Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 1
BLAÐ II t Erlendarfréttirvikunnar BÞG-Reykjavik, laugardag. „Skuggaforsetinn" Aillt í einu kom karlmaður æðandi inn á kvennasnyrt inguna í Oxtfiord Union-skól- anurn í Ditetiley Park í Bret landi. Tvær ungar skólastúlk ur æptu upp yfir sig. Gestur inn lét sér hins vegar hvergi bregða og sagði aðeins: Guð blessi ykkur — og hvarf síð an út um hliðardyr. Þessi óboðni gestur var Ro- bert Kennedy,. öidungardeild artþingmaður, sem hafði orðið að grípa til þessa örlþrifaráðs tii þess að sneiða hjá ungu fólki, sem safnazt hafði saman fyrir utan bygginguna til þess að mótmæla stríðinu í Viet nam. Þótt sagan sé sennilega nokfcuð orðum aukin má þó segja, að hún sé á vissan hátt dæmigerð fyrir „hraðferð" öldungardeildariþingmannsins um mörg ríki Evrópu nú fyrir skömmu. „Bo<bby“ heimsótti hverja höfuðborgina á fætur annarri, talaði við flesta hátt setta menn á staðnum, en stanzaði alltaf stutt, oftast eftir að hafa gagnrýnt stefnu John sons í Vietnaim á einlhvern hátt, Undantekningalaust var hon um tekið opnum örmum og vafasamt, hvort Johnson sjálf- ur hefði fengið betri móttök- ur. Það er þvf kannski ekki nema von, að móttökurnar í Hvíta húsinu hafi ekki staðið alveg í réttu hlutfalli við „sig urför“ öldungadeildarþing- mannsins um Evrópu. Svo mikið er víst, að blöð í Banda ríkjunum vönduðu honum lítt kveðjurnar, a.m.k. sum þeirra T.d. sagði U,S. News og World Report, að engu væri líkara en „Bobby“ væri orðinn „skugga-forseti“ Bandaríkj anna, sem gengi um opnar gættir hjá yfirvöldum annarra ríkja, og hlyti hjartanlegri móttökur, en sjálfur Johnson gæti vænzt. Newsweek sagði m.a. „að ef hann vissi ekki hvað hann (Bobby) segði væri það ábyrgðalaust, en vissi hann, hvað hann segði, væri það líka ábyrgðarlaust“. Washington Post tók í sama streng og sagði, að a.m.k. væri ekki alltaf ljóst, hvað öldunga- deildarlþingmaðurinn raun- veruilega vildi. Litlum .vaía er bundið, að hér er sneitt að yfirlýsingfum Roberts Kenne dy um Vietnam-málið. Þær yfirlýsingar eiga Mka að hafa verið ástæða rifrildis þess, sem hið virta vikurit Time segir að háfi átt sér stað í Hvíta húsinu fyrir skömmu, rétt eftir að „Bobby“ kom úr Evrópuferðinni. Sam- kvæmt frásögn í Time eiga Johnson, forseti og Robert Kennedy að hafa rifizt eins og götustrákar. „Bobby“ á að hafa kallað Johnson „Son og a biteh", tikarson, en Johnson á að hafa látið þess getið, að hann óskaði ekki eftir að sjá „Bobby“ oftar. Af hálfu full- trúa beggja aðila hefur því verið neitað, að þessar orða hnippingar hafi átt sér stað, en eigi að síður gefa svona sögusagnir til kynna, hvernig afstaðan var til þessarar ferð ar öldungadeildarþingmanns- i.ns, heimafyrir. Robert Kennedy fer þessar ferðir á eigin spýtur og rétt má það vera, að ekki liggi alltaf ljóst fyrir, hverjar heim ildir hans eru á þessum ferða iögum og hefur sú staðreynd raunar sett stjórnarlherra í nokkurn vanda varðandi það, hvernig móti Bobby skyldi tekið, því að siðareglurnar verða að hafa sinn gang. En Robert Kennedy virðist ekki láta þet-ta mikið á sig fá. Hann veit að ekkert takmark næst átakalaust og engum uæmi á óvart, að árið 1972 væri orð- ið „skuggi“ horfið framan af orðinu forseti. Að halda velli Ef hlutfallskosningar væru í Frakklandi hefðu kommúnist ar fengið allt að 203 þing- menn kjörna