Tíminn - 13.05.1967, Síða 9

Tíminn - 13.05.1967, Síða 9
f^UGARDAGUR 13. maí 1967. TÍMINN 9 PramkvœnKlastJörl: Rrlstján Benediktsson. Rltstjórar- Pórarlnn Þórarinsson (áb>. Andrés Krlstjánsson, Jón Heleason og IndriOi G. Þorsteinsson Fulltró) ritstjórnar: Tómas Rarlsson Ang- lýslngastj.: Steingrimnt Gislason Ritstj.skrlfstofur ’ Bddu- búsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: BankastrætJ J Al- greiðsluslmi 12323 Auglýslngaslmi 19523 ABrar skrlfstofur, siml 18300 Askrlftargjald fcr 105.00 á mán tnnanlands — 1 lausasðlu kx. 7.00 eint. — PrentsmlSjan E33DA h. f. t Oie Arndal, fréttamaður Berlingske Tidende í Washington: Bandarískir þingmenn á verði um réttinn til að gaprýna Krókaleið Gylfa og Bjarna Bretland hefur lagt fram beiðni um inngöngu í Efna- hagsbandalag EJvrópu í annað sinn. I þetta sinn er inn- göngubeiðni Breta miklu betur undirbúin og brezka stjómin setur miklu minni skilyrði fyrir inngöngu sinni en áður. ÖII aðildanríki Efn&hagsbandalagsins fylgja nú inngöngu Breta í bandalagið, nema Frakkland, er hindraði inngöngu þeirra fyrir fjórum árum. Franska stjómin hefur enn ekki látið í 'jós neina ákveðna afstöðu til hinnar nýju inngöngubeiðni Breta, en de Gaulle hefur nú miklu veikari aðstöðu bæði heima fyrir og erlendis, til að spoma gegn henni en bann hafði veturinn 1963. Almennt er líka spáð, að Frakkar muni fallast á aðildina, en reyna að tefja eitthvað fyrir. Flestir spádómar hníga á þá leið, að Bretland verði orðið fullgildur aðili að Efnahagsbandalaginu innan fárra missera. Aðild Breta að Efnahagsbar’dalaginu mun þýða það, að öll hin svokölluðu EFTA-ríki (aðildarríki Fríverzlunar- bandalags Evrópu), munu reyn? að gerast fullgildir aðilar eða aukaaðilar að Efnahagsbandalaginu. EFTA (Frí- verzlunarbandalag Evrópu) mun þá líða undir lok. Þrátt fjnir það, þótt horfurnar séu nú helzt þær, að EFTA leysist upp á næstu misserum, hafa stjómar- flokkamir ákveðið að láta ísland ganga í EFTA eftir kosningarnar, ef þeir halda þingmeirihluta áfram. Aug- ljóst er þó, að því munu fylgja sáralítil hlunnindi fyrir íslenzíkan sjávarútveg, en mikil hætta fyrir iðnaðínn. Hversvegna leggja stjórnarflckkarnir kapp á að láta ísland ganga í EFTA undir þessum kringumstæðum? Skýringin er augljós. Þegar flest eða öll EFTA-ríkin verða búin að sækja um fulla aðild eða aukaaðild að Efnahags- bandalaginu, á að segja: Ekki getur ísland skorizt úr leik. ísland verður að fylgja bandalagsríkjum sínum. Innganga íslands í hið deyjandi EFTA er krókaleið, sem Bjarni og Gylfi hyggjast jara til að koma íslandi í Efnahagsbandalag Evrópu. Takmark þeirra Bjarna og Gylfa er að island verði a.m.k. aukaaðili í Efnahagsbandalaginu. Áður en samn- ingar Breta og Efnahagsbandalagsins slitnuðu veturinn 1963, höfðu bæði Alþýðuflokkurinn og Sjáltstæðisflokk- urinn lýst yfir því, að þeir væru fylgjandi aukaaðild að Efnahagsbandalaginu. Flest bendir til, að ekki verði neinn teljandi munur á aukaaðild og fullri aðild að Efnahagsbandalaginu, hvað þau skilyrði snertir, sem eru íslandi hættulegust, eins og t.d. gagnkvæm réttindi til atvinnurekstrar og frjálsra f j ármagnsf lutninga. Eitt höfuðmálið, sem kjóseodur þurfa að taka afstöðu til í kosningunum 11. júní, er alstaða íslands til aðildar- innar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Allar líkur benda til, að það mál verði ráðið til jykta á næsta kjörtímabili. FramsóKnarflokkurinn hefur sett fram skýra stefnu varðandi þessi bandalcg: Enga aðild að Efnahagsbanda- laginu, hvorki fulla aðild eða aukaaðild. Viðskipti sín við Efnahagsbandalagið verður ísland að levsa með sér- stökum