Alþýðublaðið - 05.12.1984, Side 6

Alþýðublaðið - 05.12.1984, Side 6
6 Alyktun flokksþings Alþýðuflokksins um velferðarmál: Velferðarríki fólksins eða fyrirtækjanna? í íslensku þjóð- félagi má nú víða sjá þess merki að áhrif jafnaðarstefnunn ar hafa dvínað og að félagslegt öryggi á í vök að verjast. Þessu verður að breyta. Hornsteinninn í stefnu jafnaðarmanna er hug- sjónin um jafnrétti, félags- hyggju og samhjálp ann- ars vegar og hins vegar kenning um hagstjórnar- aðferðir, sem treysta stoðir efnahags- og atvinnulífs til að ná markmiðunum um réttlátara þjóðfélag og félagslegt öryggi. Mat jafnaðarmanna á þjóðfé- lagsgerðinni mótast að miklu leyti af því annars vegar hvernig mann- réttindum er háttað og svo hins veg- ar, hvernig afraksturinn af því sem framleitt er skiptist á milli borgar- anna. Efnahagslegt misrétti er stað- reynd og launafólk fær því einatt ekki eðlilega hlutdeild í afrakstri framleiðslunnar. Þótt auðhyggjumönnum verði tíð- rætt um sameiginlegan kostnað, þá tala þeir minna um sameiginlegan gróða. Hann er einatt einkamál. Gróði verður þó sjaldnast til, nema margir leggi hönd að verki. Tvö- feldni auðhyggjumanna kemur skýrast fram í því, að sjálfsagt þykir að þjóðnýta tap einkarekstursins, meðan sameiginleg útgjöld í þágu fólksins eru oftast talin af hinu illa. „Munurinn á jafnað- armönnum og auð- hyggjumönnum felst í því að siðferðismat jafnaðarmanna á mannréttindum er mun víðtœkara en mat auðhyggju- manna.H Munurinn á jafnaðarmönnum og auðhyggjumönnum felst þannig í því, að siðferðismat jafnaðar- manna á mannréttindum er mun víðtækara en mat auðhyggju- manna.Því hneigjast auðhyggju- menn til að skera niður fjárveiting- ar til almannatrygginga og annarra félagslegra þátta á tímum samdrátt- ar. Þeir sjá á þeim fjárveitingum „Velferðarríki fólksins er að verða að vel- ferðarríki fyrirtœkj- anna, þar sem al- menningur greiðir sí- fellt hœrri gjöld fyrir félagslega þjónustu, en fyrirtœki og bank- ar fá stöðugt meiri umbun frá hinu opin- bera.“ engan siðferðilegan mun og t.d. á fjárveitingum til alls konar milliliða sem maka krókinn jafnvel við óarð- bærar fjárfestingar. Þegar jafnaðarmenn tala um sið- ferðilegan rétt til almannatrygg- inga, þá tala auðhyggjumenn um að kaupa þjónustu. Þegar auðhyggju- menn segja að þjóðin hafi ekki efni á að halda uppi velferðarríki með „Félagshyggjufólk má aldrei sofna á verði sínum og ganga út frá því sem vísu, að almannatryggingar og félagslegt öryggi séu í allra augum ófrávíkj- anleg skilyrði í gerð menningarþjóðfé- lags.u sameiginlegum sjóði, þá vilja þeir að menn fái sömu þjónustu og að hún sé greidd úr eigin vasa. Ef þetta yrði í reynd, þá hljóta hinir efna- minnstu sð verða útundan og að fara á mis við þjónustu heilbrigðis- og tryggingakerfis. Jafnaðarmenn telja hins vegar að allir eigi að hafa sama rétt og sama kost í þessum efnum. Þetta eru í hnotskurn dæmi um mismunandi mat á auðgildi og manngildi, sem sýna ljóslega and- stæður í stefnu jafnaðarmanna og .auðhyggjumanna. í íslensku þjóðfélagi má nú víða sjá þess merki að áhrif jafnaðar- stefnunnar hafa dvínað og að fé- lagslegt öryggi á í vök að verjast og er á undanhaldi. Afleiðingarnar blasa alls staðar við: • Velferðarríki fólksins er að verða að velferðarríki fyrir- tækjanna, þar sem almenning- ur greiðir sífellt hærri útgjöld fyrir félagslega þjónustu en fyr- irtæki og bankar fá stöðugt meiri umbun frá hinu opinbera. • Óréttlætið í tekjuskiptingunni hefur vaxið gífurlega þannig að í raun má tala um tvær þjóðir í einu landi. • Þrátt fyrir lengstan vinnudag launafólks á íslandi eru meðal- laun hér þau þriðju lægstu í Evrópu. • Hver fjölskylda verður að geta treyst á tvær fyrirvinnur, ef endar eiga að ná saman með nauðsynleg útgjöld. Heimilin og samheldni fjölskyldna eru því undir miklu álagi. Alvarleg- ir örðugleikar blasa við í lífs- baráttu einstæðra foreldra. • Á meðan laun hækka um 20,3%, hækka útgjaldaliðir heimilanna um allt að 86%. fórnir launafólks eru samt einskis metnar og áfram skal vegið í sama knérunn. • Fjármögnun til húsnæðismála er í algjöru uppnámi, lánakjör til fólks sem er að eignast hús- næði er óviðunandi með þeim afleiðingum, að neyðarástand er að skapast hjá mörgum íbúð- arkaupendum og húsbyggjend- um. • Félagsleg þjónusta og almanna- tryggingar eru skornar niður enda hefur eftirspurn eftir að- stoð félagsmálastofnana aldrei verið meiri. • Aldrei fyrr hefur reynt eins á úr- lausnir varðandi dagvistun barna vegna fyrirvinnumál- anna. Unnir áfangar í skóla- málum reynast standa á brauð- fótum og framhaldsmenntun stefnir í að verða forréttindi. • Meðan skattalækkanir fyrir- tækja og banka nema stórfelld- um upphæðum, hækkar lyfja- og læknisþjónusta gífurlega, sem kemur þyngst niður á efna- litlu fólki. Ljóst er að hér ríkir hugmynda- fræði auðhyggjumanna. Jafnaðar- menn fordæma harðlega árásir þeirra og ríkisstjórnar þeirrar er nú situr á velferðarstofnanir Islend- inga. Jafnaðarmenn byggðu upp velferðarkerfið og það hefur skap- að öryggi og festu í íslensku þjóð- lífi. Þau viðhorf hafa heyrst, að markmiðum jafnaðarmanna sé náð í megindráttum í velferðarmálum, en sú hægri stjórn sem nú ríkir í landi félagshyggjufólks, hefur opnað augu landsmanna óþyrmi- lega fyrir þeirri staðreynd, að félagshyggjufólk má aldrei sofna á verði sínum og ganga út frá því sem vísu, að almannatryggingar og fé- lagslegt öryggi séu í allra augum ófrávíkjanleg skilyrði í gerð menn- ingarþjóðfélags. s ÞOKULJOSA - OG KASTARASETT Verð kr. 2.080,00 settið. — Póstsendum. _____Gerið verðsamanburð_ QJvarahl uti r ™rg83™

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.