Tíminn - 18.05.1967, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 18. maí 1967.
ÍÞRÓTTIR
tíminn
ÍÞRÓTTIR
Myndin a3 ofan er frá bæjakeppnj Reykjavíkur og Keflavíkur. Þarna
sést Jón Jóhannsson skora mark Keflavíkur framhjá Guðmundi Péturssyni,
markver'ði, eftir mistök Haíldórs Einarssonar, miðvarðar.
(Tímamynd Gunnar).
Rúmlega 50% mættu
áiandsliðsæfingar
Tvær landsliðsæfingar í um á laugardag og sunnudag,
knattspyrnu vom haldnar í því að 11 mættu hvorn dag. Er
Reykjavík um hvítasunnuna. það ekki nema rúmlega 50% af
Ekki mun hafa verið of vel þeim 19 leikmönnum, sem vald
mætt á þessar tvær æfingar, ir voru til lokaæfinga.
sem haldnar voru á Melavellin
Mikil starfsemi
HSÞ á síðasta ári
Sagt frá 54. ársþingi sambandsins
Vormót ÍR á Melavellinum í kvöld:
Nær Guðmundur því
lungþráða marki að
slá met Husebys?
Alf—Reykjavík, — í 17 ár hef
ur hið fræga íslandsmet Gunnars
Huseby í kúluvarpi 16,74 metrar,
staðið óhaggað, en liver veit, nema
það verði slegið í kvöld á fyrsta
frjálsíþróttamóti sumarsins, Vor-
móti ÍR. Það er garpurinn Guð-
mundur Hermannsson, sem steínir
að því að sctja nýtt íslandsmet í
greininni. Á innanhússmótum í
vetur sýndi hann miklar frarn-
farir og varpaði leðurkúlu yfir 17
metra markið, þannig, að ekki cr
ósennilegt, að hann geti bætt met
ið utanhúss, en talið er erfiðara
að varpa lcðurkúlu en blýkúlu.
Þátttaka í Vormóti ÍR er nokk
uð góð, en keppendur verða um
40 talsins. Fer mótið fram á Mela
vellinum og hefst klukkan 20.
Frjálsíilþróttamenn okkar eru
margir hverjir í nokkuð góðri
þjálfun og verður væntanlega gam
an að fylgjast með keppninni í
kvöld. Athyglin mún að sjálfsögðu
aðallega beinast að kúluvarpinu,
en auk þess verður fróðlegt að
vita, hvort Jón Þ. Ólafsson stekk
ur. yfir 2 metra í hástökki — og
þá hve mikið hærra. í sleggju-
kasti eru meðal keppenda Þórður
B. Sigurðsson, Jón Magnússon og
Þorsteinn Löve, sem mun e.t.v.
snúa sér að þessari grein í ríkari
mæli. Halldór Guðbjörnsson er
líklegur sigurvegari í 1500 m
hlaupi, en hann keppir einnig í
400 m hlaupi. Meðal keppenda í
Guðmundur Hermannsson. Tekst
lonum aS setia met i kvöld?
styttri vegalengdum er Ólafur Guð
mundsson.
Eins og fyrr segir, hefst keppnin
í kvöld kl. 20.
Fundur hjá Fram
Á sunnualaginn verður haldinn
fundur í Framhcimilinu fyrir hand
knattieiksfólk Fram og hefst liann
klukkan 16. Myndataka hjá mcist
araflokki karla og kvenna. Leik-
menn úr öðrum flokkum eru beðn
ir að mæta á fundinn og einnig
stúlkur úr 1. og 2. flokki.
Stjórnni.
Skíðamenn!
Lokadansleikur ^kíðamaiirtftiverð ]
ur haldinn í Átthagasal Hótel
Sögu n. k. laugardagskvöld, en
þá fara einnig fram verðlauna-
afhendingar. Verðlaun fyrir skíða-
fólk, yngra en 16 ára verða afhent
í Lindarbæ kl. 3 á laugardaginn.
Kvikmyndasýning verður á báðum
stöðum.
Knattspyrna nær því
dagleg á næstunni
Alf-Reykjavík. — Það verður mik
ið um að vera í knattspymunni á
næstunni. Skozka atvinnumanna
liðið Hearts er væntanlegt til
landsins i dag og mun leika þrjá
íeiki. Þá verður Rcykjavíkurmót
inu í knattspyrnu haldið áfram
— og íslandsmótið, keppni í 1.
og 2. deild, hefst innan tíðar. Og
leikir í öðrum aldursflokkum
hefjast. Verður leikið nær dag
lega næstu 3 vikurnar.
Á morgun, föstudag, leikur
'Hearts fyrsta teik sinn hér og
mætir þá Kef lvikingum á Latig
ardalisvelli. Hefst leikurirm klukk
an 20.30.
Á laugardaginn verður Reykja
vikurmótinu haldið áífram með
'leik Vals og Víkings, en hann
hefst klukkan 14. Strax á eftir
leika Fram og Þróttur í Refykja
víikurmóti 1. flokks. Þessir leik
ir |ara fram á Melaveliinium.