viðskipta -og tollasamningi, þegar þar að kemur. Kjósendur hafa í kosning'.num að velja um þessa stefnu Framsóknarflokksins og aukaaðildarstefnu stjórn- arflokkanna Þeir eiga að velja um, hvor* útlendingar fái ótakmörkuð atvinnuréttinui á Islandi ’ skjóli efna- hagsbandalaga eða hvort íslendmgar eiga einir að ráða þessum málum áfram eins og hingað til. Misheppnuð tilraun Johnsons varðandi Vietnamstyrjöldina r>ÁTTTAKA Bandaríkja- manna í Vietnam-styrjöldinni veldur miklum stjórnmáladeil- um heima fyrir. Þessar detlur hafa mjög magnazt sfðUítH vikurnar, eftir því sem styrj aldarátökin hafa færzt í aukana. Eftirtektarvert er, að deil- urnar snúast ekki að þessu sinni um atburðina, sem eru að gerast, eða ákvarðanir, sem teknar hafa verið. Deilumar snúast um stjórnarfarslega grunnreglu í lýðræðislandi, eða frelsi þeirra, sem em á önd verðum meiði við valdlhafana. Að undanförnu hefir ekki verið rætt sérlega mikið um afleiðingar þessarrar óyfirlýstu styrjaldar, sem kostar þjóðfé- lagið orðið þrjá milljarða doll- ara á mánuði hverjum, og lok hennar virðast enn jafn fjar- læg og nokkru sinni fyrr. Undir efnahagslegar og hernað arlegar staðreyndir hillir að- eins í baksýn, en umræðurnar snúast um annað en engu síður mikilvægt atriði, eða sjálfan réttinn til rökræðna. Ríkisstjórnin er alls ekki eins áður var, en hin nýja stefna, viðkvæm fyrir gagnrýni og sem umræðurnar hafa tekið, virðist hafa skotið valdhöfun- um nokkmm skelk í bringu. Um síðustu helgi reyndu þeir að þreifa varlega fyrir sér um frið. Cyms Vance varavarnar- málaráðherra tók að sér hlut- verk sáttaumleitandans og komst meðal annars þannig að orði á fundi í Vestur-Virginíu á laugardaginn var: „Eðli sjálfra umræðnanna um styrjöldina í Vietnam tor- veldar firemur en flest annað einhug Bandaríkjamanna. Deilt er af alltof mikilli ákefð og harðneskju og báðir aðilar gera of mikið úr ágreiningsefn unum. Kominn er tími til að við treystum á ný á jafnvægis kennd þjóðarinnar". ÁGREININGURINN um rétt og skyldu andstæðinga stjórnarvaldanna í lýðræðisþjóð félagi til að skýra frá skoðunum skoðunum sínum og rökum hefir verið viðloðandi í umræð um um styrjöldina í Vietnam allt frá því, að gagnrýni var fyrst látin í ljós þegar fyrstu hersveitirnar voru sendar til suð-austur Asíu. En deilurnar um þetta blossuðu upp að nýju þegar William W. C. West- moreland hershöfðingi flutti ræðu í NY um daginn. Hershöfðinginn barmaði sér yfir því, „að Hanoimenn" væru „í þann veginn að ná á alþjóða vettvangi aðstöðu sem ekki tekst að ná á vígvöllunum." Hann fullyrti að „óvinurinn“ skyldi „ekki að bandaríska lýð ræðið byggist á rökræðum og telur því Öll andmæli bera vott um minnkað baráttuiþrek og minni ákveðni en áður.“ Sam- kvæmt þessum kenningum Westmorelands hershöfðinga er leiðtogum Norður-Vietnama mjög mikil uppörvun í því, sem þeir telja almenna andstöðu bandarisku þjóðarinnar gegn Westmoreland viðleitninni í Vietnam, og verða af þeim sökum enn ákveðnari en ella í að halda árásum sín- um áfram. Þegar Westmoreland hers- höfðingi var að tala um þetta atriði, baráttukjarkinn, sem er í nútímastyrjöld allt eins mikil vægur og gnægð hergagna og hvers konar birgða, lét hann falla nokkur orð, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa harmað í einkasamtölum. Hershöfðing- inn lét í ljós það álit, að „and- staðan heima fyrir gegn stefnu ríkisstjórnarinnar valdi banda mönnum manntjóni", og taldi þessa andstöðu sýna „óþjóð- hollustu“. ÞEIR, sem gagnrýna gerðir og stefnu ríkisstjórnarinnar, tóku það sem eins konar ein- vígisáskorun að Westmoreland skyldi, fyrir áeggjan Jdhnsons forseta, koma