Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 6
18 TÍMINN SUNNUDAGUR 19. marz 19G7 „MAÐUR A ENGAR RÆTUR NEMA í ÍSL MENNINGU" Alveg írá því ég fyrst man eftir mér, var ég ákveðinn í að verða óperusöngvari, smá- strákur norður á Siglufirði sem aldrei hafði séð óperu, — sagði Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari, er Tíminn heimsótti hann í tilefni af 50 ára afmæli hans, sem er í dag. Enda þótt Þorsteinn hafi nú lagt sönginn á hilluna, sé jafn- vel hættur allri söngkennslu, snerist samtal okkar svo að segja eingöngu um söng og tón list, enda fer því fjarri að Þor- steinn hafi misst allan álhuga á því sviði, þótt önnur störf taki nú mestallan tíma hans. Hann er nú innkaupafuiltrúi Áfengis- og tóbaksverzlunar rí'k isins, á setu í útvarpsráði og hefur ýmsum öðrum hnöppum að hneppa. ■— En það var heilmilkið tóniistarlíf á Siglufirði, þegar ég var að alast upp, heldur Þorsteinn áfram. Séra Bjarni Þorsteinsson var aðal frum- kvöðullinn í þeim efnum, kór- ar voru þarna, .starfandi og söng áhiugi mjög;ialmennur. Hingað til Reykjavíkur , kom ég árið 1941 og fór að læra söng hjá Sigurði Birkis. Hjá honum var ég í tvö ár, en hafði áður ferð- 'ast með honum um landið, þegar hann ferðaðist um og kenndi kórum, söng í Karla- kór Reykjavikur á skemmtun- um, við jarðarfarir og það sem bauðst. Ário 1943 var Jóihannesarpass ían færð hér upp undir stjórn Dr. Victors Urbancic og þá má segja, að við Guðmundur Jóns- son höfðum báðir komið fram í fyrsta skipti, ég söng guð- spjallamanninn, en hann orð Krists. Þú getur áreiðanlega ekki ímyndað þér hvensu mik- ið þrekvirki var ráðist í á þessum tímum, þegar tónlistar- líf var ákaflega lítið hér á landi og öll aðstaða eftir því, og það get ég sagt þér, að ég hef ekki haft eins mi'kla ánaegju af neinu . öðru. sem ég hef tekið þátt í.um dagana og af engu, sem óg hef gert er ég eins stoltur. Það er of mikið sagt, að þetta .hafi gert útslagið með það, að ég fór út til náms síðar sama ár,;>. en þetta ýtti taisvert undir mig. Þurfti að férna báfkumun til þess að svelta ekkL Svo að maður komi nú enn- þá með þessa gömlu spurningu, var það ekki talinn nokkuð mikill óráðsíuháttur að fara ut- an til söngnáms, þegar tón- listarlif hér á landi var ekki upp á marga fiska? Nei, nei, það var nú farið að rofa dálítið til í þeim efn- um, þegar þetta var. Pétur Jónsson, Stefán íslandi, Einar Kristjánsson, María Markan og fleiri höfðu rutt brmtina og velgengni þeirra hleypti kjarki í okbur, sem á eftir komu. En það var ekki í mörg hús að venda fyrir mann þárna á striðs árunum, Þýzkaland var lokað, ftalía lokuð, svo að Bretland \>arð fyrir valinu hjá mér. Hauistið ‘43 hóf ég nám í Th Royal College of Music, og þar var ég svo við nám næstu f jög ur árin. Árið 1946 var Covent Garden óperan endurreist, og var farið að leita eftir nýjum söngvurum, m.a. var sent í Royal College til að kanna, hvort þar væru frambærileg söngvaraefni. Ég söng til reynslu og vildi óperan M mig, en kennur- um mínum við skólann þótti ekki ástæða til að ég hætti námi og varð það að ráði a ðég héldi áfram í sbólanum eitt ár tii viðbótar. Vorið 1947 hat'ði ég lokið námi við skólann og átti að fara að vinna við Covent Garden. Ég vildi eðlilega M smáhlutverk til að byrja með en þá tók leikarasambandið bre2ka í taumana og neitaði mér um atvinnuleyfi á þeirri forsendu, að nóg væri til af brezkum söngvurum til að fara með smáhlutverk. Þá hófst margra mánaða þref milii óper unnar og leiksambanösins. Ég beið á meðan, en það voru engir sældartímar. Ég hafði kom ið mér upp góðu bókasafni um tónlist og þó sérstaklega óperu, en til þess að svelta eikki varð ég að fara með eina og eina bók í einu til fornsala. En loks rættist úr þessu og í nóvem- ber 1948 söng ég við Oovent Garden smáhlutverk í Töfra- flautunni og við Oovenc Garden var ég til 1954, en ekki fékk ég fleiri smáhlutverk, naest söng ég Florenstan í Fidelio, skömmu síðar Radames í Aida plii - SEGIR ÞORSTEINN HANNESSON ÓPERUSÖNGVARI FIMMTUGUR og loks Walter í Méisfara- söngunum. Öll þessi hlutverk söng ég á fyrstu þrem mán- uðunum, og það var bansett ekkisen erfiði. Tímdi ekki að missa af upp- byggingunni hér heima. Hivernig var tónlistarlíf í Bretlandi á stríðs- og eftinstríðs árunum? Á þessum árum var geysi- legur blómi yfk listum almennt í Bretlandi. í stríðinu lögðu Bretar miíkið kapp á að stappa stálinu jafnt í hermenn sem almenna borgara, og ieituðust í því skyni eftir að efla menn- ingarlíf eftir föngum. Þetta varð til þess að