Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 19. marz 1967 TÍMINN 17 ........................................................................................................................' HÚS OG HEIMILI Stakk ótrúan eiginmann til bana með hattnríóni fí ’' 'i-............... ........................... Pípulaga oddhettu hattpriónn og keðju. meö bæði HATTPRJÓNAÐIR HAFA ÞJÓNAÐ MÖRGUM HLUTVERKUM UM DAGANA Klukkublómið á þessum prjóni hangir laust frá honum í keðju, hvort tveggja, blómið og keðjan, er úr silfri. í eldgamla daga, þegar fólk gekk með stóra hatta, og einn- ig á þeim tímum, þegar íólk var með sitt eigið hár, en not- aði ekki hárkollur var hatt- prjónn mikill nauðsynjahlutur. Virðulegur hattur helzt með dýrindis steinum og gulli var nokkurs konar kóróna, sem bar vott um stöðu viðkomandi í þjóðfélaginu. Og þar sem svo illa gat viljað til, að hattur- inn fyki af, þegar verst stóð á, og með lionum færi virðu- leiki eigandans, var venja að festa liomim kirfilega nið- ur með hattprjóni. I*að var gert á þann hátt, að fyrst var prjóninum stungið í gegn um liattinn öðru megin, síðan í gegn um hið þykka og mikla hár og svo út um hattkúluna hinum megin. Einn eða tveir hattprjónar gátu þannig hald- ið hattinum föstum jafnvel í hinu versta veðri. ENDURREISNARTÍMABILIÐ Þegar hinar miklu hárkollur komust í tízku á 17. og 18. öld, missti hattprjónninn nokk- uð af upprunalegri þýðingu sinni, því þá gat eins vel kom- lið fyirir, að hárkoMan sjálf log þá hatturinn líka, ef hon- lum var fest vel niður fykju bæði af í einu. Samt var hatt- prjónninn notaður áfram þó aðallega innan dyra, og í þeim tilgangi að sýna enn einn fall- egan skrautmun, til viðbótar öllu öðru, sem dömur þeirra* tíma skreyttu sig með. En hin- ir stóru kvenhattar og mikla, hár, sem tíðkaðist á síðari hluta seinustu aldar og fyrst á tuttugustu öldinni urðu til þess að hattprjónninn kom aftur fram í dagsljósið, eftir að hafa legið í gleyimslu um stund. Og nú urðu a'fbrigðin fleiri og fallegri en nokkru sinni fyrr, og þið skulið ekki ímynda ykkur, að það hafi ver- ið neitt drasl, sem dömurnar skreyttu sig með, þegar þær gengu um í öklasíðum kjólum og báru sig eins og hefðar- meyjar. Hattprjónar voru úr gulli og silfri, og að minnsta kosti úti í hinum stóra heimi voru þeir eins konar tákn um stétt og stöðu í þjóðfélaginu. Þeir gátu vakið öfund og virð- ingu hjá kvenfólkinu. Hattprjónarnir sjáifir voru úr stáli, en eftir nofcfourn tíma breyttist hlutverk þeirra, og endaði með því, að þeim var ekki lengur ætlað að halda höttunum heldur urðu þeir að þýðingarlausu skrauti eða glingri, sem aðeins var stung- ið í gegn um brot á hattin- um og þjónaði engum tilgangi lengur. Án efa hefur líka önnur á- stæða legið til að dró úr notk- un hattprjónanna, og það var, hversu hættulegir þeir voru. Það gat verið stónhættulegt að standa við hliðina á dömu með stóran hattprjón, því sneri hún sér snögglega við, gátu menn átt á hættu, að hann stingist í þá. Endalokin urðu líka þau t.d. í Danmörku að í lögreglu- samþykfctinni stóð, að bann- að' væri að: ganga með hatt- prjóna, óvarða. Það þýddi, að þaðan í frá varð að verja odd- inn á prjónunum með hettu. ÞEIR EINFÖLDUSTU. Einfaldasti hattprjónninn er aðeins nál með perlu, raf- bein-, eða trékúlu á endanum. Síðar komu til sögunnar pílur, og þeim fylgdu oddar, eða hett ur, sem stungið var upp á nál- arendann, eins og sést á einni myndinni hér á síðunni. B-lóm- knappar alls konar voru mjög vinsælir, þá smíðaðir úr silfri eða gulli, og gátu þeir verið mjög fallegir, Framhald á bls. 23. GAMAL- DAGS SÆNSK KAKA 250 gr. s.njör. 250 gr. soðnar stappaðar kartöflur. 