Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. marz 1967 TÍMINN '0F <& Útgetandl. FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Pórartnn Þórarinsson (áb). Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjómar: Tómas Karlsson Aag. lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrtfstofur ' Kddu- búsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastrætl ) Af- greiðslusimi 12323 AuglýsingaslmJ 19523 ABrar skrifstofur.. siml 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 elnt. — Prentsmiðjan EDDA b. f. Bjarni og Einar Á Alþingi í vetur hafa þeir fíinar Olgeirsson og Bjarni Benediktsson haldið uppi löngum umræðum um utan- ríkismál, sem Mbl. hefnr lýst sem stórfróðlegum. Það má til sanns vegar færa. Þessar umræður þeirra Bjarna og Einars hafa snúizt um atburði. sem gerðust fyrir um nær 30 árum, og hafa þær einkum verið fólgnar í því, að hvor um sig hefur reynt að afneita skoðunum sínum á þeim tíma. Einar hefur reynt að afneita því, að hann snerist þá með eða móti hlutleysi íslands, eftir því, hvernig vindurinn blés frá Moskvu, og Bjarni hefur reynt að hvítþvo sig af því, að hann hafi haft nokkra samúð með Þjóðverjum á þessum tíma! Afneitanir beggja hafa verið álíka seinheppilegar. Annað broslegt við þessar umræður er það, að þeir Bjarni og Einar hafa reynt að láta líta þannig út, að þeir hafi alla tíð verið miklir ardstæðingar og séu það enn í dag. Sannleikurinn er sá að milli þeirra hefur alltaf öðru hvoru verið hið nánasta fóstbræðralag í 32 ár. Það hófst í febrúar 1935, þegar báðir hófu mjólkur- bindindi sama daginn, til þess að reyna að fella vinstri stjórnina, er þá fór með völd. Það var sérstaklega áber- andi í ¥é?B?uar 1938, þegar Bjarni sendi félaganna úr nýstofnuðu málfundafélagi Sjáifstæðismanna inn á Dags- brúnarfund til þess að hjálpa Einari til að reka Jón Baldvinsson úr Dagsbrún. Það hélt áfram næstu árin, þegar Bjarni hjálpaði kommúnistum til valda í Dagsbrún og Alþýðusambandinu og náði hámarki sínu á árunum 1944—46, þegar báðir studdu rikisstjórn til að sóa stríðs- gróðanum á sem allra stytztum tíma. Þótt fóstbræðra- lagið rofnaði þá að sinni, hefur það oft tekizt aftur og er það eftirminnilegast, þegar þeir stóðu saman að verk- föllum sumarið 1958, til þess að fella síðari vinstri stjórn- ina. Síðan hefur Bjarni ekki íalið sig þurfa á Einari að halda, og hefur síðan Einar lýsti yfir því, að hann ætlaði að hætta þingmennsku, einkum lagt sig eftir að ná fóst- bræðralagi við Hannibal Valdimarsson í staðinn. Það sýndi sig á seinasta Alþýðusambandsþingi, að Bjarna hef ur orðið talsvert ágengt í þessum efnum. Það hefur líka komið glöggt í ljós á undanförnum þingum, að Bjarni lítur á Alþýðubandalagið sem ómiss- andi flokk. Þegar kommúnista hefur vantað eitt atkvæði á Alþingi til að fá mann kosinn í bankaráð eða aðrar þýðingarmiklar nefndir, hefur þeim jafnan bætzt eitt at- kvæði með dularfullum hætti. Nokkuð góðar heimildir herma, að það sé enginn annar en Bjarni sjálfur, sem við þau tækifæri- hafi gerzt tíundi kommúnistinn á Al- þingi. A.m.k. er það víst, að þessi liðveizla er runnin undan rótum hans. Og Bjami gerir þetta ekki út í bláinn. Grundvöllurinn undir samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins er að veikjast og Bjarni getur þá og þegar þurft á nýrii hækju að halda. Og kommúnistar eru að þreytast í stjórnarands'öðunni Það sýnir forusta þeirra í verkalýðshreyfingunni og þau ummæli, sem Ragnar Arnalds sagði í ógáti, að Alþýðubandalagið myndi ekki láta stjórnarþátttcku stranda á hersetunni. En þetta allt verður reynt að dylja fram yfir kosn- ingar. .Tíunöi kommúnistinn“ á Alþingi mun skamma kommúnista hatramlega í Mbi Alþýðubandalagsmenn munu látast vera höfuðandstæðingar íhaldsms. En eftir kosningarnar verður þetta úr sögunni, alveg eins og verðstöðvunin. Fyrir þvj er amk gömul og ný reynsla, að stóru orðin um íhaldið í Þjóðviljanum og stóru orðin um kommúnista í Mbl. hafa verið fljót að gleymast, þegar þess hefur þótt þurfa. ERLENT YFIRLIT Tekst Ellsworth Bunker að halda Ky marskálki í skefjum? Hægláta sendiherranum hefur hvarvetna heppnazt vel til þessa sendiherra Bandaríkjanna í Nepal. JOHNSON Bandaríkjaforseti sætir nú miklum mótgangi og er gagnrýndur réttilega og ranglega fyrir flest, sem hann gerir. Ein emhættisveiting hans nýlega hefur þó hlotið einróma lof og meira að segja Walter Lippmann lagt blessun sina yfir hana. Hér er átt við skipun Ellswortih Bunkers í sendiherra »mbættið í Saigon. Þó er Bunk 3r