Alþýðublaðið - 05.12.1984, Qupperneq 10
10
Ahrif launþega-
samtaka of lítil
Nálægl 40% landsmanna telja
áhrif samtaka vinnuveitenda vera
of mikil og um leið telur rúmur
helmingur landsmanna að áhrif
launþegasamtakanna séu of lítil.
í könnun Hagvangs kemur nánar
tiltekið fram að 6-8% svarenda
treystu sér ekki til að láta í ljós af-
stöðu til áhrifa ýmissa hagsmuna-
samtaka í landinu. Að þeim sleppt-
um kemur í ljós að 38,7% telja áhrif
samtaka vinnuveitenda séu of
mikil, 51,6% að þau séu hæfileg en
aðeins 9,7 telja þeirra áhrif of lítil.
Hvað bændur og samtök þeirra
varðar töldu 29% áhrifin vera of
mikil, 40,8% þau vera hæflileg en
30,1% þau vera of lítil. En aðeins
11,6% töldu áhrif launþegasamtak-
anna vera of mikil, 36,8% þau vera
hæfileg en 51,6% þau vera of lítil.
Vitaskuld liggur fyrir að launa-
fólk er í meirihluta i úrtaki Hag-
vangs, en það breytir ekki hinu, að
mikill meirihluti „landsmanna" tel- að launþegasamtökin hafi of lítil
ur mikið misvægi vera á milli áhrif í samanburði við bændasam-
áhrifastöðu þessara samtaka; telur tökin en þó sérstaklega samtök
vinnuveitenda. Unnt er að gera sér
í hugarlund að flestir þeirra sem
telja áhrif samtaka vinnuveitenda
oflítil (9,7%) séu úr hópi vinnuveit-
enda, sömuleiðis flestir þeirra sem
telja ■ áhrif launþegasamtakanna
vera of mikil (11,6%).
Þessar niðurstöður hanga nokk-
uð saman við traust manna á
„stofnunum" er tengjast aðilum
vinnumarkaðarins. Aðeins 32%
svarenda bera „mjög mikið“ eða
„nokkuð mikið“ traust til stórfyrir-
tækjanna í landinu, en samsvarandi
hlutfall hvað verkalýðsfélögin varð-
ar er 46%.
Atvinnustefna til aldamóta
Þessa kosti bendir
Alþýðuflokkurinn á, þeg-
ar talað er um uppbygg-
ingu atvinnuveganna og
nýja atvinnustefnu til
aldamóta:
1. Aukin framleiðsla og meiri
vöruvöndun í úrvinnslu sjávar-
afla, nýting og vinnsla fleiri fisk-
tegunda.
2. Við úrvinnslu landbúnaðaraf-
urða er hægt að ná meiri ár-
angri, t.d. með fullvinnslu á
skinnum og gærum, og úr-
vinnslu á margvíslegum dýr-
mætum efnum úr sláturafurð-
um.
3. íslendingareiga mikinn fjársjóð
í menntun og þekkingu. Út-
flutningur og sala á þessari
þekkingu getur orðið mikil lyfti-
stöng fyrir allan íslenskan iðnað
og menntastofnanir. Þá eiga ís-
lendingar að'nýta menntastofn-
anir sínar til sölu á þekkingur til
þegna annarra ríkja sem hingað
geta sótt menntun í margvísleg-
um fræðum.
4. Ferðamálaþjónusta og skipu-
lagning ferða erlendra ferða-
manna til fslands er einn af mik-
ilvægari þáttum atvinnuupp-
byggingar. Þar er nauðsynlegt
að gera áætlanir til langs tíma og
stunda atvinnugreinina í sátt við
náttúru landsins.
5. Fiskeldi sem byggir á gnægð af
heitu vatni og tiltölulega ódýru
fóðri. Jafnframt þarf að gera
rannsóknir á göngu lax í hafinu
og hvort hafbeit og laxveiðum
almennt stendur ógn af fiskveið-
um annarra þjóða. Einnig þarf
að stefna að eldi sjávarfiska með
það fyrir augum, að reyna að
draga úr sveifium í fiskafla.
6. Sölumennsku á íslenskum út-
flutningsafurðum verður að
stórauka, en þar er á ferðinni
grundvallaratriði, svo unnt sé að
efla og auka allar útflutningsat-
vinnugreinar þjóðarinnar.
7. Rafeindaiðnaðurersúgreinsem
íslendingar hafa sýnilega mögu-
leika á að gera að stóriðnaði,
einkum hvað snertir tæknibún-
að til fiskvinnslu og sjávarút-
vegs.
8. Lífefnaiðnaður af mörgu tagi á
mikla framtíð og verður að fá
að þróast. Má þar nefna fram-
leiðslu á efnum til lyfjagerðar.
9. Efling matvælaiðnaðar er mik-
ilvæg, og þar verður að stuðla
að bættri menntun starfsfólks.
10. Endurvinnsla á ýmsum efnum
sem til falla, getur verið álitleg-
ur kostur en þarf þó að gaum-
gæfa vandlega.
11. Eflingatvinnuvegarannsóknaer
skilyrði þess að flestar fyrr-
nefndar greinar eigi framtíð fyr-
ir sér. íslendingar leggja mun
minni fjármuni til þessara rann-
sókna en gerist í helstu ná-
grannalöndum.
12. 1 allri umræðu um atvinnu-
stefnu til aldamóta verður að
hafa hugfast, að stór hópur
þjóðfélagsþegna getur ekki tekið
þátt í hinu almenna atvinnulífi.
Við mótun atvinnustefnu verður
að tryggja að næg atvinnutæki-
færi skapist fyrir öryrkja, annað
hvort á vernduðum vinnustöð-
um eða innan hins almenna at-
vinnurekstrar.
Við val á nýjum atvinnugreinum
og stuðningi við þær, ber að meta,
hvort þær gera það mögulegt að
greiða góð laun til starfsfólks og
stuðli þannig að því að ísland verði
ekki lengur láglaunaland.
Það er algjört grundvallaratriði
við atvinnuuppbyggingu og at-
vinnustefnu til aldamóta, að einhver
sá hvati sé fyrir hendi, er efli menn
til dáða við atvinnuuppbyggingu. Sá
hvati felst auðvitað í stjórn efna-
hagsmála, og þeirri verkaskiptingu,
sem verður að vera á milli þeirra
þriggja rekstrarforma, sem þróast
hlið við hlið í blönduðu hagkerfi. Sú
breyting verður aldrei framkvæm-
anleg, nema núgildandi sjóðakerfi
og helmingaskiptakerfi Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks verði
brotið upp.
Vinnan er undirstaða velferðar og
velsældar og þess hagsældarþjóðfé-
lags sem er rauði þráðurinn í jafn-
aðarstefnunni.
Ný atvinnustefna er því grund-
vallaratriði í framtíðarstefnu Al-
þýðuflokksins.
Tilboó á
pústkerfum
og
Volvohljóðkútarnir eru sérsmíðaðir af Volvosérfræðingum
fyrir Volvobíla til þess að ending og nýting þeirra sé
i samræmi við önnur Volvogæði.
Þess vegna kaupir þú aðeins Volvopústkerfi,
en ekki ódýrar eftirlíkingar!
Ptokkaverb
KK.5&50-
(Volvo 240, B21, B23)
Tilboðsverð sem gildir fyrir þá sem panta tíma
fyrir 20. desember ’84.
SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 35200
ísetningu.
Það fer ekki á milli mála: —'