Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1967, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 19. marz 1967 TIMINN 15 AKSTUR OG ÖKUTÆKI Er ökutækið örugglega í lagi fil aksturs yfir Ijósatíma? Til a'ð akstur í myrkri verði sem öruggastur, er nauðsyn- legt að ökutækið hafi ljósa- búnaðinn í fullkomnu lagi. Þess vegna þarf að athuga eftirfar- andi: — glerin í framljósum, afbur- ljósum og stöðuljósum, hemla- ljósum og stefnuljósum verða að vera óbrotin og hrein bæði utan og innan. — perur og speglar verða að vera hrein. — straumöryggi verða að vera laus við spanskgrænu. — rafgeymir, leiðslur og teng- ingar verða að vera í lagi, svo að spennufall milli rafgeymis og Ijósapera verði sem minnst. '—'S'peglar í Ijóskerum mega ekki vera dældaðar né speglun- in máð og verður að skipta um þá, ef þeir eru þannig. — skiptið einnig um gamlar perur, þær endast ekki vel '.engur en um það bil 100 klst. Flest áf þessu getið þið yfir- farið sjálf, þótt ekki sé fyrir hendi tæknileg þekking á raf- lögnum. En að sjálfsögðu er rétt að láta kunnáttumann yf- irfara ljósastyrldeika og still- ingu ljósanna með jöfnu milli- bili á verfcstæði, sem hefur upp á tiltækileg áhöld að bjóða. Mishverf.ljós verður kunnáttu- maður að stilla. Sérstaklega verður að ganga úr skugga um, að ekki séu faægri handar öku Ijós á bifreiðinni. Áður en þið farið af stað á öfcutækinu, er sjálfsagt að fara yfir ljósa- stæðin og þurrka af þeim aur og önnur ófareinindi. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt í úr- komu. Aur á glerjum rýrir ljós- magnið fljótlega um allt að 50%. (Úr Akstur í myrkri og slæmu skyggni fv. Varúð á vegum). Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um væntan- lega hægri umferð hér á landi, umræður hafi farið fram uip það á hinu háa Alþingi. Þátt- urinn vill benda á í þessu sam- bandi að réttara er að tala um hægri umferð heldur en hægri akstur, þvf það eru ekki aðeins bílar sem koma til með að fara eftir hægri hanáar regl- eftir hægri reglunni og þarf ekki að leita lengra en í hring- dyrnar á Hótel Borg, þar sem hægri umferð er, og eru þeir efcki ófáir útlendingarnir sem rekið hafa augu í þetta og eru hissa á því að vinstri hand- ar umferð er á gangstéttinni fyrir utan, þetta er nú kannski meira sagt í gamni en alvöru, en hvað um það. Stór hópur manna ér það hér á lándi, sem daglega fer eftir hægri regl- unni, og er hér átt við flug- menn. Þeir víkja til hægri á flugvellinum, „taxera“ til hægri Á hinni miklu bílasýningu sem haldin var í Genf i Sviss á dögunum sýndu ítöisku Lamborghini verk- smiðjurnar þennan nýstárlega bíl. Bíl þennan nefna þeir Lamborghlni — Pertone 200. Eins og sjá má á myndinni hægra megin þá opnast hurðir bílsins á annan veg en venjulega, og þar sem ekki er lík- legt að hann sjáist á vegum hér á landi blrtum vlð þessa mynd. Billinn er fjögurra sæta, og varla ætlaður nema fyrlr steypta og góða vegl. og virðist. svo sem menn séu núna fyrst að uppgötva að taka eigi upp hægri umferð, þótt má'l þetta sé búið að vera á döfinni um árabil, og miklar unni heldur Iíka gangandi veg- farendur — sem sagt öll um- ferð, en á það hefur efcki ver- ið lögð nóg áherzla. Reyndar er það nú svo að nokkur hluti landsmanna fer að staðaldri og þar íram eftir götunum, en svo þegax þeir stíga út í bíl sinn úr flugm annssætinu, verða