orðinn nokkuð aldraður eða verður 73 ára 11. rnaí næstk. Hann er hins vegar heilsu- nraustur, eins og sést á því, að hann gifti sig í annað sinn á síðastl. sumri, en fyrn konu sína missti hann fyrir tveimur árum. Síðari gifting hans varð sögufræg, því að hin nýja kona er sendiherra Bandaríkjanna, Caroi C. Laise, 49 ára gömu1. Verður nú talsvert vik milli þeirra hjóna, þar sem annað gegnir sendiherrastörfum í Neapel, en hitt í Suður-Viet- nam. ELLSWORTH BUNKER er ■íominn af efnuðu fólki. Faðir hans var forstjóri hjá stórum sykurhring, National Sugar Rei'ining Company. Bunker var ið sjálfsögðu settur til mennta og stundaði hann laganám við Yale-háskólann. Hann vakti enga sérstaka athygli í skóla, enda námsmaður rétt í meðal iagi. Að námi loknu hugðist hann fyrst gerast kennari, en niðurstaðan varð sú, að h.mn hóf að starfa við fyrirtæKi föð- ur síns og þar „vann nann sig upp“ og varð lengi framkv.stj. bess Það efldist mjög undir stjórn hans og er Bunker sagð ur margfaldur milljónamæiing- ur. Tilviljun ein virðist haia ráð- ð því, að Bunker gekk í uta.i- ríkisþjónustuna. Dean Acheson þurfti árið 1951 að skipa nýjan sendiherra í Argentínu, en þá sat Peron þar að völdum, og gekk samvinna Bandaríkjanna ig Argentínu nokkuð skrikKj- ótt. Acheson taldi heppilegast að senda þangað rólegan og að- Igætinn mann. Acheson minntist þá allt í einu gamals skólafé laga síns frá Yale, Ellsworth Bunkers. Hann féllst á að taka starfið að sér og hefur síðan verið samfellt í utanríkisþjón- ustunni. Honum tókst svo vel í Argentínu, að hánn hefui ver- ð talinn annar af tveimur bettu sendiherrum Bandaríkjanna, sem þar hafa verið. Eisenhow- er skipaði hann síðar sendi- nerra á Ítalíu og Indlandi, og féll mjög vel á með honum og Nehru. Síðari árin hefur Bunk- er ekki gegnt neinu föstu sendi nerrastarfi, heldur verið eins- konar yfirsendiherra, líkt og Harriman, þ.e. honum hafa ver ið falin sérstök vandasöm og tímabundinn verkefni. Þannig árti hann mestan þátt i að jafna deilur Indónesíu og Hollands át aí' Nýja Guienu. Síðar miðl- aði hann málum milli Saudi- Arabíu og Jemen. Frægastuj- nefur hann þó orðið fyrir það að hann átti meginþátt í að koma á friði í Dominikanska .ýðveldinu 1965, eftir uppreisn ína þar og innrás Bandaríkjs- manna. Ferill Bunkers sýnir, að hann er mikill samningamaður. Hann er virðulegur maður í sjón, hæg látur og nokkuð sérstæður í framgöngu. Stundum hefur hann því verið nefndur hægláti sendiherrann. Sem samninga- maður er hann frægur fyrir þolinmæði sína og óvenjulega glöggskyggni á, hvað sé fram- kvæmanlegt og hvað ekki. Mik- ilvægast er það þó talið, að honum er sérstaklega sýnt um að vinna sér tiltrú. Stundum hefur verið sagt um hann, að hann sé fulltrúi þess bezta í fari menntaðra amerískra viðskipta- hölda. ÞAÐ VERKEFNI, sem John- son mun einkum fyrirhuga Bunker í Suður-Kóreu, er að koma þar á laggirnar borgara- legri stjórn, sem vinni sér til- trú almennings. Ekkert háir Bandaríkjunum nú meira í Viet- nam en þurfa að styðjast við stjórn óvinsælla hershöfðingja. En það er hægara sagt en gert að breyta þessu. Að vísu hefur sérstakt stjórnlagaþing nú sett landinu sérstaka stjórnarskrá, sem um margt minnir á stjómar skrá de Gaulle í Frakklandi, þ. e. gert er ráð fyrir miklu for- setavaldi. Samkvæmt þessari f: stjórnarskrá verður fyrst kos- | inn forseti og síðar þing og ? munu báðar þessar kosningar sennilega fara fram á þessu ári. Vonir Bandarikjamanna eru þær, að traustur maður úr borg arastétt nái kosningu. Enginn slíkur maður er hins vegar sýni legur í dag, þar sem raunveru- leg pólitásk starfsemi hefur aldrei þróazt í Suður-Vietnam, en hins vegar fjölmargar hags- muna- og trúarbragðaklíkur. Margt bendir til, að Ky mar- skálkur hugsi sér forsetaemb- ættið. Hann mun þá segja sig úr hernum og bjóða sig fram sem óbreyttur borgari. í kosn- ingunum hefði hann sterka að- stöðu, þar sem hann hefur her- inn og lögregluna að baki sér. Ef Ky yrði forseti, minnkuðu mjög friðarthorfur í Vietnam, þar sem hann vill útfærslu á stríðinu og enga samninga við Vietcong. Hann myndi og aldrei hljóta alþýðuhylli í Suður- Vietnam, þar sem hann er hers- höfðingi frá Norður-Vietnam. Hvort Ellsworth Bunkers heppn ast hlutverk sitt í Suður-Viet- nam eða ekki, fer mikið eftir því, 'hvort honum tekst að halda Ky marskálki í skefjum og koma á dugandi borgaralegri stjórr. í landinu. Tvímælalaust er þetta vandasamasta verkefnið sem hann/ hefur tekið að sér. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.