Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 31. marz 1967 TÍMINN RAUFARHÖFN Framihald af bls. 2 þessi völlur hefur nú komið í góðar þarfir. Tiltölulega lítill snjór var á vellinum. Flugvél frá Norðurflugi lenti á vellinum í dag og var ferð hennar í beinu sambandi við flug til Akureyrar fná Reykja- víik. Er ætlunin að ferðir verði tvisvar í viku í sambandi við ferðir að sunnan, meðan snjór er á nýja flugivellinum. Samgöngur á landi hafa að sjálfsögðu legið niðri nú um lanigan tíma og samgöngur á sjó eru strjálar að því er okkur hér fyrir norðan finnst. E'sjan kemur líklega ekki til okkar fyrr en í sumar, þegar við höf- um ekkert við hana að gera. í dag er fyrsti dagurinn, sem verulega bjart og gott er um mánaðartíma. Mikill snjór er yfir öUu og svo mikiU snjór á söltunarstöðunum, að erfiðleik- um er bundið að koma afgangin um af saltsíldinni frá söltunar- stöðvunum og um borð í skip. Snjómoksturstæki eru hér hálf léleg, og þar sem snjórinn er orðinn harður og samanbarinn verður erfiðleikum bundið að koma þessum síldartunnum um borð í skip. 8 ÓLÖGLEG t •amhaJO aí bis. 16 sektir. Sagði Magnús, að þessi ólög legu fyrirtæki hefðu svipaðan eða jafnvel hærri taxta en önnur og almenningur hefði vitasikuld yfir- leitt enga hugmynd um, hvort um lögleg eða ólögleg fyrirtæki væri að ræða. Aðspurður sagðist Magn- ús álíta, að þetta vandamál steðj- aði almennt að iðnfélögum, þar sem ekki væri um að ræða lög- gildingu verkstæða. SÍLDARSUMUR Framhals af bls. 1. í kafla um sumar- og haustsíld veiði við Suður- og Suðvesturland segir, að sumargotssíldin hafi ver ið í meirJMuta í aflanum fyrstu 2/3 hluta ársins, bæði 1965 og 1966, ef miðað er við kyníþroska síld. Vorgotssíldarinnar gæti í minna mœli og sé sá hluti stofns ins því í mjög slæmu ásigkomiulagi en hann var a. m. k. helmingur vetrarveiðarinnar á fyrri árum. At hyglisvert sé, að síðastliðin tvö ár fari að bera mjög á úkynþroska síld í veiðinni. Endurheimtur síld armerkja sunnanlands „eru og uggvænlega háar, eða a. m. k. 4—5 sinnum hærri hlutfallslega en úr norska stofninum. Rennir þetta hvort tveggja stoðum undir þá skoðun, að svo ískyggilegt ástand hafi nú skapazt meðal vorgotssíld arinnar, og raunar íslenzku síldar stofnanna beggja, að grípa verði til enn róttækari ráðstafana varð andi veiðhömtur sunnanlands og vestan, en þegar hefur verið gert“, — segir í greininni. Eftir að þessi grein er rituð, hef ur síðan verið sett bann við síld veiðum sunnanlands og vestan og gildir það bann til 15. maí n. k. Auk þess er bann við smásíldveið- um á þessu svæði enn í gildi. JÓN MEÐ 2V2 Framnaid ai bls. 16 •landi, en hann er líka stórmeistari, óg tapaði þeirri skák. í þriðju um- ferðinni mætti hann stórmeistaran um Minic frá Júgóslavíu og vann þá skák. Hann vann einnig í þriðju umferð, en þá tefldi hann við Pól- verjann Pietrusiak og fimmtu um- ferð tefldi hann við Ilollending- inn Kuypers og tapaði henni. Jón hefur sem sagt 2% vinning eftir 5 skákir og mun vera með efri mönnum í mótinu. ISKÖNNUN Framhald ai bls. 16 milna hæð og fara umihverfis jörð ina á 113 mín. eða 12 til 13 hringi á sólarihring. Taka þeir myndir á þriggja og hálfrar mínútu fresti. Hver mynd nær yfir svæði, sem er 2700 km. á kant. Hér verður tekið á móti myndum, sem sýna skýjafar yfir öllu Noregshafi, fs- landi og norðanverðum Bretlands- eyjum. Af lögun skýja er hægt að draga