Tíminn - 07.05.1967, Síða 3
iUNNUDAGUR 7. maí 1967.
TfMINN
MEO íNÓTQNQM
Reykvískir dansstaðU
— Síðari grein —
Það sem einkennir mest dans
sbaðina hér í Reykjavík á laug-
ardögum eru hinar hvimleiðu
biðraðir á vissum tímum kvölds
ins. Oft eru þetta dyntir í dyra
verðinum til að sýna þeim sem
úti standa, hver hafi valdið.
En því er ekki að neita, að
ef langt er liðið á kvöldið, þá
eru fatageymsLunúmerin oft
á þrotum, og þá á að sjálf-
sögðu ekki að hleypa fleirum
inn.
Yfirieitt er útilokað að panta
borð á laugardögum, nema að
viðkomandi ætli sér að snæða
á staðnum. Hins vegar er það
staðreynd, sem ekki verður
framhj'á gengið, að þjónar
haida óumheðið frá borðum,
alit tii kl. 12 að miðnætti og
hafa þá vissa fastagesti í huga,
sem má treysta á, að skapi
þeim góðar prósentiur af vín-
drykkju, en ég vil taka það
fram, að ekki eru allir vínveit-
ingastaðir undir sama hatti,
hvað þetta snertir.
Hótel Borg er sennileiga elzti
dansstaðiurinn í Reykjavík. Þar
leikur hljómsveit Haulks Mort-
hens, en hún byrjaði að leika
þar fyrir nokkrum dögum.
Söngvari«sí:auk Haufcs er A1
Bishop.
Sagt er að „Borgin“ og
Glaumbær séu griðastaður
þeirra, sem ekki hafa náð lög-
aldri, hvað sem hæ'ft ér í því.
Engin fastráðin hljómsvieit er
í Glaumbæ um þessar mundir.
Lengi vel voru Ernir þar, en
þessi hljómsveit virðist vera lið
in undir l'ok og stegir fátt af
syrgjendunum. Dumbó sextett
og Steini hafa oft skemmt
gestum þessa dansstaðar og þá
yfirleitt á föstudögum eða
sunnudögum og er þá jaifnan
yfirfullt hús enda er þetta ákaf
lega skemmtileg hljómsveit og
vinsæl eftir því. Þjónustan í
Glaumbæ hefur alta tíð verið
langt fyrir neðan það, sem boð-
legt má teljast og verður senni-
lega ekki breyting á því, en
húsakynnin eru hreint prýði-
leg.
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.
Þórskaffi er einn if ’'- • 'm
„iþurru" dansstöðum þ.e.a.s þar
eru ekki vínveitinaar. en þó er
langt frá þvt, að það sjáist ekki
vín á gestunum, hvað sem vetd
ur. Það skildi þó ekki era
vegna þess, að áttatíu prósent
af gestunum fer fyrst á Röðul
til að hita sig upp, og það er
aldrei að vita nema að góð-
hjartaður þjónn helli fyrir þá
á kókflösku, svona rétt fyrir
hálf tólf og þá er stefnan tek-
in á „þurra“ staðinn. Það vill
til að það er stutt á mi'lli. Þeir
sem sækja þennan stað hafa
margir hverjir gert það í ára-
raðir. Þeir eru orðnir ómiss-
andi hluti af innréttingunni,
og svo er einnig um hljóm-
sveitina Lúdó og Stefán.
Hótel Saga hefur upp á að
bjóða ákaflega skemmtilegan
danssal, þar sem Súlnasalurinn
er. Þar er rúmt um gestina,
bæði á dansgólfinu og við ,borð-
in. Þar er hljómsveit Rggnars
Bjarnasonar, sem hefur staðið
ákaflega vel í sínu hlutverki.
Ragnar er í dag tvímælalaust
okkar bezti dægurlagasöngvari.
Þegar ég spjallaði við hann ný-
lega, þá kom að upp úr dúrn-
um, að í næsta mánuði verður
breyting á bljómsveitinni, sem
felst í því, að þvír meðlimir
hljómsveitarinnar taka sér öðru
hvoru bl'ástursh'ljóðfæri í hönd,
eftir því sem á bezt við laga-
valið, og er enginn vafi á því,
að þetta verður kærkominn ný-
breytni. Þiónustan í Súlnasaln
um er ákaflega vel af hendi
Leyst, enda þjónustuliðið fjöi-
mennt og þægilegt í umgengni.
