Alþýðublaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 5
5
„Engin flokkur vill
láta neitt af hendi;
enginn þorir að fórna
neinu því sem fyrir er,
þótt vonir um annað
og meira séu raunhœf-
ar, ef aðilar tœkju
höndum saman.“
„Eg vil varpa fram
þeirri hugmynd, hvort
ekki vœri rétt að fé-
lagshyggjuöflin í þjóð-
félaginu, hvar í flokki
sem þau standa nú,
tækju saman höndum
og undirbyggju sam-
eiginlegan rekstur
öflugrar útvarpsstöðv-
ar“
félagshyggjan ekki upp á pallborð-
ið.
Og það er svo, að þótt Sjálfstæð-
isflokkurinn sýni nú grímulausa
hagsmunavörslu fyrir þá er meira
mega sín í þjóðfélaginu, þá eru
þrátt fyrir það öfl innan flokksins,
sem vilja veg félagshyggjunar meiri
í þjóðfélagi okkar en nú er. Um ára-
tugaskeið hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn verið laustengd hagsmuna-
samtök utan um völd og áhrif.
Flokkurinn byggir ekki á mark-
vissri stefnu né afdráttarlausum
útgangspunktum, heldur reynir að
viðhalda ákveðnum sveigjanleika.
Slíkt gerir hann m.a. til að auka
breidd og vídd gagnvart kjósendum
rétt fyrir kosningar, það gerir hann
til að geta talist gjaldgengur í sam-
starfi við aðra flokka þegar að
stjórnarsamstarfi kemur og í þriðja
lagi er það flokknum nauðsynlegt
til að halda saman þeim fjölmörgu
ólíku öflum sem flokkinn skipa. í
raun hefur hins vegar félagshyggja
Sjálfstæðisflokksins fyrst og síðast
birst í því, að láta hið opinbera
standa vörð um velferð fyrirtækj-
anna, láta fjármuni skattborgar-
anna vera eins konar baktryggingu
fyrir því að enginn fari á hausinn.
Þannig hefur verið byggt upp meira
og minna sjálfvirkt tryggingakerfi
fyrirtækjanna í landinu. Út á við er
látið líta svo út fyrir að hér sé um að
ræða aðstoð til að tryggja atvinnu,
en í raun er þetta tryggingakerfi at-
vinnurekenda. Þessi tegund mið-
stýringar er ekki til hagsbóta fyrir
launafólk þegar til lengri tíma er lit-
ið. Þetta er í raun andhverfa félags-
hyggju og jöfnuðar. Þetta hefur
verið nefnt sósíalismi andskotans,
þetta er pilsfaldakapítalismi. Skatt-
greiðendur taka á sig taprekstur
fyrirtækjanna þegar illa árar, en at-
vinnurekendur hirða gróðann
óskiptan í góðu árferði.
En Sjálfstæðisflokknum hefur
tekist með öflugum áróðri og sterk-
um áróðurstækjum, að bregða upp
þessari grímu frjálslyndis og félags-
hyggju, þegar þörf hefur verið talin
á, með þeim afleiðingum að flokk-
urinn hefur haldið velli og hlotið
umtalsverðan stuðning úr hópi
launamanna — hlotið stuðning frá
fjölmörgum félagshyggjumönnum.
Frá fundi félagshyggjufólks á Hótel Borg, laugardaginn 24. nóvember síðastliðinn.
í núverandi stjórnarsamstarfi kem-
ur flokkurinn hins vegar meira og
minna grimulaus fram á sjónar-
sviðið. Það ætti að skapa hinum
raunverulegu félagshyggjuöflum í
landinu viðspyrnu, stuðla að sam-
hjálp og samvinnu um réttlátari
þjóðfélagsskipan gegn hinni ólýð-
ræðislegu dreifingu valds yfir fjár-
magni og atvinnutækjum sem til
staðar eru í þjóðfélagi okkar.