þeir allt í einu að fara eftir vinstri reglunni. Þá er það al- fcunna að farartæki á sjó vikja ávallt til hægri, og í Bretlandi þar sem vinstri reglan er við lýði, hafa menn haft af því nokkrar áhyggjur að svokall aðir ökumenn sjóbíla fara eft- ir vinstri reglunni á landi, en þegar þeir eru fcomnir á flot víkja þeir til hægri. Þá má í þessu sambandi nefna loftpúða- skipin. Þau fara að vísu ekki langar vegalengdir á landi, en nógu langar til þess að þau mæta á leið sinni öðrum farar- iækjum, og verða þá að víkja eftir þeim reglum sem á landi gilda. Hér á landi hefur fólk í litl um bílum oft verið að furða sig á því hve hinir stóru lang- ferðarbilar fari nærri litlu bíl- unum úti á vegum er þeir mætast. Þetta er einfaldlega af þvi, að svo til allir langferða- bílar og strætisvagnar reyndar líka eru með stýrið hægra meg- in, og vita því nákvæmlega hve nálægt bílnum á móti þeir mega fara. Hér að framan hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um hægri umferðina, sem ekki hafa verið mikið rædd opin- berlega, en gætu kannski yarp- að enn þetra ljósi á það, hvers vegna ákveðið hefur verið að taka upp hægri umferð. Hér verður efcki farið út í að leið- rétta missagnir sem fram hafa komið hjá sumum aðilum er sent hafa frá sér ályktanir um þessi mál, en ég vil aðeins benda þeim sem hyggja á slíkt á að kynna sér málið vil áður en þeir senda frá sér misrétt- ar ályktanir um hina fyrirhug- uðu hægri umferð. Er þá fyrst að lesa lögin um hægri umferð sem samþykkt voru á Alþingi árið 1966 með 36 atkvæðum gegn 17 og einnig frumvarpið að þessum lögum. Með því að lesa þetta tvennt myndu marg- ir gera sig minna hlægilega í þessu máli. Kári. Félag járniðnaðarmanna sendi nýlega frá sér yfirlýsingu um atvinnuástandið í þeim iðn- aði, eins og frá var skýrt í blaðinu í síðustu viku. Var þar ljót saga sögð. Svo mjög hef- ur iðnaður þessi dregist sam- an, að áætlað er — varlega — að þeir, sem atvinnu hafa af járniðnaði, hafa nú um 25% minni tekjur en þeir höfðu í október s.l. — vegna þess, að yfirvinna er úr sögunni að mestu eða öllu leyti. Og kemur þó í Ijós það, sem svo oft hef- ur verið fullyrt, að erfitt, ef ekki vonlaust, er fyrir fjöl- skyldumenn að lifa sómasam- legu lífi á dagvinnutekjum einum saman hér á landi. Veittu trúnaðarmannaráði verkfallsheimild Félagsfundur í Félagi járn- iðnaðarmanna s.l. mánudag ákvað að veita trúnaðarmanna ráði heimild til að boða vinnu- stöðvun, „þegar þvi þykir nauð synlegt til að knýja á með samningagerð." í ályktun um þetta efni kem- ur það athyglisverða atriði fram að „tillögum málmiðnaðar- sveina um tilsvarandi kjara- bætur þeim til handa og jafn kaupháir og kauphærri laun- þega fengu s.l. sumar, hefur verið hafnað af atvinnurekend- um.“ Þetta kemur heim við þá skoðun, sem áður hefur kom- ið fram í þessum þætti, að at- vinnurekendur hafi nú um nokk urn tíma haft þá stefnu að breyta engu í samn- ingum við launþegafélögin og vilja ekki einu sinni veita laún þegahópum þær kjarabætur, sem aðrir launþegahópar hafa þegar fengið. 