margar ályktanir, svo sem um loftstrauma og sitthvað fleira, sem að gagni má koma fyrir veð- urtsþár. Hlynur Sigtryggsson, veðurstofu- stjóri, sagði í viðtali við Timann í dag, að myndirnar frá gervihnött unum breyttu ekki mjög miklu í sambandi við veðurspár að svo ÞAKKARÁVÖRP Innilegustu þakkir vil ég færa Olíufélaginu h.f., sér- staklega samstarfsfólki mínu á Gelgjutanga, fyrir höfðinglegar gjafir á 75 ára afmæli mínu. Einnig þakka ég hjartanlega öðrum vinum og ættingjum hér og á Akureyri. Helgi Ágústsson, Skipasundi 78, Reykjavík. Þakka hjartanlega börnum og tengdabömum mín- um rausnarlegar gjafir og fjölmörgum vinum mínum heillaskeyti og hlý handtök á 70 ára afmælinu. Ingvar Jóhannsson, Hvítárbakka. Ástkær eiginmaSur minn, faSir okkar, afi og tengdafaðir, Benedikt Jakobssón, íþróttakennari, Bólstaðahlíð 10, andaðist miðvikudaginn 29. marz s. I. Gyða Erlendsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Bróðir okkar, Guðmundur Jónsson, bóndi, Brjánsstöðum, Skeiðum, sem lézt í sjúkrahúsinu Selfossi 23. marz verður jarðsunginn laug- ardaginn 1. apríl frá Selfosskirkju. Athöfnin hefst með húskveðju frá'helmili hans kl. 1 síðdegis. Systkini hins látna. stöddu og að ekki yrði hægt að spá lengra fram í tímann með til- komu þeirra en nú er gert. Hins vegar væri þetta liður í s-tœrri uppbyggingu alþjóða veðurfræði og kæmi til með að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. Fjrir ís- lendinga hefði þessi nýja tælkni einkum þýðingu í sambandi við hafís og gæfi meiri og betri upp- lýsingar um 1-egu hans en unnt er að fá með ísflugi einu saman, sem einnig er oft stopu-lt. iÞá er einnig verið að ljúka við byggingu fyrir hátoftarannsókn ir. Byiggingin, þar sem loftbelgimir eru blásnir upp og einnig stöðin, sem fylgi-st með og teifcur við upp- lýsingum frá loftbelgjunum, verða starfræfctar sameiginlega af starfs fólki Veð-urstofu íslands og Veð- urstofu flotans. Byggingarikostnað- ur er greiddur af jöfnu af ríkis- stjórnum Bandaríkj-anna og ís- lands. Fjórum sinn-um -á dag verða sendir upp Loftbelgir, sem flytj-a á loft mælitæ&i oig senditæki, upp úr meira en 100 þúsund feta hœð (30.500 metra). Senda tækin til jarðar uppLýsmgar um hita, raka og Loftþrýsting í mismunandi hæð. Með því að fyigjast með hreyfing- um sendisins er hægt að reilkna út vindiátt og vindhraða á hinum ýmsu hæðarstigum. Þessar upplýs ingar eru svo sendar tll veður- stöðva út um heim m-eð fj-arritum. BRAGI SÝNIR Frambald af bls. 2 ar þeirra upphleyptar. Mál- arinn festir ýmsa hluti á myndir sínar sem ekki er al- gengt að sjá á málverkum, svo sem snæríshankir, leik föng og fuglsliami, eða hluta þeirra. Sýningargestir geta keypt vandaða sýningarskrá þar sem Oddur Björnsson hefur ritað um listferil mál- arans og viðhorf hans til verkefna sinna. f skránni er litprentuð mynd eftir Braga. DÓMARADANS Framhald af bls. 16 rétti, en hann nemur 35.000.00 kr. Tvö mál voru höfðuð gegn Ein- ari Braga, og er síðara málið nú komið í gegnum undirrétt. Þá hafa verið höfðuð sex mál gegn Bergi Sigurbjörnssyni, sem ábyrgðarmanni Frjálsrar þjóðar af sama tilefni. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem Tíminn hefur aflað sér, mun málsvarnarkostnaður ábyrgðarmannanna tveggja, Ein- ars Braga og Bergs nema um ihundrað þúsund krónum í dag, og er þó aðeins eitt málanna komið í gegnum bæði dómsstigin. Sjö eru eftir og er því fyrirsjáanlegt að um ærin kostnað verður að ræða áður en lýkur. Lárus Jóhannesson krafðist hálfrar milljónar í miskabætur í málinu, sem þegar hefur verið i dæmt í Hæstarétti þannig, að jhann fær fjörutíu þúsund. Um I bankaviðskiptin segir í forsend- um Hæstaréttar m. a.: „Svo sem getið er í héraðsdómi rak gagnáfrýjandi um áratuga skeið umfangsmikla lögmannsskrif stofu hér í borginni. Hann hefur skýrt sv-o frá, að um langt skeið hafi fcann haft fjármálaviðskipti við Búnaðarbanka fslands, og -hafi bankinn keypt af honum víxla og önnur viðskiptabróf og hann ábyrgzt bankanum skilvísa greiðslu þeirra. Kveðst gagnáfrýj andi hafa hætt öllum viðskiptum, er hann var skipaður hæstarétta- dómari 1. maí 1960, en það hafi tekið um hálft'annað ár að ljúka þeim viðskiptum að mestu, sem þegar hafi verið stofnað til. Gagnáfrýjandi hefur í málflutn ingi lýst því, að hann hafi, eftir að hann varð hæstaréttardómari, selt Búnaðarbanka íslands víxla fyrir nafngreindan s-on sinn, sem rek ur lögmannsskrifstofu hér í borg. j Víxiana seldi gagnáfrýjandi í skjóli „kvóta“ síns í bankanum og í því skyni, að lögmaðurinn fengi venjulega þóknun af miðlarastarf semi. Þannig hafi þetta verið með víxil að fjánhæð kr. 150.000.00, samþykktan af Ágústi Sigurðssyni sem seldur hafi verið bankanum hinn 23. febr. 1961. Við úrlausn krafna um refs ingu og fébætur ber að hafa í huga þessa forsögu blaðaskrifa þeirra, sem mál þetta er risið af og að ekki var viðeigandi, eins og á stóð að gagnáfrýjandi stofnaði til siðastgreindu bankaviðskipta, Hins vegar ber að gæta þess, að veizt var harkalega að gagnáfrýj- anda með margendurteknum stór- yrðum í nefndum blaðagreinum. Þegar þetta er virt, þykir mega staðfesta ákvæði héraðsdóms um refsingu aðal-áfrýjanda Einars Braga Sigurðssonar, þó svo, að frestur til greiðslu sektar velði 4 vixur frá birtingu dóms þessa." Til að standa straum af þeim miklí málarekstri, sem skrif Frjálsrar þjóðar um víxlaviðskipti Lárusar Jóhannessonar, fyrrver- andi hæstaréttardómara hafa haft í för með sér, hafa ýmsir menn st-ofnað svonefndan Málsvarnar- sjóð, en fé það, sem safnast, verð- ur notað til að greiða sektir og málsvarnarkostnað, vegna þess máls, sem nú er lokið, og einnig þann kostnað, sem fyrirsjáanlegt er að fylgir í kjölfar þeirra sjö mála, sem þegar hafa verið haf- in og eru á mismunandi stigum. Fyrir utan bein fjárframlög í þenn an sjóð, hefur hann fengið ágóð- ann af bókinni Dómaradans, sem þrjátíu og fjórir rithöfundar og skáld skrifuðu sjóðnum til styrkt ar. Ótölusett eintök eru til af þess ari sérkennilegu bók og kostar eintakið 250 kr. Tímanum er ekki kunnugt um, hve mikið fé hefur komið í Málsvarnarsjóð, en eftir auglýsingum í blöðum að dæma vantar enn mikið á, að nægt fé hafi fengizt. Er varla við því að búast, þar sem sjóðurinn mun þurfa all verulega fjárhæð, ef hann á að geta þjónað því hlut- verki sínu að létta fjárgreiðslum af fjárvana blaði og þeim einstakl ingum, sem hafa hvorki „kvóta“ né reiðufé til að leysa sig frá átta meiðyrðamálum. ÍSINN Framhald af bls. 16 ísinn dálítið þéttari. Þar voru dreifðar spangir og nokkuð rek ið á fjörur. ísspöng var inni á Homvík, og fyrir austan Horn voru dreifðir jakar og nokkrar span-gir. Mistur var til hafsins og sást því ekki vel, en annars var glaða sólskin og logn, og, flug ið mjög ánægjulegt í al'la staði. Ekki virðist erfitt m-eð