Tíminn - 31.03.1967, Page 8

Tíminn - 31.03.1967, Page 8
3 FÖSTUDAGUR 31. marz 1967 TÍMINN MENNTAMÁLAALYKTU 14. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA - SÍÐARI HLUTI llyndlist. Efla ber til muna almenna 'ræðslu um myndlist, einkum í ;kólum landsins. Komið verði á íót söfnum litskuggamynda af nnlendum og erlendum myndlist irverkum, sem nýtast mundu vel þessu skyni. Reist verði þegar í stað bygging /fir Listasafn íslands og unnið að því að koma upp opinberum lista öfnun utan Reykjavíkur, a. m. k. :inu í hverjum fjórðungi, jafn- 'ramt því sem myndlistarsýning- am yrði fjölgað. Stuðlað verði að því, að ríki og sveitarfélög verji ikveðnum hundraðshluta bygging- irkostnaðar opinberra bygginga til istskreytinga á þeim. Flokksþingið telur að efla beri Handíða- og myndlistarskólann og oæta til muna núverandi aðstöðu aans. Vinnuaðstaða myndlistarmanna rerði stórlega bætt, m- a. með bygg mgu vinnustofu, sem þeir geti feng ið að láni eða til leigu. Tónlist. Flokksþingið telur að setja beri heildarlöggjöf um tónlistarfræðslu, bæði innan almenna skólakerfisins og í tónlistarskólum víða um land. Unnið verði að skipulögðum ferð um tónlistarmanna uim landið til hljómleikahalds. Sinfóníuhljómsveitinni verði tryggður öruggur fjárhagsgrund- völlur og löggjöf sett um starf semi hennar þar sem m. a. verði kveðið á um hljómleikaferðir henn ar um landið. Flokksþingið telur tímabært að stofnað verði til óperu starfsemi í samstarfi við Þjóðleik húsið eða á vegum þess og gæti það orðið vísir.að fastri óperu síð ar. Menningarsamskipti. Flokksþingið telur mikils vert að íslendingar haldi uppi sem víð tækustum menningarsamskiptum við aðrar þjóðir og leitist jafnan við að kynna íslenzkar listir, bók- menntir og þjóðlíf meðal erlendra þjóða m. a. með að styrkja þýð- ingar á íslenzkum úrvalsbókmennt um og efna til reglulegra sýninga á íslenzkum listaverkum. Jafn- framt verði stuðlað að þvi að kynna hér á landi erlenda menn ingarstarfsemi. Skipulagðar verði heimsóknir fultlrúa æskufólks til annarra landa og erlendum æsku- mönnum boðið til íslands og þann ig stuðlað að gagnkvæmum kynn- um. Verkstæðisformaður óskast Ræktunarsambandið Smári óskar eftir verkstæðis- formanni á verkstæði sitt við Hólabraut í Reykja- dal Suður-Þingeyjarsýsiu. Þekking á viðgerðum landbúnaðar- og þungavinnuvéla æskileg. fbúð í einbýlishúsi. Til athugunar er fyrir fjölskyldumann, að í um 1 km. fjarlægð er Héraðsskólinn að Laugum, Húsmæðraskólinn að Laugum og Barnaskóli Reykdæla. Skrifleg umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf umsækjanda. sendist til undirritaðs, sem og gefur allar frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Hólabraut, Reykjadal, S-Þing. 15. marz 1967 pr.pr. Ræktunarsambandið Smári. Björn Guðmundsson. VII. ÍÞRÓTTAMÁL. 