Tíminn - 22.04.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.04.1967, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 22. apríl 1967. 8 MINNING Magnea H. Jónsdóttir frá Sauðhaga Föstudaginn 17. marz s.l. lézt í sjúkraskýlinu á Egilsstöðum Magnea Herborg Jónsdóttir f.v húsfreyja í Sauðhaga á Völlum, eftir stutta en stranga sjúkdóms- íegu. Útför hennar var gerð frá Vallaneskirkju, miðvikudaginn 29. iþan., að viðstöddu mörgu fólki sem eflaust hefði orðið mikið fleira, ef umferð og veður hefðu ekki verið óvenju erfið. Fyrir tæpum tveimur mán- uðum, átti Magnea 75 ára afmæli. Hún sýndist þá hraust og glöð í hópi vina og vandamanna. Létta hlýja brosið ljómaði á andlitinu, eins og f fyrri daga og ég dáð- ist að því, Ihvað hún hélt sér vel, eftir langan og á köiflum erfiðan starfsdag. „En fótmá’l dauðans fljótt er stigið1'. Fyrr en varir hverfa frænd ur og vinir yfir landamæri lífs og dauða og lífið setur upp ann- an svip og tilveran verður kulda legri. Magnea var fædd að Ormsstöð- um í Skógum 26. jan. 1892. For- eldrar hennar voru: Jón Péturs- son og Pálína Jónsdóttir (ein Hallbjarnarstaðasystra). Hún var ekki hjónabandsbarn, en ólst upp hjá móður sinni og móður- systur Herborgar og manni hennar Magnúsi Guðmunds- syni — enda bar hún nöfn þeirra beggja. — Með þeim systrum var mjög kært, sýndu þær báðar Magneu í æsku, móðurlega ást og umhyggju, svo ekki mátti á milli sjá og glöddust sameiginlega yfir framförum og þroska, hinnar glæsilegu ungu stúlku. Magnea endurgalt þeim líka á kærleiksrík an hátt, en skuggar og erfiðleik- ar elliáranna færðust yfir þær. H já henni létust þær báðar, ,mömmurnar“ hennar, Herborg 1931 og Pálína 1935 og nutu til hinztu stundar dótturlegrar hjálp semi og hjartahlýju. Árið 1899 fluttist Magnea með móður sinni og fósturforeldrum að Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþing- há og þaðan 1907 að Víðilæk í Skriðdal og_ þar dó Magnús sum- arið 1911. Á næsta vori lét Her- borg af búskap. Fóru þær þá að Eyjólfsstöðum á Völlum og áttu þar heima allar til ársins 1918 að Magnea eignaðist sjálf heim- ili, en á Eyjólfsstöðum bjó pá Kristján Sigmundsson og Þórunn systir Herborgar og Pálínu. Á árunum 1911—18 var Magnea við nám og störf á ýmsum stöðum. Hún var einn vetur á Kvenna- skólanum í Reykjavík og síðan bæði á saumanámskeiði og mat- reiðslunámskeiði. Til að standa straum af niámskostnaðinum og eðlilegum þörfum ungrar stúlku, var hún við heyvinnu á ýmsum stöðum að sumrinu til, en við hússtörf í Reykjavík tíma og tíma á vetrum. — Hún hafði því umfram sitt beina nám kynnzt mörgu fólki, stöðum og staðhátt- um, víðsvegar um land. — Hefur hún sjálf sagt, að frá þessu tíma- bili ætti hún margar ánægjulegar og gagnlegar minningar, sem hún hefði efcki viljað án vera. Magnea var fríð kona, björt yfirlitum og sviphrein. í vöggu- gjöf hafði hún hlotið létta og glaða lund, sem faafði svo þægi- leg áhrif á alla, sem með henni voru — átti það jafnan við, utan heimilis og á og hvort margt eða fátt var í kringum hana. Hún var greind og athugul, flíkaði efcki innstu tilfinningum, en tók með skilningsríkri festu, því sem að höndum bar. Hún var hagyrt og listræn, svo allt sýndist fínt og fallegt sem faún fór höndum um, hvort sem það nú voru saum- ar eða venjuleg hússtörf. Árið 1920 giftist Magnea, Sig- urði Björnssyni bónda á Vaði í Skriðdal. — Ilafði áður verið ráðskona faans í tvö ár, — annað í Sauðhaga en faitt í Vaði. Árið 1921 fceypti Sigurður hluta úr jörðinni Tunghaga í Valla- hreppi og bjó þar í tvö ár. Fær þá aftur ábúð á