250 gr. hveiti 2 tsk. sykur ein dós af sultu 2 tsk. grófur sykur, eða mulinn molasykur. Bræðið smjörið og látið það kólna. Hrœrið kartöflurnar vel í sundur, látið smjörið út i, og blandið svo hveitinu smátt og smátt út í. Skiptið deiginu í þrjá jafnstóra kringlótta botna. Leggið þá á smurða og hveiti stráða plötu. Bakið við 175 st. hita í ca. 20 mínútur. Stráið sykrinum og setjið helm inginn af sultunni á neðsta botninn. Leggið síðan þann næsta ofan á og smyrjið afgang inum af sultunni á hann, og svo kemur síðari botninn og ofan á hann er hinum grófa mulda sykri stráð til skrauts. Kakan er saðsöm, og því er bezt að skera litlar sneiðar af henni. Notið nóg af sultu, þá er hún mun betri, og svo er um að gera aðrnota mjolmisl- ar kartöfiur, þvi annars verður deigið seigt. Stofufuglar i búrum Er ykkúr farið að lengja eftir fuglasöng og vori? Sé svo getið þið fengið ykkur fugla í búri til þess að lífga upp á skammdegið, sem reyndar er á hröðu undanhaldi fyrir vor- inu þessa dagana. Sérfræðingar í fuglarækt hafa tekið saman eftirfarandi reglur og ráð yfir þá, sem i fyrsta sinn fá sér fugl(a) í þúri. Búrið verður að vera eins stórt og hægt er. Fugiinn verð- FLJÓTGERÐUR NÁLAPÚÐI Þessi skemmtilegi nálapúði er búinn til úr hattprjóni með tré- kúiu, smáefnisbút, borða og blómi. Sagið kúluna í sundur, þannig að tæpur helmingur verði eftir. Stingið svo oddinum í þann hlutann, sem sagaður var af, og málið með fallega litrl málningu. Klæðið kúluna með efnisbútnum bindið borðann utan um og tyllið blóminu á til skrauts, og nálapúðinn er tilbúinn. Það er sem sagt ennþá hægt að hafa gagn af-hattprjóninum! ur að haía tækifæri ti’ þess að hreyfa sig, til þess að hann haldi héilsu og styru. í botnin- um á búsinu þarf að vera bákki sem hægt er að tuk'i út og, hréinsa "á hverjum degi, og sama máli gegnir um matar- og vatnssfcálarnar. Auk pess sem fastir pinnar eiga að vera í búrinu, verða að vera i því hringir eða trap- ezur, sem svéiflast ti,. Hrein- gerningin er mjög þýðingar- mifcið atriði, og sérfræðinsarn ir ráðleggja, að búfið sé þveg- ið vandlega að minnsta kosti einu sinni í viku, og þá úr sápuvatni. Ekki má þó þvo pinnana úr vatni, heldur á að sfcáfa þá, því rakir pinnar ggta skaðað fætur fuglanna. ALDREI f SÓL. Bezt er fyrir fuglana að búrið sé látið standa i herbergi þar sem' er um 20 stiga hiti, þ.e.a.s. svipaður hiti og hentar fólki bezt. Súgur og S'kyndileg .hitabreyting og sól, sem sk*i) beint á fuglinn er ekki æski- leg. Um nætur á að breiða yf- ir búrið eitthvert létt stykki Tilbúin fuglafæða fæst fyri, flesta venjulega fuaia; en auk þess þurfa íuglarnir að fá eitt- hvert gr.ænmeti, salatblöð og því um lífct. Skeljasalli er einn ig nauðsynlegur fýrir meltingu fuglanna. en réttast væri -;i fá mjög nákvæma leiðbainingu hjá fuglakaupmanninum um þetta atriði. Fuglarnir eru mis hreinleg- Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.