Það er erfitt að kljást við óvin í
dulargervi, óvin, sem kemur ekki til
dyranna eins og hann er klæddur,
heldur kemur markmiðum sínum
fram með klækjum og eftir ýmiss
konar bakleiðum. Sjálfstæðis-
flokkurinn í dag, þ.e. ráðandi öfl í
fyrir breiðfylkingu í baráttunni fyr-
ir betra þjóðfélagi fyrir þegna þessa
lands, fyrir þjóðfélagi þar sem hver
maður njóti afraksturs síns vinnu-
framlags, og hver maður geti vænst
réttlætis og öryggis, hvort hann er
sjúkur eða heilbrigður, karl eða
kona ungur eða gamall, hvort hann
er úr dreifbýli eða þéttbýli. Á leið til
þessa þjóðfélags efnahagslegs og
félagslegs réttlætis allra eru margar
torfærur. Flokkarnir eru margir,
forystumennirnir eru margir, og all-
ir telja þeir sig kallaða til að vera í
fararbroddi baráttunnar. Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðubandalag eru
flokkar á gömlum merg. Þeir vísa
til fyrri afreka og verka. Þeir kalla
kannana, sem sýna augljóslega að
þessi öfl eiga vísan stuðning hjá
ákveðnum hópi kjósenda. Og Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur
eiga sömuleiðis vísan stuðning,
mismikinn frá einum tíma til ann-
ars, en þó alltaf ákveðinn fastan
hóp ötulla stuningsmanna og kjós-
enda. Allir þessir flokkar telja sig
hinn eina og sanna málsvara félags-
hyggju í landinu. Enginn vill láta
neitt af hendi, enginn þorir að
fórna því sem fyrir er, þótt vonir um
annað og meira séu raunhæfar, ef
aðilar tækju höndum saman.
Oft hafa verið gerðar tilraunir til
að ná saman öllu félagshyggjufólki
undir einn hatt. Samtök frjáls-
„En nýjar kynslóðir
eru komnar tilsögunn-
ar. Þeir einstaklingar
sem nú bera hita og
þunga baráttunnar
þurfa ekki að láta erj-
urforveranna flœkjast
fyrir“
„Meiri kraftur hefur
oftsinnis farið í að
berja á hver á öðrum,
heldur en aðalóvinin-
um — sjálfu íhaldinu.
Það er kominn tími til
aðslíðra sverðin í þeim
slag.“
„Það er vegið að
mannréttindum fólks
og félagshyggjan á í
vök að verjast. Er
stœtt á því að félags-
hyggjumenn eyði
mestu púðrinu i að
berja hver á öðrum,
meðan markaðs-
hyggjuöflin, gróðaöfl-
in, vaða uppi?“
honum, hafa hins vegar gert lítið til
að fela raunveruleg markmið, trúin
á frelsi til ofsagróða, hagsmuna-
varsla um styrk og stöðu valdaafla,
er öllum ljós sem á annað borð vilja
horfast í augu við raunveruleikann.
Þetta ætti að gera baráttu félags-
hyggjuaflanna markvissari og bein-
skeyttari, ætti að verða til þess að
fólk gerir ljósan greinarmun á þjóð-
félagi því sem vinstri öflin draga upp
og þeirri útópíu sem markaðs-
hyggjuöflin dásama.
Hræðsla við uppstokkun
En ljón eru á veginum til heil-
steyptrar og víðtækrar framsóknar
söguna til vitnis um nauðsyn þess
að við þeirra tilvist verði ekki hrófl-
að. Nýju framboðin, Bandalag
jafnaðarmanna og Samtök um
kvennalista, eru til orðin, vegna
þess að hvatamenn að stofnun
þeirra, töldu ekki að þeir félags-
hyggjuflokkar sem fyrir voru,
stæðu sig nógu vel, þeir væru staðn-
aðir og fastir; þeirra slagkraftur
væri ekki nægilegur. Og Bandalag
jafnaðarmanna og Kvennalistinn
telja því sjálfstæðu hlutverki sínu
langt í frá lokið í íslenskri pólitík.
Og vitanlega eru aðilar fast-
heldnir á það sem fyrir er. Bandalag
jafnaðarmanna og Kvennalistinn
vísa til kosningaúrslita og skoðana-
lyndra og vinstri manna voru bein-
línis stofnuð til þess á sínum tíma,
að vera sameiningartákn vinstri
manna og félagshyggjuafla. Og nú
á síðari árum hafa flestir vinstri
flokkanna viljað spenna út regnhlíf
sína og boðið öðrum flokkum, öðr-
um samtökum á svipaðri línu, und-
ir og í samflot, og nú hafa verið
spenntar upp fjórar regnhlífar af
þessu tagi, regnhlífasamtökin eru
jafnmörg þeim félagshyggjuflokk-
um sem fulltrúa eiga á Alþingi.