Á sunnudaginn fer fram leik
Framhald af bls. 15
54. ársþing HS var haldið 6. og
7. maí 1967 í félagsheimili Reyk-
hverfinga að Hveravöllum í boði
umf. Reykhverfings. Mættir voru
fulltrúar frá öllum sambandsfé-
lögunum 11 að tölu að undan-
skildu 1 félagi. Gestur þingsins
var Brynjar Halldórsson formaður
Ungmennasambands Norður-Þing
eyinga.
Formaður HSÞ Óskar Ágústs-
son setti þingið og skipaði þing-
forseta þá Þórð Jónsson, Laufa-
hlíð og Jón Á. Sigfússon, Víkur-
nesi og rit^ra þá Gunnlaug Tr.
Gunnarsson, Kasthvammi og Óskar
Sigtryggsson, Reykjarhóli.
Ósrar Ágústsson flutti skýrslu
sambandsins sem lögð var fram
prentuð- Ljóst var af skýrslu stjórn
ar að starfsemi sambandsins hafði
verið mjög margþætt og umfangs-
mikil og kostað mikla fyrirhöfn og
mikið fé. Arngrímur Geirsson las
og skýrði reikninga sambandsins.
Voru niðurstöðutölur rekstrar-
reiknings um 510,000,00 kr. en
rekstrarhalli var rúmar 26,000.00
kr. eignaauknnig var rúma. 37,
000,00 kr. Mikill áhugi ríkti á árs
þinginu um málcfni sambandsins
og félaganna. Margar samþykktir
voru gerðar og er þessar helztar:
„Aðalfundur HSÞ haldinn 6. og
7. maí 1967, samþykkir að neimila
stjórninni að ráða framkvæmda-
stjóra efíir því, sem efni og að-
stæður leyfa.“
„Aðalfundur HSÞ haldinr, b,
og 7. maí 1967 lýsir sig fylgjandi
frumvarpi Alfreðs Gíslasonr um
bann við tóbaksauglýsingum, sem
fram kom á síðasta þingi, og skor
ar á hið háa Alþingi, að það hlut-
is-t :.il um, að sett verði bann við
tóbaksauglýsingum."
„Aðalfundur HSÞ haldinn 6.
og 7. maí 1967, lítur svo á, að
Laugaskóli sé sjálfkjörin miðstöð
fyrir starfsemi HSÞ.
Fundurinn lýsir undrun sinni og
óánægju yfir því, hve litlar eru
fjárveitingar til stofnframkvæmda
Laugaskóla undanfarin ár, eink-
um ef samanburður er gerður við
aðra héraðsskóla. Skorar fundur
inn á fjárveitingavaldið að rétta
hlut Laugaskóla og veita á næstu
árum ríflegar fjárhæðir til upp-
byggingar staðarins."
„Aðalfundur HSÞ haldinn 6. og
7- maí 1967 samþykkir að stofna
sérsr.akan sjóð af fé því, sem inn
kann að koma vegna ævifélags-
i Laugaskóli — miðstöð starfsemi HSÞ.
gjalda. Tekjum sjóðsins skal varið
til þess að jafna aðstöðu íþrótta
manna til að sækja æfingar. Sjóð-
urinn skal starfa samkvæmt reglu
gerð sem samþykkt verði af
aðalfundi sambandsins."
Eftirfarandi íþróttamót á vegum
sambandsins í frjálsum íþróttum
voru ákveðin: Drengjamót 25. júní
héraðsmót 8. og 9. júlí, úrslita-
keppni í unglingakeppni HSÞ 11.
! ágúst og tugþraut 2. og 3. sept. |
| Ennfremur voru ákveðin héraðs-
i mót í knattspyrnu og sundi.
! Úr stjórn sambandsins áttu að
ganga Óskar Ágústsson, Sigurður
| Jónsson og Vilhjálmur Pálsson en j
ivoru allir endurkjörnir. Stjórn I
HSÞ er þannig skipuð: Óskar j son meðstjórnandi.
Ágústsson formaður, Vilhjálmur ; Á næstunni verður getið um ein
Pálsson varaformaður, Sigurður staka þætti í hinu mikla og öfluga
Jónsson ritari, Arngrímur Geirs- íþróttastarfi HSÞ á síðasta ári hér
son gjaldkeri og Stefán Kristjáns I á síðunni.
Handknattleiksmót utanhúss
haldiö 15, júlí til 15. ágúst
Ákveðið hefur verið að Hand
knattleiksmót íslands utanhúss
fyrir árið 1967 verði haldið á
límabilinu 15. júlí til 15. ágúst.
Að venju verður keppt í meist-
araflokki karla og kvenna og
2 flokki kvenna.
Þeir sambandsaðilar, sem
hafa hug á að annast fram
kvæmd mótsins, þurfa að senda
skriflega umsókn til HSÍ fyrir
1. júní n. k.