Sauðhaga, sem hann keypti litlu síðar. Verður þar heimili þeirra upp frá því og einskonar ættargarður. Sigurður var sonur Björns ívarssonar hreppstj. Jónssonar á Vaði og konu hans Ingibjargar Bjarnadóttur frá Viðfirði, er kunn voru í sinni tíð, fyrir rausn og myndarskap í búskap. Sigurður faafði verið einn vet- ur við nám í búnaðarskólahum á Eiðum og var nú orðinn, er hér var kómið sögu all gildur bóndi. Hann var faið rnesta valmenni og vildi alilstaðar koma fram til góðs. — Höfðingi í lund og allri gerð og sást ekki fyrir þætti honum mikils við þurfa. Prúður í framkonu, ljúfur og aðlaðandi í viðmóti og þótt hann skipti skapi raskaði það ekki jafnvægi hans, enda held ég að flestum hafi þótt vænt um hann, sem kynntust hon um að einfaverju ráði. Hann var að upplagi búmaður góður, sem hann átti kyn til, starfssamur og fyrirfiyggjusamur, en heilsuveill alla ævi og vann því margoft langt fram yfir það sem þreK hans leyfði. Hann átti fallegt og afurðagott fé, enda fjármaður með ágætum, var ekki annars staðar fallegra né afurðabetra fé, hér um slóðir, en hjá honum, búskapur- inn var því alltaf farsæll og traust ur. Sigurður lagði ekki í stórfram- kvæmdir, á nútíma vísu, en skildi þó vel stefnu hins nýja tíma, bætti jörð sína mikið að ræktun og faúsum, eftir því sem efni leyfðu en hleypti sér aldrei í miklar skuldir, enda einstakur reglumað- ur með viðskipti sín, stór og smá. Hann var líka svo heppinn, að hafa árum. saman til heimilis dugnaðar og myndarmann, Jón trésmið Sigvaldason sem mörgum hjálpaði hér um slóðir að laga í kringum sig. — Heimili þeirra Sigurðar og Magneu í Sauðhaga, TÍMINN i i „Léttlr tónar" í Aratungu Fyrir tveimur árum hóf hljómlistarklúbburinn „Léttir tónar“ starfsemi sína í Reykja vík, en að honum stóð ungt fólk með mikinn tónlistaráhuga. Það hefur náð prýðisárangri á þessum tíma og hefur nú á að skipa 15 manna hljómsveit, sem Karl Jónatansson stjórnar, en hann hafði forustu í sam- bandi við stofnun klúbbsins. Fyrirhugað er nú, að fólk á landsbyggðinni fái *ækifæri til að heyra í hljómsveitinni og verða fyrstu hljómleikar henn ar í Aratungu á sunnudaginn og hefjast kl 9,30 e. h. — en síðar mun hún leika á fleiri stöðum. „Léttir tónar“ hafa haldið hljómleika hér í Reykjavík við húsfylli áheyrenda og góðar undirtektir — en á efnisskrá er létt tónlist við hæfi allrar fjölskyldunnar, krycfidað með grínþáttum. ! var fallegt og myndarlegt og bar svipmót beztu faeimila. Hjónin bæði félagslynd og vei*- ul og höfðu mikla ánægju af gestakomu, mátti líka með sanni segja að Sauðhagi væri í þjóð- braut á þeim árum. Þau eignuðust sex börn — fjóra syni og tvær dætur, allt mesta myndar og ágæt- istfólk. Sigurður lézt fyrir aldur fram, í des. 1939. rúmlega fimmtugur að aldri. Það var mikið áfall fyrir Magneu að missa manninn frá mörgum ungum börnum — en þó sýndi hún kannski bezt, hve mikil móðir og húsmóðir hún var. Því búinu stýrði hún áfram, lengst af með aðstoð systkinanna og hélt uppi fyrri reisn og hýbýla- 'háttum. Hún var mikill vinur og félagi barnanna sinna, hin létta lund faennar, átti svo gott með að fella sig að barnshuganum, ein- ing og samstaða þessarar fjöl- skyldu, hefur líka verið svo sem bezt verður á kosið. Sauðahagi er frá náttúrunnar hendi, mikil jörð, falleg og bú- sældarleg. — All þroskamikill birkiskógur klæðir holtin og hæð irnar, en víðáttumiklir mýrarflák- ar teygja sig inn á milli, — og nú á seinni árum hetfur tækni 'hins nýja tíma hafið þar innreið sína fyrir alvöru og gerbreytt hin- um gamla Sauðhaga. — Víðáttu- mikil tún blasa