginu, en ekki fleiri ríkjum í bráð. Hin ríkin, sem leitað hafa eftir inngöngu, yrðu að sætta sig við aukaaðild, a. m. k. fyrst um sinn. Ástæðan er sögð sú, að Frakkar vilji ekki hleypa inn ríkjum, sem þykja líkleg til að fylgja Bretum að málum, meðan bandalagið er í sköpun. Slíkt gæti veitt Bret um óeðlilega mikil áhrif innan bandalagsins. Frá London berast þær frétt ir, að Wilson sé að verða von góður um, að de Gaulle fallist á aðild Breta. Wilson mun lika reiðubúinn til að ganga langt til móts við de Gaulle. ÞÓTT kosningaúrslitin séu ekki líkleg til að breyta neinu , varðandi utanrikisstefnu de ’ Gaulles, nema þá i sambandi við aðild Breta að Efnahags- bandalaginu, munu þau að lík- indum hafa veruieg áhrif á af- stöðu Gaullista varðandi inn anlandsmálin. Úrslitin hafa ieitt ótvírætt í Ijós, að almenningur er óánægður með stjórn þeirra, einkum þó bændur og launþegar. Ef GauUistar eiga að gera sér nokkrar vonir umx að halda völdum eftir daga de Gaulles, verða þeir að koma miklu meira til móts við kjara kröfur almennings, en þær snerta ekki aðeins hærra kaup, heldur bætt húsnæði, betri menntunarskilyrði o. s. frv. Þótt þingið hafi takmörkuð völd samkv. stjómarskrá þeirri, sem de Gaulie hefur sett Frakk landi, munu áhrif þess tvímæla- laust aukast við þá breytingu, sem nú hefur orðið á flokka- skipun þar. Vinstri menn geta látið miklu meira taka til sín. Ekki sizt mun þvi verða veitt athygli, hvort Mendes-France tekst að láta eitthvað að sér kveða. Heppnist honum það, hafa andstæðingar Gaullista ekki annað sigurvænlegra for setaefni í næstu forsetakosning um. Þó munu kommúnistar sennilega ragir við að styðja | hann. sökum þess, hve óháður | hann er. ÞJ>. 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.