í nýafstöðnum kosningum á móti aðeins 177 Gauillistum". Þannig var tónn inn í franska bommúnista- blaðinu, Humanité, eftir lok seinni kosningalotunnar á sunnudaginn var. Gremja blaðsins er vel skiljanleg, því að hinn naumi meirilhluti Gaullista (244 þingmenn af 486) náðist aðeins í skjóli rangláts bosningafyrirkomu lags, sem „einvaldurinn" de Gaulle heldur dauðahaldi í. í Frakk'landi er meirihluta- kasningafyrirkomulag. í fyrri umferð kosninganna ræður „absolutur" meirihluta at- kvæða, þ.e. sá nær kjöri, sem hreinan meirihluta atkvæða hlýtur. í seinni umferð kosn inganna ræður hins vegar „rela tívur“ meirihluti, þ.e. sá telst kjörinn, sem flest atkvæðið hlýtur. Milli kosninganna líð ur ein vika, svo sem kunnugt er. Eftir fyrri umferðina töldu Gaullistar sig örugga um góð- an, hreinan meirihluta á þingi. Þá gerðist það, sem mun verða minnisstætt í frönskum stjórnmólum og skipar þessum kosningum e.t.v. í sess tíma- mótakosninga, ef svo mó að orði komast. Kommúnistar og önnur vinstri öfl í landinu tóku höndum saman í kosn ingabandalagi. Þetta bar þann árangur, að hinn stóri maður, de Gaulle, hreinlega riðaði til falls. En ekki er víst, að de Gaulle taki þetta svo mjög nærri sér. Hjá honum hefur þingið sjálft aldrei verið hátt skrifað og eikki' óMklegt, að hann teldi sér auðvelt að stjórna án þess, og það vildi hann kannski helzt. í hans augum eru þessar kosningar hálfgerðar „gamni-kosning- ar“, ef svo má segja, miðað við forsetakosningarnar. — Og gamli maðurinn er ebki af baki dottinn í klækjum sínum. Þekktur er hann af notkun sjónvarps í kosningabarótt- unni sér og sinum flokki til framdráttar og myndi senni lega víðast annars staðar vera kölluð misnotkun. Nú dregur hann réttar ályiktanir af hin- um nauma þingmeiriihluta og iiyggst leysa upp stjórn sína í nokkrar klukkustundir til þess að þeir 22 ráðherrar hans, sem jafnframt er.u þingmenn, gæti tekið þótt í kjöri þing forseta, sem fer fram 2. apríl n.k. Á þann hátt hyggst hann tryggja sér æðstu stöðuna á þingi, hvort sem það nú tekst eða ekki. Eins og víða hefur komið fram í skrifum stjórnmála- fréttaritara er ekki talið, að úrslit þingkosninganna hafi veruleg áhrif á skipan stjórn ar Frakklands og raunar ekki heldur á stefnu hennar, a.m.k. ebki utanríkisstefnu. Þó er ekki ólíklegt, að afstaðan til inngöngu Breta í Efnalngs- bandalagið breytist þeim í hag. Um innanlandsmalin gegnir öðru. Kosningarnar leiddu það 1 Ijós, sem raunar var vitað, að stjórnin hefur ekki meirihluta kjósenda á bak við sig. Bændur og annað launafólk er óánægt með hina fhaldssömu launastefnu de Gulle og sýndu það í kosning- unum nú. En hvort hér er um að ræða hrein tímamót í frönsk um stjórnmólum, tímamót, sem fólgin eru í sameiningu vinstri aflanna með kommúnista í fararbroddi, getur tíminn einn sfcorið úr um. Þessar bosningar breyta því þó ekki, að enn er de Gauile eitt stærsta nafnið í heimi sem ekki verður hjó komizt. Þetta kom t.d. nýlega greini- lega fram í Bretlandi, þar sem Wilson var brugðið um einræðis hneigingar í anda de Gaulle. Fyrir mörgum árum varaði Oxford-prófessorinn Max Bel- off við því, að Bretland væri að breytast úr þingræðislegu lýðræðispíki í „fonseta-ríki,“ sem svipaði til Bandaríkjanna. En nú er gengið lengra og í aðra átt. Fyrir stuttu sagði blaðið Observer, að brezk stjórnmál væru nú að