Þá læt ég þetta nægja að
sinni um reykvíska dansstaði.
Benedikt Viggósson.
LAUNÞEGASPJALL
Fyrir viku birtust í blöðum
borgarinnar ávörp, greinar og
viðtöl í ti'lefni af 1. mai í
þætti mínum þá ræddi óg nokk
uð ýmis atriði í ávarpi Verfca-
Lýðsmálanefndar Framsufcnar
flokksins, en aufc þess birtu'st
’hór í blaðinu þann dag ýmsar
athyglisverðar greinar um
ýmsa þætti hagsmunamála
verkalýðs og annarra launþega
á íslandi. Ég tel óþarfa að
refcja það nánar hór. Aftur
á móti bef ég í hyggju að
ræða hér lítillega nofcfcur þau
atriði, er fram komu í ávörp-
um Fulltrúaráðsins í Reykja-
vík og BSRB og eins í grein-
um og viðtölum í öðrum blöð-
um, þar sem lesendur TÍMANS
kynnu að hafa nokkra for-
vitni á að kynnast þvi. /
Langur vinnutími og lágt
dagvinnukaup
„Samninigsbundið kaup fyrir
dagvinnu er almennt of lágt
og vinnutími langur hér á
landi. Launakjöir hinna lægst-
launuðu nægja ekki til lífs-
framfæris án aukatekna“ —
segir í ávarpi BSRB, og flest-
ir virtust þessu sammála. T.d.
segir í ávarpi Fu'lltrúaráðsins
„Samningsbundið dagkaup er
alltof lágt. Á undanförnum ár-
um hafa menn orðið a„ leggjia
a sig áhæfilega mikla vinnú
með allt of löngum vinnu-
tana, ekki einungis hei.miJis-
feður, heldur einnig konur og
börn, til að halda í við sí;
aukna dýrtíð og þarfir“. I
Þjóðviljanum segir Tryggvi
Emilsson, að „verkalýðsiféaög-
in verða að knýja á um nýja
samninga þar sem höfuðkraf-
an yerður um rauntekjur fyr-
ir stytta vinnudaginn". Verka-
maður segir í viðtali í Mbl.
að „mikið skortir á, að verka-
maður hafi nægilegar ráðstöf-
unartekjur af dagvannu einni
saman og það finnum við bezt
núna s.I. misseri, þegar auka-
vinnan hefur dregizt saman og
jafnvel jaðrar við ttoabundnu
atvinnuleysi". Og bafnarverka-
maður segir í Þjóðvdljanum:
— „Kaup verður að hækka og
viðunandi sem fyirsti áfangi er,
að við fáum jafnmikið fyrir
8 stunda vinnu og við fáum
nú fyrir 10 stundir. . • Okkur
er brýn nauðsyn að taka upp
baráttu fyrir þessu strax“.
Óttinn við atvinnuleysið
Annað axriði, sem víðast
hivar kemur fram, er óttinn
við atvinnuleysið — nú, þegar
alilt á að vera í blóma að
sögn stjórnavalda. Hafnar-
verkamaðurinn segir í Þjóð-
viljanum, að það sé „ölílum cð
verða ljóst einmitt nú í vetur,
þegar atvinna er minni en áð-
ur, að velmegun, sem byggist
á yfirvinnu, er fölsk og hrynur
eins og spilaborg við fyrsta
andblæ. Sá vandi, sem við
stöndum frammi fyrir hafnar-
verkamenn, eins og annað
verkafólk, er að þurfa að lifa
af 8 stunda vinnudegi. Ef 8
stunda vinnudagur „skellur11
yfir, eins og menn orða það
nú, þá verður neyðarástand
hjá fólki eins og málum er nú
háttað."
Óttinn við atvinnuleysið
kemur einnig fram í ávarpi
FuEtrúaráðsins. Þar segir, að
„þegar vinna minnkar, s'kapast
þvi vandræðaástand á alþýðu-
heimilum. Samdrátturinn í
atvinnu, sem orðið hefur í vet-
ur, hefur stórum rýrt raun-
tekjur alþýðufólks. . . Atvinnu-
leysi á efcki að stytta vdnnu-
ttóann. Verkalýðshreyfingin
hílýtur að krefjast styttingu
vinnutímans með óskertum
tekjum og þess atvinnuörygg-
is sem tryggir að heiidartekj-
ur manna skerðist ekki, þótt
óhóflegum vinnutíma linni'*.