40 tíma vinnuvika og 4ra vikna frí Vinnumálaráðherra Dan- merkur, Erling Dinesen, skýrði frá því á dögunum, að danska ríkisstjórnin væri að undirbúa skipun nefndar, sem taka ætti til rannsóknar möguleikann á að koma á 40 stunda vinnu- viku þar í landi. Jafnframt ætti þessi nefnd að taka til athug- unar möguleika á fjögurra vikna orlofi. í nefnd þessari verða meðal annara fulltrúar frá da'-'.ka alþýðusambandinu — LO — og vinnuveitendasambandinu. Ráðherran sagði, að nefnd þessi ætti að leggj fram greina gerð um afleiðingar styttingar vinnuvikunnar í 40 stundir, séð bæði frá sjónanmiði framleiðsl- unnar og efnahagslífsins í heild og eins félagslegar afleiðingar slíkrar vinnutímastyttingar. Þá á nefndin einnig að atlhuga, hvort réttara væri að koma 40. stunda vinnuviku á með samn- ingum milli LO og vinriuveit- enda, eða með löggjöf. Það mál taldi hann, að þyrfti verulegr- ar athugunar við. Víða breytingar á skattalöggjöf Skattar eru nú mjög ræddir á Noðurlöndum. í Danmörku og Noregi þó sérstaklega. í Danmörku náðu hinir svo- kölluðu sósialistísku flokkar samkomulagi um nýtt skatta- kerfi, en hið þýðingarmesta í því samkomulagi er, >ð árið 1968 verður komið á hinum svokallaða verðaukaskatfi, sem segja má að lagður verði á allt það, sem einstaklingurinn neyt Ir frá vöggu til grafar. í Noregi hafa flokkarn- ir einnig lagt fram tillögur um nýja skattaiöggjöf. Norska al- þýðusambandið — LO — og inonski verikamannaflokkurinn, hafa í sameiningu lagt fram til lögur í þessu efni, sem m.a. fela í sér afnám skattskýrslna fyrir launþega. Er í þessum til- lögum stefnt að því, að draga úr ölium beinum sköttum ug taka upp óbeina skatta í stærri mæli en hingað til. Færeyingar hafa einnig gert nokkrar breytingar á sínum skattalögum, sem fela í sér skattalækkun fyrir þá lægst- launuðu. Sem dæmi má nefna, að engan skatt skal nú greiða til ríkisins eða landsstjórnar- innar af tekjum, sem eru inn- an við 6000 kr. danskar, en það mark var áður 4000 krón- ur. Jarnframt er dregið úr skatt álagningu á tekjum upp í 30000 krónur danskar, en sömu reglur gilda nú sem fyrr um álagningu á tekjur, sem fara yfir það mark. 40 tíma vinnuvika í vestur- þýzkum járniðnaði 1. janúar s.l. var innleidd 40 tíma vinnuvika í járniðn- aði Vestur-þýzkalands. Hafa járniðnaðarmenn fengið vinnu tímastyttinguna í áfö"gum. 1956 var vinnuvikan stytt úr 48 í 45 stundir, og niður i 44 árið 1958, en 1964 varð vinnu- vikan 41% stund. I>á fer sumarfrí járniðnaðar- manna þar i landi eftir aldri. Þeir, sem eru 18—25 ára, fá 18 virka daga í sumarfri, 25—30 ára járniðnaðarmenn fá 21 dag og þeir, sem eru yfir þrítugt, fá 24 virka daga. Verkamenn megi aðeins bera 50 kg. Á alíþjóðlegu vinnumálaráð- stefnunni í Genf I sumar verð- ur tekin til meðferðar tillaga um alþjóðlega samþykkt um þá hámarksþyngd, sem leyfa á verkamanni að bera. Sam- kvæmt þessari tillögu skal ekki leyfilegt að láta fullorð- inn verkamann bera meira en 50 kíló, og skylda skal vera að viðkomandi verkamaður gang- ist undir læknisskoðun, svo ör- uggt sé, að hei'lsa hans þoli slíkan þunga. Þessi tillaga er til búin af formönnum alþjóðlegu vinnu- málastofnunarinnar — ILO — og þó ekki sé að búast við neinni bindandi alþjóðasam- þykkt um þetta mál á næst- unni, þá er hér hreyft þýðing- armiklu máli. Það er svo sann- arlega ekkert einsdæmi, að menn ofreyni sig í vinnu á fslandi, og í sumum (iiftllum er ástæðan vafalaust sú, að menn hafa með böndum þyngri hluti cn þeir hfefe. þrek til. Sem betur ffr h*f«r þó aukin véltækni gert hættu á slíku minni síðustu árin. Elías Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.