Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. marz 1967 TIMINN 5 Miðvikudaginn 22. marz s. 1. bauð stj'órn KEA fréttariturum blaða, sjónvajrps og hljóðvarps á sinn fund, ásamt fjölda gesta, m. a. Ingólfi Jónssyni landjbúnaðarráð herra, Svanibirni Frímannssyni bankastjóra og fulltrúnm frá SÍS. Opnunin hófst með kynningarferð um Kj ötvinnslustöðina, undir leið sögn Einars Sigurðssonar kjötiðnað armeistara, leiðbeindi hann og út skýrði fyrir viðstöddum hinar fjöl breyttu vinnstovélar og hvernig þáer breyttu hráefninu í neytenda vörur. Þá voru skoðaðir frysti- og | kæligeymslur, reykofnar og hið I fulkomna loftræstingakerfi. Kjöt! iðnaðarstöð KEA er stærsta og j bezt búna fyrirtæki sinnar tegund : ar hérlendis og stenzt fyllilega sam j anburð við þekktar erlendar kjöt-; vinnslustöðvar. Bygging stöðvar- i innar hófst 1963 og va r að fullu I lokið 1967. Vinnsla hófst í október s. 1. og hefur síðan verið unnið að því að koma henni í fu'llan gang, j bæði hvað snertir vinnslu og dreif i ingu. Svanbjörn Frimannsson, Jakob 'Frímannsson og Sigurður O. Björnsson. KJÖ TIÐNA ÐA RS TÖÐ LANDSiNS Að lokinni skoðun stöðvarinnar var boðið til hádegisverðar að Hót el KEA. En þar voru eingöngu á boðstólum kjötvörur frá hinni nýju kjötvinnslustöð. Mjög glæsi- legt borð. Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri flutti stutt á- varp, útskýrði ýmis atriði varð andi rekstur og fyrirkomulag nýju stöðvarinnar, sagðist hann vona lað landsmenn tækju þessu nýja fyrirtækd vei, yrðu duglegir við !að kaupa vÖrur þess og styrkja þannig rekstrarmöguleika þess. Að loknu ávarpi kaupfélgasstj. var hrópað ferfalt hurra til heilla kjötv.st. Þá tók til máls landbúnaðarmála ráðherra Ingólfur Jónsson, óskaði hann hinu nýia fyrirtæki velfarn aðar og fór viðurkenningarorðum um starfsemi KEA og hinna blóm legu byiggða urruhverfis Akureyri. Þá töluðu Valgarður Baldvinsson settur bæjarstjóri, Kristinn Þor- steinsson deiidarstjóri, Guðmund- ur Ketilsson deildarstj. og Jóhann Þorkelsson héraðslæknir. Bygging Kjötiðnaðarstöðvar KEA hófst haustið 1963 og var í ársbyrjun 1967 að fullu lokið. Byrj að var að vinna á staðnum um miðjan októher s. 1. Kaupfélag Eyfirðinga hóf rekst- ur Pylsugerðar 1934 í samhandi við kjötbúð félagsins. Fyrir 17 árum flutti Pylsugerðin í húsnæði það í Grófargili, er hún hefir fram til þessa haft tíl umráða, en mörg hin síðari ár hefur allri starfsemi hennar þar verið svo þröngur stakkur skorinn, vegna húsnæðis skorts og takmarkaðs vélakosts, að hún gat hvergi nærri fullnægt eft irspurn á flestum af framleiðslu- vörum sínum og því síður aukið fjölbreytni þeirra að ráði. Ýar því bygging hinnar nýju Kjötiðnaðar stöðvar knýjandi nauðsyn til hag ræðis bæði fra-mleiðendum og neytendum. Verksmiðjubyggingin, sem er gerð úr strengjasteypu, er 1800 fer metrar að stærð eða 10000 rúm- metrar. Byggingin er að mestu á einni hæð, þar sem öll vinnsla fer fram, en á efri hæð er vélasalur fyrir loftræstingar-, frysti- og rafmagnskerfi auk umbúða- geymslna. öll gólf eru flísalögð svo og veggir upp í 1,8 m. hæð. Allt húsnæðið er mjög bjart og vistlegt, enda miðað við ströng- ustu hreinlætiskröfur til matvæla iðnaðar. Allt skipulag og flestar teikn- ingar af Kjötiðnaðarstöð KEA eru gerðar af danska verkfræði- fyrirtækinu N. E. Wernberg, sem hefir um langt árabil unnið að skipulagningu og teikningu kjöt- | iðnaðar- og matvælamiðstöðva víða | um heim, en mikið af teikningun- ■ um var síðan nánar útfært hér á Akureyri. Má þar einkum tilnefna hústeikningar eftir Mikael Jó- hannesson, allt rafkerfi hússins, seni var teiknað og skipulagt af Aðalgeir Pálssyni, rafm.verkfræð- ingi og Magnúsi J. Kristinssyni, rafvélavirkjameistara, en hinn síð amefndi var eftirlitsmaður með ölium raflögnum fyrir hönd KEA, Einar Sigurðsson sýnir Ingólfi Jónssyni, landbúnaðarráðherra, vinnslusalinn. ' vatns- og gufulagnateikningar frá j teiknistofu Sig. Thoroddsen og ; frumteikningar af lofthitunar- og i kælikerfum eftir