Tíminn - 22.04.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1967, Blaðsíða 1
NYJUNG RUMFATAEFNI 90. tbl. — Laugardagur 22. apríl 1967. — 51. árg. ÞARFNAST EKKI STRAUINGAR Mil-.il átök urðu í Kmhöfn í gær, er hópur fólks fór að Amalienborg, til að mótmæla aðgerðum Konstan tíns, Grikkjakonungs. Hér er svipmynd frá mót- mælaaðgerðunum.Greina má spjald, sem á er letrað: Franco — Hitler, og nú Konstantin. (Polfoto). BYLTINGIGRiKKLANDI Óljóst hvort Konstantín konungur stendur að baki «« NTB-Aþenu og Belgrad, föstudag. Ný stjórn undir forsæti Constantine Kolias, hæstaréttardómara hefur nú tekið völdin í Grikklandi, eftir byltinguna, sem gerð var í nótt. Samtímis var lýst yfir hernaðarástandi í landinu. Yfirmaður hersins, Grigorios Dakis er varaforsætisráðherra og varnarmálaráð- herra, en í kvöld var ekki kunnugt um, hverji skipa aðar ráðherra- stöður- Ekki liggur enn ljóst fyrir, hver stjórnaði byltingunni, en sumir telja, að konungurinn sjálfur hafi staðið þar á bak við. Fjöldi stjórnmálamanna hefur verið handtekinn, bæði vinstri og hægri- i menn. Óstaðfestar fréttir herma, að meðal handtekinna sé Papandreou, ! sem Konstantín konungur rak frá völdum árið 1965. Panayotis Kanello j poulos, forsætisráðherra situr nú í fangelsi. NUFÆR DOTTIRSTALINS LANDVISTARLEYFIIUSA Bjóða tugi millj. fyrir endurminningar hennar NTB-Washington, föstudag. Dóttir Stalíns, Svetlana, mun fá leyfi til þess að dvelja í Banda ríkjunum eins lengi og hún óskar, sagði málsvari bandaríska utanrík isráðuneytisins í dag. Fyrr um daginn lagði Svetlana af stað flug leiðis frá Zurich í Sviss til New York, með venjulegt vegabréf upp á vasan, sem gildir fyrir þriggja til sex mánaða dvöl í Bandaríkjun um. Málsvari utanríkisráðuneytisins sagði hins vegar, að Svetlana myndi fá framlengingu á dvalar- leyfi hvenær, sem hún óskaði þess. Hún réði því sjálf, hvar hún sett ist að og yrði sjálf að taka ákvörð un um, hvort hún síðar vildi i Indlandi, en ákvað, að staldra við hverfa úr landi. Bandaríska vega | í Sviss. bréfið fékk hún í Nýju Delhí íi Framhald á bls. 14. Reuter hefur þær fréttir frá Aþenu, að herinn hafi nú öll völd í sínum höndum. Hernaðarástandi hefur verið lýst yfir, en í því felst, að handtaka má menn án dóms og laga og halda þeim inni um óákveð inn tíma.Öll verkföll eru bönnuð og opinberar samkoniur. M hefur þetta og í för með sér, að öll diómsmál verða nú rekin fyrir sérsjökum herrétti, fyrst um sinn. Alni ráðherrar fyrrverandi stjórnar hafa verið handteknir og IhaldiS er áfram handtökum stjórrimálamanna. Öflugur hervörð ur e1- um allar opinberar bygg- ingar Að því er AFP-fréttastof- an segir; kom ekki til blóðsút- hellinga í byltingunni. Karellopoulos, sem tók við stjórnartaumum til bráðabirgða fyrir i8 dögum, var í nótt dreginn út i náttklæðunum. Hann mót- mæ'ti kröftuglega aðförinni og barðist við hermennina, að því er kona hans segir. Að handtökunni stóð hópur hermanna, sem sögðust taka hann fastan til þess að vernda líf hans. EkJri hefur sú frétt fengizt stað fest, að Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði verið tek- inn höndum, en hann er eins og kunnugt er einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Grikklands. — Hann