sigl- ingar á þessu svæði. Við sáum flutningaskip, sem var á leið- inni austur, og eins var Óðinn að koma inn hingað núna, og virtist ekki hafa neinn trafala af ísnum. Aðalísinn er um 20 mílur úti, en frekar líti-11 ís er nær landinu. Ekki háir ísinn heldur bát um að ráði, því þeir róa dag- lega. Em þeir út af B-arða og Kóp aðallega og fiskað upp í 11 lestir af steinbít. >á komu bátar undan Jökli, eftir páska hretið, með 20 og upp í 40 tonn af fiski, en hann var mikið til skemmdur. Samkvæmt fregnum, er veð- urstofunni barst í dag, er dreifða jaka að sjá um allan sjó frá Galtarvita, Hrauni, Siglu nesi, Mánáribakka Skoruvík og Grímsey.Frá Hornbjargi virð- ist samfelldur ís 10—12 sjómíl ur úti, en minni spangir innar. Siglingarleið fyrir Horn var greið. Samkvæmt því sem sást í ís- könnunarflugi Landhelgisg-czl- unnar var ís 4/10 að þéttleika eða meir næst landinu um 25 sjómílur út af Hor.ni og um 30 sjómílur norður af Skaga. Þar fyrir innan var ís að þéttleika 1/10—3/10 allt inn að 5—10 sjómilum f-rá annesum, allt austur að Langanesi. Meginísinn virðist vera dá- lítið vestan við Jan Mayen, svo að ísrekið er ekki eins breitt n-orðanað eins og það var í hitt eðfyrra, — sagði Jónas Jakobs son, veðurfræðingur við blaðið í dag. Hann sagði að ágætisveður hefði yfirleitt verið fyrir norð an í dag — norðangola um aust anvert landið, en hægviðri vest antil. Guðmundur í Bæ í Trékyllis vík símaði blaðinu í dag að ís væri þar úti fyrir öllu, og tals vert hefði rekið af jökum upp að landinu. Hafa lendingar/hér lokast, og því engir flutningar getað farið fram á sjó. Núna í dag hefur brugðið til vestanátt ar eftir langvarandi norðanátt, og hefur ísinn borist frá landi. Norðan úr Skagafirði ticrast þær fréttir að nokkur ís sé í mynni fjarðarins og auk þess hefur einsíaka jaka rekið inn fjörðinn og allt inn í fjarðar- botn, eins og jakarnir fimm sem strönduðu við Borgarsand á mdlli Hegranes og Sauðár- króks, í dag. WILLY BRANDT Framhals af bls. 1. Willy Brandt er fædd-ur árið 1913. Hann stundaði í.ám við há- •skólann í Liibeck og Osló. Árið 1933 fluttist hann til Noregs og starfaði við blaðamennsfcu þar í landi og síðar í Sviþjóð til. ársins 1945, er hann fluttist til Vestur- -Berlínar, starfaði þar fyrst í stað sem fréttaritari fyrir blöð á Norð- urlöndum. Þegar hann kom tiL IBerMnar eftir stríð hóf hann þeg- -ar þátttöku í þýzkum stjómmálum og varð fljótlega einn af forustu- mönnum Sósíaldemokrata í Vestur 'Þýzkailandi o-g átti sæt: á Sambands iþinginu í B-onn 1949—57, er hann varð borgarstjóri Vestur-Berlínar. Willy Brandt hefur unnið mikið að ritstörfum. Hann var aðalrit- -stjóri Berliner-Stadtblatt 1950— 51 og hann hefur skrifað nokkrar 'bækur, stjórnm-álalegs eðlis. Willy Brandt er kvæntur norskri konu. SJÚKRAFLUG KBG-Stykkishólmi, fimmtudag. Þyrla Landlhelgisgæzlunnar kom hingað í morgun rétt fyrir hádegi og tök héraðslækninn og flaug með hann vestur í Látur. Þangað var náð í veikan dreng, tveggja ára að aldri. Komið var með hann hingað til Stykkishólms og var hann lagður inn á sjúkrahúsið. Ekki var möguiegt að koma öðr um íarartækjum en þyrlu við til að ná- í drenginn. Vegir á landi eru allir tepptir vegna snjóa og sjó- leiðiii er lokuð af ís. ÖKUKENNSLA HÆJHNISVOTTOKI) TÆKNI NÁM íNNUAUÐ Gísli Siqurðsson Stlttl 11271. Auglýsið í ÍI1VIA!NU1VI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.