Stytting vinnuttoans með
óskertum tekjum og aukið
atvinnuöryggi — þessi tvö mál
voru efst á baugi, þótt mörg
önnur kæmu einnig fram.
Forystumenn „mættu vera
miklu kröftugri"
Þjóðvi'ljinn hefur viðtal við
eina Sóknarkonu, og spyr hana
hvort hún sé ánægð með,
hvernig forystumenn verka-
lýðsins hafa haldið á málum
verkalýðsins í baráttunni. Hún
svarar: — „Þeir mættu vera
miklu kröf'tugri". Mun hún
. væntanilega eiga þar við m.a.,
að launþegar hafa flestir haft
lausa samninga í rúmt hiáJft
ár, og vart átt sér stað við-
ræður við atvinnurekendur.
Ekki vantar þó yfMýsingar
um, að nú muni þeir herða sdg.
í ávarpi Fu..urúaráðsins segir,
að „enginn þarf að baida, að
alþýðusamtökin láti skipulags
leysi og hvers konar spáfcaup-
mennsku í þjóðfélaginu aftra
sér frá því að sinna ætluniar-
verki sínu, að knýja fram
hagsbætur vinnandi fólks".
Tryggvi Emilsson segir í Þjóð-
viljanum, að „verkalýðsfélög-
in verða að knýja á um nýja
samninga. . . “> Q'g bendir á,
að augljóst sé, að „án baráttu
næst engin kjiarabót, Verka-
lýðshreyfingin er sterk, ef hún
beitir sér, og það verður hún
að gera, af fuMum einlhug, af
fuiMri einurð".
Marft annað kom fram á
þessum degi, svo sem krafa
BSRB um fullan samnings-
rétt, kraf-an um lækkun bygg-
ingarkostnaðar, lækkun skatta
o.s.f.rv., en nánar verður efcki
farið út í það hér.
Forboðna ályktunin
Æskulýðsfylkingin gaf út
sérstakt eintak af málgagni
sínu 1. maí. Forvitilegt var
að sjá þar ályktun, sem þing
ÆF í haust samþykkti, um
verkalýðsmál, en blaðið segir
að ályktunin hafi hvergi fengizt
birt opinberlega fyrr en í því
blaði. Mun lesendum væntan-
lega þykja forvitilegt, hvað
ungir svonefndk sósíalistar
hafa að segja um forystu-
menn verkalýðsfélaganna —
en þeir teljast margir hverjir
vera svonefndir sóslalistar.
f ályktuninni segir, að
„þeirri ríkisstjórn verzlunar-
auðmagns og einkabrasks, sem
nú sdtux að völdum, hefur tek-
izt að láta ganga æ meira á
rétt launþega án þess að verka
lýðsihíreyfingin gripi til eðli-
legra aðgerða, sem henni eru
tiltækar"''.
Síðan bendir þingið á, að
„frumifcvæði einstakra Verka-
lýðsfélaga til samningagerðar
er heft, þannig áð starfsemi
þeirra lamast, en vald til
samnimgsgerðar færist á æ
færri hendur, jafnvel manna
sem ekki eru í lifandi tengsi-
um við atvimnulífið og vinn-
andi fólk".
Telur þingiS, að „sú undan-
látssemi, sem einkennt hefur
verk alýðs'barát tun a að undan
förnu, endurspegli vanmat for-
ystumanna hreyfingarinnar á
baráttuþreki vinnandi fólks og
vMja þess að létta af sér imar-
tröð óðaverðbólgummar og sí-
vaxandi vinnuþrælkunar. Þing-
ið fordæmir þessa afstöðu
verkalýSsforystunnar". Er síð-
an bent á nauðsyn þess, að
sífeMd endurnýjun forystu í
verkalýðsfélögU'num eigi sér
stað — eða með öðrum orð-
um að núverandi leiðtogar víki
fyrir öðrum yngri.
Ekki er verkalýðsforystan
fögur að démi þessara ungu
sósíalista. Og er þó þessi dóm-
ur felldur fyrir mörgum mán-
uðum.
Elías Jónsson.