14. flokksþing Framsóknar- manna lýsir yfir fullum stuðningi við íþróttahreyfinguna í landinu og fagnar þeim mikla árangri, sem náðst hefur með fórnfúsu starfi ungmenna- og íþróttafélaga á undanförnum áratugum til eflingar heilbrigði og líkamsmennt þjóð- arinnar. Öflug íþróttaihreyfing er áhrifa- mikill þáttur í uppeldismálum þjóðarinnar og leggur flokksþingið áherzlu á, að bætt verði aðstaða til íþróttaiðkana. FlOkksþingið telur nauðsyn á, að eftirtalin atriði verði höfð í huga við endurskipulagningu og efl- ingu íþróttastarfseminnar: 1. Íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni þarf að stækka og efla. Öll þarf aðstaða hans að upp fylla ströngustu kröfur, sem gerð ar eru til slíkra stofnana í húsa kosti og kennsluaðstöðu. Einnig þarf að skapa skilyrði til þess að jafnan veljist að skólanum hin- ir hæfustu kennslukraftar í hverri grein. Skólinn þarf að verða sú menntastofnun, sem íþróttakenn- arar, íþróttamenn, leiðbeinendur og leiðtogar í íþróttastarfi geti ávallt sótt til fræðslu um framfar ; ir og þróun íþrótta heima og er- lendis. Janframt ber að stuðla að því, að skólinn geti fengið sérfræð inga til stuttrar kennsludvalar. Flokksþingið leggur áherzlu á nauðsyn haldgóðrar menntunar og fræðslu handa félagsleiðtogum í íþróttum. 2. Eðlilegt verður að telja, að æfingabúðir rísi og æfingaaðstaða skapist, svo að þátttakendur hinna einstöku íþróttagreina, sem til þess hafa atvinnulega aðstöðu, ekki sízt í frjálsum íþróttum, geti einbeitt sér að þjálfun og sérhæf- ingu vegna keppni eða sýninga. 3. Flokksþingið telur að auka þurfi vetraríþróttir meir en hing að til hefur verið gert. 4. Flokksþingið telur, að efla þurfi leikfimikennslu í skólum og íþróttaiðkanir sem stundaðar séu að loknu skólanámi. Athugað verði um að taka upp kennslu í íslenzkri glímu í skólum landsins. Auka þarf skilning á því, að iðkun íþrótta og holl hreyfing hafa gildi fyrir vellíðan mannsins. 5. Veita þarf nýjum íþróttagrein um braubargengi og kynna þær í skólum, þar á meðal notkun hests ins. 6. Kannað verði, hvemig unnt er að bæta aðstöðu íslenzku íþróttamanna í keppni við erlenda íþróttamenn. 7. Efla þarf íþróttasjóð, þannig að hann verði fær um að gegna hlutverki sínu. VIII. Tómstundamál. a. Æskufólki verði kennt að nota tómstundir sínar á menningarleg an hátt til einstaklings- og félags- þroska. b. Tengja þarf á lífrænan hátt tómstundastarf barna og unglinga fræðslu og uppeldi. c. Mennta þarf félags- og tóm- stundaráðgjafa til starfa í skólum. d. Á fiimm ára fresti verði hald in á vegum fræðsluyfirvaldanna og í samvinnu við samtök æskufólks, sérstök lisfca- og félagshátíð æsk- unnar. Þar verði sýnt úrval af listaverkum ungs fólks og ungt fólk flytji tónverk og leikrit og lesi upp. Skipulögð verði þátttaka æskufólks úr öHum landshlutum. Enn fremur verði í tengslum við hátíðina haldið þing æskunnar skipað fulltrúum skólafélaga og allra samtaka æskufólks. Þar yrðu til umræðu mál, sem fulltrúar teldu æskufólk sérstaklega varða. e. Stofnað verði vikublað, sér- staklega helgað málum ungs fólks og gefið út af landssamtökum þess með opinberum styrk. Markmið blaðsins væri'fyrst og fremst upp- eldislegt: Að vera vettvangur fyrir skoðanir og hugverk ungs fólks úr öllum landshlutum og hvetja það til umhugsunar um málefni samtíðarinnar. f. Skipulögð verði fræðsluferða- lög fyrir æskufólk til sögustaða og héraða, sem fræg eru fyrir nátt- úrufegurð og eru merk jarðfræði lega. g. Sumarvinna æskufólks verði skipulögð af skólunum í