Hverjum þykir sinn fugl fagur, allir
telja það sitt hlutverk að vera það
sameiningartákn, sem félags-
hyggjufólk leitar eftir með logandi
ljósi.
Persónur og hagsmunir
Smæð íslensks þjóðfélags, per-
sónuleg nálægð íslenskra stjórn-
málamanna, gerir allt samstarf og
öll samvinnáform þyngri í vöfum en
ella. Persónur, skipa oft stærri sess
í þessum hugleiðingum um öflug og
sameiginleg samtök félagshyggju-
fólks, en spurningar um málefna og
áhersluatriði. Forystumennirnir
spyrja sjálfa sig um sína stöðu, þeg-
ar breiðfylkingarhugmyndir koma
upp. Hvað yrði um Svavar, Jón
Baldvin, Stefán Benediktsson og
Guðrúnu Agnarsdóttur í breiðfylk-
ingu vinstri manna? Myndu þau
halda sínum áhrifum? Fengju þau
örugg þingsæti? Hvað um alla
þingmennina, sem vilja ganga að
sínum sætum vísum? Yrði þeirra
staða ekki ótrygg? Hvað um trún-
aðarmenn flokkanna hér og þar i
kerfinu? Myndu þeir verða útund-
an í nýju sameiginlegu stjórnmála-
afli?
Ég geng út frá því að almennur
vilji sé rrieðal félagshyggjufólks í
öllum flokkum að til sé sterkt, öfl-
ugt sameiginlegt afl félagshyggju-
manna — mótvægi gegn veldi
íhaldsaflanna, en ekki að hver sé að
berjast út af fyrir sig, án mikils ár-
angurs. Sömuleiðis geng ég út frá
ákveðinni tortryggni meðal forystu-
manna vinstri flokkanna á þeim
persónulegu forsendum sem ég
nefndi áðan. Og hinu skulum við
heldur ekki gleyma að samkomulag
foringjanna, einhvers konar for-
ingjaráðstefnur og ákvarðanir um
samvinnu og jafnvel sameiginlegt
framboð, þurfa ekki endilega að ná
niður í rót. Reynslan af slíku er ekki
alltof góð. Vilji og starf af slíkri
samvinnu þarf að koma neðan frá,
úr grasrótinni, frá fólkinu sjálfu,
ekki foringjunum einum. Ráðstefn-
ur, á borð við þá, sem hér er haldin,
er einmitt leiðin til traustrar og
fölskvalausrar samvinnu vinstri afl-
anna.
Vinstri flokkarnir hafa gengið í
gegnum ýmis vandamál á langri
leið. Persónulegar heitingar for-
ystumanna ólíkra stjórnmála-
flokka, klofningur í flokkum,
harður ágreiningur. Þetta óveður á
vinstri vængnum hefur sett sitt
mark á alla möguleika til aukinnar
samvinnu. Harður slagur verka-
lýðsflokkanna, Alþýðuflokks og
Álþýðubandalags hefur skilið eftir
sig vík milli vina. Og í því er oft erf-
iðast að yfirvinna persónulegar
heitstrengingar foringjanna. For-
tíðin hefur t.a.m. verið sem fleygur
milli Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks. Átökin sem áttu sér stað
með aðskilnaði Alþýðuflokks og
Alþýðusambands íslands á sínum
tíma og atburðir sem þá fylgdu í
kjölfarið hafa í gegnum áratugina
verið stór steinn í vegi fyrir sam-
starfi Alþýðubandalags ogAlþýðu-
flokks.
En nýjar kynslóðir eru komnar
til sögunnar. Þeir einstaklingar sem
nú bera hita og þunga baráttunnar
þurfa ekki að láta erjur forveranna
flækjast fyrir. Aðstæður fyrir auk-
inni samvinnu og samstarfi eru því
aðrar og betri nú, en áður gerðist.
Margir telja þetta léttvægt, þegar
málefnin ættu að vera í fyrsta sæti,
en staðreyndin er engu að síður sú,
að persónulegar tilfinningar ráða
meiru um stjórnmálaþróun hér á
landi, en margan grunar.
Frh. á bls. 15