fram sem mál- svari ríkisstjómarinnar, „segja sína sögu, hvetja til einingar og reyna að fá „friðardúfurnar" til að hljóðna". Orðið „óþjóð- hollusta" í hans munni reyndist sá neisti, sem íkveikjunni olli. Borin voru fram áköf and- mæli í öldungadeildinni strax daginn eftir að hershöfðinginn flutti ræðu sína. George Mc Goven öldungadeildarþingmað- ur var öllu hvassyrtari en aðrir: Hann kvað forsvarsmenn rík- isstjórnarinnar viðurkenna veikan málstað með því að gefa f skyn, að andstæðingar hennar ættu sök á áframhaldi styrjaldarinnar, og reyna þann ig að fá þá til að þegja og villa um fyrir þjóðinni um leið. En áhrifin, sem gagnrýnin hafi á valdhafana í Hanoi, valdi ríkisstjórninni ekki mestum áhyggjum í raun og veru. Áhyggjur hennar stafi af þeirri staðreynd, að þeir, sem eru á öndverðum meiði, hafi ljóstrað upp um mótsagnir og rangtúlkanir ríkisstjórnarinnar og leitt í ljós vantraustið á stefnu hennar af þeim sökum. Öldungadeildarþingmennirnir Robert Kennedy, Frank Ohuroh, Ernest Graening, Mark Hatfield, Charles Percy og J. William Fulbright tóku í sama streng og McGoven. Hinn síðastnefndi fékk þarna tækifæri til að minna á hug- leiðingar, sem hann hafði áður sett fram um hugsana- og mál- frelsi. — í lýðræðisríki sé heilög skylda að láta í Ijós and stæðar skoðanir. í þessu efni megi líkja fram settum skoðun um við lyf. Mikilvægi skoðunar fari ekki eftir því, hvernig hún bragðist, heldur áhrifum henn ar. Viðbrögðin, sem hún valdi hjá almenningi fyrst í stað, ráði ekki úrslitum, heldur hitt, hvaða tilfinningar hún glæði og til hvaða athafna hún hvetji 1 þegar til lengdar láti. UMRÆÐURNAR í öldunga- deildinni afmörkuðu svið þessa milliþáttar í deilunum um Vietnam-styrjöldina, en aðrir gagnrýnendur ríkisstjórnarinn- ar sáu síðan um eftirleikinn. Arthur Sohlesinger kvað Mc- Goven hafa á réttu að standa í í því efni, að „andstæðingar rikisstjórnarinnar hefðu ljóstr að upp um mótsagnir hennar.“ Richard Goodwin, fyrrverandi ráðgjafi Kennedys og John- sons, sýndi fyrrverandi hús- bónda sínum með nokkurri beiskju fram á, að séu „helber ósannindi“ að segja öndverðar skoðanir við ríkisstjórnina bera vott um „óþjóðhollustu". Framlag Richards Goodwins birtist á dagblaðinu Wash- ington Post á sunnudag, en þann dag var einnig í blaðinu gerð grein fyrir öðrum þætti Vietnam-átakanna á heimvíg- stöðvunum, eða „styrjöld Hvíta hússins gegn Walter Lipp- mann“. Herblock teiknari blaðsins sá u um þessa greinargerð, og sýndi V vel persónulegar gagnárásir I Johnsons forseta gegn sífelldri, 1 linnulausri gagnrýni Lippmanns I á stefnu forsetans. í Víetnam- ■ málinu. Þessar gagnárásir for- „ setans náðu einmitt hámarki í S tilsvari, sem einn af ráðgjöfum I forsetans viðhafði í ræðu, sem 1 hann flutti í kvöldveizlu í Wash I ington um daginn: | „Guð er ekki dáinn. Hann lif I ir og lætur til sín heyra tvisv- k ar í viku í blaðinú Washing- h ton Post“. Herbloek sýndi tilsvarið í | mynd vígorðs, sem lengi hefir I verið á kreiki manna á meðal i I Washington: I „Guð er ekki dáinn. Hann | lifir enn og hann er að hitta | í Hvítahúsinu.“ AUÐVITAÐ er öllum orðið ljóst, hve ógætilegt var hjá Westmoreland hershöfðingja að blanda „óþjóðhollustu" í deiluna um Vietnam-styrjöld- ina. Thurston Morton öldunga- deildarþingmaður komst þannig að orði: „Hershöfðinginn hellti olíu á eldinn með því að gera ekki greinarmun annars vegar á þeim, sem brenna fána og kvaðningar til herþjón ustu og friðsamlegum andmæl- um og þjóðkjörnum öldunga- deildarþingmönnum hins vegar, sem framfylgja rétti sínum til Framhald á 15. slðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.