samráði við fulltrúa atvinnuveganna í því skyni að veita sem fjölbreytileg- ust og raunhæfust kynni af sem flestum atvinnuháttum íslendinga. h. Þar sem þess er þörf verði reist samkomuhús handa ungu fólki, sem komið er af skólaskyldu aldri. í þeirn verði aðstaða til margvísJegra heilbrigða skemmt- ana. IX. Útvarp og sjónvarp. a. Sjónvarp nái sem fyrst til allra landsmanna. b. Komið verði á fót kennslu- sjónvarpi, sem í samvinnu við fræðsluyfirvöld og í tengslum við stundarskrár skóla aðstoði við kennslu ýmissa greina. Slíkt kennslusjónvarp myndi auka fjöl breytni íslenzkr.a kennsiuhátta og sýna nemendum ýmsar greinar í nýju Ijósi. c. Einnig verði fluttar á vegum sjónvarpsins margvíslegar fræðslu dagskrár fyrir almenning um vís indi og samtíma atburði, bók- menntir og listir. d. Starfsaðstaða Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og sjónvarps, verði bætt m. a. með byggingu útvarps húss, sem hæfi starfsemi stofnun arinnar. e. Hlustunarskilyrði verði bætt hið bráðasta með kerfi FM-stöðva. X. Menningararfur. Efla þarf Þjóðminjajsafnið og bæta alla aðstöðu til söfnunar og úrvinnslu sögulegra gagna á sem flestum sviðum. Fleiri vísindamenn og sérfræðingar þurfa að fá að- stöðu til að vinna samfellda sögu úr fomminjum og öðrum tiltæk- um heimildum. Gera þarf þegar í stað gangskör að því, að rituð verði ný íslandssaga á þeim grunni, sem hér um ræðir. Styðja þarf alla viðleitni til að varðveita forna leiki og skemmtan ir og færa slíka þjóðlífshætti í þann búning, sem hæfilegur telst og nær áhuga fólks. Flokksþingið ályktar að gera þurfi sérstakt átak til áð koma á skipulegri útgáfu héraðsfróðleiks til kynningar á menningar- og at vinnusögu liðins tíma. Með stöðugri og skipulegri notk un blaða, útvarps og sjónvarps þarf að benda fólki á öll meginat- riði okkar sérstæða menningararfs. Þessi kynning og fræðsla á að taka jafnt til bókmennta þjóðar- innar, sögulegra minja á öllum sviðum og landsins sjálfs með minjum þessum búsetu þjóðarinn ar liðnar aldir, svo sem gömlum •húsum og öðrum mannvirkjum, ör- nefnum og fleiru. Enn fremur verði stuðlað að efl ingu almenningsbókasiafna, náttúru gripasafna, byggða- og héraðs- skjalasafna og listasafna úti um land. Sértillaga. Aðstoð við vaniþróaðar þjóðir. Kanna ber leiðir til þess að gefa íslendingum kost á að starfa með- al vanþróaðra þjjóða við kennslu, sérfræðileg verkefni, heilsuvemd og önnur störf á veguim alþjóð- legra stofnana. Athuga ber möguleika á aukinni þátttöku íslendinga í norrænu sam starfi á þessu sviði. Kannaður sé grundvöllur fyrir hópferðum íslendinga til vanþró aðra ríkja í þeim tilgangi, að þátt takendur ynnu þar um hríð að ým iskonar uppbyggingarstörfum. Meginmarkmið þessarar starf- semi væri að veita hinum van- þróuðu þjóðum nokkurn liðstyrk í baráttu þeirra fyrir betra lífi og bættum þjóðfélagsháttum. Einnig yrði þátttaka íslands í alþjóðlegu samstarfi virkari og þeim íslend- ingum, sem áhuga hafa á málefn- um vanþróaðra þjóða, gefið tæki- færi til að kynnast þeim af eigin raun. DREGID A MANUD ■ 'I 12-FL- ■ ts*0®*4. - 00 AUK ÞtSS sí# #> 'á

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.