Pétur Valdiimars ' son. ; Byggingarframkvæmdir, þ. e. j allt múr- og tréverk, annaðist ! Dofri h. f., Ljésigjafinn h. f. sá ! um allar raflagnir, Jón A. Jónsson, j málarameistari, annaðist málningu, Vélsmiðjan Oddi h. f. ásamt Sam- einuðu verkstæðunum Marz h. f. sáu um uppsetningu allra véla, tækja og loftræstingarkerfa undir stjórn Péturs Valdimarssonar, framkv.stj., sem og hafði tæknium sjón með verulegum hluta verks- ins. Pípulagninganmeistararnir Ól- afur Magnússon og Jónas Jóhanns son sáu um vatnslagnir. Ýmsir aðr ir aðilar hafa og komið við sögu byggingarinnar. Eftirlit fyrir kaup félagsins hönd annaðist Stefán Halldórsson, byggingkrmeistari. Auk véla úr gömlu Pylsugerðinni er Kjötiðnaðarstöðin búin nýjum vélum og tækjum af fullkomnustu gerð, aðallega frá Danmörku og Þýzkalandi, og má þar nefna hrað hakkara, pylsusprautu, hakkavél- ar, áleggsskurðar-, og „vacuum“ pökkunarvél heitreykingar- og kaldreykingarofna auk ýmsra nið ursuðuvéla. í stöðinni er mjög fullkomið loftræstingar- og hitun arkerfi, sem teiknað var og fram leitt að hluta af Nordisk Ventilat or A/S í Danmörku, auk frysti- og kælikerfis, en mjög rúmgott kælirými er í stöðinni fyrir unnar og óunnar vörur. Pvisueerðin hefir svn sem kunnugt er, framleitt margskonar varning úr kindakjöti, stórgripa kjöti og svínakjöti, svo sem ýms ar tegundir af pylsum og bjúgum, margar tegundir af áleggi bæði úr nýju kjöti og reyktu auk niður suðuvarnings. Kjötiðnaðarstöðin mun halda áf-ram allri þessari framleiðslu og auka fjölbreyttni hennar simátt og smátt. En mest framleiðsluauknin-g er samt fyrir huguð á niðursuðuvörutn, en þeirxi framleiðslu hefir ekki til þessa verið mögulegt að sinna sem skyldi vegna slæmrar aðstöðu. Kjötiðnað arstöðin mun framleiða eftirtald ar vörur niðursoðnar: Bæjara- bjúgu, smásteik, nautakjöt, kinda kjöt, kjötbúðing, svið, steikta Iifur, lifrakæfu og kindakæfu, en einnig á þessu sviði fara fram frekari at huganir, t. d. með niðursuðu á slátri. Mjög hefir verið vandað til allra umbúða t. d. niðursuðuvarn ings, þ. e. vörumiðanna, setn munu vera með því glæsilegasta sinnar tegundar hér á landi. Út- lit óg prentun þeirra annaðist Prentverk Odds Björnssonar, en um uppsetningu þeirra sá Kristján Kristjánsson, forstöðumaður Teiknistofu POB með aðstoð ljós mynda auglýsingadeildar danska samvinnusambandsins í Kaupm.h. Einnig sá Teiknistofa POB um út- lit „vacuum“ umbúða o. fl. Þá mun Kjötiðnaðarstöðin annast dreifingu á öllum kjötvörum, eggj um og grænmeti til allra matvöru verzlana kaupfélagsins bæði bér í bænum og út með firðinum, á sama hátt og Pylsugerðin áður. Markaður Pylsugerðarinnar hefir til þessa að mestu verið á Norður og Austurlandi en með þeirri stór auknu framleiðslugetu, sem nú er fyrir hendi, verður lögð á- herzla á að koma framleiðsluvör um Kjötiðnaðarstöðvarinnar sem víðast um land. Danskur pylsugerðar- og niður- suðumeistari, Kurt Strand, hefir verið ráðinn um nokkurra mán- aða skeið sem ráðunautur um framleiðsluaðferðir, nýjar fram- leiðslugreinar og vörugæði. Hin nýja Kjötiðnaðarstöð verður und ir yfirstjórn Hau-ks P. Ólafsgonar, slátur- og frystihússtjóra, en kjöt iðnaðarmeistari er Einar Sigurðs son. Starfsmenn stöðvarinnar eru um 30 talsins. Er þess að vænta, að með bygg ingu þessarar stærstu og nýtízku legustu kjötiðnaðarstöðvar lands- ins, megi takast að framleiða vör ur á borð við það bezta, sem fram leitt er erlendis. Hér á Akureyri höfum við jafnan viðurkennt ágæt is kjöt, hvort sem er kindakjöt, nauta- og kálfakjöt eða svínakjöt og með þeim vélakosti og húsnæði, sem nú er fullbúið, ásamt reynslu vel menntaðs og öruggs dansks sérfræðings, treystum vér því, að áður en langt líður verði fram- leiðsluvörur verksmiðjunnar komn ar á matborð a-lls þorra neytenda í landinu. Kaupfélag Eyfirðinga. FJÖUOJAN • ÍSAFIRÐI 5ECURE EINANGRUNARGLER KlMJVl AKA AHYRGÐ Söluumboð' SANDSAI.AJ\ s.f. Elliðavo0 115, slmi 30120. pósth. 373

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.