er foringi Miðsamb. og hef- ur verið í stöðugri andstöðu við hinn unga konung. Hefur hann barizt gegn hinum hægri sinnuðu ráðherrum og orðið valdur að margri stjórnarkreppunni í land- inu. Framhalo á bls. 14. FRANSKIR ÞINGMENNI EINVÍGIMED SVERDUM! NTB-París, föstudag. Tveir franskir þingmenn, annar sósíalisti, hinn Gaullisti, háðu ein- Bátur strandar GtÞE-Reykjavík, föstudag. Um 11 leytið í kvöld strandaði báturinn Hávarður ÍS 160, sem gerður er út frá Vestmannaeyjum austan Mýrnatanga við Álftaver. Báturinn sendi þegar út neyðar- kall, og bátar á þessum slóðum héldu þegar í átt til hans. Sömu leiðis var haft samband við bjórg unarsveitir SV á Meðall. og Álfta- veri og héldu þær þegar á vett vang, en þegar blaðið fór í prent un voru fregnir af strandinu mjög óljósar, ekki var vitað hversu margir voru á bátnum, og hvernig útlit væri um björgun. Blindbylur var á þessum slóðum í kvöld og að því er Henry Hálf- dánarson forseti Slysavarnafélags- ins sagði i viðtali við blaðið í kvöld, óttast menn, að skipverjar hafi ekki verið fullvissir um stað setningua af þeim sökum. Rúml. 12 heyrðist í bátnum og voru skipverjar þá enn um borð en björgun í nánd. vígi upp á gamla móðinn í dag, á berangri skammt fyrir utan París. Einvígið, sem háð var með sverð um stóð í f jórar mínútur, og lauk með sigri • sósíalistans Gaston Defferre, borgarstjóra i Marseill es. Andstæðingurinn var Rene Ribiere og hlaut hann tvær skrám ur á hægri hawdlegg. Mikil leynd hvíldi yfir þessari einstæðu viður eign. í umræðum í franska þinginu í gær hafði Deferre kallað Ribiere asna .Eftir einvígið sagði Deffere, að Ribiere hefði neitað sð taka í hönd sigurvegarans. Það er hlægi legt og gamaldags að heyja ein- vígi, en ef ég er neyddur til þess að berjast, berst ég, sagði Deferre. Einvígið var háð á fögrum stað í útborginni Neuilly. Defferre sagði: Þegar ég hafði veitt Ribiere fyrstu skrámuna á hand legginn bað hann um, að einvíginu Framhald á bls. 14. Fjöldi rúss- neskra geim- fara upp um þessa heigi NTB-Moskvu, föstudag. Sovézkir vísindamenn minu senda á loft í geim- skipum, tvo hópa geimfara á sunnudag og mánudag, að þvf að haft er eftir áreiðan- legum heimildum í Moskvu í dag. Geimfararnir munu fram- kvæma ýmsar stórkostlegar til- raunir. Notuð verður alveg ný gerð geimskipa. Megintilgangur gtfimferðarinnar mun vera sá að kanna ínöguleika geimfara á þvl að hreyfa sig úti í geimn am utan geimskipsins og þá einkum og sér ; lagi að fara á milii geimskipa. i-engi hefur verið búizt við gpimferðatilraun af hálfu Rússa, sem á einhvern hátt brjn:i blað sögunni, og er ekki ólíklegt að nú sé tíminn kom- inn. I GÆZLUVARÐHALDI VEGNA ELMÓ-MÁLS K.f-Reykjavík. föstudag. Páll Jónasson, kaupsýslumað- ur sem mikil viðskipti átti við E'mo Nielsen hinn danska, er nú i gæzluvarðhaldi hér í Hegn mgarhúsinu, en unnið er stöð- ugt að rannsókn á máli hans í sakadómi Reykjavíkur. Sem kunnugt er þá upplýstist að eitthvað var athugavert við viðskipti Páls þegar danskir raniisóknarlögreglumenn og endurskoðendur komu hingað ;il að' kynna sér viðskiptasam- bönd þau er Nielsen hafði hér á landi. Yfirsakadómarinn í Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.