áhugi abnennings á listum fór mjög vaxandi, og að sjálfsögðu varð það lista mönnunum mikil hvatning, enda kom margt nýtt fram í flestum listgreinum á þessu tímabili, ekki hvað sízt í tón- list, 'og þá komu fram á þvi sviði hinir miklu jöfrar, sem allir þekkja nú, svo sem Britt- en og Tippet. Þetta voru veru- legir endurreisnartimar, og eft ir stríðið var ails ekki látið staðar numið, heldur haldið áfram a sömu braut. Enda þótt nú séu liðin nokfcuð mörg ár frá því, að ég fór frá Bretlandi, hef ég reynt að fylgjast með því, sem þ— hef ur verið að gerast, og mér er óhætt að segja, að listalíf hafi þar aldrei verið auðugra en nú. Hvenær fluttir þú frá Bret- landi? Þegar ég var að syngja við Covent Garden í nokkur ár, fór mig að langa að breyta til og fara þá helzt til Þýzkalands og hafði reyndar fengið tilboð frá tveimur óperum þar. En um svipað leyti, árið 1954, var ég beðinn um að koma heim og taka að mér hlutverk Canios i Pagliazzi, sem flytja átti i Þjóðleikhúsinu. Mig hafði alltai langað til að syngja í óperu heima, svo auðvitað gleypri ég við þessu. En þegar sýningum á óperunni var lokið og ég orðinn laus á ný, brá svo við, að ég gat ekki hugsað mér að fara út aftur. f öll þessi ár, sem ég hafði verið erlendis, hafði ég aldrei fundið til heim- þrár, en þegar ég kom heim í þetta skipti og sá allt, sem hér var að gerast á sviði lista, fannst mér þetta svo spenn- andi, að ég gat ekki hugsað mér að fara aftur út og missa með öllu af þessum uppbygg- ingartimum. Það var gróska í öllu, búið var að stofna Sin- fóníuhljómsveit, Þjóðleikihúsið var komið upp, settar höfðu verið upp óperur, og áhugi á listum orðinn mjög almennur. Ég átti um tvennt að velja, annars vegar að halda áfram mínum söngferli erlendis og koma heim, þegar færi að halla undan fæti, og hins vegar áð fara hvergi, reyna að nýta karfta mína hér heima og taka þátt í þessu spennandi upp- byggingarstarfi. Ég valdi síðari kostinn, og mig hefur aldrei iðrað þess. Ég fór fljótlega ;.ð kenna við Tónlistarskólann, oa kom oft fram opinberlega. =•■ komst fljótlega að því, að það að ætla sér að lifa á því að vera söngvari hér heima, það var ekki hægt. Eftir þann söng feril, sem ég hafði úti reynd- ist mér örðugt að þurfa að taka hverju sem bauðst rétt til að hafa að bíta og hrenna, og ég tók það ráð að hasja mér völl á öðru sviði og hætti smám saman við sönginn, en m'ásíkáhuginn er þó alltaf sá sami. Við höfum ekki ráð á að hafa ekki ráð á því. Þú segir, að þig hafi alduei iðrað þess að koma heim, þegar bezt gegndi? Nei, það segi ég satt. Þótt ég kynni ákaflega vel við ,nig í Bretlandi, fannst mér alltaf vanta eitthvað meðan ég bjó erlendis. Það er nú einhvern veginn þannig, að hugsunin er alltaf skemmtilegri á móðurmál inu en á erlendum tungum, maður á engar rætur nema í íslenzkri menningu, og er þar af leiðandi rótlaus og hálfutan- veltu meðal erlendra þjóða. Sumum veitist nú merkilega auðvelt að laga sig að erlend- um þjóðum, og gleyrna því, sem islenzkt er. Nei, það held ég ekki. Það er þá ekki nema fólk, sem engar rætur hefur og enginn akkur er f hvort sem er. En auðvitað eiu þeir æði margir lika, sem ekki geta komið heim vegna þess, að menntun þeirra nýtist ekki hér. Ég held, að flestir þeir, sem svo er ástatt um, vildu þó heldur vera heima. — En segðu mér þá annað. Ertu ánægður með það, sem gert hefur verið til uppbygg- ingar listum, síðan bú komst heim? Nei, það er ég ekki. Að vísu hefur margt verið gert, og sí- felt miðar í rétta átt, en þetta gengur of hægt. Það er ekki nægiiega mikið gert fyrir list- greinamennt. Ég meina ekki, að það eigi að koma upp eiu- hvers konar atvinnuleysistrygg ingasjóði fyrir listamenn. Ein- mitt ekki. En það þarf að skapa þeim aðstöðu til að vinna, — sem listamenn. —Nú er það venjulega við- kvæðið, að við svona M og smá höfum alis ekki efni á slíku. Jú, jú, maður hefur svo sem heyrt þetta, en ég segi bara: H'öfum við ráð á að hafa ekki ráð á því? Það vill nú syo til, að það eina, sem við íslend- ingar eigum af a‘ð státa, er okkar forna menningararfleifð en það er ekki nóg að eiga hana, geyma og monta sig af henni, beldur verður stöðugt að auika og bæta við. Hvers virði er það þjóðfélag, sem allt nyggir á veraldargæðum og læt- ur allt annað lönd og leið. Það er einskis virði. Og að ssgja. að við höfum ekki ráð á að halda uppi menningarlífi, ineð- an við getum eitt og spennt i allan skrattann, bað er gjör- samlega út i hött. Ég hlusta =»kki á bað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.