Tíminn - 15.03.1967, Qupperneq 14

Tíminn - 15.03.1967, Qupperneq 14
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 15. marz 1967 14 FLOKKSÞINGIÐ Framhald af bls. 1 er að setj'a í áaetlanir og hvernig því þýðingarmesta verði komið í framkvæmd. Auðvitað verða aldrei allar framkvæmdir settar í áætlanir né öllu stjórnað, en taka verður fyrir meginþætti og tryggja þeim framkvæmd. Skynsamlegur og farsæll áætl unarbúskapur getur ekki komizt í framkvæmd, nema hann sé byggður á samstarfi stjórnarvaid- anna annars vegar og einstaklings framtaks og félagssamtaki hins vegar. Slíkur búskapur getur ekki orðið byggður á einhliða starfi stjórnarvaldanna. Allt veltur á lífsnauðsynlegu samstarfi, ekki bara með málfundasniði heldur varanlegu, nánu og ræktu af dugnaði, myndarskap og áhuga og ég trúi því, að þessi stefna komist svo bezt í framkvæmd að út verði boðið unga fólkinu i einstaklingsrekstri, félagsrekstri, félagasamtökum, frá visind- unum og af hálfu ríkisvaldsins til þess að vinna að framkvæmd 'hennar. Eg tel að unga fólkin.i sé bezt trúandi til þess að tak ast á við þessi þýðingarmiklu víerk efni eftir nýjum leiðum og hleypi dómalaust. Hér er ekki um haftastefnu að ræða heldur jákvæða leið. Kjarn inn er, að höfuðvandinn verði leystur með samstarfi og forustu, til þess að koma því framfyrir í þjóðarbúskapnum, sem mesta þýð inigu hefur, til þess að efla vel meg.un atvinnuveganna og menn ingarlíf með þjóðinni". VÍNLANDSKORTIÐ Framhald af bls. 16 munu lögreglumennirnir Eyjólfur Jónsson, Sveinbjörn Björnsson, Rúdolf Axelsson og Gísli Björns son gæta kortsins. Ekki er vitað, hvort kortið verður geymt að næt urlagi í Þjóðminjasafninu, eða einhvei^s staðar annars staðar. Sýningin á kortinu verður opnuð við hátíðlega athöfn á morgun, mið vikudag kl. 4, að viðstöddum for seta íslands, ríkisstjórn, alþingis 2 ára barn varð fyrir bíl í Grindavík og beið bana EJ-Reykjavík, þriðjudag. Fyrir hádegiú dag varð tæplega tveggja ára barn undir aftur •hjólli sorplireinsunarbifreiðar í Grindavík og beið þegar bana. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 10.45 í morgun. Bif- reiðin mun hafa ekið hægt eft ir Vikurbraut í Grindavík og þurfti að beygja fyrir horn. Barnið, sem fórst, átti heima í þessu hornlhúsi, og höfðu for eldrarnir leyft því að fara út og leika sér. Var það að leik á horninu, og sá bílstjórinn barn ið. Hann taldi óhætt að aka framhjá barninu, og taldi sig vera komin framhjá því, að því er lögreglan segir. Aftur á móti mun barnið hafa lent und ir afturhjóli bifreiðarinnar, og beðið þegar bana. Fór aftur hjólið yfir höfuð barnsins. Hjúkrunahkona staðarins kom fljótlega á vettvang, og sá þegar að barnið var látið. Nafn barnsins verður ekki birt að sinni, þar sem ekki hef ur enn náðzt til allra ættingja þess. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim, er sýndu mér vinsemd á sjötíu ára afmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum, sendi ég mínar innilegustu þakkir og óska þeim allrar blessunar í nútíð og framtíð. ión Valgeirsson frá Ingólfsfirði. Hjartanlega þakka ég hlýjar kveðjur, heimsóknir og gjafir á sextugsafmæli mínu 2. febrúar síðastliðinn. Guð blessi ýkkur, kæru vinir. Ingveldur Eyjólfsdóttir Pétursey. FaSir okkar andaðist 13. þ. m. Árni Benediktsson, Þórdís Árnadóttir, Benedikt Árnason. Faðir okkar Sigurjón Sigurðsson, andaðist að heimili sfnu Bólstaðahlíð 25, þann 13. þessa mánaðar. Sigrún Sigurjónsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Konan mfn Árdís Ólöf Þórðardóttir, andaðist 10. marz s.l. að heimili okkar Grund í Kolbeinsstaðahreppi. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaglnn. 17. marz kl. 13,30. Guðmundur Benjamínsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Friðfinnur V. Stefánsson, múrarameistari Húsafeili, Hringbraut 27, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Hafnarf jarðarkirkju fimmtudaglnn 16. marz kl. 2 e. h. Börn, tengdabörn og barnabörn. Systir okkar, Þóra Kristjánsdóttir, Snorrabraut 79, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. marz kl. 3 slðdegls. Kristjana Pálsdóttir, Árni Kristjánsson, Sigríður Mallinson, Ragnar Kristjánsson, Magný Kristjánsdóttir, Sfgurður Kristjánsson, Viktorfa Kennett. í mönnuip, sendiherrum erlendra ríkja og fleirum. Við opnun sýn- ingarinnar flytia þeir ávörp am- bassador Bandaríkjanna, James K. Penfield og dr. Konstantine Reichardt, prófessor við Yale há- skóla, en hann er fulltrúi Yale við opnun ^ýninjarinnar. Síðan mun Gylfi Þ- Gíslason, mennta- málaráðherra, opna sýninguna. Sýningin verður opin almenningi frá kl. 18—22 þann sama dag, og síðan daglega til og með 30. marz frá kl. 13,30 til 22. Héðan fer kortið 1. apríl, væntanlega til Dan merkur. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, og fá gestir prentaðar upp lýsingar um kortið og fylgirit þess á sýningunni. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Frrm*- - *■' ols 'í Kosin var stjórn fyrir næsta kjörtímabil. Sverrir Hermannsson var endurkjöri.nn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Björn Þór- hallsson, Óskar Jónsson, Ragnar Guðmundsson, Hannes Þ. Sigurðs son, Björgúlfur Sigurðsson, — Kristján Guðlaugsson, Böðvar Pét ursson og Örlygur Geirsson. Styrkir frá S.Þ. Sameinuðu þjóðirnar munu veita á þessu ári, eins og áður, allmarga rannsóknarstyrki á sviði mannréttinda. Er umsóknar frestur um styrki þessa til 17. apríl 1967. Á síðasta ári voru 28 slíkir rannsóknarstyrkir veittir umsækjendum í 19 löndum, til fræðilegra rannsókna á sviði mann réttinda. Frekari upplýsingar gefur utan ríkisráðuneytið. Gefa Hjartavernd 550 þúsund Stjórn Múrarafélags Reykjavík ur mætti á fundi framkvæmda- stjórnar Hjartaverndar . nýlega. Formaður Múrarafélags Reykja- víkur afhenti þar gjöf, að upphæð kr. 50.000,00. Á aðalfundi félagsins, sem ný- lega var haldinn, var gjöf þessi samþykkt í tilefni af 50 ára afmæli Múrarafélags Reykjavíkur. 17. marz dagur frímerkis S.þ. f tilefni þess hve mörg ríki hafa hlotið sjálfstæði á síðustu misser um og gerzt aðilar að Sameinuðu þióðunum, hafa samtökin ákveðið að gefa út nýtt frímerki til þess að minnast sjálfstæðisbaráttu hinna nýju þjóða. Mun frímerki þetta gefið út í aðalstöðvum S. Þ. í NY 17. marz n. k. Mun það hafa tvenns konar verðgildi, 5 cent og 11 cent. Jafnframt hefur verið ákveðið að 17. marz verði lýstur dagur frí- merkis Sameinuðu þjóðanna og hans minizt um heim allan. Dýralæknar um samníngs- BHM Dýralækningafélag fslands beln ir þeirri eindregni áskorun til rík- isstjórnarinnar, að hún beiti sér nú þegar fyrir þeirri breytingu á lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna nr. 55/1962, að Bandalag Háskólamanna verði falið að fara með samningarétt um laun og önnur kjör háskóla- menntaðra manna í opinberri þjónustu. Innan vé'banda B.H.M. eru nú 12 stéttarfélög háskólamenntaðra manna og bvenna með um 1400 fé- laga eða nær alla háskólamennt- aða fslandinga. Því verður ekki, að óreyndu. trúað að ríkisvaldið beri ekki það traust til þessara samtaka að þeim sé ekki vel treystandi til þess að túlka sjónarmið háskólamenntaðs fólks og að semja um kjör þeirra. Dýralækningafélag íslands mót- mælir eindregið þeirri hugmynd B.S.R.B. að samningsréttargjald á alla rikisstarfsmenn verði lögfest. Dýralækningafélag íslands legg- ur áherzlu á, að ríkisstjórnin virði ekki lengur að vettugi þær eðlilegu kröfur háskólagenginna manna, að fá rétt til að semja um launakjör sín á vegum eigin samtaka og þurfa ekki lengur að hiíta í þeim efnum, forsjá sam taka, sem við erum ekki aðilar að og óskum eigi að fari með kjarasamninga stéttarinnar. (Fréttatilkynning) 40-50 árekstrar EJ-Reykjavík, þriðjudag. Mikil hálka var á götum Reykja víkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar í dag. í Hafnarfirði urðu 10 árekstr ar vegna hálkunnar, 5—6 í Kópa- vogi og 32 í Reykjavík. Enginn þessara árekstra var alvarlegur. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA- OG GRÖFUEIGENDUR. Nú er rétti tíminn tfl a5 láta yfirfara og gera við vél arnar fyrir vorið. Massey Ferguson-viðgerða- þjónustu annast. VÉLSMIÐJA EYSTEINS LEIFSSONAR H. P. Síðumúla 17. Sími 30662. Vélahreingerning — Þrifaleg, fljótleg, vöndur vinna. Þ R I F — símar 41957 og 33049. VERÐLA UNASAMKEPPNI UM ÍSLEN2K TÓNVERK OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Tónlistarfélagið hefur ákveðið að efna til samkeppni um kammer- tónverk fyrir þrjú til sjö hljóð- færi. Geta öll íslenzk tónskáld und ir fjörutíu ára aidri tekið þátt í samkeppninni. Er þetta í fyrsta sinn sem Tónlistarfélagið efnir tii keppni sem þessarar og er þetta gert til að örva ung íslenzk tón- skáld. Ein verðlaun verða veitt að upphæð 60 þúsund krónur. Lengd tónverksins á að vera 10—20 mínútur. Hljóðfæraskipan er frjáls, en tónskáldin verða að hafa í huga að íslenzkir hljóðfæra leikarar geti flutt verkið. Frestur til að skila tónverkum í samkeppn ina er til 1. apríl 1968. Dómnefnd verður skipuð þrem mönnum, — tveimur íslenzkum tónlistarmönn- um og einum viðurkenndum er- lendum tónlistarmanni. Enn er ekki ákveðið hverjir skipa dóm nefndina. Úrslii samkeppninnar verður tilkynnt í júni 1968 og áskilur Tóniistarfélagið sér rétt til frum- flutnings á verðlaunaverkinu og fer hann fram snemma vetrar 1968—69. . i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.