renna inn á braut gaullismans. Og Guardian tók enn dýpra í ár- ina: Wilson-kenningin er gaull- ískari en sjóifur de Gauille! Thalidomide „Mesta ógæfa læknisfræðinn ar á þessari öld“ kemur til réttarlegrar meðhöndlunar á næsta ári. Næstu tólf mónuð- ir þar á eftir munu brúna- þungir dómarar fjalla um á- kærur, sem eru svo þungar, að þyngstu refsingar virðast laga- bóbstafurinn einn í saman- burði við þær. Ósjálfrátt koma •aðeins fram í hugann nöfn eins og Hírósíma, Daohau eða Aus- witz, þegar minnst er á heit- ið Tha'lidomide. í Núrnberg urðu stríðsglæpamenn nazista að svara til saka fyrir millj- ónamorð, einsdæmi í sögunnu. í annarri borg efcki langt frá, Aehen, hefur verið birt ákæra gegn þeim, sem taldir eru bera ábyrgð á óskaplegum örlögum tugþúsunda barna víða um 'heim. I báðum tilfellum er sök- in svo mikil, að óbærilegt sýn- ist. í Nurnberg voru menn dæmdir fyrir voðayerk framin samkvæmt skipun brjálæðings- stjórnar, sem beinlínis hafði mannsmorð á stefnuskrá sinni. í Achen verða leiddir fyrir rétt menn, sem hafa orðið valdir að óbætanlegu tjóni á Mfi og limum tugþúsunda barna, vegna mannlegra mistaka í tækni nútímans. Lyf, sem ó- neitanlega hefur verið til þess ætlað að létta þunguðum kon- um meðgöngutímann, fól í sér mestu ógæfu sömu kvenna. Á þriðjudaginn birti sak- sóknarinn, Heinrich Gierlidh, í Avhen í Vestur-Þýzkalandi 952 síðan ákæru á hendur riíu for- stjórum og efnafræðingum fyr- irtækisins, Qhernie Grúnenthal, sem framleiddi svefiúyfið Tha- lidomide og settu það á al- mennan markað fyrir um tíu árum síðan. Eru þeir ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og fyrir líkamstjón af ásettu ráði. Síðari hluti aðalókærunnar byggist á því, að sannreynt þyikir, að framleiðendum hefðu átt að vera ljósar skaðlegar verkanir lyfsins, áður en það var sett á markað, því að til- raunir höfðu leitt í ljós, að taugakerfi manna varð fyrir spjöllum vegna inntöku lyfsins. í Vestur-Þýzkalandi einu er tal ið, að um 5000 börn hafi fæðzt hroðalega vansköpuð, vegna 3 þess, að móðirin tók inn Tha- i lidomide á meðgöngutímanum, 1 en önnur 5000 hefðu beðið % taugatjón vegna lyfsins. Þús- U undir barna annars staðar í R heiminum hlutu sömu örlög. I Óþarft er að lýsa afleiðingum S lyfisins, svo mikið sem um þetta g mál hefur verið rætt og ritað I slðasta áratug, en eins og kunn § ugt er kom vanskapnaðurinn oftast fram í því, að börnin fæddust með fótstúfa og of stutta handleggi. Hins vegar voru börnin fullkomlega and- lega heil. Einstök ríki hafa reynt að bæta fyrir þessar hörmulegu afleiðingar mistaka mannsins, svo sem hægt er. í mörgum löndum hafa risið upp stofnanir til hjálpar fórnardýr um lyfsins og fjársöfnun til handa aðstandenda hefur far- ið fram í fléstum álfum heims. Allt hefur raunar verið gert til þess að bæta það, sem með fé verður bætt. Á 6000 síðum skjala er sök framleiðenda og afleiðingar mistaka þeirra, tíundaðar g hundruð vitna verða leidd fyr- ir rétt. Hinir ákærðu eru þó þegar dæmdir í augliti alheims. En eru þeir ekki Mka fórnar- dýr, fórnardýr tæknihraðans og gróðahyggju nútíma þjóð- félagis? Táknræn mynd fyrir „Bobby": Alltaf á hraðferS. Myndin er tekin í París fyrir nokkru. Lengst til hægri er lögfræSingur Roberts Kennedy, van den Heuvel. stjórnmólanna og hefur áhrif,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.