Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 16
...................................... .................................. . ... ..... Lárusi dæmdar 40 þús. kr. í miskabætur Málsvarnarsjóð- ur auglýsir nú Dómaradansinn IGÞ-Reykjavík, fimtudag. Fyrir nokkru féll dómur í Hæstarétti í máli, sem Lárus Jóhannesson fyrrverandi hæsta- réttardómari höfðaði gegn Einari Braga. ábyrgðarmanni Frjálsrar þjóðar vegna skrifa í blaðinu um víxlaviðskipti Lárusar við Búnað arbankann. Var Einari Braga gert að greiða Lárusi 40,000,00 kr. í miskabætur (75.00.00 kr. í undir rétti;, 7.500.00 kr. í sekt í ríkis- sjóð og 7.000.00 kr. vegna kostnað ar við birtingu dómsforsenda og dómsorðs. Þá er Einari Braga gert að greiða gagnáfrýjanda máls í kostnað í liéraði og fyrir Hæsta- Framhald á 14. síðu. Félag bifreiðasmiða reynir að vernda iðngreinina: 8 ÚLÖGLEG VERKSTÆÐI VORU DÆMD S.L ÁR lOOtn.bátur fékk 68 tonn GTMBíldudal, fimmtudag. í morgun kom mb. Andri með metafla hingað til Bíldudals, 68 tonn, sem hann hafði fengið í net, en báturinn er sjálfur 100 tonn að stærð. Þetta er sami báturinn og varð fyrir barðinu á brezkum togara hér á dög- unum en togarinn eyðilagði þá miikið af netum frá bátn um. Skipstjóri á Andra er Snæbjöm Árnason og sagði hann, að um 1200 fiskar hefðu fengizt úr trossu, er var eins nátta, en um sjö hundruð fiskar Framhald á bls. 15. GÞE-Reykj avík, fimmtudag. Á síðasta aðalfundi Félags bif- reiðasmiða kom fram, að félagið liafði á síðasta ári lagt fram kærur á hendur 8 ólöglegum verkstæðum og höfðu þau öll hlotið dóm og sekt. í viðtali sem Tíminn átti við Magnús Gíslason, formann Félags bifreiðasmiða, kom fram, að fjöl- mörg ólögleg verkstæði eru starf- rækt hér í borginni og ekkert eft- irlit virðist vera með því, að ófag lærðir menn stundi ekki þessa iðn grein. Sagði Magnús, að lærðum bif- reiðasmiðum væri mjög erfitt um vik að vernda iðngrein sína, og ár- lega væru lagðar fram kærur á hendur ólöglegum venkstæðum. Á hinn bóginn liði yfirleitt mjög langur thni þar til málin yrðu af- greidd og sektirnar, sem hlutað- eigandi verkstæði væru dæmd til að greiða, væru mjög lágar og yfirleitt héldi starfræksla venkstæð anna áfram, þrótt fyrir dóma og Framnalri á bls 14 Fá veðurmyndir hér frá gervihnöttum í maímánuði: Fær einkum þýðingu viö ískönnun OÓ-Reykjavík, fimmtudag. í maímánuði verður tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli tæki, sem tekur við myndum frá gervi- hnöttum, sem fást við veðurathug- anir. Verið er að koma tækjunuin fyrir en þau eru sett upp á vegum veðurstofu flotans. Veðurstofa fs- lands mun einnig hafa aðgang að þcssum myndum og nota þær við veðurrannsóknir. Veðurathugunarhnettir senda sjólfkrafa myndir og er hægt að taka þær upp meðan hnötturinn er innan sjónlínu. Hnötturinn hef- ur myndavél og sendi, sem sendir myndir af skýjafari fyrir neðan hann. Tækin munu taka við mynd um þann tíma, sem bjart er á svæðinu sem þeir fara yfir en inn- an skamms verða sett upp mót- tökutæki sem tafca við infrarauð- um geislum og verður þá hægt að ta'ka á móti myndum jafnt í björtu og í myrkri. Veðurhnettirnir eru í um 715 Framhald á 14. síðu. \ Isinn engin hindrun á siglingaleiðunum EJ-KJ-Reykjavík, fimmtudag. 4/10 að þéttleika eða meir er norður af Skaga. Þar fyrir inn Lítil breyting hefur verið á næst landinu um 25 sjómílur an er ís að þéttleika 1/10—3/10 ísnum fyrir norðan landið. fs út af Homi, og um 30 sjómílur allt inn að 5—10 sjómílum frá Á /t *. o ' • ro;' ?‘o • o . ískort þetta var gert eftir ísflug á miSvikudag. ís, að þéttleika 4/10 eða meir, er næst landinu um 25 sjómílur út af Horni. Yfirleitt er aðeins um a8 ræSa jakahrafl á svæðinu 5—10 sjómílur frá annesum. annesum allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. Dreifð ir jakar og ísspangir eru víða nær landinu og inni í fjörðum en vestanáttin í dag hefur að- eins þokað ísnum frá Ian4i á Ströndum. Vestanflug bauð fréttamönn- um útvarps og blaða í ískönnun arflug kl. 13.15 í dag og var Guðbjörn Oharlesson flugmað- ur. Guðmundur Sveinsson, fréttaritari blaðsins á ísafirði, fór í flug þetta og sendi eftir farandi frásögn. Flogið vpr frá ísafjarðarflug velli vestur yfir fjöllin og út að Sauðanesi. Voru þar dreifðir jakar og smáspangir. Síðan var fiogið austur yfir Djúpið. Þar er ísspöng föst í Stigahlíð. en út af Djúpinu voru dreifðir jakar og fáeinar spang ir. Við Straumnes á Kögur var Framhalri á 14. síðu. Bjarmi II. frá Dalvík sigldi inn í Reykjavíkur- höfn um þrjúleytið í gær. Báturinn var tekinn í slipp strax og hann kom í höfn. Ekld er vitað með vissu hve skemmdir eru miklar eftir strandið í fjörunni austan við Stokkseyri. (Tímamynd GE) Tekið á móti mynd frá veðurhnetti. Skákmótið í Halle: Jón með 2Vi vínning eftir 5 umferðir EJ-Reykjaví'k, fimmtudag. Jón Kristinsson hefur staðið sig vel á svæðismótinu í skák í Ilalle í Austur-Þýzkalandi. Eftir fimm umferðir hafði hann 2V2 vinning. Mótið var sett 18. marz, en fyrsta uinferðin tefld þann 19. Alls munu tefldar 19 umferðir á mótinu, en 3 efstu menn fá rétt til þátttöku í millisvæðamótinu í Alsír síðar á þessu ári. Sex efstu menn á því móti tefla síðan sín á milli um rétt til að tefla við heimsmeistar- ann í skák um heimsmeistaratitii- inn. í fyrstu umferð tefldi Jón Krist insson við stórmeistarann Ciocal- tia frá Rú,..„níu og gerði jafntefli ivið hann. í annarri umferð maetti hann Ulhmann frá Austur-Þýzka- Framhaid á 14. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.