við í öllum áttum og steinhús á víð og dreif. Á Sauðfaaga, sem að vísu eru nú þrjú sjálfstæð býli búa bræð- urnir þrír: Sauðfaaga I. Páll fcvænt ur Ragnhildi M. Kjérúlf, frá Hrafn kelsstöðum. Sauðhaga n. Björn, kvæntur Ásbjörgu Þorkelsdóttur úr Reykjavík. Lundi, Jón Bene- diktsson, kvæntur Ásdísi Jónsdótt ur úr Sandgerði. Fjórði bróðir- inn Magnús bóndi á Úlfsstöðum, kvæntur Sigríði Ólaí;dóttur af Siglufirði. Þá er Anna húsfreyja á Gunnlaugsstöðum gift Karli Nikulássyni, — og Ingibjörg ógift heima. Magnea dró sig smátt og smátt út úr búskapnum, eftir því sem börnin festu ráð sitt um allmörg undanfarin ár hefur hún búið með Ingibjörgu dóttur sinni í Sauðhaga og notið þar hvíldar og öryggis. Nú hefur Magnea kvatt — spor- in mást smátt og smátt, en minn- ingin um hana mun lengi lifa, björt og hlý. Friðrik Jónsson. Sextugur í dag: Þórarinn Sveinsson kennari á Eiðum Árið 1935 bættist Alþýðuskólan- um nýr startfskraftur. Leikifimi- fcennsla skyldi vera aðal'starf þessa nýja kennara, aufc þess kennsla í stærðfræði og eðlisfræði. Leikfimifcennarinn, sem fyrir var, faafði sagt upp starfi sínu við skól ann og þar sem ekki var um fast kennarastarf að ræða, var það ekki au'glýst lausit til umsóiknar, heldur réði sfcólastjóri hinn nýja mann til starfsins. Þórarinn Sveinsson hét hann þessi nýi bennari frá Kirkjubóli í Norðtfirði, fæddur þar 22. apríl 1907 og á því sextU'gs afmæli í dag. Skólastjórinn, sr. Jakob Krfist- insison, og Þórarinn höfðu kynnzt í íþróttaráði Austurlands en sr. Jafeob var þar formaður. Því fór og fjarri, að hann væri ókunnug- ur á Eiðum eða á Au'sturiundi þessi maður. Nemandi hafði hann verið í Eiðasfcóla, þekfctur í ann- áflum skólans fyrir dugnað í námi, einkum stærðfræði, þegnfaoMustu og óvenjulegan áhuga fyrir íþrótt- um og fimlieikum, þótt enginn væri fimleikakennarinn. Síðan hafði Þórarinn lagt stund á íþróttanám í Danmörfcu undir bandl'eið’Slu fains mikla íþrótta- frömuðar Ní'elsar Bufeh. Næstu ár eftir héimkomuna frá Danmörfcu ferðaðist Þórarinn sveit úr sveit á Austurlandi og stappaði stáli í au'stfirzka stráka, hvatti' þá og ætfði í hvers kyns fþróttum og líkamsrækt og hflóð þá suma hverja þeim áfauga í þessum etfnum, að endast mun þeim ævilangt. Þá varð bjart yfir austfirzku íþrótta- MfL Eibki blandast mér hugur um, að fátt befur orðið Eiðaskóla tií meira láns en þessi mannaráðning skól'astjórans árið 1935. Fáum mun kunnugra um þetta en mér, en við Þórarinn vorum samstarfs- menn við skólann í 29 ár. Á þess- um heiðursdegi Þórarins Sveins- sonar skulu hónum því færðar al- úðarþakkir, persónulega frá sjálf- um mér, bonu minni og börnum, og ég vonast eftir að það verði efcki talið til frumlhlaups af ir.inni hendi, þótt ég færi fram _ þakfeir einnig af hálíu Eiðaskóla. Ég leytfi mér að fullyrða, að enginn er dóm bærari um þá þakkanskuld, sem skólinn stendur í við Þórarin en sá, sem veitt hefur skólanum for- stöðu og á honum borið ábjmgð lengst af starflstíma hans við sfcól- ann. Þetta á engin minningargrein að vera, aðeins tilraun til að færa afmælisbarni árnaðarósfcir í til- efni merkisafmælis og jafnframt þakfeir fyrir samstarf og margvis- leg handtök, aðstoð, hjálp og vin- áttu. Þegar Þórarinn Sveinsson er hylltur og bonum árnað heilia, má ekfci gleyma hans ágætu konu, frú Stefaníu Jónsdóttur, en hún átti einnig heiðursafmæli á þessu ári, varð fimmtug þann 3. janúar s. 1. Þau hafa bæði svo og heimili þeirra verið Eiðum slik heilia- þúfa, að vart verður otfmetið e.ða fullþakkað. Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.